Morgunblaðið - 06.04.1986, Side 28

Morgunblaðið - 06.04.1986, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL1986 MftRQUNBLAqiÐ, Sy^NUDAGUR 6, APRÍþ 1^6 29 JUurijiM Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Valtýr á Kjarvalsstöðum Idag lýkur málverkasýningu Valtýs Péturssonar, listmál- ara, á Kjarvalsstöðum. Lista- maðurinn er lesendum Morgun- blaðsins af góður kunnur; hann hefur ritað um myndlist í blaðið í rúma þrjá áratugi. Nú efnir hann í fyrsta sinn til einkasýn- ingar á Kjarvalsstöðum. Valtýr var meðal helstu baráttumanna fyrir því, að húsið var reist. í viðurkenningarskyni fyrir fram- tak hans bauð stjórn Félags ís- lenskra myndlistarmanna honum að bera fyrsta málverkið inn í húsið, þegar það var tekið í notkun. Fyrir þá sök eina er fagnaðarefni, að nú efnir hann til sinnar fyrstu einkasýningar þar. Hitt er ekki síður ánægju- legt, að kynnast því, hvemig hann tekst á við ný viðfangsefni. Valtýr Pétursson hefur löngum verið óhræddur við að leggja inn á nýjar brautir. A þessari sýningu Valtýs eru yfír 80 málverk. Þau eru flest afrakstur vinnu hans á síðasta ári en þá naut hann starfslauna Reykjavíkurborgar. Um nokk- urra ára skeið hefur stjóm Kjar- valsstaða úthlutað starfslaunum, sem svara til árslauna mennta- skólakennara. Yfírleitt hefur einn listamaður notið launanna, en þeim hefur einnig verið skipt til helminga. Sá háttur er á hafður, að launin eru greidd mánaðarlega og taka þeim breyt- ingum, sem mælt er fyrir um í kjarasamningum. Er þetta annað fyrirkomulag en tíðkast við greiðslu starfslauna til lista- manna á vegum ríkisins, en þau em innt af hendi í eitt skipti fyrir öll eftir úthlutun. Opinberar styrkveitingar til listamanna hafa löngum verið umræðu- og deiluefni hér á landi. Sú skipan, sem nú er í gildi um svokölluð listamannalaun, hefur svo lengi verið þrætuepli, án þess að deilumar hafí borið nokkum árangur, að nú er ekki lengur um málið rætt. Kannski fínnast mönnum þær fjárhæðir, sem þar er um að ræða, ekki lengur þess virði að rífast um þær. Fjárveit- ingarvaldsmenn ættu, þrátt fyrir þögnina eftir síðustu úthlutun, að velta því fyrir sér, hvort þeim sæmir að halda fast í hina úreltu skipan þessara mála. Um það er ekki deilt í íslensk- um stjómmálum, að úr sameigin- legum sjóði skuli veitt fé til stuðnings menningarmálum. Þess sjást merki á þessum vett- vangi eins og annars staðar, að ráðstöfunarfé er af skomum skammti. Þeim mun meira máli skiptir, að skynsamlega sé staðið að nýtingu fjárins. Hugmyndir hafa komið fram þess efnis, að skynsamlegt kunni að vera að gera hlut sveitarfélaga til styrkt- ar íistum og menningu meiri. Reynslan ætti að sýna, að starfslaun á borð við þau, sem Reykjavíkurborg veitir, skila árangri bæði fyrir listamanninn og þá, sem vilja njóta lista. Hlýt- ur að koma til álita hjá borgar- yfírvöldum að veita nýjan styrk til annarra en þeirra, sem leggja stund á myndlist. Höfuðborgin leggur raunar nú þegar mikið af mörkum á þessu sviði. Til marks um stórvirki á hennar vegum má nefna smíði Borgar- leikhúss, en á því kjörtímabili, sem nú er að líða, hefur verið staðið að þeirri framkvæmd af stórhug. Sé litið til þess, hvort veita beri listamönnum styrki til að vinna að þeim verkefnum, sem þeir velja sér, eða veita þeim verðlaun fyrir unnin verk, ætti valið að vera auðvelt. Styrkir á borð við starfslaun eru meira virði en verðlaun fyrir eitthvert eitt verk. Starfslaunin urðu Valtý Péturssyni hvatning til að vinna að meirihluta þeirra verka, sem nú prýða veggi Kjarvalsstaða. Þeirra á meðal eru um 20 Reykjavíkurmyndir; óbrotgjam minnisvarði um stuðning borgar- innar við merkan listamann. Danir í ógöngum Fyrir skömmu hafnaði meiri- hluti Dana þeirri skoðun meirihluta danskra þingmanna, að Danir ættu að skapa sér sér- stöðu innan Evrópubandalagsins (EB) með því að snúast gegn breytingum á stjóm og skipan samstarfsins innan EB. Nú hefur sami meirihluti þingmanna og varð undir, þegar afstöðu hans til EB var skotið til þjóðarinnar, ályktað á þann veg, að danska ríkisstjómin eigi að leggja til á fundi utanríkisráðherra Norður- landa að norræn embættis- mannanefnd kanni, hvemig unnt sé að gera Norðurlönd að kjam- orkuvopnalausu svæði. Þegar þessi vinstri meirihluti á danska þjóðþinginu sameinast um afstöðu í utanríkismálum, lenda Danir jafnan í ógöngum. Danska þjóðin bjargaði því sem bjarga þurfti í EB-málinu. Nú er komið að utanríkisráðheirum Norðurlanda að hafna þessari tillögu um kjamorkuvopnalausa svæðið á Norðurlöndunum. Hvergi á Norðurlöndum em kjamorkuvopn og afstaða ein- stakra þjóða til kjamorkuvopna liggur ljós fyrir; það er með öllu ástæðulaust að fela norrænni embættismannanefrid að fara að ráðskast með þetta viðkvæma mál. Síðustu vikur hefur töluvert verið um það rættj hvort fátækt ríki á Islandi. Undanfama mánuði og misseri hafa farið fram nokkrar umræður meðal Sjálfstæðismanna um ftjálshyggju og velferðarríki og sýnist sitt hveijum. Svo vill til, að í nýútkomnu hefti tímaritsins Frelsið, sem gefíð er út af Félagi fijálshyggjumanna birtist grein eftir Matthías Johannessen, ritstjóra Morgunblaðsins, sem nefnist „Frjáls- hyggja og velferðarþjóðfélag". I grein þessari, sem skrifuð er fyrir mörgum mán- uðum er frallað m.a. um veiferðarkerfí og fátækt. í ljósi þeirra umræðna, sem orðið hafa um þessi málefni að undanfömu birtist hér kafli úr þessari grein Matthíasar Johannessen. Hann segir m.a.: „I stjórnarskrá okkar er einnig gert ráð fyrir því, að unnt sé að skerða eignir borgaranna í því skyni að hjálpa lítilmagn- anum, og er þar að finna grundvöll velferð- arríkis okkar. Þar segir, að enginn skuli láta eign sína af hendi „nema almennings- þörf krefji“, og hefur þetta staðið í stjórn- arskránni alla tíð frá 1874, en ákvæðið á raunar rætur í frönsku mannréttinda- skránni, sem var svo nútímaleg, að hún gerði ráð fyrir því um leið og hún tryggði eignarrétt einstaklingsins, að fyrir þurfa- lingum væri séð. Það var því úr byltingu borgaranna í Frakklandi, sem hvort tveggja spratt, fijáishyggjan, mannréttindakrafan um frelsi cinstaklingsins og velferðarhugsjón- in. Slíkir fyrirvarar um aðstoð við fátækt fólk þóttu ekki sjálfsagður hlutur í sið- ferðisvitund aðalsins, sem var of önnum kafínn við að vemda rétt sinn gagnvart furstum og konungum til að gefa sauð- svörtum almúganum nokkurn gaum, enda lítill áhugi á þörfum annarra þjóðfélags- þegna en aðalsmanna sjálfra og því lén- skipulagi, sem veitti þeim víða rétt til að vera eins konar ríki í ríkinu, að minnsta kosti þangað til konungar tóku sér alræðis- vald oggerðust einvaldar. Þannig eigum við því að venjast og höfum raunar samþykkt það fyrirkomulag í því lýðræði, sem við höfum kosið okkur, að til skuli vera sameiginlegur sjóður, sem tryggi velferð og öryggi borgaranna. Margir fijálshyggjumenn taka undir frönsku mannréttindayfírlýsinguna og halda því fram, að grundvöllur mannrétt- inda sé óskerðanlegur og heilagur eignar- réttur, en samt hafa jafnvel hörðustu tals- menn slíkrar eignarréttarvemdar verið hlynntir tryggingakerfí eða sameiginleg- um sjóði í öryggis skyni. í grein, sem Hannes Hólmsteinn Giss- urarson skrifaði um bók mína, Félagi Orð, í tímaritið Frelsið 1983, bendir hann á að ríkið taki það, sem það færir til eins manns, frá einhveijum öðrum án hans samþykkis. Það taki það með nauðung af skattborgurunum. Hann varpar fram þeirri spumingu, hvort slík nauðung sé réttlæt- anleg. Hann bendir fijálshyggjumönnum eins og mér á það, að hjálpa megi lítil- magnanum með ýmsu öðru móti en skött- um til ríkisins og spyr: hvemig væri, að þeir, sem einkum tala um samúð sína með lítilmagnanum, byijuðu á að gefa eigið fé? Þótt ég geti samþykkt, að tilfærsla með sköttum í velferðarríki sé eins konar nauð- ung, er égþeirrar skoðunar, að sú nauðung sé réttlætanleg. Ég bendi ennfremur á þá staðreynd, að við færðum þjóðfélagið langt aftur í tímann, ef við ættum engan sameig- inlegan sjóð, sem þætti sjálfsagður til aðstoðar við olnbogaböm þjóðfélagsins. Við færðum það aftur í þann tíma, er sú regla gilti, að þetta fólk var niðurlægt með ölmusu, sem einstaklingar gáfu sjálf- um sér til sáluhjálpar - og dytti mér aldrei í hug að fara þannig að stoltum og fijálsum samborgurum mínum. Ég er hræddur um, að menn vildu heldur svelta nú á dögum en vera kallaðir sveitariimir eða ölmusu- fólk. Væri siðferðishugmyndin á bak við slíkar gjafír að mínu áliti í andstöðu við mannúðarstefnu fijálshyggjunnar eins og ég hef skilið hana. Mesta niðurlægingin fyrr á tímum var að vera sendur í dvöl, eins og það var kallað. Þá bendir Hannes Hólmsteinn á, að Milton Friedman hafí sagt, að ellefta boðorðið ætti að vera: „Þú skalt gera góð- verk þín á eigin kostnað, en ekki annarra." Það er rétt, sem Hannes Hólmsteinn segir, að þetta boðorð er því miður oft brotið í velferðarríkinu. Ekki skortir þá, sem gera góðverk á kostnað annarra. Það eru þó yfírleitt atkvæðabraskarar, en þeir eru einn af fylgikvillum lýðræðisskipulagsins. Hitt er svo auðvitað grundvallaratriði, að við eigum að einbeita okkur að því að hjálpa mönnum að rífa sig sjálfír úr fá- tæktinni og komast í álnir. Þá geta þeir orðið hamingjusamir.“ Við höfum með okkur sáttmála Síðan segir Matthías Johannessen í grein sinni: „Ég lít svo á, að við, sem búum tiltölulega fijáls og örugg í velferðarþjóð- félagi, höfum gert með okkur sáttmála eins og Rousseau lagði áherzlu á. í þessum sáttmála sé kveðið svo á, að hinir efnaðri leggi í sameiginlegan sjóð til að veita hinum fátækari aðstoð, ef í harðbakka slær. Þannig greiði ég af fúsum og fijáls- um vilja háa skatta til þess, að láglauna- fólk og ellilífeyrisþegar þurfi ekki að fyrir- verða sig fyrir kjör sín, heldur geti sótt tryggingaféð hnarreist og sæmilega ánægt og lagst á sjúkrahús án þess að það sé niðurbrotið af skömm vegna aðstöðu sinnar. Með þessum sáttmála, með slíku tryggingakerfi eða öryggisneti, erum við að leiða þá, sem eiga undir högg að sækja, til þeirra mannréttinda, sem þeir eiga samkvæmt lögum rétt á í íslenzku þjóðfélagi. Ef þetta fólk fengi aftur á móti sendan styrk frá mér og öðrum, eins konar sporsl- ur til að framfleyta sér og sínum, persónu- legan fátækrastyrk, ef svo mætti segja, og gæti til að mynda ekki lagst inn á sjúkrahús með góðu móti, þá væri það niðurlægt með þeim hætti, er óveijandi væri á okkar dögum. Það eru ekki allir, sem hafa þá auðmýkt til að bera að sækja slíka ölmusu í hendur annars. Sem fijáls- hyggjumaður legg ég því áherzlu á þennan þjóðarsáttmála, lögbundinn samningþegn- anna um að auka reisn, manndóm og frelsi þeirra, sem eiga undir högg að sækja, því að þeir eiga heimtingu á mann- sæmandi lífí og félagslegri frumþjónustu úr sameiginlegum sjóði. En þess sé þó gætt, að ekki sé misfarið með • skattfé borgaranna, því að ef það er gert, þá er gengið nærri frelsi þeirra, sem meira mega sín í þjóðfélaginu. Slíkt hefur óhjákvæmi- lega í för með sér trúnaðarbrest. Mestu máli skiptir, hvemig hinn sameig- inlegi sjóður skattborgaranna er notaður. Það er athyglisvert, hvemig Sjálfstæðis- flokkurinn hefur haft forystu um stór- merka félagslega þjónustu á höfuðborgar- svæðinu og víðar. Þar hefur hann tekizt á við áskomn manna eins og Rousseaus með eftirminnilegum árangri. Eitt er að umbera, annað að styðja það, sem mönnum ekki þykir gott. Slík afstaða er aðalsmerki góðs fijálshyggjumanns. En Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki aðeins umborið fé- lagslega þjónustu, hvað sem hörðustu fijálshyggjumenn hafa sagt um það. Og hafa sumir þeirra verið gagnrýnir á þennan þátt í stefnu flokksins, jafnvel haft ýmis- legt að athuga við pragmatísk viðhorf Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Útrýming fátæktar er ekki sízt mikil- vægur þáttur í þjóðfélagi allsnægtanna og stuðlar í raun að frelsi. Það er auðveld- ara að vera fátækur í fátæku landi en ríku. Hér er því um mikið mannréttindamál að ræða. Atökin gætu orðið ófyrirsjáanleg, ef almannaþörf er ekki sinnt. Og þá gæti svo farið, að við þyrftum að standa í okkar eigin mannúðarþjóðfélagi vamarlitlir and- spænis þessari ógnandi setningu eins harðsvíraðasta byltingarsinna kommún- ismans á þessari öld, Leós Trotskís: „Sá sem óskar eftir kyrrlátu lífí, hefur farið illa að ráði sínu að vera fæddur á tuttug- ustu öldinni.““ Hvers vegna er fátækt komin á dagskrá? Eins og að framan sagði var grein Matthísar Johannessens, sem hér hefur verið vitnað til skrifuð löngu áður en umræður hófust að ráði um fátæktarmál. Engu að síður fellur hún vel inn í þær umræður, sem spunnizt hafa undanfamar vikur um þessi málefni í kjölfar ráðstefnu, sem félagsmálastjórar efndu til um fátækt á íslandi. Á forsíðu Alþýðublaðsins hinn 25. marz sl. var vikið að þessari grein ritstjóra Morgunblaðsins og þar sagði m.a.: „Með þessum orðum sínum lýsir Matthías sjónarmiðum margra félagshyggju og jafn- aðarmanna, sem hefur blöskrað sú fátækt, sem nú er orðin að veruleika á íslandi. Væntanlega tekur Morgunblaðið höndum saman við þessa menn og berst gegn fá- tæktinni, sem einkum er áberandi í höfuð- borginni. En eftir lestur greinar Matthíasar verður aðeins dregin ein ályktun: Hans fijálshyggja á ekkert skylt við nýfijáls- hyggjuna. Mannúðin er honum of ofarlega í huga til að hann geti fallist á hana.“ Af þessum viðbrögðum Alþýðublaðsins má sjá, að ekki er mikill munur á afstöðu Morgunblaðsins og Alþýðuflokksins til þeirra, sem við bágastan hag búa í þessu þjóðfélagi. Óneitanlega vaknar sú spum- ing, hvemig á því stendur, að fátækt á íslandi er komin á dagskrá. Líklega eru allmargir áratugir síðan ástæða þótti til að fjalla um fátækt með þessum hætti. Höfundur Reykjavíkurbréfs hafði orð á því við nokkra viðmælendur sína fyrir skömmu, að spumingin um fátækt hefði ekki getað komizt á dagskrá fyrir tveimur áratugum vegna almennrar velmegunar. Skiptar skoðanir vom um það, hvort sú staðhæfing gæti staðizt. Það breytir ekki því, að líklega verður að fara aftur til áranna eftir heimsstyijöldina síðari, þegar margir bjuggu í bröggum í Reykjavík til þess að fínna tímabil, þar sem raunhæft var að tala um fátækt. Auðvitað greinir menn á um það nú, hvað geti talizt fátækt og augljóst að tölur, sem settar voru fram um það á fyrmefndri ráðstefnu að fjórð- ungur þjóðarinnar byggi við fátækt vom fráieitar og einungis til þess fallnar að skaða málstað þeirra, sem við bágastan hag búa. Að einhveiju leyti sjáum við í þessum umræðum skuggahliðar stórborgarsam- félagsins, sem hér hefur smátt og smátt verið að myndast. I stórborgum hverfur sumt fólk og þá ekki sízt þeir hópar, sem minnst mega sín og sjást einfaldlega ekki. Þess vegna verðum við ekki með sama hætti vör við þessi vandamál eins og í smærra samfélagi. Fólkið í Borgarnesi verður fljótt vart við það, ef einhveijir einstaklingar þar búa við sérstaklega kröpp kjör en þau vandamál sjást ekki eins vel í mannmergðinni á höfuðborgar- svæðinu. Líklega er orðið tiltölulega auð- velt á Islandi í dag að lokast inni í eigin umhverfi og sjá ekki vandamál fólks þar fyrir utan. En samt er það enn svo, að ekki þarf mikið átak til að líta í kringum sig og gera sér grein fyrir því, hvað er að gerast. Að öðru leyti eru þetta einfaldlega af- leiðingar hlutfallslega lélegri lífskjara en áður var. Hvers vegna eru lífskjörin léleg? Til þess liggja margar ástæður. Auðvitað hafa verðhækkanir á olíu í tæpan einn og hálfan áratug skert lífskjör þjóðarinnar verulega. Það sjáum við bezt núna, þegar olían fellur í verði og við njótum bættra lífskjara af þeim sökum. Við höfum safnað erlendum skuldum og vextir af þeim hafa verið mjög háir á erlendum peningamörk- uðum árum saman. Það er fyrst nú, sem vextimir eru að lækka. Auðvitað hafa hinir háu vextir skert lífskjör þjóðarinnar alveg með sama hætti og háir vextir innanlands hafa valdið húsbyggjendum þungum bú- sifjum. Þetta tvennt hefur átt ríkan þátt í að skerða lífskjör okkar. Til viðbótar þessu höfum við orðið fyrir margvíslegum áföllum í sjávarútvegi, sem einnig hefur rýrt lífskjörin. Þar má nefna takmarkaðan þorskafla og stöðvun loðnuveiða um skeið. Verðlag á sjávarafurðum okkar hefur REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 5. apríl Morgunblaðið/Ól.K.M. einnig verið mjög breytilegt. Til viðbótar þessum ytri skilyrðum, sem við höfum ekkert ráðið við hefur verið haldið illa á okkar málum heima fyrir og svo margar vitleysur gerðar í fjárfestingum, að það hefur átt verulegan þátt í að skerða lífs- kjörin. Við þurfum ekki annað en hugsa til hinna stórfelldu mistaka við Kröflu til þess að gera okkur grein fyrir afleiðingum þessa. Mistök í fjárfestingum skerða kjör þjóðarinnar alveg eins og vitlaus frárfest- ing einstaklings skerðir lífskjör hans. Um leið og lífskjörin skerðast að ráði fara þeir, sem við bágastan hag bjuggu fyrir, niður fyrir strikið, sem skilur á milli þess að vera fátækur eða bjargálna. Fá- tæktin var úr sögunni að mestu leyti og þess vegna höfum við kannski ekki gert okkur grein fyrir því, hveijar afleiðingar þessara samansöfnuðu áhrifa margra at- vika gætu orðið á lífskjörin í landinu. Hverjir eru verst settir? Menn verða aldrei á eitt sáttir um það, hvetjir eru verst settir í þessum efnum. Þó er augljóst, að ákveðinn hópur aldraðs fólks býr við erfíðan hag. Þetta eru ekki sízt þeir öldruðu, sem ekki búa í eigin húsnæði og njóta þar að auki lítils lífeyris úr lífeyrissjóðum af ástæðum, sem marg- sinnis hefur verið fjallað um hér í Morgun- blaðinu. Það er hins vegar erfítt að festa hendur á því, hversu útbreitt þetta vanda- mál er meðai aldraðs fólks vegna þess, að það er bæði svo nægjusamt og stolt að það vill ekki viðurkenna að það eigi erfítt. Ekki fer heldur á milli mála, að stór hópur öryrkja er í svipaðri aðstöðu og aldraðir að þessu leyti. Óryrkjar eru á öllum aldri, hafa í fæstum tilvikum haft möguleika á að koma yfír sig eigin hús- næði, lifa jafnvel á tekjutryggingu einni saman og geta lítið veitt sér. Þá er engin spurning um það, að stór hópur einstæðra mæðra býr við kröpp kjör enda er það svo, að þriðjungur allra ein- stæðra mæðra í höfuðborginni nýtur fjár- hagsaðstoðar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur með einum eða öðrum hætti. Þetta er afar há prósenta, sem fólk hlýtur að staldra við. Ástæðan fyrir þessu er náttúrlega sú, að hér er um að tefla tiltölu- lega ungar stúlkur fyrst og fremst með bam eða böm á framfæri, takmarkaða menntun og þar af leiðandi takmarkaða möguleika til þess að komast í há laun. Til viðbótar við erfið ijárhagsleg kjör er Iíf þeirra erfítt að mörgu öðru Ieyti vegna þess, að það er enginn Ieikur að vinna úti allan daginn og ala upp bam eða böm að auki. Loks má svo telja víst, að bammargar íjölskyldur séu í hópi þeirra, sem erfíðast eiga. í raun og veru er það óhugnanlegt til að vita, að fjölskyldufeður, í fullri vinnu og þar sem maki vinnur einnig úti, verði samt sem áður að koma og leita á náðir borgaryfírvalda um frárhagsaðstoð vegna þess að endar ná ekki saman. Hvernig á að bregðast við? Það er oftast tiltölulega auðvelt að skil- greina vandann en erfiðara að taka á honum. Þó er það líklega svo, að spuming- in um það, hvort hér ríki fátækt eða ekki risti svo djúpt í sálarlífí þjóðarinnar, að erfítt kunni að vera að ná samstöðu um það hver vandinn er. Þær undirtektir, sem grein annars ritstjóra Morgunblaðsins í Frelsinu hlaut í málgagni Alþýðuflokksins sýnir þó að það á að vera hægt að ná samstöðu um það að vandinn sé til staðar. En hvernig á að bregðast við honum? í þeim efnum verða menn annars vegar að líta til skammtímalausna og hins vegar til lengri tíma. Hér í Morgunblaðinu hefur verið að því vikið, að sá hluti aldraðra, sem ekki var í opinberri þjónustu meðan fólk var í fullu starfi, búi við lífeyri frá lífeyris- sjóðum, sem ekki tóku upp verðtryggingu fyrr en fyrir nokkrum ámm. Þetta þýðir, að tveir lífeyrisþegar, þar sem annar starf- aði alla ævi hjá ríkinu en hinn alla ævi hjá einkafyrirtæki búa við mjög ólík kjör í lífeyrismálum. Ríkisstarfsmaðurinn fær tiltölulega góðan lífeyri úr sínum lífeyris- sjóði. Starfsmaður einkafyrirtækisins færi kannski 3000-4000 krónur á mánuði úr sínum lífeyrissjóði. Er hugsanlegt að lífeyr- issjóðimir, sem margir hvetjir eru orðnir mjög öflugir geti að einhveiju leyti bætt úr þessu misrétti? Aldraðir, öryrkjar og einstæðar mæður fá margvíslegar greiðslur úr trygginga- kerfinu. Þótt þessar greiðslur hafí verið hækkaðar myndarlega á undanfömum árum dugar það samt ekki til. Nú er það svo að allir fá sömu greiðslur frá almanna- tryggingum, hver sem eftii þeirra eru. Lengi töldu jafnaðarmenn t.d. að ef fólki væri mismunað eftir tekjum yrði litið á það sem ölmusu til þeirra, sem hærri greiðslur fengju og þess vegna mætti ekki til þess koma að mismuna fólki. Frá þessu grundvallaratriði jafnaðarmanna, sem mótuðu löggjöfína um almannatryggingar mjög í upphafi hefur í raun verið horfíð. Þannig byggist t.d. tekjutryggingin á því, hveijar aðrar tekjur fólk fær. Er ekki til umræðu að nýta betur til hagsbóta þeim, sem verst eru settir það fé, sem nú þegar fer til almannatryggingakerfísins, þannig, að um verulega hækkun verði að ræða til þeirra, sem minnst hafa en lækkun til hinna, sem kannski þurfa ekki á þessum greiðslum að halda? Hér hljóta menn einnig að velta því fyrir sér, hvort hægt er að nýta skattakerfið í enn ríkara mæli til hagsbóta fyrir bammargar fjölskyldur. Aðgerðir af þessu tagi eru auðvitað skammtímalausnir og bráðabirgðaráðstaf- anir. Það sem mestu skiptir og er orðið afar brýnt er að bæta lífskjörin í landinu verulega, Iyfta þeim upp þannig að máli skipti. Sá árangur næst ekki í kjarasamn- ingum. Þetta almenna djúpstæða vanda- mál, sem er einfaldlega léleg lífskjör verður ekki leyst við samningaborð verkalýðs- félaga og vinnuveitenda. Þar kemur til sögunnar sú almenna stefna í efnahags og atvinnumálum, sem fylgt er í landinu. Nýtt blómaskeið í sjávarútvegi mundi á skömmum tíma hafa veruleg áhrif á lífs- kjörin. Margt bendir til að það geti verið í vændum. Þorskaflinn er að aukast. Loðnuveiðar hafa gengið vel. Hvað sem öðru líður er þetta enn það, sem máli skiptir. Fijálsræði í atvinnulífínu hefur verið aukið til mikilla muna á undanfömu árum. Eitt mundi þó skipta sköpum fyrir atvinnulífið og hleypa í það auknum krafti en það eru nýir möguleikar á að sækja starfsfé til almennings í formi hlutaljárút- boðs. Þessa nýju vítamínssprautu fær atvinnulífíð hins vegar ekki nema löggjaf- inn geri það aðlaðandi fyrir fólk frá Ijár- hagslegu sjónarmiði séð að ieggja fé í atvinnurekstur. Vafalaust líta margir svo á, að nú þegar við höfum fullnýtt okkur lánstraust okkar erlendis og getum þess vegna ekki lengur haldið lífskjörum uppi með erlendum lán- tökum sé ekki önnur leið fær en sú að laða meira erlent áhættufj ármagn inn í landið, þ.e. hvetja erlend fyrirtæki til þess að setja upp starfsemi sína hér. Vafalaust á þetta við að einhveiju leyti en þó aldrei nema í takmörkuðum mæli. Hveijir eru þeir Islendingar, sem t.d. vildu hleypa erlendum fyrirtækjum inn í sjávarútveg okkar og fískvinnslu? „Það eru ekki allir, sem hafa þá auð- mýkt til að bera að sækja slíka ölmusu í hendur ann- ars ... ... En þess sé þó gætt, að ekki sé misfarið með skattfé borgar- anna, því að ef það er gert, þá er gengið nærri frelsi þeirra, sem meira mega sín í þjóð- félaginu. Slíkt hef- ur óhjákvæmilega í för með sér trún- aðarbrest.“ S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.