Morgunblaðið - 23.03.1986, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 23.03.1986, Qupperneq 59
MORGUNÉLAÐIÐ, SUNNÍUDAkllR 23. MARZ 1986 59 Helga Helen Andrea sen - Kveðjuorð Fædd 29. desember 1950 Dáin 16. mars 1986 raunir til að draga úr kostnaði ríkis- ins af ferðum starfsmanna þess til útlanda, en með of litlum árangri. í svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn á Alþingi nýlega komu fram fróðlegar upplýsingar, meðal ann- ars um tilefni utanferða á vegum hins opinbera. Alþingi hefur í vetur verið beðið að samþykkja aðild ís- lands að einum þremur til fjórum alþjóðanefndum og ráðum. Flestar nýjar nefndir og ráð hafa í for með sér kostnað. Gagnsemin er metin og rökstudd í greinargerð með þessum tillögum, en hver metur gagnsemi og nauðsyn allra gömlu samstarfsnefndanna? Þó að hér hafi verið bent á þann ört vaxandi kostnað sem íslenzka ríkið hefur af þátttöku í hinum ólík- legustu alþjóðasamstarfsnefndum er það ekki aðaltilgangurinn með þessum tillöguflutningi. Megin- markmiðið er auðvitað að farið sé ofan í saumana á þvi hvort ýmsar alþjóðastofnanir starfi í samræmi við stefnu og hugsjónir íslendinga og hvort öll alþjóða- samvinna, sem einhverntíma þjónaði tilgangi, er jafngagnleg um aldur og ævi.“ Víst er þessi tillaga athygli verð þótt nokkur norðan garri sé í fram- setningu greinargerðar. Og það er að sjálfsögðu þingsins að gefa ráðu- neytismönnum og öðrum ríkis- starfsmönnum forskrift um utan- ferðir með viljayfirlýsingu, ákvarð- anatöku og jafnvel dæmum til eftir- breytni. „Hvað höfðingjamir hafast að, hinir ætla sér leyfist það“, sögðu menn á genginni tíð. Aðhald, sem er möndull tillög- unnar, er af hinu góða. Það er meir en tímabært að setja eyðslu af þessu tagi heilbrigðar skorður. Hitt má þó ekki gleymast að við erum ekki einir í heiminum. 0g við erum raunar háðari umheiminum en hann okkur. Húsavík: Listi Alþýðu- bandalags og óháðra Húsavík, 21. mars. BIRTUR hefur verið framboðs- listi Alþýðubandalags og óháðra kjósenda við sveitarstjómar- kosningarnar á Húsavík í vor. Þessir hópar hafa áður boðið fram sameiginlega og fengu tvo fulltrúa af níu í bæjarstjóm í kosningunum 1982. Annar þeirra, Kristján Ásgeirsson út- gerðarstjóri, er nú í fyrsta sæti listans. Átta næstu menn eru þessir: Valgerður Gunnarsdóttir skrif- stofumaður, Öm Jóhannsson múr- ari, Hörður Amórsson forstöðu- maður, Regína Sigurðardóttir launafulltrúi, Einar Jónasson raf- virki, Þuríður Freysdóttir fóstra, Hermann Jóhannsson mjólkurfræð- ingur og Aðalsteinn Baldursson verkamaður. - Fréttaritari. Embætti skattstjóra á Vesturlandi: Þrír sóttuum ÞRÍR sóttu um embætti skatt- stjóra Vesturlandsumdæmis, sem fjármálaráðuneytið auglýsti laust til urnsóknar 12. febrúar sl. og veitist frá 1. júlí nk. Um- sóknarfrestur rann út 20. mars. Samkvæmt upplýsingum i fjár- málaráðuneytinu óskuðu tveir umsækjenda nafnleyndar. Hinn þriðji er Kjartan Jónsson lögfræð- ingur. Hann hefur starfað í Saka- dómi Reykjavíkur og hjá Skattstofu Reykjavíkur. Ákvörðun um embættisveiting- una verður væntanlega tekin fyrir páska. Þegar Ann kom til mín sl. sunnu- dagskvöld og sagði mér að hún Helen mín hefði farist í bílslysi þann sama dag gat ég alls ekki trúað því. Það gat ekki verið satt, ekki hún duglega, hressa og þrótt- mikla Helen, sem var í skóla á morgnana vann til kvölds og sá að sjálfsögðu líka vel um heimiiið sitt, auk þess hafði hún alltaf tíma til að hjálpa öðrum og snúist hitt og þetta fyrir mig og aðra. Helen kom þjótandi inn á skrif- stofuna til mín á föstudagsmorgun, settist aðeins niður og spjallaði, fékk sér kaffibolla en varð svo að þjóta, heima biðu börnin sem þurfti að koma í skóiann og síðan vinnan ki. tólf. Ég spurði hana hvaðan í ósköpunum hún fengi alla þessa orku. Hún hló, hnykkti til höfðinu og sagði: „Það hefst." Síðan kvaddi hún brosandi með orðunum: „Við sjáumst." Við Helen kynntumst fyrir 18 árum hún var 17 ára, ég 32ja ára. Við unnum saman á skrifstofu Ála- foss þá. Þó aldursmunurinn væri svona mikill urðum við fljótt góðar vinkonur. Sú vinátta hélst óslitið en varð dýpri og innilegri eftir því sem árin liðu. Þrítugur Pakistani, sem starfar við islamska trúboðið í Danmörku óskar eftir pennavinum. Hann skrif- ar á ensku og dönsku auk pakist- önsku og arabísku: Mansoor Ahmad Mubashir, Eriksminde alle 2, 2650 Hvidovre, Danmark. Sautján ára vestur-þýzk stúlka með áhuga á iíkamsræld, ferðalög- um, íþróttum, kvikmyndum, tónlist og tungumálum: Simone KSstner, Untere Turnstrasse 16, 8500 Nlimberg 80, West-Germany. Sænsk kennslukona, 28 ára, með áhuga á ferðalögum, tónlist, hund- um, útivist, ljósmyndun, íþróttum og póstkortum, vill skrifast á við karlmenn eða konur á aldrinúm 25-35 ára, á ensku eða sænsku: Lena Westin, SolskensvSgen 19, S-146 00 Tullinge, Sweden. Norsk kona, sem safnar frímerkj- um, vill skrifast á við íslenzka frí- merkjasafnan Ingrid Næss, Smedgt. 34 ln 1046, 0651 Oslo 6, Norge. Átján ára piltur í Ghana með áhuga á tónlist, dansi, íþróttum, kvikmyndum, póstkortum o.fl.: Eric Cotsu, Box 512, Sunyani, Ghana. Þegar ég flutti austur í sveit breytti það engu um samband okkar, hún kom í heimsókn eins oft og hún gat og við vorum saman þegar ég komst í bæinn og auðvitað keypti hún og sendi mér allt sem mig vantaði úr bænum, því ekki er oft heimangengt úr sveitinni. Fyrstu jólin mín fyrir austan voru erfíð, tvíburarnir mínir árs gamlir og búinu þurfti líka að sinna um jól; og við vorum bara tvö hjónin. Þá kom Helen austur með Nönnu 3ja ára og eyddi jólunum með okkur. Þannig var Helen, alltaf til staðar þegar hennar var mest þörf og engin fyrirhöfn of mikil. Þegar ég 4 árum síðar flutti aftur suður hittumst við oftar, en 2 árum seinna fluttu hún og Siggi til Húsa- víkur, þá var síminn oft notaður ótæpilega auk þess sem við heim- sóttum líka hvor aðra. Hún kom auðvitað miklu oftar því það er miklu lengra frá Reykjavík til Húsa- víkur en frá Húsavík til Reykjavík- ur. En fjarlægðir breyta engu milli vina. Helen var sérstök stúlka, ákveðin í fasi, snögg upp á lagið og oft nokkuð hvöss í tilsvörum. En það var yfirborðið, hún sjálf var elsku- leg, blíð og tillitssöm, þá hlið sýndi hún ekki dags daglega. Hún notaði ekki orðskrúð, hún lét verkin tala. Vinátta okkar var hlý og innileg og minningamar þyrpast fram um allar ferðimar okkar um landið og í heimsóköir og ekki síst öll kvöldin og allar næfeurnar sem við sátum og töluðum fram á morgun. Þá voru oft rædd í trúnaði vandamál líðandi stundar eða lífíð yfirleitt. Aldrei þraut umræðuefnin en oft tímann. Ég hef engri manneskju kynnst sem var eins orðheldin og ábyggi- leg. Það sem hún lofaði að gera brást aldrei, ef ég hefði ekki 18 ára reynslu af þessu myndi ég segja að þetta væri ekki hægt, hjá öllum kemur eitthvað óvænt uppá, maður gleymir eða bara eitthvað tefur, en ekki hana Helen þegar hún var búin að lofa einhveiju. Hún var einstök. Hún er mér ótrúlega nátengd þegar ég lít í kringum mig á skrif- stofunni. Þar eru gjafir frá henni og sérstaklega heima hjá mér- minnir svo margt á Helen, ef ekki gjafir frá henni þá hafði hún eitt- hvað með það að gera, velja það, sækja það eða a.m.k. keyra mig til að sækja og skoða, þó ekki værum við sérlega líkar persónur og ekki alltaf sammála en við bárum það mikla virðingu hvor fyrir annarri að aldrei urðum við ósáttar í minnsta atriði hvað þá að styggðar- yrðu féllu, slíkt var alveg óhugs- andi. Til hennar sótti ég alltaf styrk og orku þegar illa gekk og gladdist þegar vel gekk, vonandi hef ég líka eitthvað getað gefið henni á mótT í gegnum árin. Það er dásamleg reynsla og styrkur að eiga slíka trúnaðarvin- konu, en því sárari er missirinn, en líka því meira þakklætið fyrir að hafa átt svo trúa og einlæga vin- konu í lífínu. Ég þakka elsku Helen fyrir að hafa fengið að kynnast henni, og ég þakka henni hjartanlega fyrir allt sem hún hefur gert fyrir Olöfu og Maríu í gegnum árin. Kæri Siggi, elsku Nanna mín, Jóhann og Olöf. Guð gefi ykkur styrk og þrek á þessu erfiða tíma- bili. Einnig bið ég Guð að blessa aðra ættingja hennar og vini. Guð blessi minningu vinkonu minnar, Helenar. Katrin Þorláksdóttir Frábært fermingartilboð Apple//e og Apple//c Apple //e er tölvan sem unga fólkið þekkir, því að hún var valin af færustu sérfræðingum sem kennslutölva fyrir alla framhaldsskólana. Fyrir Apple //e og Apple //c eru til meira en 20.000 mismunandi forrit til kennslu, leikja, náms og vinnu. Verð áður 5*#80,-kr. Verð nú: Staðgreiðsluverð: 45.980,-kr. Afborgun: 49.480,-kr. útborgun 12.000,-kr. og ,Élk . , eftirstöðvar á 8 mánuðum. V® TOKUM VEl A Mön ÞÉR SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.