Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 24

Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ1986 „Búið að strika út bakþankann" legan og glaðbeittan hátt, en sara- kvæmt nákvæmri og skarpri yfír- vegun. Samtal okkar er ómarkvisst til að byija með, fer víða og báðar leitum við fyrir okkur að farvegi til að beina umræðunum í. Leiklistin og þróun þeirra mála á undanförn- um áratugum er þó meginviðfangs- efnið og við náum smám saman að stilla saman strengi okkar. „Góður og fær leikari getur breytt um aðferð og tækni og túlkað hinar ólíkustu kringumstæður, það er ekkert mál fyrir hann,“ segir Brynja og er nú orðin alvarleg og hugs- andi. „Slæmur leikari er allsstaðar slæmur, þessi básaskipting sem tíðkast hér er stórhættuleg leiklist- inni í landinu, þetta að skipta fólki t.d. niður í leiksviðs- og kvikmynda- leikara, að ég ekki tali um leiksviðs- og kvikmyndaleikstjóra." Svíar vilja fá leikhúsfólk til starfa við sjónvarpið Ástæðan til að ég fór á þetta námskeið í Svíþjóð var m.a. sú að Svíar eru n ú að leita með logandi ljósi að leikhúsfólki til að vinna við Islenskt leiklistarlíf hefur tekið miklum stakkaskipt- um á undanfömum tutt- ugu og fímm árum. Þeir leikarar sem hófu nám og störf fyrir þann tíma hafa því sannarlega mátt taka á aðlögun- arhæfileikunum til að aðlagast breyttum kringumstæðum. Um 1960 voru þrjár þekktar stærðir í leikhúslífínu, Iðnó, Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið. í dag eru leikhópar á höfuðborgarsvæðinu að nálgast tuttugu að því að talið er, svo er það sjónvarpið, útvarpið og kvik- myndimar. Þetta er nánast gjör- bylting. Störf við þessa ólíku miðla kreíj- ast mjög mismunandi tækni og oft heyrir maður leikara setta á bása í þeim efnum, menn tala um að þessi eða hinn sé góður sviðsleikari, kvikmyndaleikari, sjónvarpsleikari, útvarpsleikari, gamanleikari og svo framvegis. Brynja Benediktsdóttir lauk prófí úr leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1960 og hefur alla tíð síðan unnið fullt starf sem leikari og leik- stjóri, nú er hún annar tveggja fastráðinna leikstjóra við Þjóðleik- húsið. Hún hefur því sannarlega lifað tímanna tvenna í leiklistarlegu tilliti. í haust dvaldi Brynja í tvo mán- uði í Svíþjóð við nám í sjónvarps- tækni við Dramatiska Institutet og sænska sjónvarpsstöð. í samtali sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við Brynju á heimili hennar við Laufásveginn í Reykjavík bar margt á góma í sambandi við íslensk leik- listarmál. Þetta er efni sem Brynju er ákaflega hugleikið sem eðlilegt er og hún hefur velt fyrir sér frá mörgum hliðum. Hún og maður hennar Erlingur Gíslason leikari hafa lifað og hrærst í leiklistar- heiminum frá því þau voru komung. Þau hafa ekki aðeins tekið þátt í því sem ísland hefur uppá að bjóða í leiklistinni heldur hafa þau lagt sig fram um að ferðast og starfa erlendis eftir því sem við hefur verið komið, kynnast þeim straumum og viðhorfum sem ríkja í ýmsum þeim löndum sem eiga margfalt eldri leiklistarhefð en fyrir hendi er hér á landi. Það kom fram í máli Brynju að Norðurlöndin hafa þó orðið tals- vert útundan í þessum efnum hjá henni þar til nú að hún brá sér til Svíþjóðar í haust sem leið. Hún sagði slík ferðalög og námsdvalir hafa komið sér til góða á ýmsan hátt ekki síst víkkað sjóndeildar- hringinn og gert sig skyggnari á eigið umhverfí. Básaskipting úteltur hugsunarháttur „Það er úreltur hugsunarháttur sem loðir við umræðu hér á íslandi að flokka leikara niður eins og gert er hér,“ segir Brynja um leið og hún gefur blaðamanni te í bolla og hvetur hann óspart til að borða saman peru og gráðost ofan á brauð, enginn ostur án peru segir hún hlægjandi og dregur fætuma undir sig um leið og hún kemur sér fyrir í stórum hægindastól. Hún lagar sítt fjólublátt pijónapilsið og brettir betur uppá stórar skyrtu- ermar. Stutt hárið er með rauðleit- um blæ að kröfu tískunnar, en einhvemveginn undirstrikar per- sónuleiki hennar þá staðreynd að torvelt er að vega fólk og mæla með slíkri mælistiku. Það sem inni fyrir býr leitar fram og blaðamaður fær á tilfinninguna að það sé ákaf- lega eðlilegt að þessi kona hafí lagt fyrir sig leikstjóm, henni sé lagið að stjóma og skipuleggja á elsku- IRætt við Brynju Ben- ediktsdótt- urumleik- listarlifáís- landi og í Svíþjóð sjónvarpið, sem hefur verið í lægð undanfarin ár. Staðreyndin er nefnilega sú að þessi skóli þeirra í Dramatiska Institutinu hefur ekki skilað þeim viðunandi árangri, þaðan hafa að þeirra áliti ekki komið t.d. dugandi leikstjórar fyrir sjónvarp, að undanskildum Lárusi Ymi Óskarssyni sem starfar við kvikmyndagerð í Svíþjóð og Þráni Bertelssyni sem nú er að fara að vinna fyrir Þjóðveija. Auk mín hafa fáeinir íslendingar verið þar á nám- skeiðum sem geta staðið allt að einu misseri, Hrafn Gunnlaugsson er meðal þeirra. Hann hefur nýlega lokið við gerð sjónvarpsmyndar fyrir Svía. Svíar eru afskaplega gestrisnir og eyða miklum fjármunum í að halda námskeið í ýmsu því sem viðkemur leikhúsi og fjölmiðlum. íslenskt fjölmiðla og Ieikhúsfólk ætti að hyggja betur að hvað þar er í boði. Slík tilboð mega ekki daga uppi í skrifborðsskúffum ýmissa stofnanna hér. Ástæðan fyrir því að ég fékk þetta tækifæri var sú að til er leik- listarsjóður Þorsteins Ö. Stephen- sen við Ríkisútvarpið. Sjónvarpið sendi Jónu Finnsdóttur á þetta námskeið sem ég fór á og ég var svo heppin að við unnum saman að uppsetningu á verki eftir Strind- berg. Hún var upptökustjóri en ég leikstjóri. Þetta verk okkar þótti takast frábærlega vel. í kjölfar þessa verks var mér boðið að koma til viðtals að ári um hugsanlega uppsetningu á Strindberg fyrir sjón- varp. Það er þó dálítið hik á mér í þessu sambandi, mér finnst ég varla eiga erindi til Svíþjóðar til að setja upp Strindberg, annað mál væri ef mér byðist að setja upp íslenskt verk. Þess má geta að Svíar skipu- leggja sig svo langt fram í tímann að fyrir liggur þriggja ára áætlun. Brynja tekur sér umþóttunartíma þegar hér er komið sögu. Veltir vöngum yfír ríkjandi afstöðu á Is- landi til þessara mála. „Ég má til að nefna í þessu sambandi þennan „smábæjarkomplex" okkar íslend- inga, allt er betra í útlöndum,“ segir hún. „Við flytjum inn fólk sem aflar sér hér reynslu sem það fer svo með heim aftur. Við sitjum eftir engu bættari en ungu leikstjórarnir okkar fara þannig á mis við mörg verkefni sem gætu gert þá að betri leikstjórum." Forréttindamanneskja Aftur víkur sögunni til Svíþjóðar, Brynja heldur áfram: „Auk mín voru á námskeiðinu átta þekktir og reyndir leikstjórar úr sænskum leik- húsum. Ég fann mér til undrunar að ég var með nokkrum hætti for- réttindamanneskja í hópnum, ég bjó yfír meiri reynslu en félagar mínir, hafði fengið fjölbreyttari tækifæri hér á landi en þeir í sínu heimalandi. Þessi reynsla mín nýtt- ist mér að fullu þarna. Ég starfaði lítils háttar við sjón- varpið á fyrstu árum þess. Ég hef unnið við leiksvið af ýmsum stærð- um, mér kom á óvart hve lítið mál er í rauninni að vinna fyrir sjónvarp þegar maður hefur unnið fyrir t.d. stór og tæknilega krefjandi leiksvið eins og Þjóðleikhúsið. Það er mikið talað um alla þá tækni sem menn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.