Morgunblaðið - 23.03.1986, Page 64

Morgunblaðið - 23.03.1986, Page 64
SUNNUDAGUR 23. MARZ 1986 „Mun lækka allt ef raun- vextir verða lækkaðir“ — segir Davíð Scheving Thorsteinsson forstjóri Smjörlíkis hf. „ÉG LÝSI mig hér með reiðubú- inn til að lækka allar vörur fyrir- tækisins um umtalsverðar fjár- hæðir ef raunvextir verða lækk- aðir á íslandi og er jafnframt viss um að allir aðrir iðnrekend- ur myndu gera slikt hið sama,“ sagði Davíð Scheving Thor- steinsson forstjóri Smjörlíkis hf. í samtali við Morgunblaðið. Davíð sagði að háir raunvextir héldu uppi verðlagi í landinu en það væri ríkisstjómin sem héldi vöxtun- um uppi með háum vöxtum á ríkis- skuldabréfunum. „Ég skora á Þor- stein Pálsson Qármálaráðherra að lækka vexti af spariskírteinunum," sagði Davíð og sagði að miklar verðlækkanir myndu koma í kjölfar- ið. Davíð sagði að raunvextir ríkis- skuldabréfa hefðu snarlækkað í Bandaríkjunum í kjölfar olíuverðs- lækkunarinnar og allt atvinnulífið tekið vel við sér. Smjörlíki hf. lækkaði verð á smjörlíki í lok febrúar. Heildsölu- verð Sólblóma lækkaði um 7%, þanm'g að algengt útsöluverð er nú 179 krónur í stað 192 kr. Alpa- smjörlíkið lækkaði um 6 ‘/2% og er algengt útsöluverð þess nú 172 kr. í stað 184 kr. Þá lækkaði hvert kíló af bakarasmjörlíki úr 82 kr. í 60, eða um 27%. Mjólkurfræðingar: Fundurí dag FUNDUR í kjaradeilu mjólkurfræð- inga og vinnuveitenda hefst klukkan þrjú í dag, en aðilar eru ekki bjart- sýnir á samkomulag. Allar líkur benda því til að boðað verkfall mjólk- urfræðinga um miðnætti í nótt komi til framkvæmda. Takist samningar ekki fyrir miðja vikuna má búast við nokkrum mjólkurskorti. Krakkar í Hólabrekkuskóla létu veðrið ekki hindra sig i gær í að hlaupa í kringum Reykjavík, eins konar „landnámshlaup", í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur. Um leið ætluðu nemendurnir að safna fé til ferðalags. Veðrunarskemmdir algengastar í húsum - segir Hákon Ólafsson forstjóri Rann- sóknarstofnunar byggingariðnaðarins AÐ SÖGN Hákons Ólafssonar forstjóra Rannsóknarstofnunar Bygg- ingariðnaðarins er lítil sem engin hætta á alkalískemmdum i húsum sem byggð eru eftir 1979. Morgunblaðið talaði við Hákon í gær í framhaldi af þeim ummælum Ríkharðs Kristjánssonar verkfræðings, sem blaðið skýrði frá, að skemmdir á stein- og timburhúsum væru alvarlegra vandamál, en menn hefðu hingað til talið. Hákon sagði, að veðrunar- skemmdir væru algengari, oft væri ekki tekið nægilegt tillit til veðr- unarþols húsa m.a. með þeim afleið- ingum að endursteypa þyrfti svalir. Þau einingahús sem framleidd eru hér á landi fullnægja settum skil- yrðum Rannsóknarstofnunarinnar, innflutt hús hafa farið ílla í veðrum hér á landi, enda lagðist innflutn- ingur slíkra húsa niður þar sem þau stóðust ekki kröfur Rannsóknar- stofnunarinnar. „Það á ekki að vera hætta á alkalískemmdum í húsum í dag ef ákvæðum sem komu inn í bygging- arreglugerð árið 1979 er fylgt. Við höfum eitt dæmi um alkalískemmd- ir eftir þann tíma, við athugun kom í ljós að ákvæðum var ekki fylgt. Alkalískemmdimar byija um 1960, en þá var Hvalfjarðarefnið mikið notað og aðal orsökin fyrir þessu. 1979 var farið að nota kísilryk í sementið og hafði það mikil áhrif gegn alkalískemmdum, það var bannað að nota Hvalíjarðarefni, og þess krafist að allt sjávarefni sem notað var í byggingariðnaðinum væri þvegið. Síðan hafa menn slak- að aðeins á og leyft vissan hluta af Hvalíjarðarefni með ákveðnum skilyrðum." Hákon sagði frostskemmdir tals- verðar og menn gerðu ekki nægileg- ar kröfur til veðrunarþols. Hann var spurður hvað hæft væri í því að timbureiningarhús færu illa í veðr- um hér á landi eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í gær og sagði Hákon það eiga við um þau hús sem flutt voru inn hér á tíma- bili. „Það var búið að flytja þessi hús inn um nokkurt skeið áður en Rannsóknarstofnun Byggingariðn- aðarins var beðin um að athuga hvort þau stæðust ákveðnar kröfur, þegar í ljós kom að svo var ekki var innflutningi hætt og þau hús sem byggð eru hér á landi standast öll kröfur Rannsóknarstofnunarinn- ar.“ Stórþorskar í Vogiinum Fjögurra tonna trilla er rær frá Vogum með net hefur fengið ágætan afla að undan- förnu. Aflinn er aðallega þorskur, og sl. miðvikudag kom þessi stórþorskur í netin. Það er Davíð Eyrbekk sem heldur á þeim stærsta, en hann vó 27,5 kg. E.G. VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Þorsteinn Pálsson: Ekki tími til bollalegg- inga um nýtt stjórn- armunstur „Þetta eru ekki nýjar hug- myndir hjá Þresti. Þær hafa oft komið fram áður,“ sagði Þor- steinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið er hann var inntur álits á þeim orðum Þrastar Ólafs- sonar framkvæmdastjóra Dags- brúnar að þörf væri á nýjum pólitískum raunveruleika í kjöl- far nýgerðra kjarasamninga. Þröstur sagði á fundi í Rotary- klúbbi Austurbæjar að þessi raunveruleiki fælist í samstarfi Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks við Sjálfstæðisflokkinn. Þorsteinn sagði jafnframt að ekki væri kominn tími bollalegginga um nýtt stjómarmunstur. Það yrði ekki fyrr en að loknum kosningum. „Við munum ganga til næstu kosninga með óbundnar hendur um stjómarsamstarf og viljum ekki úti- loka neinn möguleika," sagði Þor- steinn Pálsson að lokum. Steingrímsfjarðarheiði: Móðir og börn í hrakningum MÓÐIR og fjögur börn hennar ientu í hrakningum í ófæruveðri og andskotagangi á Steingríms- fjarðarheiði i fyrrakvöld. Konan var á leið í jeppa frá Bolungavik til Reykjavíkur með börn sin 9-14 ára, þar sem þau ætluðu að dvelja yfir páskana. Þegar þau eru komin upp á heiðina skellur á svartabylur svo nýmokuð heiðin verður ófær á svipstundu og bUl- inn festist í skafli. Það vildi þeim til happs að talstöð var í bílnum og náði konan sambandi við ReykjaQörð, sem aftur kallaði upp dráttarbíll frá Vegagerðinni, sem svo vildi til að var í grenndinni. Þegar dráttarbíllinn náði til fólksins uppi á heiði var jeppinn nærri kom- inn á kaf í snjó. Dráttarbfllinn fór með fólkið að Kirkjubóli, og voru þau komin þangað um eittleytið um nóttina. Konan vildi koma á framfæri sér- stöku þakklæti til bílstjóra dráttar- bflsins, ReykjaQarðarheimilisins og heimilisfólksins á Kirkjubóli, þar sem þau gistu um nóttina. — Jens í Kaldalóni Trillan sem fórst: Mennirnir ófundnir LEITIN að mönnunum tveimur, sem voru um borð í trillunni Sigurði Þórðarsyni GK 91, sem fórst aðfaranótt föstudagsins, hafði enn engan árangur borið þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærdag. f gærmorgun var gengið á fjörur á Akranesi, Seltjamamesi og í Skeijafirði. Mennimir sem saknað er heita Jóhann Sveinbjöm Hannes- son, 29 ára, Víkurbraut 3, Sand- gerði, og Þorbjöm E. Friðriksson, 32 ára, Sunnubraut 10, Keflavík. Jóhann Sveinbjöm er kvæntur og á þijá syni, en Þorbjöm er einhleypur og bamlaus. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.