Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 4

Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 4
4 MQRGUNglAÐID,.SUWyp4LGUR23. JÆARZ1986 Nafnbirting í okurmálinu: Meginregla að gefa ekki upp nöfn ákærðra — segir Jónatan Sveinsson saksóknari Morgunblaðið/ÓI.K.M. Þríggja daga heilbrigðisráðstefnu evrópskra aðildarríkja WHO lauk á föstudag. Að sögn þátttakenda tókst ráðstefnan mjög vel og er næsta skrefið að kynna áætlunina — „Heilbrigði allra árið 2.000“ — í hveiju landi fyrir sig. Heilbrigðisráðstefnu WHO lokið 1 Reykjavík: Alþjóðlegt átak í heílbrigðismálum ÞRIGGJA daga ráðstefnu Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinnar WHO lauk í Reykjavík sl. föstu- dag. Helstu verkefni hennar voru að hleypa af stokkunum alþjóð- legri áætlun um forvarnir í heilsugæslumálum undir yfir- skriftinni: „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“. Ráðstefnuna sátu fulltrúar 22 evrópskra aðildarríkja WHO, þar á meðal fímm íslendingar, auk þess fulltrúar WHO og sérfræðingar í útbreiðslumálum og fjölmiðlun, eða alls um 40 manns. Næsta skref er að fultrúamir kynni áætlunina „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“ fyrir heilbrigðisyfírvöldum í heima- löndum sínum. Á aðalfundi Evrópudeildar WHO í haust verður tekin ákvörðun um sameiginlegt Evrópuátak í heii- brigðismálum á ákveðnum afmörk- uðum sviðum. M.a. var rætt um sameiginlegt átak gegn reykingum, forvamir gegn hjarta- og æðasjúk- dómum og útrýmingu á nokkmm f.mitsjúkdómum eins og t.d. misl- ingum. Þetta er fyrsta tilraun innan WHO-kerfisins til útbreiðslu á al- þjóðlegu forvamarátaki í heilbrigð- ismálum meðal almennings og þeirra sem taka ákvarðanir í þess- um málum í aðildarríkjunum. Ragnhildur Helgadóttir, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra setti ráðstefnuna og lagði fyrir rík- isstjómina á fimmtudag tilögu um að gerð verði íslensk heilbrigðis- áætlun til 15 ára, sem unnin verður með hliðsjon af stefnu WHO um „Heilbrigði fyrir alla árið 2000“. Tillagan var samþykkt í ríkisstjóm- inni. Forseti WHO-ráðstefnunnar var Almar Grímsson, fulltrúi íslands í framkvæmdastjóm íslands í sam- tökunum. „ÞAÐ er meginregla að við gef- um ekki upp nöfn ákærðra manna nema í sérstökum undan- tekningartilfellum“, sagði Jónat- an Sveinsson, saksóknarí, er hann var spurður hvers vegna embætti rikissaksóknara hefði ekki séð ástæðu til að birtai nöfn þeirra 123 einstaklinga, sem ákærðir hafa verið ásamt Her- manni G. Björgvinssyni í okur- málinu svonefnda. Jónatan sagði að ástæðan væri fyrst og fremst sú að mál væru að forminu til ekki orðin opinber fyrr en við þingfestingu. Að sögn Jónatans þótti ekki ástæða til að gera undantekningu frá þessari meginreglu í þessu máli. „Ennfremur var tekið tillit til þess, að svo virðist sem margir í þessum hópi hafi slysast inn í þessi við- skipti. Með nafnbirtingu hefðum við ekki getað undanskilið neinn, þótt ef til vill hefði verið ástæða til að birta nöfn einhverra þessarra manna. Við höfum hins vegar ekki heimild til að draga menn þannig í dilka“, sagði hann. Viðurlög við okurbrotum eru fjár- ■ sektir sem skulu ekki vera lægri I en fjórfaldar og ekki hærri en tutt- uguogfimmfaldar af ágóðanum. ■ Jónatan sagði að í þeim okurmálum, sem dæmt hefur verið í hér á landi fram til þessa, hefði aldrei verið farið hærra en í fjórfaldar fjársekt- ir. I Jóhannaen ekki Jóhann ÞAU mistök uru í Morgunblaðinu í gær, að Jóhann Hjálmarsson var sagður vera höfundur leikdóms um sýningu Leikfélags Mosfellssveitar á Svartri kómedíu eftir Peter Schaf- fer. Höfundur leikdómsins er Jó- hanna Kristjónsdóttir og biðst Morgunblaðið velvirðingar á þess- um mistökum. Vandi ullariðnaðarins: Sjóðir iðnaðarins munu veita skuldbreyting'alán Húsnæðisfulltrúi Félagsmálastofnun- ar færður til í starfi Leigði borginni eigin íbúðir „GUNNAR hefur gegnt mjög erilsömu starfi hjá borginni og á margan hátt skilað þvi mjög vel, en það má segja að honum hafi orðið á í messunni og þess vegna hefur niðurstaðan orðið sú að hann muni skipta um starf,“ sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri aðspurður um það mál, að Gunnar Þorláksson húsnæðis- fulltrúi Félagsmálastofnunar hefur leigt borginni tvær íbúðir, semhann á sjálfur. „Ég hafði áður tekið það fram við Gunnar, í janúar sl., að þessi FORSVARSMENN Iðnþróunar- sjóðs og Iðnlánasjóðs hafa lýst sig reiðubúna til að taka þátt í aðstoð við ullariðnaðinn með þvi að breyta skammtímaskuldum fyrirtækjanna við þessa sjóði í lengri lán. Sjóðimir gáfu Albert Guðmunds- syni þessi svör vegna tilmæla frá honum þess efnis að þeir aðstoði ullariðnaðinn sérstaklega vegna erfiðrar stöðu hans. Albert sagði hugsanlegt að þessi skulbreyting- arlán yrðu afborgunarlaus í einhver ár til að gefa fyrirtækjunum svigr- úm til að ná sér aftur á strik. Þá væri einnig hugsanlegt að sjóðimir gætu veitt ullariðnaðinum einhver hagræðingarlán. í svari sjóðanna kemur fram að mögulegt er að lækka vexti af lánum Iðnþróunar- sjóðs með breyttri gjaldeyrisviðmið- un lánanna. Iðnaðarráðherra lagði þessi svör Iðnþróunarsjóðs og Iðnl- ánasjóðs fram á ríkisstjómarfundi á fimmtudag. „Það er sleitulaust unnið að lausn þessarra mála og mér sýnist veru- legur árangur vera að koma í Ijós“, sagði Albert. Hann sagði að auk skuldbreytingarinnar væri verið að vinna að endurgreiðslu gengismun- ar og forsætisráðherra hefði óskað eftir því við stjómir Byggðastofnun- ar og Framkvæmdasjóðs að þessir aðilar kæmu einnig til skjalanna í þessum vandamálum. Stuðst var við grein í Die Zeit I Morgunblaðinu í gær birtist grein, sem heitir Glæsilegur upp- spuni og fjallaði um kvikmyndina „Jörð í Afríku". Það féll niður að geta þess, að greinin styðst við grein í þýzka stórblaðinu Die Zeit og eru því þær skoðanir, sem í greininni koma fram, þaðan ættað- starfsemi samrýmdist ekki starfi hans hjá borginni, en hann sinnti ekki þeim tilmælum. Ég fékk pata af því á þriðjudaginn og þess vegna varð þessi niðurstaða á miðvikudag- inn,“ sagði Davíð Oddsson. Að sögn Davíðs hefur enn ekki verið ákveðið í hvaða starf Gunnar verði fluttur. „Ég leigði borginni þessar íbúðir og þær voru aftur leigðar á vegum Félagsmálastofnunar fólki sem annars var á götunni," sagði Gunn- ar Þorláksson. „Það er hins vegar ljóst, sem ekki var hugsað nægilega til í upphafí, að þetta er álitið alveg ósamrýmanlegt starfi mínu. Niður- staðan er í fullu samræmi við rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna, þar sem segir, að ekki megi stofna til neins konar atvinnu- rekstrar, en ég taldi, að ekki væri um eiginlegan atvinnurekstur að ræða. Fyrirtækið Strýta, sem á aðra íbúðina, er algjörlega í minni eigu og konu minnar og hefur enga aðra starfsemi með höndum en leigu þessarar íbúðar. En mér hefur verið gert að rifta þessum leigu- samningum og taka fyrirtækið af skrá. Eg mun rifta samningunum og reyna að standa að þeim málum eins og ætlast er til,“ sagði Gunnar Þorláksson. Hugmyndir um olíuhreinsunarstöð hérlendis: Markaðurinn of lítill og áhættan of mikil — segir Árni Ólafur Lárusson hjá Skeljungi ALBERT Guðmundsson iðnaðarráðherra varpaði fram þeirri spurningu á ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda, hvort ekki væri tímabært að reisa olíuhreinsunarstöð hérlendis, vegna þeirra ótakmörkuðu möguleika sem í olíuiðnaðinum fælust, eins og hann komst að orði. Morgunblaðið hafði samband við Arna Ólaf Lárus- son framkvæmdastjóra fjármálasviðs Olíufélagsins Skeljungs og spurði hann hvað honum fyndist um hugmyndina. „Þessi hugmynd hefur alltaf eiga í erfiðleikum og eru sumar skotið upp kollinum annað slagið og það hefur verið mat þeirra manna sem eitthvað þekkja til olíusölumála og olíuvinnslu, að íslenski markaðurinn væri allt of lítill og áhættan allt of mikil til þess að ráðlegt væri fyrir litla þjóð að taka þátt í þeim darraðar- dansi," sagði Ámi Olafur. „Þetta á ekki síst við nú, þegar margar olíuhreinsunarstöðvar hveijar reknar með takmörkuðum afköstum, þar sem eftirspum er ekki nægileg." Ámi Olafur bætti við, að ekki næðist nema ákveðið hlutfall hreinni olíuafurða, svo sem bens- íns og niður í gasolíu. Síðan tæki við svartolía, mun lakari en sú sem flutt væri inn til íslands. Hún væri notuð í asfalt og ýmislegt fleira, en þarfnaðist frekari með- ferðar áður en hægt væri að nota hana og fyrir þess konar olíu væri lítill sem enginn markaður á íslandi. „Þennan úrgang yrði að flytja úr landi og selja hann á mörkuðum, sem þegar eru mett- aðir, á mjög lágu verði. Ég sé ekki að við gætum keppt við stór- ar stöðvar sem geta boðið þessa vöru sem aukaafurð á miklu lægra verði en við þyrftum að fá. Mín niðurstaða er því sú, að smæð íslenska markaðarins, fjarlægð frá öðrum mörkuðum og sú áhætta sem því fylgir að reisa slíka stöð valdi því að það sé ekki hagkvæmt fyrir íslendinga. Hins vegar er sjálfsagt að fylgjast með á öllum sviðum — þessu eins og öðrum — á öllum tímum," sagði Ámi Ólafur Lárusson að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.