Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 56

Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 56
Af dönsku skáldkonunni KAREN BLIXEN Hún var skírð Karen Christantze, fjöl- skyldan kallaði hana Tanne, fyrsta skálda- nafn hennar var Osceola, Afríkubúar kölluðu hana ísak (sá sem hlær), í augum einkaritara síns var hún stríðshrossið Khamar, bókmenntafólk þekkti hana undir nöfnum eins og Pellegrina, Amiane eða Scheherazade, en á grafreit hennar stend- ur Karen Blixen. Flestum nægir aðeins eitt nafn, en skáldkonan, barónessan og bóndakonan Karen bar öll þessi með tign. Nafn Karenar Blixen hefur legið í láginni síðustu árin, eöa frá því hún lést í hárri elli 1962, en það hefur verið á hvers manns vörum útí heimi síðan um áramót. Þá va: tekin til sýninga kvikmyndin »Out of Africa", sem fjallar um Karen Blixen og dvöl hennar í Afríku, líf hennar með Bror og stutt en ógleymanleg kynni af breska sjarmörnum Denys Finch-Hatton. Myndin varfrumsýnd í Laugarásbíói i gær. I. og lífi hennar með Denys Finch-Hatton í Afríku sem nú hefm- verið kvikmyndað með Meryl Streep og Robert Redford Karan Blixan alna og Afrfkubúar þakkrtu hana. Karan Bllxan á afri árum. Karen Blixen var tíu ára þegar faðir hennar Wilhelm fyrirfór sér árið 1895. Wilhelm hafði sagt Karen frá reynslu sinni í herleiðöngrum og frásagnir hans örvuðu hugmyndaflug dótturinnar. Sögur af fólki og villtum dýrum í fjarlægum löndum heill- uðu hana. Hún las bækur um indíána sem faðir hennar mælti meö og löngu síðar þegar hún settist að í Kenýa var hún stolt * yfir því að finna til sömu samkenndar meö Afríkubúum og faðir hennar hafði með rauðskinnum. Dauði Wilhelms hafði mikil áhrif á næst- elstu dóttur hans, Karen, en móðir hennar, Ingeborg, hélt búinu saman og andaðist í hárri elli 1939. Karen sleit barnsskónum á fjölskyldubýlinu Rungstedslundi á Norður- Sjálandi. Ingeborg sá sjálf um menntun barna sinna, en fyrstu skrefin utan heimilis- ins tók Karen á leið til prestsins þegar leið aðfermingu. Bróðir hennar, Tómas, segir í bók sinni „Tanne" að þegar á sjöunda ári hafi hugur Karenar hneigst að skáldskap. Hún sagði systkinum sínum ævintýri og sögur sem hún ýmist las í bókum eða bjó til sjálf. Hugur hennar hneigðist síðan að málaralist og framundir tvítugt dreymdi hana um að vera listmálari. En allt er í heiminum hverfult. Eldheitir fyrirlestrar Georges Brandes um Nietzsche bárust Karen til eyrna og segir hún í bréfi að Brandes hafi beint huga sínum aftur að skáldskap. Hún byrjaði að lesa verk eftir Shakespeare, Shelley og Heine. Heimspeki Nietzsches endurómar í verkum Karenar. Hún var uppreisnarmað- urinn í fjölskyldunni. Hún hataðist við lífs- skoðanir móður sinnar og yfirgangssömu móðursystur sinnar Bess, sem sögðu að fólk, sér í lagi konur, ættu ekki aö berast á. Karen og Bess deildu ákaft í bréfum og samtölum þartil sú síðarnefnda lést. Karen kynntist Brandes meðan hún nam við Konunglegu akademíuna. Hún sendi t honum blóm þegar hann lá á sjúkrahúsi og hann þakkaði fyrir sig með því að sækja hana heim á býlið, en fjölskyldumeðlimir tóku heimsóknina óstinnt upp, því Brandes var flagari í þeirra augum. Reiði fjölskyld- unnar sem og áhugaleysi fyrir sögum hennar gerði Karen enn sterkari, ákveðnari og þrjóskari. Rétt rúmlega tvítug lenti Karen í fyrstu ástarsorg sinni. Hún varð yfir sig hrifin af Hans von Blixen-Finecke, fjarskyldum ættingja sem bjó ríkmannlega í Svíþjóð. En ást hennar var ekki endurgoldin og vonbrigðin settu mót sitt á persónuleika Karenar, að sögn Judith Thurman ævisögu- ritara hennar. Akaflega niðurdregin ferðað- ist hún með elstu systur sinni Eu til Frakk- lands. En þegar hún sneri heim lét hún uppi að hún hygðist giftast Bror, bróður Hans. Fátt er vitað um fyrstu kynni þeirra og fréttin um fyrirhugaða giftingu kom eins og köld gusa framan í fjölskylduna. Móðir Karenar og aðrir ættingjar voru mjög á móti þessum ráðahag, töldu hann glap- ræöi. Ingeborg og Bess litu á Bror sem raupsaman, kærulausan en um fram allt drykkfelldan iðjuleysingja. Síðar kom á daginn að systurnar höföu sitthvað til síns máls. Það var sem sagt andúö fjölskyldunnar sem vakti upp hugmyndir hjá Bror og Karen um að flytjast burt frá Danmörku, helst í aöra heimsálfu. Um þetta leyti kom frændi Brors, Mogens Frijs greifi, úr löngum leið- angri frá Austur-Afríku. Hann lýsti landinu sem paradís á jörðu. Bror hugsaði sig ekki tvisvar um. Hann lagði þegar af stað til Afríku í þeim tilgangi að líta á aðstæður. Svo vel leist honum á að hann keypti ekki aðeins býli heldur stóra jörð. Á meðan bjó Karen, eða Tanne eins og allir kölluðu hana, sig undir giftinguna og fyrirhugaða dvöl í framandi landi. n. „Ég átti jörð í Afríku við rætur Ngong- fjallsins. Sjálfur miðbaugur jarðar lá um hálendið tuttugu og fimm mílum norðar. En land mitt var tvö þúsund metra yfir sjó. Um miðjan daginn virtist reyndar stundum, eins og maður hefði lyfzt hátt upp og nærri sólu, en síðdegis og að kvöldinu var heiðskírt og svalt, og næturnar voru kald- ar.“ Þannig hefst frægasta bók Karenar Blixen, „Jörð í Afríku“; bókin sem hún skrifaði að dvöl sinni í Afríku lokinni. Karen og Bror komu til Kenýa í janúar 1914. Þau giftu sig á öðrum degi. Englend- ingar höfðu hreiðrað um sig á þessu land- svæði. Þeir voru lítt hrifnir af Karen, töldu hana útsendara Þjóðverja. Karen og Bror byrjuðu að rækta kaffibaunir. Bror kunni ekkert til verka, en Karen var útsjónarsöm og stjórnaði býlinu. Þegar ár var liðiö af dvöl þeirra í Afríku tók að hrikta í stoðum hjónabandsins. Karen komst að því að Bror gerði sér dælt við innbornar konur. Hún veiktist alvarlega um þetta leyti — löngu síðar upplýsti læknir hennar að hún hafi sýkst af sárasótt. Hans, bróðir Brors, sem Karen hafði orðið hrifin af nokkrum árum áður, fórst í flugslysi, kaffiræktin gekk illa og Karen fékk fregnir af Tómasi bróður sínum sem gekk í herinn og Eu systur sinni sem átti von á fyrsta barni sínu; sjálf var Karen óbyrja. III. Fjórða árið í Afríku markaði einhver mikilvægustu tímamót í lífi Karenar Blixen; hún kynntist Denys Finch-Hatton. Þau hittust fyrst vorið 1918, en fátt er vitað um fyrstu kynni þeirra. Bror drakk ósleiti- lega, hann safnaöi skuldum, hélt partí vítt og breitt um Nairobi og lét sig hverfa þegar kom að skuldadögum. Karen var því alls ekki óviðbúin nýjum ævintýrum utan hins heilaga hjónabands. Errol Trzebinski, ævisöguritari Denys Finch-Hattons, leiðir að því getum að Karen hafi þurft á sterkum, gáfuðum, hugdjörfum og ekki síst ábyrgum karlmanni að halda. Denys var allt þetta, nema hvað hann taldi sig engum skuldbundinn. Denys var af göfugum ættum. Faðir hans var jarl af Nottingham, móðir hans dóttir aðmíráls í breska sjóhernum. Denys þyrsti í nýja lífsreynslu, hann gafst snemma upp á iðjuleysinu heima fyrir, hann hataðist við hermennskuna sem einkenndi þjóð hans; allt þetta minnti Karen á föður sinn. Denys kom fyrst til Afríku árið 1911, eða þremur árum á undan Karen, og kom á fót allra handa viðskiptasamböndum. Feröa- lög, sem viðskipti hans kröfðust, voru honum mjög að skapi. Denys var Karen svo mikilvægur að hún minnist varla á hann í bókum sínum, nema þá á dulbúinn hátt. Aðeins tveir kaflar eru helgaðir honum í frægustu bók hennar, Jörð í Afríku. Hún talaði aldrei um fyrstu kynni þeirra, en þó sögðu kunningjar þeirra að þau hljóti að hafa gerst elskhugar innan nokkurra mánaða. Karen var skáld í eðli sínu og vissi að aðalatriðið má aldrei segja með oröum; með þögninni tryggði hún óendanleikann í skáldskap sínum. Karen tók hjónaband sitt alvarlega enda átti trúin sterk ítök í henni. En framkoma Brors gekk fram af henni og ekki síður nágrönnunum og ættingjum, sem Karen reyndi þó að leyna sannleikanum af megni. Karen fannst Bror niðurlægja sig og þegar blóð veiöimannsins kom uppí henni lét hún ekki kostagrip eins og Denys sleppa sér úr greipum. „Denys átti hvergi athvarf í Afríku nema hjá okkur," segir hún í „Jörð í Afríku". Hann bjó hjá henni milli veiðileiðangra og viðskiptaerinda. „Þegar hann kom úr ferð- um sínum, laukst staðurinn upp, hann talaði eins og kaffiekran talar, þegar hún blómgast í fyrstu regnskúrunum, rennvot, angandi eins og krítarský." Bror var enginn bjáni og hræsnari var hann ekki. Hann vissi að Denys hélt við Karen og var stoltur af. Þegar hann og Denys, en þeir urðu hinir mestu mátar, hittu fólk á förnum vegi, sagði Bror jafnan: „Sælt veri fólkið, þetta er Denys Finch Hatton, vinur minn og elshugi konu minnar." Denys var gæddur eiginleika sem var ómetanlegur fyrir Karen; hann kunni að hlusta á sögu. Denys var eini vinurinn hennar í allri Afríku sem hvatti hana til að skrifa. Hann var vel að sér í nýjustu straum- um skáldskapar og listum almennt, hann kenndi Karen latínu og að lesa biblíuna, sem Denys leit meir á sem bókmenntalegt afrek en trúarlegt, og grísku skáldin. Denys var einnig músíkmaður, hann spilaði fyrir hana verk eftir Stravinski, gaf henni grammófón og plötur, sem varð Karen uppspretta ununar og dásemda. „Hann kom með nýja tegund lífs á staðinn," skrif- aði Karen löngu síðar. Hún skrifaði: „Fyrir atbeina Denys varð ég aðnjótandi hinnar mestu og sérkenni- legustu gleði, sem mér hlotnaðist þar suður frá, óg flaug með honum yfir Afríku. Þarna, þar sem eru fáir eða engir vegir, og þar sem hægt er að lenda hvar sem maður vill á sléttunni, verður flugið lifandi og mikilvægur þáttur í lífinu, það upplýkur heilum heimi. Denys hafði tekið Mölfluguna með sér frá Englandi, hún gat lent á landi mínu fárra mínútna leið frá húsinu og við flugum nærri því daglega." En hversu sem Karen dáði Denys var ýmislegt í fari hans sem var henni ekki að skapi. Var Denys maðurinn sem hún þarfn- aðist, þegar öllu var á botninn hvolft? Því hirðingjablóð rann í æðum hans, hann ætlaði sér aldrei að kvænast, allt sem skipti hann máli var olnbogarými til að gera það sem hugurinn girntist. Afríka heillaði hann, dró hann frá þægindum fjöl- skyldunnar, hræsni og eilífðarstífni aðals- ins sem hann hafði ímugust á. Denys leit nefnilega á hjónabandið sem rammbyggt búr, búr sem hann óttaðist alla sína tíö. Denys var byggður sterkum vængjum, vængjum sem báru hann milli bæja, landa, álfa. Hann stóðst aldrei freistinguna að bjóða birginn mestu hættum lífsins. Hann flaug í vél sinni þótt öll skynsemi mælti því gegn, hann nálgaðist fíla, gíraffa og Ijón vopnaður einum riffli, og sneri heim bros- mildur og hreifur. Þeir sem þekktu hann best og unnu honum mest létu sér ekki til hugar koma að setja honum skorður; vissu af reynslu að slíkt var ekki mögulegt. IV. Karen var sífellt að veikjast af hinum og þessum sjúkdómum alla sína hérvistar- daga og var hún þá sond heim til Dan- merkur en sneri aftur jafnharðan, áköf í að rækta garðinn sinn. Bror virtist hafa gleymt henni og skyldum sínum sem eigin- maður. Fjölskyldan krafðist þess að Karen rifti hjónabandssamningnum. Á þessum árum var flókið mál að ganga gegnum skilnað, kirkjan ríghélt munstrinu saman, en þeim tókst loks aö fá skilnað árið 1925. Ea, elsta systir hennar, lést eftir barnsburð árið 1922, Karen og Tómas, sem dvaldi á búgarðinum annað veifið, deildu um við trú- mál (Karen var í nöp við Darwin meðal ann- arra), stjórnmál (Karen sakaði Tómas um að vera bolsévikka) og margt fleira. Karen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.