Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 30

Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ1986 Canon Meira en bara myndavélar Tölvuvædd vörugeymshi Myndavélar 946 Tölvur og skrifstofuvélar Annað Aðalstöðvar Canon. Sala eftir vöruflokkum (Milljón U.S. dollarar). I,'.V 2.502 1980 978 1977 1983- Framleiðsla Canon spannar afar vítt svið. Þekkt- ustu vörur Canon eru án efa myndavélar og ljósritunar- vélar. Færri vita, að Canon er einn stærsti framleiðandi heims á vélmennum (robottum), íhlutum, hálfleiðurum og öðrum grunneiningum sem notuð eru í rafeinda- tæki nútímans. Þá er Canon framarlega í framleiðslu á ýmis konar lækningatækjum. En langstærsti hluti framleiðslunnar eru skrifstofuvélar, eða rúmlega 70% af heildarveltu Canon samsteypunnar. Þar má nefna tæki eins og ljósritunarvélar, örfilmutæki, telefaxtæki, rafeindaritvélar, rafeindareiknivélar og tölvur. Tölv- urnar eru stolt Canon í dag og þar rís hæst A-200, PC- tölvan sem hefur slegið keppinautunum við, hvað varð- ar vinnsluhraða, lága bilanatíðni og gott útlit, svo ekki sé nú minnst á hvað hún er miklu hljóðlátari, en það hefur mikið að segja, þegar unnið er Við tölvu allan daginn. / Canon leggur mikla áherslu á tengsl við markað- inn og með nærri 40 útibú og meir en 200 umboðsaðila tryggir fyrirtækið styttri markaðsaðdrætti og hraðari vörudreifingu, sem þýðir betri þjónustu og nánari tengsl við viðskiptavini. Tölvuvæddar vörugeymslur geyma þúsundir varahluta á lager og þegar pöntun kemur, hvaðan sem er úr heiminum, er hún afgreidd strax sjálfvirkt. Oll framleiðsla Canon er ætluð til almennings nota og aðalmarkmið Canon er að framleiða betri vörur, hraðar og ódýrar. Þessu markmiði hyggst Canon ná með því að koma á sem mestri hagræðingu í fram- leiðslu og samsetningu, t.d. spöruðust á þessu sviði 103 millj. dollara árið 1983, m.a. með aukinni sjálfvirkni í framleiðslunni og mikilli notkun á mótuðu plasti, í stað málma eða glers. Allir þessir þættir þýða stórkostlega lækkun framleiðslukostnaðar. Gæði vörunnar tryggir Canon með stöðugri leit að fullkomleika. Sérhver framleiðsluvara verður að gang- ast undir margendurteknar prófanir, við ótrúlegustu skilyrði, áður en hún fer á markað. En grunnurinn undir öryggi framleiðslunnar er sú persónulega ábyrgð sem sérhver starfsmaður telur sig bera á gæð- um vörunnar. 1 æknirisar, á borð við Canon, eiga það á hættu að staðna og geta ekki brugðist rétt við breyttum aðstæð- um. Til að koma í veg fyrir slíkt var Canon fyrirtækið endurskipulagt frá grunni árið 1976. Innan fyrirtækis- ins eru skapaðar aðstæður sem stuðla að samkeppni, þannig að rannsóknarhópar geti þróað nýja tækni í sveigjanlegu og örvandi umhverfi. Canon mun halda áfram, að þróa nýja tækni til þess að gera öllum lífið auðveldara og ánægjulegra. Með fleiri útibúum fjölgar Canon atvinnutækifærum og flytur tækniþekkingu til landa um allan heim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.