Morgunblaðið - 23.03.1986, Síða 57

Morgunblaðið - 23.03.1986, Síða 57
MORGUNBLAPIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ 1986 57 Karen skálar hér f matarboál vlð laikritaskáldið Arthur Millar og konu hans, Marlyn Monroe. Mllll þelrra sftur rithöfundurinn Carson McCullers. studdi kvennabaráttuna, skrifaði um hana margar eldheitar ritgerðir, sem hún birti á prenti er fram liöu stundir, enda þótt hún segði síðar á ævinni að hún hefði aldrei skilið „feminisma". Framtíðin hafði aldrei verið björt í Afríku og var það ekki þessi árin. Bújörð er þung byrði að bera, var viökvæði Karenar. Við sem núna lifum eigum sjálfsagt erfitt með að gera okkur í hugarlund baráttuna sem Karen háði, en þannig liðu árin sem Karen og Denys nutust, 1918 til 1931: hröð og rík af ánægjulegum atburðum, hæg og hlaðin ótta, sorg og dauða. Denys var Karen glataður þegar slysið bar að. Þau höfðu rifist um smáatriði varð- andi jörðina sem Karen ætlaði að selja. Vinir þeirra sögðu mörgum árum síðar að þau hefðu verið hætt saman, að Karen hafi reiðst Denys fyrir að flytja burt frá Ngong með breskum kunningja sínum. Enn fremur á Denys aö hafa heimtaö af Karen gullhringinn sem hann gaf henni á góðri stundu, en fyrrnefnd Errol Trzebinski mót- mælir því, hún trúir ekki að Karen hafi ætlað að gefa þjóni sínum svo mikilvæga gjöf frá elskhuga sínum og raunbesta vini. Þá var gefið í skyn að Denys daðraði við aðrar konur, sér í lagi innbornar, og mun það hafa reitt Karen til reiði. Tómas segir í bók sinni að Karen hafi reynt að fyrirfara sér með því að skera sig á púls þegar mestgekká. í maímánuði 1931, árið sem Karen flutti burt frá Afríku, fór Denys í ferð til Takaunga til að byggja sér stærra hús. Karen vildi fara með honum, en „þetta var í eina skipt- ið sem ég baö Denys um að taka mig með sér í flugvélina sína og hann vildi ekki gera það". Denys var góður flugmaður, en hann hafði ekki flogið mikið mánuðina á undan. Hann hafði kvartað undan krampa í annarri hendi, ef til vill hefur krampi þessi valdið dauða hans. Layzell-hjónin, breskir kunningjar hans, sáu Denys síðust allra. Hann gisti hjá þeim og þjónn hans, Kamá, sem var dauðhræddur við að fljúga. Þegar Denys lagði af stað ætlaði frú Layzel að fara með, en yngri dóttir hennar trylltist við tilhugsunina að skiljast við móður sína, svo hún hætti við. Karen fékk síðust að vita um slysið. Hún fór einhverra erinda til Nairobi, fólk á götum úti foröaðist að horfast í augu við hana. Karen skynjaði að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Dagurinn leið og Karen snæddi kvöldverð með kunningjum sínum sem allir vissu um slysið, en það var ekki fyrr en að kvöldverðinum loknum að ein konan hópnum dró Karen afsíðis og sagði henni tíðindin. Karen fjölyrðir ekki um áhrifin sem dauði Denys hafði á hana, né heldur um fyrstu viðbrögð; þögnin segir oft meira en mörg orð. En svo segist henni frá í „Jörð í Afríku": „Síðar skrifaði sýslumaðurinn í Voí mér og lýsti fyrir mór í einstökum atriðum, hvernig slysið hefði boriö að höndum. Denys hafði lagt upp frá flugvellinum snemma um morguninn, með Kamá í flug- vélinni hjá sér, og ætlaði upp til Ngong. Eftir að hann var kominn af staö, hafði hann snúið við og komið fljótt aftur, hann flaug lágt, í hundrað metra hæð. Allt í einu tók vélin á sig beygju, hringsnerist og steyptist eins og fugl til jarðar. Um leiö og hún kom niður, kviknaði í henni. Þeir sem komu hlaupandi að henni til þess að bjarga, voru stöðvaðir af eldinum. Þegar þeim tókst að slökkva eldinn með því að kasta mold og hríslum á hann, sáu þeir að vélin var mölbrotin, og þeir, sem í henni höfðu verið, höfðu dáið við áreksturinn, erhún kom niður." Bror og Karon I vaiðiferð fyrsta árið sam þau dvðldust f Afrfku. Karen Blixen var komin á fimmtugsaldur er hún sendi frá sér fyrstu bókina. Hún hafði skrifað sögur frá því í barnæsku en lét engan nema Denys sjá þær, fyrr en hún taldi þær birtingarhæfar. Þá hófst píslar- ganga milli útgefenda. „Seven Gothic Tales" var gefin út- í Bandaríkjunum 1934, valin „bók mánaðar- ins" þáð ár. Fyrsti gagnrýnandinn, sem fjallaði um hana, tók bókinni afar illa, sakaði Dinesen um að skrifa ekki um almennilegt fólk. Svo harður var dómurinn að hól hinna sem á eftir fylgdu, sem og mikil sala bókar- innar, megnaði ekki að græða sárin. Höfundarnafn hennar var Isak Dinesen, þar sem henni fannst fólk mundi taka karlhöfundi betur. Mikið gekk á þegar dönsku pressunni barst til eyrna að höf- undur þessarar bókar væri „dönsk hefðar- kona" og ráku dönsku blöðin slóðina heim til Karenar. Danska útgáfan (Syv Fantatiske Fortællinger) kom ekki út fyrr en 1935. Þá var Karen langt komin með verkið sem lengst mun halda nafni hennar á lofti, „Jörð Afríku" (kom út í íslenskri þýðingu Gísla Ásmundssonar hjá Heimskringlu 1952, en nefnist „Out of Africa" í enskri þýðingu). Þriðja bók hennar, „Vinter-Eventyr", kom út í Danmörku 1942, og fjórða bókin, „Shadows on the Grass", sem Karen skrif- aði á ensku sérstaklega fyrir trygga lesend- ur hennar í Ameríku, árið 1960. „Ehren- gard" kom út í óviðjafnánlegri þýðingu Kristjáns Karlssonar hjá Almenna bókafé- laginu 1964, tveimur árum eftir dauða skáldkonunnar. „Jörð í Afríku" eru endurminningar Kar- enar Blixen í mjög skáldlegum búningi. Hún lýsir ekki lífi sínu þar eins og það var, heldur dregur hún saman atburði, vinsar úr og dregur ályktanir. Stíll hennar er róm- aður. Helsta einkenni er hversu sparsöm Karen er á orð, hún segir aðeins það sem máli skiptir. Karen segir frá eins og hún sjái atburðina i gríðarlegri fjarlægð. Að- spurð hvers vegna hún skrifaði sögurnar ekki jafnóðum og þær geröust, sagðist Karen verða að láta í það minnsta heila öld líða þar til þær kæmust á pappír. Leikstjórinn Sydney Pollack varar okkur, sem bíðum í óþreyju eftir kvikmyndinni „Out of Africa", við að myndin fylgi ekki endilega Iffshlaupi Karenar Blixen út í æsar; hann segir myndina „sagnfræðilegan skáldskap". Pollack, sem flestir íslendingar þekkja sem höfund gamanmyndarinnar Tootsie, mátti bíða lengi eftir að gera mynd um „dönsku konuna sína", eins og hann kallar hana. Hann var heillaður af bók hennar „Jörð í Afríku", það var Orson Welles einnig, en hvorugur treysti sér í gerð myndar þar sem heillega sögu vant- aði. Það var ekki fyrr en Judith Thurman tók saman ævisögu skáldkonunnar að Pollack eygði langþráðan draum sinn. Það var kennd Karenar fyrir landinu og fólki þess sem heillaði, segir Pollack og bætir við íbygginn á svip: Ef til vill var gerð þessarar myndar leit að týndri para- dís. Til að skapa heillega sögu um Karen og ævintýralegt líf hennar í Afríku byggði fé- lagi Pollacks, Kurt Luedtke, handrit sitt á fjórum bókum: „Jörð í Afríku", „Shadows on the Grass", og „Bréfum" eftir Karen sjálfa; „Isak Dinesen: „The Life of Karen Blixen", eftir Judith Thurman og „Silence Will Speak" eftir ErrolTrzebinski. Myndinni hefur verið forkunnar vel tekið. Hún var útnefnd til ellefu Óskarsverðlauna, en þau verða afhent 24. marz næstkom- andi, þremur dögum eftir að myndin verðúr tekin til sýninga í Laugarásbíói. Klæðnaður, sem ítalski hönnuðurinn Milena Canonero hannaði og persónur myndarinnar skarta, er kominn í tísku víða um heim. Myndin, sem er þrír tímar að lengd, nýtur mikilla vinsælda vestanhafs, raunar meiri vinsælda en leikstjórinn bjóst við, þótt hún eigi í harðri samkeppni viö hrað- fleygar ævintýramyndir og frægar hljóð- dósir eins og Rocky frá jólavertíðinni síð- ustu. Þetta sýnir að persóna Karenar Blix- en höfðar til fólks og vonandi verður myndin einnig til að vekja áhuga fólks á bókum hennar. HJÓ. Helgi Jónsson tók saman Meryl Streep í hlutverki Karenar Bllxen i kvlk- myndlnni „Out of Afrlca", sem Laugarásbíó - _ synlr S.dney Pollack. ■■■ i „Ingen er kommet mere blodlg Ind f lltteraturen end jeguf sagöl Karen f bráfi tll vlnar. Hár sást hún á Ijósmynd, sem tekln var áríð 1918, árló sem hún kynntlst Denys.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.