Morgunblaðið - 12.04.1986, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.04.1986, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986 . -^TT'------------->—rr.r.—r-r---rr—r—i Vor gatna- málastjóra Það getur verið ósköp notalegt. að sitja við viðtækið að kvöld- lagi og hlusta á útvarpsleikrit, ég veit jafnvel um fólk sem tekur leik- ritin ætíð uppá segulband og hlustar hvað eftir annað á sum þeirra. Sjálf- ur hef ég einkum gaman af að hlusta á útvarpsleikrit þegar regn bylur á rúðum vinnuherbergisins eða snjódrífan siglir um svart myrkrið útifyrir. í fyrrakveld þegar leikrit Natalíu Ginzburg: Auglýs- ingin, var flutt á rás I var hvorki því að heilsa að regn byldi á glugga- num né dreif snjóflygsur um bik- svart myrkur enda komið fram á vor eins og segir í auglýsingum gatnamálastjóra. Samt fannst mér alls ekki ónotalegt að hlýða á verk Natalíu, en ég hreifst heldur ekkert uppfyrir haus. Verkið leið sum sé ósköp notalega um hálfrökkur vinnuherbergisins án þess að skilja eftir djúp för í heilabörkinn. Þó fann ég þijár misfellur á verki Natalíu er héldu fyrir mér vöku stundarkom. Misfellurnar þrjár: í fréttatilkynningu Leiklistar- deildarinnar segir svo um Auglýs- inguna: Elena, sem er ungur stúd- ent í heimspekinámi, er að leita að herbergi þar sem hún getur lesið í ró og næði. Hún fær herbergi hjá Theresu, fráskilinni konu, sem hef- ur lifað í stormasömu hjónabandi. Elena lendir fljótlega í hlutverki sálusorgara Theresu, sem ennþá elskar Lórenzo, fyrrverandi eigin- mann sinn. Þegar Lorenzo kemur óvænt í heimsókn eru örlög Elenu ráðin. í þessu stutta efniságripi má í rauninni finna hinar _þijár veilur fimmtudagsleikritsins. I fyrsta lagi gerist Elena sálusorgari Theresu á því augnabliki er þær hittast á þröskuldi leiguherbergisins. Að- dragandinn er enginn og fannst mér dálítið ónotalegt að hlýða á Theresu úthella þannig hjarta sínu fyrir bláókunnugum leigjandanum. í öðru lagi þá sjá lesendur að leik- ritið er ekki mjög efnismikið, snýst nánast einvörðungu í kringum kveinstafí Theresu útaf skilnaðin- um og fannst mér kannski óþarfí að teygja lopann í tvær klukku- stundir, þótt þýðing Alberts Aðal- steinssonar og Sverris Hólmarsson- ar hafí vissulega verið áheyrileg og textinn hafí dregið upp all skýra mynd af sálarflækjum Theresu. Þá þarf ekki að kvarta yfír því að Inga Bjamason hafí truflað einræðumar með áhrifahljóðum. Máski hefír leikstjórinn viljað hespa þessu af fyrir tíufréttir. Þá er komið að þriðju og seinustu aðfínnslunni sem vísar einnig til fyrrgreinds efnisúr- dráttar. Þegar Lórenzo kemur óvænt í heimsókn em örlög Elenu ráðin. Hér er átt við að auðvitað verður Lórenzo hrifínn af leigjand- anum og þá leysir Natalía Ginzburg málið með því að setja skammbyssu í lófa Therezu og þarf þá ekki að spyija að leikslokum. Mér finnst alltaf svolítið billegt að ljúka drama- tískum verkum er spanna tilfinn- ingasvið manneskjunnar með skammbyssuskoti. Myndin af hinni ástríðufullu Theresu hefði máski greypst einhversstaðar í hjartað ef kúlan hefði setið í byssunni. Leikaramir Anna Kristín Amgrímsdóttir er ástríðumikil leikkona en stillti sig í hlutverki Theresu, Sigrún Edda var einsog kiðlingur á sviðinu og Þor- steinn Gunnarsson í hlutverki Lór- enzo, lokapúnkts ástarþríhymings- ins, álíka kunnuglegur og þulir veðurstofunnar á rás I. Ekki frum- legt leikaraval það, en vissulega er áhættuminnst að grípa til þraut- þjálfaðra leikara. 0 sole mio! Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Framjóðandinn (Philippe Léotard) og alþýðustúlkan (Olivia Carlisi). Miðja heimsins Miðja heimsins O Q 25 (Le milieu du monde), frönsk-svissnesk bíómynd frá 1974, er á dagskrá sjónvarps á laugardags- kvöld. Ungur og efnilegur verkfræðingur, Paul Char- moret, býður sig fram til þings og stendur í kosn- ingabaráttu. Á vegi hans verður ítölsk stúlka sem vinnur á veitingahúsi. Þó Paul sé giftur og eigi böm stofnar hann til ástarsam- bands við stúlkuna og stefnir þannig stjómmála- frama sínum í tvísýnu. Svarta taskan — 7.þáttur ■■■■ Svarta taskan 1 rjOO heitir 7. þáttur 1 I — framhaldsleik- rits Armans Kr. Einarsson- ar sem er á dagskrá rásar 1 síðdegis í dag. í 6. þætti sagði frá komu Kela kalda, forstjórasonar frá Reykjavík, sem óvænt birtist í sveitinni á rauðum sportbfl og reyndi, Áma til mestu armæðu, að gera hosur sínar grænar fyrir Rúnu í Hraunkoti. Arni Egilsson, bassaleikari Djassspjall — rættviðArna Egilsson bassaleikara ^■■1 Djassspjall er á Ol 00 dagskrá rásar íá J. — tvö á laugar- dagskvöld. Þá mun Vem- harður Linnet ræða við Árna Egilsson bassaleikara í Los Angeles. „Árni er einn af fremstu bassaleikurum okkar", sagði Vemharður í samtali við Morgunblaðið. „Hann fluttist ungur til Þýskalandis þar sem hann spilaði í sinfóníuhljómsveit undir stjóm André Previn, sem er einn af þekktari stjómendum klassískum. En Previn er líka góður jasspíanisti og þeir Árni spiluðu oft djass þegar sinfóníutónleikar vora bún- ir, - þá djömmuðu þeir og spiluðu saman í tríói fram á nótt. En eftir að Previn hætti þama þá fluttist Ámi til Los Angeles og komst inn í þennan harða stúdíó- bransa. Núna vinnur hann fyrst og fremst við kvik- myndatónlist. UTVARP LAUGARDAGUR 12. apríl 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Baen. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 íslenskir einsöngvarar og kórar syngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynn- ir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem örn Ólafsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. Óskalög sjúklinga, fram- hald. 11.00 Á tólfa tímanum. Bland- aður þáttur úr menningarlíf- inu i umsjá Þorgeirs Ölafs- sonar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.50 Hér og nú. Fréttaþáttur ívikulokin. 15.00 Miödegistónleikar Píanókonsert nr. 1 í C-dúr op. 15 eftir Ludwig van Beethoven. Arthuro Bened- etti og Sinfóníuhjómsveitin í Vínarborg leika; Carlo Maria Giulini stjórnar. 15.50 íslenskt mál. Gunnlaug- ur Ingólfsson flytur þáttinn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 18.20 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón. Sigrún Björnsdóttir. 17.00 „Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Árni í Hraun- koti" eftir Ármann Kr. Ein- arsson. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Sögumaður: Gisli Alfreðsson. Leikendur: Hjalti Rögvaldsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Val- gerður Dan, Þórhallur Sig- urösson, Jón Júliusson, Valur Gíslason og Bessi Bjarnason. Sjöundi þáttur: „Svarta taskan". (Áður út- varpað 1976). 17.35 Síödegistónleikar Anneliese Rothenberger syngur rómantíska söngva eftir Giacomo Meyerbeer og Louis Spohr. Gerd Starke og Norbert Weissen- born leika með á klarinettu og píanó. a. Hjarðljóð eftir Giocomo Meyerbeer. b. Sex þýskir söngvar op. 103eftirLouisSpohr. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 „Sama og þegiö". Umsjón: Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. 20.00 Leikrit: „Auglýsingin" eftir Nataliu Ginzburg Þýðandi: Albert Aðalsteins- son. Leikstjóri: Inga Bjarnason. Leikendur: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir.Þorsteinn Gunnarsson og Alda Arnar- dóttir. (Endurtekiö frá fimmtudagskvöldi.) 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 ( hnotskurn — Undir vestrænum himni. Umsjón: Valgarður Stefánsson. Les- ari með honum: Signý Páls- dóttir. (Frá Akureyri.) 23.00 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Einar Guðmunds- son og Jóhann Sigurðsson. (Frá Akureyri.) 23.30 Danslög. 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl 03.00. LAUGARDAGUR 12. apríl 10.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Sigurður Blön- dal. SJÓNVARP 16.00 íþróttir. 16.00 Enska knattspyrnan/ 17.00 Stjörnuleikurinn í bandarískum körfuknattleik/ 18.30 Vetrariþróttir. Um- sjónarmaður Bjarni Felix- son. 19.25 Búrabyggö. (Fraggle Rock). Þrettándi þáttur. Brúöumyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 DagbókinhansDadda. (The Secret Diary of Adrian Mole Aged 13 3/<). Þriðji þáttur. Breskur myndaflokk- LAUGARDAGUR 12. apríl ur i sjö þáttum, geröur eftir bók Sue Townsend. Leik- stjóri Peter Sasdy. Aðal- hlutverk: Gian Sanmarco, Julie Walters, Stephen Moore og Beryl Reid. Þýð- andi Kristmann Eiösson. 21.00 Spurningakeppni fram- haldsskólanna — Urslit. Stjórnendur: Jón Gústafs- son og Þorgeír Ástvalds- son. 21.40 Sumarleyfið. (Summer Holiday). Bresk söngvamynd frá 1962. Leik- stjóri Peter Yates. Aðalhlut- verk: Cliff Richard, Lauri Peters og Melvyn Hayes. Fjórir ungir Lundúnabúar fá lánaðan strætisvagn í sum- arleyfisferð til meginlands- ins. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. 23.25 Miðja heimsins. (Le milileu du monde). Frönsk-svissnesk bíómynd frá 1974. Leikstjóri Alain Tanner. Aöalhlutverk: Olivia Carlisi, Philippe Léotard, Juliet Berto og Jacques Denis. Ungur og efnilegur verkfræðingur i Sviss býður sig fram til þings. I miðri kosningabaráttunni hrifst hann af italskri alþýöustúlku og teflir með því stjóm- málaframa sínum i tvísýnu. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 01.25 Dagskrárlok. 12.00 Hlé 14.00 Laugardagurtillukku Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00 Hringboröiö Erna Arnardóttir stjórnar umræöuþætti um tónlist. 18.00 Hlé 20.00 Bylgjur Ásmundur Jónsson og Árni Daníel Júliusson kynna framsækna rokktónlist. 21.00 Djassspjall Vernharður Linnet ræðir við Árna Egilsson bassaleikara í Los Angeles. 22.00 Bárujárn Þáttur um þungarokk i umsjá Sigurðar Sverrisson- ar. 23.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00 Ánæturvakt með Pétri Steini Guö mundssyni. 03.00 Dagskráriok. SYÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni- FM 96,5 MHz. Á tólfta tímanum: Þáttur um menningarmál ■I Á tólfta tíman- 00 um nefnist “ klukkustundar- langur þáttur í umsjá Þor- geirs Ólafssonar sem er á dagskrá rásar eitt kl. 11 í dag. í þáttum þessum er fjallað um ýmislegt í menn- ingarlífínu. I þættinum í dag verður rætt við Áma Harðarson stjómanda Háskólakórsins um endurútgáfu á Sóleyj- arkvæði Jóhannesar úr Kötlum við tónlist Péturs Pálssonar í flutningi Há- skólakórsins. Þá verður rætt við Sigrúnu Valbergs- dóttur framkvæmdastjóra íslenskra áhugaleikfélaga um afrakstur vetrarstarfs- ins og sumarstarfíð fram- undan. Einnig verður rætt um tréskurðarlist og kvik- myndapistill verður á sín- um stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.