Morgunblaðið - 12.04.1986, Síða 11

Morgunblaðið - 12.04.1986, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL1986 11 Kammertónleikar _________Tónlist Jón Ásgeirsson Síðustu tónleikar Kammermús- íkklúbbsins á þessu starfsári voru haldnir á Kjarvalsstöðum sl. mánudag við óvenju góða aðsókn. Líklega áttu áheyrendur von á góðum hljóðfæraleik og tónverkin á efnisskránni voru eftir Beet- hoven, Sjostakóvits og Brahms. Flytjendur voru Halldór Har- aldsson, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran, góðir lista- menn, sem nú leika saman í fyrsta sinn. Fyrsta verkið á efnisskránni var Ópus eitt, númer eitt, eftir Beethoven. Fyrstu verkin, sem Beethoven gaf út, voru þijú tríó fryir píanó og strengi. Hann fjár- magnaði sjálfur þessa útgáfu en prentunina fékk hann unna hjá virtu útgáfufyrirtæki, Artaria, seldi síðan sjálfur til áskrifenda, meðal vina og velgjörðarmanna. Haydn taldi verkin mjög góð en var með einhveijar athugasemdir varðandi síðasta verkið og ráð- lagði Beethoven að gefa það ekki út óbreytt. Þetta mun Beethoven ekki hafa tekið til greina en ein- mitt þetta síðasta tríó þykir nú bera með sér þau einkenni, sem síðar áttu eftir að ráða miklu í tónsköpun meistarans. Flutningur verksins var mjög vel útfærður, sérstaklega í öðrum þætti þess, Adagio cantabile, sem þó var leik- ið í það hraðasta. Þá var „Scherzo" þátturinn glæsilega leikinn. Annað verkið á efnis- skránni var tríó, op. 67, eftir Sjostakóvits. Verkið samdi hann 1944, í minningu vinar síns, Ivan Sol- lerinsky. Verkið hefst á mjög óvenjulegan máta, með „flautu- tónum" á selló en stefið er síðan tekið upp af „dempaðri" fiðlu og síðan af píanóinu. Þetta gefur verkinu sérkennilegan blæ, er ber svip af sorglegri íhugun. í öðrum þætti nær örvæntingin hápunkti. Largo þátturinn er eitt af því besta sem Sjostakóvits ritaði og var hann sérlega vei leikinn. Þrátt fyrir nærveru sorgarinnar, bregð- ur tónskáldið á leik með þjóðlaga- tónhugmyndum í síðasta kaflan- um. í heild var flutningur verksins áhrifamikill og margt mjög fal- legagert. Síðasta verkið var fyrsta tríóið eftir Brahms, sem ber númerið ópus 8 og er fyrsta kammerverkið sem hann gaf út. Verkið er samið á árunum 1853—4, en þijátíu og sex árum síðar, 1889, endursamdi Brahms allt verkið, svo að í raun er „Scherzo“-þátturinn eini hluti verksins, sem er nær óbreyttur frá fyrstu gerðinni. Þrátt fyrir að margt væri fallega gert í verkinu, var oftlega leikið um of með hraðann, sérstaklega í fyrsta og síðasta þættinum. Allegro er hratt og má eflaust deila um hversu hratt, en tæplega er ætlast til þess að hraðanum sé stefnt til hins ýtrasta. Adagio-þátturinn var feikna fallega leikinn. Eins og að framan segir, er hér um að ræða frábæra listamenn, sem leika nú saman í fyrsta sinn og er full ástæða til að óska þess, að hér sé iagður grunnur að samstarfí til frambúðar. Guðný Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson og Gunnar Kvaran. KRON rekið með 9,5 millj. króna halla Ingólfur Ólafsson hættir sem kaupfélagsstjóri um næstu áramót Um 9,5 miiyón króna halli varð á rekstri KRON á sl. ári þegar skattar höfðu verið greiddir og varð meginhluti hans á fyrri helmingi ársins, að því er fram kemur í _ fréttatilkynningu frá KRON. Á aðalfundinum kom einnig fram, að Ingólfur Ólafs- son kaupfélagsstjóri, hefur ákveðið að láta af störfum um næstu áramót. Fréttatilkynning- in fer hér á eftir: Aðalfundur Kaupfélags Reykja- víkur og nágrennis var haldinn á Hótel Sögu laugardaginn 5. apríl. Fundinn sóttu um eitt hundrað fulltrúar. Fundarstjórar voru kjörn- ir Siguijón Pétursson og Hermann Þorsteinsson. Fundarritarar voru Helgi Skúli Kjartansson og Sigurð- ur Guðmundsson. Þröstur Ólafsson stjómarformað- ur og Ingólfur Ólafsson kaupfélags- stjóri fluttu skýrslur um rekstur og hag félagsins á sl. ári. Kom þar fram, að heildarvörusala félagsins að frádregnum söluskatti var 368,6 milljónir. Halli eftir skatta var 9,5 milljónir og varð meginhluti hans á fyrri helmingi ársins en reksturinn síðustu mánuðina var hallalaus. Niðurstaða efnahagsreiknings var 306 millj., þar af eigið fé 61%. Á fundmum var skýrt frá því að Ingólfur Ólafsson kaupfélagsstjóri hafi ákveðið að láta af störfum um næstu áramót. Kjörtíma í stjóm höfðu lokið Jón Þór Jóhannsson, Sigurður Magnús- son og Gylfí Kristinsson. Vom þeir endurkjömir. Hrefna Júlíusdóttir var endurkjörin 1. varmaður í stjóm. Jörgen Þór Halldórsson var kjörinn endurskoðandi og Baldvin Einarsson til vara. Á fundinum vom kosnir 18 fulltrúar á aðalfund Sambands íslenskra samvinnufé- laga. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! ptttrgstiiMfifeife Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í ______Reykjavík * fc ^ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals i Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. ^ Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábending- ^ umoger öllum borgarbúum boðið að notfæra sér við- ^ talstíma þessa. h Laugardaginn 12. apríl verða til viðtals Jóna Gróa Sigurðar- ^ dóttir fulltrúi í atvinnumálanefnd, fræðsluráði, umferðar- J nefnd og framkvæmdanefnd byggingastofnana í þágu " aldraðra og Guðmundur Hallvarðsson varaformaður í hafnarstjórn. Fyrirliggjandi í birgðastöð STÁL Stál 37 - 1 K DIN 17100/1652 Fjölbreyttar stæröir og þykktir sívalt ferkantað flatt SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 Aðalfundur Samvinnubankans Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður haldinn að Hótel Sögu, Átthagasal, Reykjavík, í dag laugardaginn 12. apríl 1986 og hefst kl. 13.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa og tillögur um breytingu á samþykktum vegna nýrra laga um viðskiptabanka og stofnun veðdeildar. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir á fundarstað. Ðankaráð Samvinnubanka íslands hf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.