Morgunblaðið - 23.03.1986, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ1986
32
plidrumi Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö.
Viðskipti með
hlutabréf
Iviðskiptablaði Morgun-
blaðsins sl. fimmtudag var
frá því skýrt, að gjörbreyting
hefði orðið á viðskiptum með
hlutabréf á síðustu misserum,
umsvif á hlutabréfamarkaði
hefðu aukizt verulega og jafn-
vel dæmi um að menn hefðu
hagnazt töluvert á slíkum
viðskiptum. Þorsteinn Guðna-
son, einn af forsvarsmönnum
Fjárfestingarfélags íslands,
segir í viðtali við Morgunblaðið
þennan dag, að þessa breyt-
ingu megi rekja til þess er
félagið lagði mat á hlutabréfa-
eign ríkisins í Flugleiðum og
Eimskipafélagi íslands. Síðan
segir Þorsteinn Guðnason:
„Allt síðan má segja, að virkni
hlutabréfamarkaðar hafi
aukizt talsvert, enda þótt
ennþá sé talsvert í land með
að unnt sé að tala um virkan
hlutabréfamarkað hér á landi.
Þrátt fyrir verulega veltu-
aukningu á hlutabréfamarkaði
þá er uppbygging þessa mark-
aðar þess eðlis og tíðni þessara
viðskipta slík að við teljum
engan veginn unnt að þessi
viðskipti geti staðið undir
gengisskráningu hlutabréfa
nema e.t.v. í tilviki hlutabréfa
í Flugleiðum og Eimskip."
Þorsteinn Haraldsson hjá
Hlutabréfamarkaðnum segir í
viðtali sama daga um hluta-
bréfaviðskipti: „Það er alveg
ljóst hins vegar, að það er til
hópur manna hér á landi, sem
er farinn að skoða hlutabréf
sem íjárfestingu og sem hefur
hagnast á slíkum viðskiptum."
Af ummælum þessara aðila
má ráða, að hér sé að byija
að skapast markaður með
hlutabréf í stærstu hlutafélög-
um. Líklega hefur sala ríkisins
á hlutabréfunum í Eimskipafé-
laginu og Flugleiðum orðið
kveikjan að auknum áhuga
manna á viðskiptum af þessu
tagi. Þessi auknu umsvif í
viðskiptum með hlutabréf
kunna að vera upphafið að
nýjum þætti í íslenzkri at-
vinnusögu. Gjörbreytt vaxta-
stefna, sem upp var tekin
haustið 1984 og hefur vissu-
lega valdið mörgum erfíðleik-
um, bæði fyrirtækjum og ein-
staídingum, hefur Iíka haft í
för með sér grundvallarbreyt-
ingu á viðhorfí fólks til fjár-
festingar. Nú er mun meiri
áhugi á að festa fé í verð-
bréfum eða hagnýta vaxtakjör
bankanna en áður var. Til
allrar hamingju er verðbréfa-
markaðurinn einnig að breyt-
ast frá því að vera fyrst og
fremst markaður með skulda-
bréf sem einstaklingar hafa
gefíð út í það að verða mark-
aður með bréf sem fyrirtæki
og opinberir aðilar gefa út til
þess að afla fjár til margvís-
legra þarfa. Athyglisvert er
t.d. nýtt skuldabréfaútboð
Glitnis hf., sem þannig hyggst
afla fjár til þess að standa
undir fjármögnunarleigu, sem
fyrirtækið býður nú upp á.
Eðlilegt er að þessi breyttu
viðhorf til íjárfestingar leiði
til þess að athyglin beinist
einnig að viðskiptum með
hlutabréf. Víglundur Þor-
steinsson, formaður Félags ísl.
iðnrekenda, benti á það á árs-
þingi iðnrekenda sl. miðviku-
dag, að hlutafélag þyrfti að
bjóða 20% raunvexti í arð af
hlutabréfum til þess að standa
jafnfætis banka, sem byði 8%
raunvexti í samkeppni um
fjármagn sparifjáreigenda.
Astæðan fyrir þessum mismun
er sú, að sá sem fjárfestir í
hlutabréfum verður að greiða
eignaskatt af hlutabréfum, en
engan eignaskatt af banka-
bók. Hann verður einnig að
greiða nokkum tekjuskatt af
arði, þótt hluti arðs sé að vísu
undanþeginn skatti. Það gefur
augaleið að nauðsynlegt er að
breyta skattameðferð hluta-
bréfa og arðs til þess að fólk
fái raunverulegan áhuga á að
fjárfesta í hlutabréfum.
Þá má spyrja, hvers vegna
eftirsóknarvert sé að almenn-
ingur leggi sparifé sitt í hluta-
bréfakaup. Astæðan er auðvit-
að sú, að íslenzk fyrirtæki em
rekin með alltof litlu eigin fé.
Skuldabyrði þeirra er alltof
mikil. Það m.a. kemur í veg
fyrir að þau geti greitt hærri
laun en þau gera nú. Breyting-
ar á skattalögum, sem mundu
gera íjárfestingu í hlutabréf-
um samkeppnisfæra við önnur
spamaðarform mundu stuðla
mjög að því að almenningur
legði sparifé sitt að hiuta til í
atvinnufyrirtækin. Það mundi
stuðla að nýju blómaskeiði í
atvinnulífínu. Nú er að vora í
íslenzku efnahags- og at-
vinnulífí. Breytingar á þessum
vettvangi mundu ýta undir
nýtt grózkuskeið í atvinnulíf-
inu.
'f
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARjZj 1986
Merkingarrug-1
IReykjavíkurbréfi Morgunblaðs-
ins sl. sunnudag var vitnað í
grein Svans Kristjánssonar há-
skólakennara, um Sjálfstæðis-
flokkinn sem nýlega hefur birzt
í tímaritinu Þjóðlíf. í grein
Svans er talað um heildar-
hyggju í merkingunni stétt með stétt sem
eru einkunnarorð Sjálfstæðisflokksins eins
og kunnugt er. Einhvem tíma í fyrra birt-
ist leiðari í Þjóðviljanum þar sem þessi
stefna var einnig kennd við heildarhyggju
og var þá skorin upp herör í því skyni að
drepa mikilvægum sannindum á dreif.
Heildarhyggja hefur hingað til verið notuð
um alræðisstefnur sem rætur eiga í kenn-
ingum þýzka heimspekingsins Hegel. En
þá bregða marxistar allt í einu á það ráð
að fara sjáifír að nota þetta orð um höfuð-
andstæðinga sína, forystuflokk borgara-
stéttarinnar á íslandi, og kenna stefnu
hans við heildarhyggju(!).
Boðskapurinn stétt með stétt er já-
kvætt framlag til stjómmálabaráttunnar á
þeim hatursfullu tímum sem gengið hafa
yfír, en kjami þessarar stefnu er einstakl-
ingsfrelsi og mikilvægi þess að einstakling-
urinn njóti sín í þjóðfélaginu en sé ekki
einungis planta í gróðurhúsi eins og hinir
raunverulegu heildarhyggjumenn vilja líta
á einstaklinginn og hlutverk hans í þjóð-
félaginu.
Það er einkennilegt að marxistar skuli
hafa tekið þann kostinn að rugla með
þetta orð þegar merking þess var orðin
nokkum veginn föst í íslenzkri tungu og
allir vissu hvað við var átt. Boðskapur sjálf-
stæðisstefnunnar er engin heildarhyggja
þar sem einstaklingurinn er lítils virði
nema sem þáttur heildarinnar, þ.e. eitt lítið
tannhjól í þjóðfélagsvélinni. Stefna Sjálf-
stæðisflokksins gengur þvert á þessar
hugmyndir. Hún er sú að leggja beri
áherzlu á hlutverk einstaklingsins í þjóð-
félaginu en sameinaðar geti stéttimar lyft
grettistaki. Hagsmunir atvinnurekenda og
launþega fari saman af þeirri einföldu
ástæðu að launþegum vegni þeim mun
betur sem atvinnufyrirtækjunum vex físk-
ur um hrygg. Þetta er einföld hagfræði-
kenning sem íslenzkir launþegar hafa átt
auðvelt með að skilja og tileinka sér með
þeim afleiðingum að Sjálfstæðisflokkurinn
er langstærsti launþegaflokkur landsins.
Hryllingsbúð
Hegels og Marx
í ritinu Félagi orð segir m.a. svo: „Heild-
arhyggjumaðurinn Hegel fullyrðir til að
mynda að einstaklingamir séu til fyrir rík-
ið, sem sé eins konar andi eða yfírpersóna.
Líkaminn allur sé meiri en annað augað
svo að tekin sé að láni líking frá honum
sjálfum. Hegel telur jafnvel, að styijaldir
séu nauðsynlegar til að hressa upp á sið-
ferðisþrekið. Það er ekki eins langt bil á
milli Hegels og Nietzsches og margir vilja
vera láta, þó að Nietzche bæri yfírmennið
fyrir bijósti, en lærisveinn Hegels, Karl
Marx, fjöldann. Enda var það ekki fjöldinn,
heldur yfírmennið, sem tók að sér að fram-
kvæma marxismaim, eins og kunnugt er.
Fijálshyggjumenn með John Locke í broddi
fylkingar fullyrða aftur á móti, að ríkið
sé til fyrir borgarana, og hlýtur sérhver
unnandi frelsis og lýðræðis að hallast að
því...“
Þama er orðið heildarhyggja notað í
alkunnri merkingu og kemur hún heim og
saman við það sem segir í orðabók Menn-
ingarsjóðs, 352. bls.: Heildarhyggja
samnefni stjómmálastefna sem byggja á
samvinnu og áætlanagerð (collectivismus).
Svo mikið er víst að sjálfstæðisstefnan
byggir ekki á áætlanagerð eins og sósíal-
ískir flokkar sem hafa tilhneigingu til að
færa allt í fjötra og hugsa fyrir þegnana.
Hvemig væri að marxistar flyttu boð-
skap sinn á merkingarfærðilega
grundvelli sem veitir okkur tækifæri til
að skilja hvert annað, a.m.k. þegar um
aðalatriði er að ræða. Eða er kannski undir
rós verið að reyna að koma stimpli alræðis-
hyggjunnar á sjálfstæðisstefnuna? Það er
engu líkara þegar reynt er að ryðja burt
venjubundinni merkingu orða og til þess
notaðar aðferðir sem helzt minna á skýr-
ingartilraunir í sovézkum alfræðibókum.
Sameig'narsinnar eru
heildarhyggjumenn
Sú var tíðin að vígorð jafnaðarmanna
vom um „áætlunarbúskap" og „þjóðnýt-
ingu“. En langt er síðan þeir hafa varpað
þessum vígorðum sínum fyrir borð. Sam-
tímastjómmál hafa sýnt að áætlunar-
búskapur og þjóðnýting leiða einatt til
alræðis og hafa jafnaðarmenn nú að mestu
gert sér grein fyrir því. Þeir boða að vísu
einhvers konar heildarstjóm ríkisins í
atvinnumálum en tala þó að jafnaði af lít-
illi samúð, hvað þá sannfæringu, um þjóð-
nýtingu og tengja hana þá helst þeirri
stefnu sem þeir gagnrýna mjög, þ.e.
sameignarstefnu eða kommúnisma.
í merku riti sínu Fijálshyggja og alræð-
ishyggja ræðir Ólafur Bjömsson, prófess-
or, um heildarhyggju, og skulum við vitna
í þann kafla bókar hans til að sýna svart
á hvítu að langt er síðan sú merking
orðsins varð ofan á sem gefín er í skýring-
um orðabókar Menningarsjóðs, en Þjóðvilj-
inn og Svanur Kristjánsson reyna nú að
forklúðra í áróðursstríði sínu gegn Sjálf-
stæðisflokknum, þótt viðurkenna verði að
háskólakennarinn hefur oft skrifað af
skilningi um Sjálfstæðjsflokkinn, þegar
hann hefur Iitið um öxl. I riti Ólafs Bjöms-
sonar segir m.a. svo: „Einstaklingshyggja
og félagshyggja þurfa þannig ekki að vera
neinar andstæður, ef félagshyggja er túlk-
uð þannig, að með henni sé átt við mannúð-
arstefnu eða það að einstaklingunum beri
að sýna öðmm tillitssemi í atferli sínu.
Ef félagshyggja táknar hins vegar heildar-
hyggju, eins og hún hefur verið skilgreind
hér, þá em einstaklingshyggja og félags-
byggja auðvitað andstæður." Og enn-
fremur: „Það er varla álitamál, að skoðanir
Hegels á lögmálum hinnar þjóðfélagslegu
þróunar falla að kenningum alræðisstefna,
sem taldar hafa verið á hægri væng stjóm-
málanna, þ.e. nazisma og fasisma, eins
og hanzki að hönd. Þjóðemisstefnan, heild-
arhyggjan, kenningin um hina útvöldu þjóð
og hinn útvalda foringja em allt meginat-
riði í kenningum og áróðri nazista og
fasista. Að vísu er þráttarhyggjunni (þ.e.
díalektik) ekki haldið á loft af formæl-
endum þessara stefna, og margir þeirra
hafa jafíivel á henni ýmugust, en eins og
þegar hefur verið gerð grein fyrir, er
heimspeki þráttarhygjunnar einmitt sá
gmndvöllur, sem Hegel byggði kenningar
sínar á.“ Ennfremur: „En munur þessara
skoðana er fólgfinn í því, að frá sjónarmiði
frjálshyggjunnar verða lagareglumar að
vera almenns eðlis og allir jafnir fyrir þeim,
líka stjómendumir, en alræðishyggjan
telur nauðsynlegt, að stjórnvöld hafi ótak-
markað vald til þess að segja hveijum
einstökum fyrir um það, hvernig hann
skuli hegða sér. Þetta er í fullu samræmi
við heildarhyggjuna, sem leiðir til alræðis-
hyggju eins og áður er sýnt fram á.“
Sjálf stæðisstefnan
andstæða heildarhyggju
Margt hefur verið sagt um sjálfstæðis-
stefnuna en engum hefur þó dottið í hug
að bera það á borð fyrir nokkum mann
að stefna Sjálfstæðisflokksins sé heildar-
hyggja sem leiði til alræðis. Þó er engu
líkara en stjómmálafræðingurinn við Há-
skóla íslands sé að reyna að koma slíkri
skoðun á framfæri með nýmerkingu sem
hlýtur að rugla hvem þann mann sem
eitthvað hefur fylgzt með stjómmálaskrif-
um á undanfömum ánim. Sjálfstæðis-
stefnan er þvert á móti algjör andstæða
heildarhyggjunnar og þeirrar miðstýringar
sem Hegel og lærisveinar hans, Marx og
Lenín, svo að ekki sé nú talað um þjóð-
emisjafnaðarmennina í Þýzkalandi og á
Spáni og Ítalíu fyrir stnð, þvinguðu upp
á þjóðir sínar í blóra við mannúð og póli-
tískt velsæmi. Heildarhyggja þessara afla
ræður ferðinni í marxískum ríkjum, það
er hún sem m.a. stjómar ferðinni í stóru
hryllingsbúðinni hingað og þangað um
Gúlagið.
Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðing-
ur segir í fyrmefndri grein sinni eins og
vitnað var til í síðasta Reykjavíkurbréfi
að „Sjálfstæðisflokkurinn aðhylltist frá
upphafí hugmyndafræði heildarhyggju, að
allar stéttir ættu að vinna saman.“ En hér
var ekki um neina heildarhyggju að ræða,
heldur stefnu fijálsra einstakiinga sem
taka skyldu höndum saman, hvar í stétt
sem þeir standa, í markvissri sókn lítillar
nýfijálsrar þjóðar til mannsæmandi lífs,
bæði í veraldlegum og andlegum efnum.
Þessi eining þjóðar á ekkert skylt við
miðstýringu heildarhyggjunnar eða það
ofbeldi sem hún hefur leitt af sér. Hún
er þvert á móti andstæða hennar.
I riti Ólafs Bjömssonar Fijálshyggja og
alræðishyggja era hugtökin þráttarhyggja,
heildarhyggja og söguskoðun rækilegar
skýrð en hér hefur verið gert og ekki út
í hött að minna á þann þátt bókarinnar.
Ólafur Björnsson segir ennfremur:
„En hver er uppistaða hinnar sameigin-
legu hugmyndafræði allrar alræðishyggju?
Þrennt ber þar hæst. I fyrsta lagi þráttar-
hyggjuna, í öðra lagi heildarhyggjuna og
í þriðja lagi söguskoðunina. Merking þess-
ara orða hefír verið skilgreind hér að
framan, en nú skal í stuttu máli gerð grein
fyrir því, hvernig þetta þrennt er undir-
staða alræðishyggju, í hvaða mynd sem
hún birtist.
Þráttarhyggjan telur baráttuna milli
andstæðra hagsmunahópa, stétta eða þjóð-
félagsheilda, meginatriði allra mannlegra
samskipta og driffjöður hinnar sögulegu
framvindu. Gagnstætt ftjálshyggjunni,
sem leggur áherzlu á hina sameiginlegu
hagsmuni einstaklinganna og fíjáisa sam-
vinnu þeirra í hag öllum þeim aðilum, er
í henni taka þátt, þá Ieggur þráttarhyggjan
áherzlu á hagsmunaáreksturinn, sem ekki
verður leystur öðravísi en með valdbeit-
ingu, þar sem sterkari aðilinn beri sigur
úr býtum. Og á sama hátt og hemaður
verður ekki rekinn öðra vísi en á grand-
velli alræðis herstjómar verður ekki sigri
náð í annarri baráttu við andstæð öfl,
nema allir lúti vilja og fyrirskipunum þess,
sem baráttunni stjómar. Þannig er stétta-
baráttan háð milli heildarsamtaka hinna
stríðandi stétta, en þessi samtök era skipu-
lögð eftir sömu grandvallarreglum og hér.
Allir sem einn verða að hlýða þeim fyrir-
mælum, sem hin æðsta stjóm gefur og
allt annað era „stéttarsvik".
Náið samband er milli þráttarhyggju
og annars þess atriðis, sem hér var nefnt
sem grundvallaratriði allrar alræðis-
hyggju, heildarhyggjunnar. í hernaði er
einstaklingurinn lítils virði, hann er aðeins
númer og hefír ekki öðra hlutverki að
gegna en því, að hlýða skilyrðislaust gefn-
um fyrirmælum yfirboðara sinna. Sama
máli gegnir um sérhveija þá baráttu sem
háð er milli heildarsamtaka. Það megin-
sjónarmið, að heildin og hagsmunir hennar
séu það sem máli skiptir, en einstaklingur-
inn sé einskis virði, er þannig í fullu
samræmi við þráttarhyggjuna, og engin
tilviljun að þráttarhyggja og heildarhyggja
fari jafnan saman.
Þriðja meginatriði alræðishyggjunnar,
sem hér var nefnt, er svo söguskoðunin
eða söguhyggjan (historicism), þ.e. sú
skoðun, að sagan sé háð órofalögmálum,
sem mannlegur vilji fái ekki breytt. Náið
samband er raunar milli þessa atriðis og
tveggja hinna fyrmefndu. Söguskoðun
Marx, ein af meginkenningum vinstri sinn-
aðra alræðishyggjumanna, grandvallaðist
beinlínis á þráttarhyggjunni. Þá er ekki
síður náið samband milli söguskoðunarinn-
ar og heildarhyggjunnar. Ef sagan lýtur
ófrávíkjanlegum lögmálum, sem óháð era
vilja manna, þá hljóta allar bollaleggingar
um það hvort eitt sé öðru betra, að vera
óþarfar. Það eina, sem máli skiptir, er
það, að gera sér grein fyrir því, hver þessi
lögmál séu og haga sér síðan, nauðugur,
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 22. marz
viljugur í samræmi við það. Einstaklingur-
inn getur engin áhrif haft á þessa fram-
vindu fremur en gang himintunglanna og
verður því ekki gerður ábyrgur fyrir
neinu.“
Kirkjan og fólkið
Það er mikilvægt að kirkjan sé í nánum
tengslum við þjóðiífið. Þó er enn mikilvæg-
ara að almenningur hafí áhuga á starfi
kirkjunnar og taki þátt í því. Margt hefur
verið gert á undanförnum áram til að efla
þessi tengsl og verður sú starfsemi vonandi
efld fremur en úr henni dregið. Leikmenn
era oftar en áður kallaðir til þegar kirkj-
unnar menn halda samkomur sínar, þeir
era jafnvel beðnir um að prédika af stólum
sem merkir guðsmenn hafa gert fræga í
gegnum tíðina. En það er ekki einasta að
leikmenn séu kallaðir til starfa á vegum
kirkjunnar, heldur hafa listamenn einnig
verið beðnir um að koma til liðs við hana
og er það vel því að öll góð list er lotning
í sjálfri sér, ber vott um þá auðmýkt sem
maðurinn þráir að sýna almættinu. Góð
list getur verið bænarígildi og þakklæti
til þess sem jörðina skóp og himininn. Það
fer ekki sízt vel á því að listamenn séu
kallaðir í guðshús, bæði til að skreyta þau
með fógrum myndum, fylla þau dýrðlegum
tónum eða orðsins list sem hefur verið
okkur íslendingum eiginlegust frá upphafí
kristinnar trúar. Klerkar hafa bæði notað
aðventu- og föstukvöld til að minna á
boðskap Krists og leiðsögn hans og sækja
mörg þúsund manns slíkar samkomur á
ári hveiju um allt land. Þá era skáld og
listamenn einatt kallaðir til. Ljóðlist á ekki
sízt heima í kirkjum. Sum mestu ljóðskáld
landsins hafa einnig verið sálmaskáld og
fulltrúar þess trúarþreks sem bezt hefur
dugað íslenzku þjóðinni á langri og oft
hryssingslegri göngu hennar um örævi
aldanna.
Sl. sunnudag var eftirminnileg guðs-
þjónusta í dómkirkjunni. Þá fluttu foreldr-
ar fermingarbama bænir og lásu ritningar-
orð, sungið var nýstárlegt og persónulegt
kirkjutónverk eftir Þorkel Sigurbjömsson
tónskáld, Guðmundur Jónsson söngFriðar-
ins guð eftir Guðmund Guðmundsson
skólaskáld og Áma Thorsteinsson, svo að
minnti á gamla daga þegar Guðmundur
söngvari var upp á sitt bezta og síðast en
ekki sízt flutti Jónas H. Haralz prédikun
af stóli kirkjunnar. Allt var þetta eftir-
minnilegt og athöfnin öll á háu plani. Pré-
dikun Jónasar bankastjóra var hrífandi,
svo að notuð séu orð séra Þóris Step-
hensen, og hefur kirkjugestum áreiðanlega
verið hugsað til mælskulistar föður hans,
Haralds Níelssonar, sem fyllti kirkjur sínar
af eldmóði og áhugasömum áheyrendum.
Hann var mikill kennimaður, áhrifaríkur
prófessor í guðfræði við Háskólann og
eftirminnilegur leiðtogi eins og sjá má í
ritinu Haraldur Níelsson, stríðsmaður ei-
lífðarvissunnar, 1868—1968. Honum var
upprisan allt í öllu eins og séra Jakob
Jónsson minnist á í grein sinni í fyrmefndu
riti, enda er hún grandvöllur kristinnar
kenningar og skilur hana einkum frá
öðram trúarbrögðum. „Hinn upprisni
Kristur er hin mikla trygging fyrir fram-
haldslífi mannanna," segir í fyrrnefndu riti.
Á sunnudaginn var stóð sonur Haralds
Níelssonar, Jónas bankastjóri, í sporam
föður síns og lagði út af dæmisögunni um
Mörtu og Maríu. Það var eftirminnileg
ræða með líkingum úr íslenzkri náttúra
og skírskotunum í Þórð í Króki eftir Einar
H. Kvaran. Á sama hátt og engin María
getur verið án Mörtu, þannig leggst öllum
eitthvað til sem gera sér grein fyrir því
að ofar veraldarhyggjunni eru letrað gulln-
um stöfum þau orð sem Haraldur Níelsson
gerði að lokaorðum eins af eftirminnilegum
fyrirlestram sínum: Mannssál, mundu að
þú ert eilíf!
Séra Haraldur var ekki einungis mikill
prédikari heldur einn mesti stílisti íslenzkra
klerka. Stíll hans var einfaldur og skír en
bakvið þessa ljósu tjáningu bjó mikil
reynsla og hugsjón sem mönnum er hollt
að kynna sér, hvað sem öllum trúarsetn-
ingum liður. Allir kristnir menn geta
sameinazt í þeim miðþyngdarstað að upp-
risan sé kjami kristins boðskapar. Hún er
mikilvægasta fyrirheit kristinnar trúar,
hvað sem öðra líður. í það kraftaverk sótti
sr. Haraldur orkuna í eldmóð sinn.
Margt hefur verið
sagt um sjálfstæð-
isstefnuna en
engum hefur þó
dottið í hug að
bera það á borð
fyrir nokkurn
mann að stefna
Sjálfstæðisflokks-
ins sé heildar-
hyggja sem leiði
til alræðis!