Morgunblaðið - 23.03.1986, Síða 48

Morgunblaðið - 23.03.1986, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ1986 Á skerminum eigrar fólk um eyðimörk með skepnur sínar. Sandurinn rýkur. Hvorki vatn né stingandi strá að sjá. Fólkið reynir að forða sér suður á bóginn áður en allar skepnur eru dauðar og engan mat að fá. Enn ein myndin af þurrkasvæðunum í Afríku, eins og við erum búin að venja okkur á að kalla Sahelbeltið sem sand- stormamir frá Saharaeyðimörk- inni eru smám saman að leggja undir sig. Blása sandinum suður yfír það. I þessari sjónvarpsmynd sl. miðvikudagskvöld er þó í lokin obboiítil vonarglæta. Þar sjáum við nokkrar veiklulegar trjáplönt- ur, sem verið er að gróðursetja í sandinn svo djúpt að megi ná í raka úr grunnvatninu og geti tórt ogbundið jarðveg. Það er byrjunin á að vinna aftur landið tapaða. í kynningu heyrum við að Rauði krossinn á íslandi ætli að safna fé til að styðja þessa trjáplöntun I Afríku. Og jafnframt til tijá- plöntunar á Islandi. Það er björg- unarstarf. Víkjum þá norður til Islands. Myndin sem þá birtist fyrir hug- skotssjónum er frá góða sumrinu, a.m.k. hér á Suðurlandi. Blíðskap- arveður upp á hvem dag. Nú kvartar enginn undan veðrinu, allir segja „enn er blessuð blíðan". Úr sumarhúsi Blaðamannafélags- ins í Brekknaskógi efst í Biskups- tungunum er gengið á fyall og horft yfir landið fríða. Á svona hlýju sumri hlýtur allt að gróa og grænka. Ekki þarf að hafa áhyggjur af heyjunum og þurrk- unum. Sem við stöndum þama fer svolítið að blása. Við sjáum hvar himinhár sandmökkur birtist og tekur að velta suður yfír landið. Kemur ofan af hálendinu niður yfír láglendi Rangárvallasýslu. Um leið og hreyfír vind er hann kominn dökkur og ógnvænlegur. Er að éta upp landið eins og vind- urinn frá Sahara. Þetta er töluvert áfall þama sem við stöndum og horfum á eyðilegginguna, þótt maður viti vel að í þúsund ár hefur gróðurlendi landsins verið að étast upp og minnka um að minnsta kosti helming og uppblásturs- hraðinn hafí að jafnaði verið 20 ferkm á ári, eins og dr. Sturla Friðriksson benti á. Eða að árleg- ur uppblástur nemi einum þúsund- asta af hinu gróna landi. Úr því bestu sumrin eru svona læðist að manni grunur um að ef til vill séum við komin yfír hættumörkin eða það sem flugmenn og aðrir kalla „punktinn þar sem ekki verður aftur snúið". Eins og í Afríku. Nema eitthvað miklu meira en nú er komi ágóðamegin á vogarskálina, þrátt fyrir svokall- aða þjóðargjöf og nokkra viðleitni. Enn er land að eyðast. Meiri hrollvekju er ekki að fá á kvik- myndaskerminum, jafnvel ekki í ógnum geimmyndanna. Sá sem í stofu sinni situr við sjónvarpsskerminn tengir kannski ekki það sem hann sér af upp- blásturssvæðunum í Afríku, þar sem stór landsvæði eru að verða óbyggileg, við okkar land. Nema af því að í sömu setningu í kynn- ingunni er talað um herferð til að planta tijám á báðum stöðum til að binda jarðveg. Þörfín er ein og sú sama. Eyðileggingin í Afríkuiöndun- um sunnan Sahara með meðfylgj- andi hungursneyð gerðist ekki í einni svipan. Það var bara komið að punktinum þegar ekki verður aftur snúið. Þurrkamir í 2—3 ár í röð eru ekki orsökin, þótt þeir hafí tekið í gikkinn, ef svo má orða það. Þeir sem fylgst hafa grannt með síðustu áratugi hafa vitað þetta og aðvarað. Því alltaf hafa komið 7 vond ár og 7 góð, eins og í Biblíunni, og menn þraukað vondu árin á hinum góðu í vissu um bata. En nú er búið að taka of mikið út af innstæðunni — með vaxandi álagi á gróður vegna örrar ijölgunar dýra og manna, sem um langan aldur hafa höggvið tré og runna í eldivið og fært sig til með skepnur sínar þegar bletturinn þeirra var orðinn rótnagaður hveiju sinni. Það sem landið gaf af sér hefur verið að minnka stöðugt frá 1967, þegar farið var að hafa af þessu áhyggj- ur. 1978 kom út skýrsla alþjóða- stofnunar í Addis Ababa, sem aðvaraði um að Eþíópía væri að missa milljarð tonna af jarðvegi á ári hveiju. í rauninni hafa menn áhyggjur af álaginu á öllu land- svæðinu frá Miðjarðarhafí suður til Góðrarvonarhöfða. Því þegar trén eru farin og gróðurinn, er ekkert lengur sem bindur jarðveg- inn - og púff, hann fykur við minnstu golu. Þegar 1978 gátu sérfræðingar séð hungursvæðin fyrir. Vissu bara ekki nákvæm- lega hvenær vond ár, eins og oft höfðu komið um aldir, mundu taka í gikkinn sem þegar var spenntur. Spumingin er þá bara hvenær er búið að ganga fram af landinu. Og hvenær duga engin vettlinga- tök til að snúa aftur. Og hvaða steinn setti nú svona dapurlega gáruhringi af stað í heilabúinu? Ekki bara myndin af gróðurvana Sahelsvæðinu með sandrokinu á sjónvarpsskermin- um. Jafnvel ekki þótt hún tengdist þeirri vitneskju að ennþá gengur á sama hátt á ísienskan jarðveg á ári hveiju — þrátt fyrir fróm fyrirheit í hátíðarræðum og nokkra viðleitni til landgræðslu á undanfömum árum. Kannski eiga þungar þenkingar við á föstunni. En þá er alltaf vonin framundan í páskunum. Og því er hér varpað út bjarghring, sem e.t.v= má gagn gera í viðbót við annað, land- græðslu og tijáplöntun. Bjarg- hringurinn sá er tekinn trausta- taki úr grein í Morgunblaðinu nú í mánuðinum. Þar segir mætur bóndi í Þingeyjasýslu, Vigfús B. Jónsson á Laxamýri, í grein með hvatningu um að hafa stjóm á byggðareyðingu á Islandi og hlýt- ur að hafa meira vægi en gáruhöf- undur á mölinni: „Það er augljóst að fyrst farið var út í hina miklu stjómun á landbúnaðarmálum, þá verður í sumu tilfelli að stjóma þeim út í gegn. en ekki bara í annan end- ann. Ég held t.d. að ef við þurfum að bíta í þann beiska bita að minnka sauðijárstofninn til móts við innanlandsmarkaðinn, þá beri að -taka gróðurfar landsins inn í myndina og stefna á það, að sauðfjárbúskapurinn fari sem mest fram þar sem gróðurfarið er best, en sem minnst þar sem landið er meira og minna örfoka. Á þann hátt gætum við töluvert jafnað metin varðandi hina stóm skuld, sem við eigum að gjalda gróðurlendi landsins, eftir meira en 11 alda búsetu og óvægilega umgengni í harðri lífsbaráttu lið- inna alda. Með þvílíkri tilfærslu á sauðfjárbúskapnum i landinu gætum við aukið hagkvæmni hans og í ýmsu falli styrkt hinn hefð- bundna byggðahring umhverfis Iandið og vil ég í því sambandi nefna bændabyggðir Norður- Þingeyjarsýslu, sem sumar em i hættu staddar, en þar er hvað best undir íjárbú í öllu landinu." Semsagt nú er tækifæri. Því ekki hvíla í nokkur ár viðkvæm- asta hálendið og þá staði sem gróður á mest í vök að veijast, nú þegar einhvers staðar verður hvort eð er að létta á. Eþíópíu- stjórn í Afríku ansaði ekki aðvör- unum. Kannski ættum við hér norðurfrá að gera það. Annars kynnu afkomendumir að þurfa að segja eins og Káinn af öðm og votara tilefni: Ljós eru slokknuð og landið er svart í loftinu er ekkert að hang’á, Það er í sannleika helvíti hart að hafa’ ekki jörð til að ganga’á. Svava Erlends- dóttir - Minning Fædd 28. ágúst 1918 Dáin 15. mars 1986 Á morgun verður til moldar borin frá Fossvogskirkju, Svava Erlends- dóttir, sem þreytt sofnaði svefnin- um langa laugardaginn 15. mars sl. Andlát hennar kom eigi á óvart, samt er það svo þegar maðurinn með ljáinn slær, vekur það ávallt hryggð og söknuð. Svava fæddist í Hafnarfírði 28. ágúst 1918, var hún dóttir hjónanna Þómnnar Jónsdóttur og Érlendar Jónssonar. Hún ólst upp í Hafnar- fírði þriðja í röðinni sex systkina. Ung missti Svava föður sinn en hann dmkknaði þegar togarinn Robertson fórst í hinu illræmda Halaveðri árið 1925. Það var mikið átak móður hennar að ala upp stór- an bamahóp á erfiðum ámm heims- kreppunnar miklu, en því hlutverki skilaði Þómnn Jónsdóttir með prýði af miklum dugnaði. Árið 1940 fluttist Svava frá Hafnarfírði í Skeijafjörðinn með móður sinni og systkinum, og árið 1953 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Hjalta Jónatanssyni frá Vestmannaeyjum, góðum og traustum manni, er starfaði um langt árabil sem birgðavörður hjá Vita- og hafnarmálaskrifstofunni. Lengst af bjuggu þau Svava og Hjalti á Sogavegi 82 í Reykjavík. Þar gafst þeim kostur á að sinna miklu áhugamáli er var garðrækt og fegmn. Þau komu sér upp af mikilli eljusemi, einum fegursta blómagarði borgarinnar, og hlutu fyrir það margskonar viðurkenning- ar og aðdáun þeirra mörgu er heim- sóttu þau. Þegar svo heilsan fór að bila, treystu þau sér ekki til að sinna þessu krefjandi áhugamáli sínu og seldu því húseign sína við Sogaveg- inn á sl. ári og fluttust í íbúð er þau keyptu við Jöklasel í Reykjavík, þar sem þau bjuggu síðan. Þeim Svövu og Hjalta varð eigi bama auðið en systkinabömum Svövu sýndu þau sérstaka ástúð og um- hyggju. Svava Erlendsdóttir var heil- steypt kona, hispurslaus í ta.ll og framkomu allri. Hún var myndarleg húsfreyja er helgaði sig heimili sínu. Þessi fáu kveðjuorð til mágkonu minnar, Svövu, eiga jafnframt að flytja samúðarkveðjur til eigin- manns hennar og systkina. Hermann Guðmundsson Þegar þau hjónin Svava Erlends- dóttir og Hjalti Jónatansson fluttu á Sogaveginn fyrir nærri 20 árum kom það fljótt í ljós að við í smá- íbúðahverfínu höfðum eignast góða nágranna. Á Sogaveginum komu þau sér upp yndislegum skrúðgarði. Þar ræktuðu þau ótal jurtir sem fæstum hefði dottið í hug að hægt væri á íslandi. Þá komu margir og fengu að sjá blómaskrúðið og út- lendingar tóku myndir til þess að hafa heim með sér, vegna þess að með orðum gátu engir lýst garðin- um svo að þeim væri trúað. Þau hjónin voru einstaklega samhent og hlý í viðmóti og buðu gesti velkomna. Á sumrin voru þau komin á fætur á undan flestum nágrönnum sínum. Að mörgu var að hyggja. Vökva, reyta, bera á, slá grasið og hlúa að blómunum. Árangurinn var undraverður. AIls- konar skrautjurtir ásamt gúrkum, vínbeijum og tómötum. Maður trúði varla sínum eigin augum. Gestum var þá gjaman boðið upp á vínber með ijóma úti í glerhúsinu. Svo á vetuma, þegar snjór huldi jörð, var sópaður blettur í garðinum og stráð komi fyrir smáfuglana. Einnig þeim var veitt af gestrisni og góðvild. Ekki töldu þau hjónin sporin þegar hressa þurfti og telja kjark í nágrannana, þá sem höfðu orðið fyrir áföllum í lífínu. Það gætu fleiri en ég borið um af eigin reynslu. Hún Svava hafði lag á með sínu ljúfa viðmóti og glöðu hlátram að létta skap samferðafólksins. Og þó að leiðir hafi skilið, er minningin um góða konu ljúfsár og dýrmæt. Þeim Hjalta varð ekki bama auðið, en blómin vora þeirra böm. Að þeim var hlúð með móðurlegri hlýju. Það gladdi Svövu í fyrra, þegar ung hjón fluttu í húsið þeirra á Sogaveginum, hjón sem höfðu mikinn áhuga á blómarækt. Þau myndu hugsa vel um blómabömin hennar. Útför Svövu Erlendsdóttur verð- ur gerð mánudaginn 24. þ.m. frá Fossvogskirkju. Ég votta Hjalta Jónatanssyni og öðram aðstandendum innilega samúð. Blessuð sé minning Svövu Erlendsdóttur. Oddrún Inga Pálsdóttir Á morgun, mánudag 24. mars, er til moldar borin systir mín Svava Erlendsdóttir, er lést í Borgar- sjúkrahúsinu 15. mars síðastliðinn eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Svava var fædd og uppalin í Hafn- arfirði, dóttir hjónanna Þórannar Jónsdóttur og Erlendar Jónssonar og var þriðja elst af sex systkinum. Þann 24. október 1953 gekk hún að eiga Hjalta Jónatansson frá Vestmannaeyjum og var það mikill hamingjudagur í lífí hennar. Svava og Hjalti vora sérstaklega samhent hjón. Það sýndi sig í allri snyrti- mennsku sem og áhugamálum þeirra. Ljóðelsk var hún og hrókur alls fagnaðar og það var alltaf gaman þegar þau vora komin í kaffi. Það var sama hvað Svava tók sér fyrir hendur, hvort sem það var handavinna eða eitthvað annað, alltaf var vandvirknin og snyrti- mennskan í fyrirrúmi. Ung að áram fór hún að hafa mikinn áhuga á blómum og blómarækt og þá naut hún þess best þegar þau Hjalti voru búin að koma sér upp stór fallegum verðlaunagarði á Sogavegi 82, þar sem þau og bjuggu lengst af. Þar áttum við og fleiri ógleymanlegar ánægjustundir og þá var það sama hvað hún var spurð um, varðandi blóm og blómarækt. Alltaf hafði hún svör á reiðum höndum. Hjalti minn. Við vitum að þú átt um sárt að binda og að söknuðurinn er sár hjá þér en við vitum að guð vakir yfir þér og varðveitir. Með þessum fáu orðum þökkum við Svövu fyrir allt það sem hún var okkur, bömum og bamaböm- um. Farþúífriði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkstþú meðguði, guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Systir Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki era tekin til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.