Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 2

Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 2
MOBGUtyBlAPID, SfflíNU'PAGUfi 2g. MARZ.1R86, Sovéska sendiráðið í Reykjavík: Samkomulag um móttökuskerm er virt að vettugi Áminningarbréfum borgaryfirvalda ekki svarað SOVÉSKA sendiráðið í Reykjavík virðir enn að vettugi kröfu borgar- yfirvalda um að móttökuskermur á suðvesturhlið sendiráðsbygging- arinnar á Túngötu 9 verði lækkaður og færður til. Að sögn Gunnars Sigurðssonar, byggingarfulltrúa Reykjavíkur- borgar, var skermur þessi, sem notaður er til móttöku á sovésku sjónvarpsefni, settur upp án leyfis borgaryfírvalda í nóvember 1983. Borgarstjóri skrifaði þá utanríkis- ráðuneytinu og byggingamefnd Reykjavíkur bréf og vakti athygli þeirra á málinu. Að ósk sovéska sendiráðsins hafði utanríkisráðu- neytið milligöngu um að koma á framfæri við byggingamefnd beiðni um óbreytta staðsetningu skerms- ins. A fundi nefndarinnar i janúar 1984 var því erindi synjað og sov- éska sendiráðinu tilkynnt niðurstað- an. Síðar í mánuðinum áttu emb- ættismenn Reykjavíkurborgar við- ræður við starfsmenn sendiráðsins og var þar komist að samkomulagi um að lækka skerminn og færa hann til. Byggingamefnd staðfesti það samkomulag í febrúar 1984. Sovéska sendiráðið hefur hins vegar ekkert aðhafst í málinu og móttöku- skermurinn er enn á sínum stað. Gunnar Sigurðsson sagði, að í nóvember 1984 hefði sendiráðinu enn verið skrifað bréf og minnt á samkomuiagið. Ekkert svar hefði borist og heldur ekki við tveimur öðmm áminningarbréfum á síðasta ári. Mál þetta hefði verið tekið upp við utanríkisráðuneytið 18. mars sl. og væru viðræður fyrirhugaðar. Ingvi S. Ingvarsson, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, stað- festi, að ráðuneytið hefði á sínum tíma haft milligöngu fyrir sovéska sendiráðið og síðan tilkynnt sendi- ráðinu synjun borgaryfírvalda. Önnur afskipti hefði ráðuneytið ékki haft af málinu fram að þessu, en því hefði nú verið hreyft á ný. Morgunblaðið/ÓlafurK. Magnússon Skermurinn á þaki sovéska sendiráðsins á Túngötu 9. Skoðanakönnun Hagvangs vegna borgar slj órnarkosninganna: Sjálfstæðisflokkur með 60,8% atkvæða Alþýðubandalagið með 22,2% SAMKVÆMT könnun Hagvangs á fylgi stjómmálaflokkanna fyr- ir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor hefur Sjálfstæð- isflokkurinn forystu. 60,8% þátttakenda, sem afstöðu tóku, ætla að greiða flokknum atkvæði í kosningunum. Alþýðubandalag- ið hefur næst mest fylgi eða 22,2%. Fylgi annarra flokka er mun minna: Alþýðuflokkur 4,1, Framsóknarflokkur 4,7% og Kvennaframboð 8,2%. Spurt var: „Ef efnt yrði til borg- arstjómarkosninga á næstu dögum, hvaða flokki myndir þú greiða atkvæði?" Afstöðu tóku 171 eða 63% þátttakenda í könnuninni, aem framkvæmd var dagana 3. til 11. mars sl. Ef miðað er við síðustu könnun Hagvangs í desember 1985 er Alþýðubandalagið eini flokkurinn, sem aukið hefur fylgi sitt. í þeirri könnun fékk flokkurinn 14,9% at- kvæða, en nú 22,2%, sem fyrr segir. Fylgi annarra flokka í síðustu könnun var sem hér segir: Alþýðu- flokkur 6,1%, Framsóknarflokkur 8,3%, Kvennaframboð 8,3% og Sjálfstæðisflokkur 62,4%. Alusuisse: Fréttin kemur mér ekki á óvart — segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Friðrik Sigurbjörnsson lögfræðingur látinn LATINN er í Reykjavík Friðrik Sigurbjörnsson, lögfræðingur, 62 ára að aldri. Friðrik fæddist 2. september 1923 í Reykjavík, sonur hjónanna Sigurbjöms Þorkelssonar, kaup- manns og konu hans Unnar Har- aldsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og lauk lögfræðiprófí frá Háskóla íslands 1953. Gerðist lögreglustjóri á Bolungarvík 1953 og gegndi því starfí til ársins 1963, auk þess sem hann var oddviti Hólshrepps. Eftir það var hann um árabil blaðamaður á Morgunblaðinu og gerðist síðan prófstjóri við Háskóla íslands, en síðustu árin stundaði hann lög- fræðistörf. Friðrik starfaði allmikið að leik- list og fékkst bæði við ritstörf og þýðingar. Friðrik var kvæntur Halldóru Helgadóttur og eignuðust þau þijú böm. Gamlir samstarfsmenn Friðriks á Morgunblaðinu senda eftirlifandi eiginkonu og ættingjum innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans. „ÞESSI frétt kemur mér ekki á óvart,“ sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra þeg- ar Morgunblaðið snéri sér til hans vegna fréttar af taprekstri Alusuisse. „Ég hafði gert mér grein fyrir því eftir viðræður mínar við forráða- menn fyrirtækisins á dögunum, að ástandið væri verra en menn höfðu haldið,“ sagði Steingrímur. Hann ítrekaði að stjóm Alusuisse teldi ísal gott fyrirtæki og að engin áform væm uppi innan stjómarinn- ar um að losa sig við það. Endanleg framtíð ísal yrði hinsvegar ekki ráðin fyrr en eftir aðalfund þegar ljóst væri hveijir tækju við stjóm Alusuisse. „Þetta verður hins vegar til þess að dráttur verður á stækkun álvers- ins hér á landi eins og kom fram í viðræðum mínum við Dr. Emst í Sviss. Það er útaf fyrir sig slæmt fyrir okkur því ég hygg að varla sé annar betri stóriðjukostur sem við eigum en að stækka álverið í Straumsvík," sagði Steingrímur. Eins og fram hefur komið í fréttum, er það taprekstur á álvemm Alu- suisse í Bandaríkjunum, sem fyrst og fremst veldur halla á rekstri fyrirtækisins og hefur þeim verið lokað. Steingrímur benti á að Alusuisse ætti enn fímm ára raf- orkusamning í Bandaríkjunum sem þeir yrðu að standa við þrátt fyrir að orkan nýttist þeim ekki. „Ég held að sú hækkun sem fengist hefur á raforkuverði hér á landi, sé í fullkomnu samræmi við það sem þessi fyrirtæki treysta sér til að reka álbræðslu fyrir. Raforku- verð hér er lægra en það var orðið í Bandaríkjunum og er það eflaust ein af ástæðunum fyrir að þetta gengur skár hér,“ sagði Steingrím- ur að iokum. Carrington til íslands CARRINGTON lávarður, aðal- framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, kemur til íslands í dag, sunnudag, en þetta er í annað skiptið sem hann kemur til landsins síðan hann tók við starfi sínu. í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir, að Carrington dvelji hér á landi til 26. marz og mun hann eiga viðræður við íslenska ráðamenn, m.a. Steingrím Hermannsson for- sætisráðherra og Matthías Á. Mat- hiesen utanríkisráðherra. Meðan á dvöl hans stendur mun hann m.a. fara til Vestmannaeyja og á Suður- nes þar sem hann mun skoða Svartsengi og fara til Grindavíkur, auk þess sem hann mun hitta yfir- mann vamarliðsins. Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg gangast fyrir fundi með Carrington lávarði, fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins, þriðjudaginn fyrir páska, 25. marz. Umræðuefni Carringtons lávarð- ar á fundinum verður „NATO og samskipti austurs og vesturs". Fundarstjóri verður Hörður Ein- arsson, formaður SVS. Fundurinn verður haldinn í Súlnasal á annarri hæð Hótels Sögu og hefst klukkan 17.15. Salurinn verður opnaður klukkan 17. Aðgangur að fundinum er heimill félagsmönnum í SVS og Varðbergi, svo og gestum þeirra, segir í frétta- tilkynningu. Kammersveit Reykjavíkur: Tónleikar í Áskirkju KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur aðra tónleika sína á þessu starfsári í dag, sunnu- daginn 23. mars, i Áskirkju og hefjast þeir kl. 17. Á efnisskránni er Kleine Kammermusik fyrir blásara- kvintett op. 24 nr. 2 eftir Paul Hindemith, strengjakvartett nr. 1 í c-moll op. 51 eftir Johannes Brahms og strengjakvartett nr. 1 op. 7 eftir Béla Bartok. Flytjendur blásarakvintetts Hindemiths eru Martial Narde- au, fíauta, Kristján Þ. Step- hensen, óbó, Sigurður I. Snorra- son, klarinett, Bjöm Árnason, fagott og Þorkell Jóelsson, hom. Flytjendur strengjakvartettanna eru Rut Ingólfsdóttir, fíðla, Charles Berthon, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, lágfíðla og Am- þór Jónsson, celló. „Sívaxandi samstarfs- örðugleikar við Einar“ - segir Árni Grétar Finnsson um brottför Einars Þ. Mathiesen af lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði „ÞAÐ VAR ekki ætlun mín að fjalla f fjölmiðlum um brottför Einars af framboðslistanum. í tilefni af ummælum hans er hins vegar rétt að það komi fram að allt þetta kjörtSmabil höfum við hinir fjórir bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins átt í sívaxandi samstarfsörðug- leikum við hann,“ sagði Arni Grétar Finnsson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar f Hafnarfirði er leitað var álits hans á þeim ummælum Einars Þ. Mathiesen, núverandi bæjar- fulltrúa flokksins, að honum hafi verið „bolað út vegna tveggja ómerkilegra mála“. Ami Grétar sagði einnig: „Hvert málið á fætur öðru hefur komið upp þar sem Einar hefur án nokkurs samráðs við okkur hina bæjarfulltrúa flokksins tekið ákvarðanir þvert á vilja okkar. Oft hefur hann gert þetta án þess að láta okkur svo mikið sem vita áður um að hann hefði aðrar skoðanir á málunum en við. Slík vinnubrögð geta að sjálfsögðu ekki gengið í samstarfí flokks- manna." Um hugsanlegt sérframboð Einars Þ. Mathiesen sagði Ámi: „Um það hef ég harla lítið að segja og nánast ekkert af því heyrt, nema þær fréttir sem komnar eru frá Einari sjálfum. Ég myndi hins vegar harma það fyrir hönd Einars sjálfs ef það ætti eftir að verða hlutskipti hans að fara í sérframboð gegn Sjáifstæð- isflokknum eftir að sjálfstæðisfólk hefur í 12 ár sýnt honum þann trúnað að velja hann sem bæjar- fulltrúa." Friðrik Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.