Morgunblaðið - 23.03.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.03.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1086 Ustinov Bresk/ítalski sjónvarpsmyndaflokkurinn, Jesús frá Nasaret, eftir Ítalann, Franco Zeffirelli, sem hefur göngu sína í sjónvarpinu í kvöld, var gerður árið 1977. Hann er því orðinn nokkuð gamall en stendur sjálfsagt fyrir sínu og er sérlega viðeigandi efni á páskaviku. Myndaflokkurinn er í fjórum þáttum og ólíkt því sem venjulega tíðkast verða allir þættirnir sýndír á einni viku, sá síðasti á páskadag. York Pleasance Jesús fráNasaret Fjöldi frægra leikara fer meö hlutverk í myndaflokknum um ævi Jesú, sem sýndur verður í sjónvarpinu um páskana Sagan sem þættimir rekja er fólki þaulkunn: líf Jesú Krists frá vöggu til grafar með öllum þeim persónum og atburðum sem mörkuðu líf hans eins og Nýja testamentið segir frá því. Sá sem fer með hlutverk Krists er ástralski leikarinn Robert Powell. Hann hefur fjölda heimsfrægra leikara sér til samneytis. Listinn yfir þá gæti allt eins verið gestalisti á Óskarsverðlaunahátíð. Hann er í aðalatriðum á þessa leið: Anne Bancroft (María Magdalena), Emest Borgnine (Hundraðshöfðinginn), James Farentino (Símon Pétur), James Earl Jones (Baltasar), Stacy Keach (Barrabas), James Mason (Jósef frá Armitreu), Ian McShane (Júdas), Laurence Ölivier (Nikódemus), Donald Pleasence (Melkíor), Anthony Quinn (Kaífas), Femando Rey (Kaspar), Ralp Richardson (Simeon), Rod Steiger (Pflatus), Peter Ustinov (Heródes), Michael York (Jóhannes skírari), Christopher Plummer, Claudia Cardinale og Ian Holm. Handritið skrifaði einn fremsti rithöfundur Breta, Anthony Burgess, Suso Cecchi D’Amico og leikstjórinn Franco Zeffírelli. Zeffírelli er fæddur árið 1923 í Flórens á Ítalíu Hann var sviðsleikari áður en hann gerðist aðstoðarmaður Luchino Viscontis við kvikmyndagerð. Árið 1945 gerðist hann sviðs- og búningahönnuður fyrir óperur og leikhús en síðan snemma á sjötta áratugnum hefur hann leikstýrt óperum og leikritum í Mflanó, London, New York og öðmm borgum. Um miðjan sjöunda áratuginn fór hann að leikstýra kvikmyndum en sú fyrsta sem hann gerði var La Bohéme árið 1965. A eftir fylgdu myndir eins og Skassið tamið (The Taming of the Shrew) og Rómeó og Júlia. Frægasta mynd hans hin seinni ár er án efa La Traviata. Hann er að vinna um þessar mundir að mynd eftir verki Shakespeare, Óþelló, sem hugsanlegt er að verði frumsýnd í sumar. Það ganga sífellt sögusagnir um hvað Zeffírelli hyggst taka sér fyrir hendur þegar hann hefur lokið hinu eða þessu verkinu. Eftir því sem hann segir sjálfur langar hann til að gera mynd um Flórens-búa og næsta stórvirki hans er hvorki meira né minna en Biblían, sem á að vera myndaflokkur fyrir sjónvarp og er hugsaður sem framhald af Jesús frá Nasaret. Biblían er sannkallað stórvirki eins og Zeffírelli hugsar það. Myndaflokkurinn á að vera hvorki meira né minna en 42 stunda langur og Zeffírelli ætlar að aðeins að stjóma einni klukkustund af honum á ári (í sjö ár) en vera framleiðandi að auki. — ai. Powell Zeffirelli Mason Plummer
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.