Morgunblaðið - 23.03.1986, Page 54

Morgunblaðið - 23.03.1986, Page 54
+ Móðirokk.ar, MARGRÉT SIMUNDSSON, Arborg, Manitoba, andaðist miðvikudaginn 19. mars. Svava Simundsson og systkini. Sonur minn og bróðir okkar, GUNNAR EINARSSON, frá Hjörsoy, andaðist aðfaranótt 15. þ.m. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. mars kl. 13.30. Matthildur Maríasdóttir, María Einarsdóttir, Margrót Einarsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir, Ingibjörg Einarsdóttir, Haukur Einarsson, Anna Jóna Einarsdóttir, Sigríður Einarsdóttir. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KAMMA N. THORDARSON, sem lóst 15. mars sl. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykja- vík mánudaginn 24. mars kl. 13.30. Jón Benediktsson, Höfnum, Öm Sveinsson, Örlygur Sveinsson, Sigrfður Sveinsdóttir, Einar Sveinsson, Valgerður Sveinsdóttir, Sigvaldi Thordarson, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaöir, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR EINARSSON, skrlfstofumaður, Espigerði 12, verður jarðsunginn miðvikudaginn 26. marz kl. 13.30 frá Bústaða- kirkju. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfólagiö. Ása Friðriksdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir Ftiegi, Davíð Ftiegi, Einar Ólafsson, Kristjana Guðmundsdóttir, Ingileif Ólafsdóttir, Ágúst Ingi Jónsson, Friðrik Bjömsson, Herdfs Gunngeirsdóttir, og barnabörn. Kamma Thordar- son - Minning Fædd 4. aprU 1923 Dáin 15. mars 1986 Þegar læknahúsið Domus Medica var risið af grunni árið 1966 kom þar til starfa Kamma Thordarson og átti hún eftir að starfa þar meðan heilsa hennar lejrfði. Nú hefur dauðinn klippt á þráðinn, sem kemur okkur vandamönnum og vinum hennar ekki á óvart, eftir langa baráttu við banvænan sjúk- dóm. Kamma var mjög vel fallin til starfs þess er hún tók að sér og kom þar margt til. Hún var greind og stjómsöm, skemmtileg og giæsi- leg. Hún varð því fljótt mjög vinsæl af starfsfólki og sjúklingum og átti góðan þátt í að móta starfsemi þessarar stoftiunar. Fýrir 10 árum veiktist Kamma af krabbameini og á árunum þar á eftir varð hún að gangast undir ýmsar erfiðar læknisaðgerðir. Var vonast til 5 árum síðar, að hún hefði náð fullum bata, en sú von varð að engu er sjúkdómurinn tók sig upp að nýju fyrir meira en ári og varð ekki við neitt ráðið. Eftir mjög erfiða sjúkdómslegu og hetju- lega baráttu við ósigrandi óvin andaðist hún í Landspítalanum 15. mars sl. Kynni okkar og Kömmu urðu fyrst náin við giftingu dóttur okkar og sonar hennar. Þá var hún gift Jóni Benediktssyni, bónda í Höfnum á Skaga, miklum ágætismanni og sátu þau á jörð sinni á sumrum en störfuðu í Reykjavík um vetur. Hafnir á Skaga er mikil jörð við ysta haf, öræfaleg en fögur og var þar löngum búið stórbúi. Miðnætur- sólin bregður á leik við sjávarbrún um lágnættið. Bæði voru hjónin mikil náttúruböm og kunnu vel að meta sérkennilega fegurð staðarins, ömefni og sagnir frá liðnum tímum. Böm og bamaböm Kömmu áttu þar ótaldar ánægjustundir í skjóli þeirra og þó nóg væri að starfa höfðu þau alltaf nægan tíma til að taka á móti gestum og gangandi, því segja má að heimili þeirra lægi um þjóðbraut þvera. Gestrisni þeirra var mikil, og þeir sem einu sinni höfðu komið þar komu gjama aftur. Við nutum þess einnig og eigum ógleymanlegar endurminn- ingar um seiðmagnaða fegurð á landi og sjó, ijölskrúðugt dýralíf, bjartar nætur og skemmtilegar samvemstundir með Kömmu og Jóni. Nú er húsfreyjan á Höfnum horfin þangað sem ríkir „Nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín“. Skarðið eftir hana er opið en fjölskylda hennar og vinir eiga endurminningamar um óvenju mikilhæfa og glæsilega konu. Við sendum vini okkar Jóni í Höfnum, bömum hennar og bama- bömum innilegustu samúðarkveðj- ur. Gerður Jónasdóttir Eggert Steinþórsson Á morgun verður til moldar borin frá Dómkirkjunni í Reykjavík Kamma N. Thordarson, er lést í Landspítalanum þann 15. þ.m. eftir stranga sjúkdómslegu. Kynni okkar hjónanna við Kömmu hófust fyrir 14 árum er hún flutti með manni sínum Jóni Benediktssyni að Höfnum, en þau áttu sitt lögheimili þar og dvöldu hér nyrðra yfir sumarið meðan heilsa Kömmu leyfði. Við eigum margar góðar endur- minningar frá samverustundum með þeim hjónum í Höfnum og á heimili þeirra að Háaleitisbraut 109 í Reykjavík, sem gott er að ylja sér við þá leiðir skilja. Koma þeirra Kömmu og Jóns hingað norður er líða tók að vori vakti jafnan tilhlökkun í hugum okkar, sem helgaðist af vissu um aukið og bætt mannlíf er þeim fylgdi og vitund um að lokið væri oki vetrarins og framundan væri vakning hins gróandi lífs vorsins með náttlausri birtu þess. Kamma var með afbrigðum gestrisin og glaðvær heim að sækja, sem var sameiginlegt þeim hjónum, og naut hún sín best er hún reiddi fram rausnarlegar veitingar af miklum myndarskap. Nokkur umskipti hafa það hlotið + Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÖLVER M. WAAGE, Hamraborg 18, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 25. mars kl. 15.00. Guðrún Eggertsdóttir Waage, Valur Waage, Helena Brynjólfsdóttir, Guðrún Lind Waage, Stefán Stefánsson, Stefanía Lind Stefánsdóttir. + Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, GUNNARHÖGNASON, Goðatúni 19, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 25. mars kl. 10.30 árdegis. Jarðsett verður að Görðum, Garðabæ. Þeir sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Kristfn Kjartansdóttir, Lilja, Rósa og Högni Gunnarsbörn. + Útför SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR, Vitastíg 14, Reykjavlk, ferframfrá Fossvogskapellu miðvikudaginn 26. mars kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda. Ragna S. Jörgensdóttir. + Innilegt þakklæti fyrir veitta samúð og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, STEINUNNAR BJARGAR HINRIKSDÓTTUR. Sigurjón Jörundsson, Þuríður Hilda Hinriks, Anna Ólafsdóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir, SigurðurT. Magnússon, Jóna Gréta Sigurjónsdóttir, Atli Helgason, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför VILHJÁLMS PÁLMASONAR vélstjóra, Sæviðarsundi 18. Margrét Sigurðardóttir, Jórunn Guðmundsdóttir, Auður Vilhjálmsdóttir, Sigurður Einarsson, Erla Vilhjálmsdóttir, Magni Blöndal Pétursson, Pálmi Vilhjálmsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Jóhann Bjarnason og aðrir aðstandendur. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR HALLDÓRSSONAR, Flókagötu 35. Sérstakarþakkirtil starfsfólks Hátúns 10b. Alda Guðfinna, Ed Duin, Halldór Jóhann, Lára Margrét Gfsladóttir og barnabörn. að vera fullorðinni konu að dvelja hér norður við ysta haf eftir að hafa alið aldur sinn í mesta þéttbýli landsins. Oft furðaði okkur á því hve fljótt Kamma var að laga sig að breyttu umhverfi og ólíkum aðstæðum. Fágætt er hve auðvelt henni reynd- ist að samlaga sig kjörum fólksins og ná trausti þess og vináttu, sem er undirstaða góðra mannlegra samskipta, er hún lét í ljós að hún hefði notið í hinu nýja umhverfi. Oft lét hún að því liggja að sumardvöl sín í Höftium væri með ánægjulegustu stundum lífs síns og fannst okkur gæta söknuðar er hún kvaddi að liðnu sumri en jafnframt hlýrra og góðra vona um hinn ókomna tíma. Sú var tilfinning okkar er sáum á eftir þeim hjónum suður. Athygli vakti hve fljót Kamma var að tileinka sér hin daglegu störf utanhúss og verða virkur þátttak- andi í þeim. Eitt var það sem hún hafði allra mesta unun af en það var að umgangast hrossin og að sjálfsögðu fyrst og fremst reið- hestinn sinn, en hún var svo lánsöm að eignast afbragðs reiðhest sem hún hændi svo að sér að hún gat gengið að honum í haga hvar sem var. Skoðanir sínar setti Kamma fram af einurð og festu og var þá sama við hvem hún ræddi. Máli sínu fylgdi hún eftir á skilmerkilegan hátt svo skemmtilegt var á að hlýða. Var fjarri henni að tala á þá lund að líkur væra á að viðmælandinn vildi helst heyra ef hún var í önd- verðri skoðun. Hún fór heldur ekki dult með þá skoðun sína að hlutur þeirra er hikandi vora eða skutu sér undan því að taka ákvörðun væri ekki lofs verður. Ymis lífsmynstur hafði Kamma tamið sér sem lærdómsríkt var að kynnast og maður kemst ekki hjá að hugsa um þótt ekki verði það ri§að upp í þessum fátæklegu kveðjuorðum en verður meðal þess sem gerir minningu hennar óbrot- gjama í hugum okkar. Á þessari kveðjustund er okkur efst í huga söknuður, virðing og þakklæti fyrir ánægjuleg samskipti á liðnum áram. Eiginmanni, bömum og öðram ástvinum sendum við okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sveinn og María, Tjöm. Þegar mæla skal kveðjuorð í minningu góðs vinar verður flestum tregt tungu að hræra. Svo er mér einnig farið er mig langar til að minnast kærrar tengdamóður minnar og þakka henni innilega fyrir löng og mjög góð kynni. Það eina sem við í rauninni vitum með vissu um framtíðina er, að eitt sinn skal hver deyja, en þegar kallið kemur veitist okkur ætíð erfitt að sætta okkur við þetta lögmál lifsins. Kamma fæddist í Kaupmanna- höfn 4. apríl 1923, dóttir Sigríðar Guðmundsdóttur úr Landeyjum og Axels Nielsen verslunarstjóra í Kaupmannahöfn. Móðir hennar fór utan til náms, ætlaði að verða hjúkranarkona, en margt fór öðra- vísi en ætlað var á þessum árum. Engin námslán var að fá og því var lífsbaráttan oft æði hörð. Náms-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.