Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 60

Morgunblaðið - 23.03.1986, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. MARZ1986 IÞROTTIR UNGLINGA Umsión/Vilmar Pétursson Þór í úrslit í öllum yngri flokkum annað árið f röð - Norðurlandsriðlinum lauk á Akureyri um síðustu helgi ÞRIÐJA og síðasta umferð Norð- urlandsriðits yngri flokkanna í handknattleik fór fram á Akureyri um síðustu helgi. Þar tryggði Þór á Akureyri sór sœti f úrslitakeppni allra flokkanna og er það annað árið í röð sem Þór verður f úrslrt- um allra yngri flokkanna. Vissu- lega mjög glæsiiegur árangur. Á laugardag voru 5 leikir: KA sigraði Þór í 4. flokki, KA sigraði Völsung í sama flokki, Þór sigraði KA í 5. flokki, Þór sigraði Völsung í 3. flokki kvenna og Þór sigraði Völsung í 4. flokki. Úrslitin voru ráðin í þessum flokkum fyrir leikina — Þórsarar höfðu þegar tryggt sér sæti í úr- slitakeppninni — en í þriðja flokki var spennan í hámarki. Þór og KA höfðu unnið hvort sinn leikinn, og úrslitaleikur um sigur fór fram í íþróttahöllinni. Leikar fóru þannig að Þór sigraði næsta örugglega í viðureigninni og tekur því þátt í úrslitakeppninni. En rennum nú yfir viðureignir helgarinnar: Fyrsti sigur KA Fyrsti leikurinn á laugardag var viðureign Þórs og KA í 4. flokki. Þór sigraði í öllum leikjum liðanna í vetur en KA-strákarnir sögðu hingað og ekki lengra og sigruðu í þetta skipti, 15:11. KA komst í 4:0 áður en Þórsarar höfðu áttað sig og höfðu forystu allan tímann. En eins og áður sagði eru það Þórsarar sem fara í úrslit þrátt fyrir tapið. Mörk KA í leiknum gerðu: Hall- dór Kristinsson 6, Stefán Hagalín 5 og Arnar Dagsson 4. Mörk Þórs: Þórir Áskelsson 3, Rúnar Sigtryggsson 2, Atli Rúnars- son 2 og Rósant Torfason, Hjalti Hjaltason, Gauti Hauksson og Áxel Vatnsdal 1 mark hver. Völsungur lá KA strákarnir fengu ekki langt hlé eftir leikinn við Þór heldur urðu þeir að etja kappi við Völsunga. Leikurinn var í jafnvægi allan fyrri hálfleikinn. KA-menn reyndar alltaf yfir en Völsungar hleyptu þeim Morgunblaðið/Skapti Guðmundur Benediktsson, 5. flokki Þórs, svífur inn í teiginn f leiknum gegn KA — skýringin á undarlegri stöðu hans i loftinu er sú aö gripið var f hönd hans og vftakast dæmt... en Guðmundur sat eftir og skildi ekkert f þessul ekki langt frá sér. Staðan í leikhléi var 7:5 fyrir KA en í síðari hálfleik réðu Völsungar svo ekkert við KA-strákana. Þegar upp var staðið hafði KAunnið 18:8. Mörk KA í leiknum gerðu Hall- dór Kristinsson 7, Stefán Hrafn Hagalín 4, Arnar Dagsson 3, Jón Egill Gíslason 2, Sævar Hreiðars- son 1 og Rúnar Magnússon 1. Mörk Völsungs: Tryggvi Guð- mundsson 3, Jónas Emilsson 2, Þórir Örn Gunnarsson 1, Vilhjálm- ur Sigmundsson 1 og Ásmundur Arnarsson 1. Stórsigur Þórs Þá var komið að viðureign Þórs og KA í 5. flokki. Leikurinn var á dagskrá fyrr en þar sem gleymst hafði að boða hluta af KA-liðinu var honum seinkað og eitthvað vantaði í lið KA þegar hann fór fram. Skemmst er frá því að segja að Þórsarar unnu stórsigur. Stað- an í leikhléi var 7:2 og í síöari hálf- • Sævar Árnason lék mjög vel gegn KA f þriðja flokki og skoraði fimm mörk. Hór er eitt þeirra að verða að veruleika. • Guðmundur Jónsson, bráðefnilegur horna- maður f 3. flokki Þórs, svffur inn úr horninu í leiknum gegn KA. Hann skoraði tvö mörk í leikn- um. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson leik juku Þórsarar enn muninn og í leikslok var staðan 16:4. Mörk Þórs: Bjarmi Guðlaugsson 9, Hákon Örvarsson 3, Árni Páll Jóhannsson 2, Guðmundur Bene- diktsson 1 og Guðlaugur Halldórs- son 1. Mörk KA: Sigurður Ólason 1, Gauti Einarsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1 og ívar Bjarklind 1. Þór sigraði Völsung í kvennaflokki Þór lagði Völsung í 3. flokki kvenna þrátt fyrir að Völsungs- stúlkurnar leiddu í leikhléi — 6:5. Fyrri hálfleikurinn var jafn og spennandi en í þeim síðari sigu Þórsstúlkurnar nokkuð örugglega fram úr. Úrslitin urðu 12:8. Mörk Þórs: Hulda Sigurðardóttir 7, Ellen Óskarsdóttir 3 og Sveindís Benediktsdóttir 2. Mörk Völsungs: Dröfn Heimis- dóttir 3, Erla Gunnarsdóttir 2, Karolína Skarphéðinsdóttir 2 og Elva Sigurðardóttir 1. Yfirburðir Þórs Síðasti leikurinn á laugardag var viðureign Þórs og Völsungs í 4. flokki. Það var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi — aöeins hve stór sigur Þórs yrði. Úrslitin urðu 20:9 eftir að staöan hafði verið 10:4. í hálfleik. Mörk Þórs: Þórir Áskelsson 5, Atli Rúnarsson 5, Axel Vatnsdal 4, Rúnar Sigrryggsson 3, Rósant Torfason 2 og Hjalti Hjaltason 1. Mörk Völsungs: Tryggvi Guð- mundsson 5, Jón Höskuldsson 2, Jónas Emilsson 1 og Kjartan Jóns- son 1. Öruggur sigur Þórs í 3. flokki Eftir jafnar og spennandi viður- eignir Þórs og KA i 3. flokki í vetur biðu menn spenntir eftir þriðja og síðasta leik liðanna í íslandsmót- inu. Þeim leik sem skar úr um hvort þeirra tæki þátt í úrslitakeppni ís- iandsmótsins. Leikar fóru þannig að Þór sigraði örugglega 19:12 eftir að hafa verið yfir í leikhléi 8:5. Jafnt var í byrjun, allt upp í 4:4 og var þá einn Þórsarinn rekinn af velli. Gagnstætt því sem flestir bjuggust við komst Þór í 6:4 meðan liðsmenn hans voru einum færri og eftir það litu þeir ekki til baka. Mest allan tímann tóku KA menn tvo Þórsara úr umferð, þá Árna Þór Árnason og Pál Gíslason. Við það losnaði um Kjartan Guð- mundsson og var hann iðinn við aö skora með þrumuskotum utan af velli. Hann var besti maður liðs- ins — en annars léku allir Þórsar- arnir vel. Liðið byggist á góðri heild. Hjá KA var Svanur Valgeirs- son bestur þrátt fyrir að vera tek- inn úr umferð nær allan tímann. Einnig lék Björn Pálmason vel. Mörk Þórs: Kjartan Guðmunds- son 6, Sævar Arnason 5, Páll V. Gíslason 3 (2 víti), Árni Þór Árna- son 2 (1 víti), Guðmundur Jónsson 2 og Axel Stefánsson, markvörður liðsins, skorðai eitt mark úr víti. Þess má geta að Axel varði mjög vel í leiknum — stórefnilegur mark- vörður. Mörk KA: Svanur Valgeirsson 5 (2 víti), Björn Pálmason 4, Trausti Jónsson 1, Jón Einar Jóhannsson 1 og Ingvar Ingvason 1.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.