Morgunblaðið - 23.03.1986, Síða 31

Morgunblaðið - 23.03.1986, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1986 31 Canon Tölvur og prentarar í fremstu röð Allt frá árinu 1974 hefur Canon framleitt tölvur og tölvubúnað í hæsta gæðaflokki. Hér er byggt á traustum grunni. Hin mikla reynsla fyrirtækisins í hátækni svo sem optik, rafeindatækni og dvergsmíði hefur komið að ómetanlegu gagni. Nýjasta meistarastykki verkfræðingana hjá Canon er A-200 einkatölvan. Hér fara saman frábær hönnun og gæði sem standast hvaða samanburð sem er. Ekkert var til sparað að gera þessa tölvu sem best úr garði, enda hefur hún hvarvetna hlotið hæstu einkunn. A-200 er IBM PC samhæfð og hefur því aðgang að einu stærsta safni forrita sem til er. En hún hefur meira til brunns að bera. Hún er hraðvirkari, því hún er búin raunverulegri 16-bita örtölvu. Hún er hljóðlátari í vinnslu, enda hönnuð með það fyrir augum fyrst og fremst að vera þægileg i notkun. Hún er búin sérlega vel hönnuðu lyklaborði með góðum áslætti. Hún hefur einstaklega skýra skjámynd, sem þreytir ekki augun. Hún er fyrirferðarminni en flestar sambærilegar tölvur. Hún er gerð til þess að falla vel að nútíma skrifstofubúnaði. Og síðast en ekki síst — hún er frá Canon, sem tryggir gæði, ör- yggi og góða þjónustu. í^uiuprciuuri 19 SKIPHOLTI SÍMI 29800 Canon Heimsþekkt merki á sviði hátækni Prentarar frá Canon eru viðurkennd- ir af öllum sem 1. flokks vara og nægir þar að nefna LBP Laser-prentarann en hann þykir einn besti prentari sem völ er á á þessu sviði, eins og sjá má af því að Canon framleiðir slíka prentara fyrir tölvurisa á borð við Apple Computer og Hewlett Packard. Það er sama hvað prenta skal Canon hefur lausnina. Laser-prentarinn LBP-8: Hágæða- prent, prenthraði 8 blöð á mínútu, papp- írsstærðir A4-A6. Nálaprentari A-50: 180 stafir á sek- úndu, gæðaletur (NLQ), 23 X18 punktar, pappírsstærð 10 tommur. Nálaprentari A-55: 180 stafir á sek- úndu, gæðaletur (NLQ), 23 X18 punktar, pappírsstærð 17 tommur. Litaprentari PJ-1080: (Colour Ink- Jet), sjö litir, mjög lágvær, 640-punktar í línu. Laser-prentarinn LBP-8 VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.