Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 9

Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 9
HUGVEKJA Pálma- sunnndagur eftir EINARJ. GÍSLASON I„Jesú var þeirra vitjun. Jesú er vitjun heimsins í dag. Jerúsalem þekkti ekki sinn vitjunartíma. Þeirsnerust til and- stööu og höfnuöu Jesú. “ Til eru margar tegundir pálma. Flestir hugsa sér döðlupálmann. Heimalönd hans eru Arabía, Sínaískaginn og Egyptalandi. Hæð pálmans getur orðið 40 metrar og aldur allt að 200 ár. Latneska nafn hans er Phoenix dactylfera. í krónu hans vaxa allt að því 80 greinar sem geta orðið 4 metra langar og lifa áratugum saman. Blómsturtími pálmans er febrúar, og er hann fullblómstrað- ur í apríl. Þar frá eftir 4—5 mán- uði gefur pálminn uppskeru sína í sætum döðlum. Þjóðsögn telur að notagildi pálmans sé á 360 vegu. Sé stofn trésins opnaður rennur pálmamjólk frá trénu ca. 4 lítrar pálmamjólk á dag í 3—5 mánuði. Debórapálminn var talinn heib agur, Dómarabók 4. kap. 5.v. A laufskálahátíðinni, jólum gamla- testamentisins, 3. Mós. 23. 40, þá áttu menn að prýða heimili sín með pálmaviðargreinum. Það eru fyrstu rætur, sem við finnum um jólatré. Tamar var mjög vinsælt konunafn, en það þýðir pálmi. Pálmablöð voru tákn sigurs og fagnaðar. Voru þau notuð, þegar konungar og fyrirmenn héldu innreiðir sínar í borgir og bæi. Þegar Jesús hélt innreið sína í Jerúsalem, þá var honum fagnað sem konungi. Mattheus guð- spjallamaður greinir frá fögnuði þessa dags. Þegar mannfjöldinn sem fór á undan honum fylgdi einnig á eftir: Hrópaði og sagði: Blessaður sé konungurinn, sem kemur í Nafni Drottins. Hóseanna Davíðs syni. Blessaður er sá sem kemur í Nafni Drottins. Hóseanna í hæstum hæðum. Miðpunktur heimsóknar Jesú til Jerúsalem, síðustu helgina sem hann lifði, var helgidómurinn. Vonbrigðin urðu afskapleg. Þar var ekki lofsöngur og fögnuður sem undir berum himni Guðs. Þar var sprang og veðmöngun, víxlar- ar og dúfnasalar. Jesús gjörði sér svipur úr köðl- um og hratt um borðum víxlar- anna og rak þá út. Vitnaði hann til Jesaja spádómsbókar: „Hús mitt á að nefnast bænahús, en þér hafið gert það að ræningja- bæli.“ Eftir það hófst til veldis fögnuður pálmasunnudagsins, með því að blindir og haltir komu til Hans og Hann læknaði þá. Börnin hrópuðu nú: Hósíanna sé Davíðssyni. Sagt var þá við Jesú í gremjutón: Heyrir þú hvað þessir segja? Svar Jesú var: „Hafið þið aldrei lesið þetta: Af munni barna og bijóstmylkinga hefir þú tilbúið þér lof.“ Lofgerðina þoldu ekki allir og Jesús var beðinn um að þagga niður í þeim er lofuðu Guð. Svar Hans var: „Ef þessir þegja þá munu steinarnir hrópa." Það var ekki aðeins fögnuður, sem var undirtónn lýðsins er hróp- aði á pálmasunnudag. Jesú vissi að fimm dögum síðar mundi verða hrópað: „Burt, burt með Hann.“ Það var kannski þessvegna, sem Lúkas læknir leggur áherslu á að Jesú grét þegar Hann kom til borgarinnar í hinsta sinn. Við lesum það einungis þrisvar sinn- um á síðum Nýjatestamentisins, að Jesú hafi grátið. Fyrst við gröf Lasarusar í kirkjugarðinum í Betaníu. Næst hér yfir Jerúsal- emsborg og síðast í grasagarðin- um Getsemane, þegar Jesús bar fram fyrir Guð bænir og auðmjúk andvörp, með sárum táraföllum. Gleði og sorg eru vissulega and- stæður en hversu skammt er ekki oft þar á milli. Jesús grét. Hvers vegna? „Ef einnig þú hefðir á þessum degi vitað hvað til friðar heyrir. Nú er það hulið sjónum þínum.“ Grátur og sorg Jesú tengist nú einum alvarlegasta spádómi Nýjatestamentisins, sem nú brast fram af vörum Jesú: „Þeir dagar munu koma yfir þig. Ovinir þínir munu gjöra hernrki um þig. Setjast um þig og þröngva þér á alla vegu. Þeir munu leggja þig að velli. Börn þín, sem í þér eru og ekki skilja eftir stein yfir steini í þér. Vegna þess að þú þekkir ekki þinn vitjunartíma." Jesús var þeirra vitjun. Jesús er vitjun heimsins í dag. Jerúsal- em þekkti ekki sinn vitjunartíma. Þeir snerust til andstöðu og höfn- uðu Jesú. Þeir gerðu það miklu oftar en á föstudaginn langa. „Jerúsalem, Jerúsalem, hversu oft hefi ég viljað safna þér, sem hæna safnar ungum sínum undir vængj- um sér. En þér hafið ekki viljað það.“ Einar Sigurðsson skáld í Heydölum segir í jólasálminum: „Það er nú heimsins þrautarmein, að þekkja Hann eins og bæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri." íslensk þjóð, sem nú í dag heldur pálmasunnudag heilagan. Sjáum Konunginn Krist. Hann kemur til þín. Fögnum Honum, lifum Honum, þjónum Honum. Heiðrum Hann öll þjóðin. Þá mun blessun búa í landi okkar og sér- hvað það er við tökum okkur fyrir hendur skal okkur lánast. Hug- leiiðum þetta nú í kyrru viku og tökum öll jákvæða afstöðu með Jesú. Höfundur er forstöðumaður Fílad- elfíu. 1 ^ FJÁRFESTINGARFÉIACIÐ VERBBREFAMARKAÐURINN Fjárfestingarfélag íslands hf., Hafnarstræti 7,101 Reykjavík. © (91) 28566, S (91) 28506 símsvari allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.