Morgunblaðið - 12.04.1986, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRÍL1986
\T/
ERLENT
Rússar aflétta
banni við kjarn-
orkutilraunum
Las Vegas, AP.
BANDARÍKJAMENN sprengdu kjarnorkusprengju í til-
raunaskyni rétt eftir dögun í Nevada-eyðimörkinni á
fimmtudag. Tilraunin gekk að óskum. Veður hafði frestað
sprengingunni mn tvo sólarhringa.
Sovézka fréttastofan TASS
birti harðorð mótmæli sovézkra
yfirvalda vegna sprengingar-
innar. Sovétmenn sökuðu
Bandaríkjamenn um „glæpsam-
legt athæfi“, sögðu tilraunina
minnka vonir um samkomulag
um bann við kjamorkutilraun-
um og sýna brostið siðferðis-
þrek stjómar Ronalds Reagan.
Mótmæli gegn áformum
Bandaríkjamanna höfðu farið
vaxandi og margt mótmælenda
var í grennd við tilraunasvæðið.
Sprengjan var af minni gerð-
inni, innan við 20 kílótonn og
höggið af sprengingunni var
slíkt að jafngilti því að sprengd
hefðu verið 590 kfló af TNT.
í fréttum, sem bárust svo í
gær, segir að Sovétmenn hafi
aflétt einhliða banni, sem þeir
settu í fyrra, við tilraunum með
Flóðin í Brasilíu:
Yfir 120.000
hafa misst
heimili sín
Rio de Janeiro, Brazilíu. AP.
RUMLEGA 120.000 manns
hafa misst heimili sín í gífur-
legum rígningum og flóðum
í héruðunum Maranhao og
Ceara i norðausturhluta
Brazilíu, að því er embættis-
menn sögðu á f immtudag.
„Astandið er hræðilegt,"
sagði Francisco Albuquerque,
embættismaður héraðssijórnar-
innar í Maranhao í símaviðtali.
Hann sagði, að yfír 80.000
manns hefðu orðið heimilislaus-
ir í héraðinu af völdum mikillar
rigningatíðar frá því í febrúar,
auk þess sem ár hefðu flætt
yfir bakka sína og tekið með
sér brýr og vegi.
Yfír 40.000 manns hafa misst
heimili sín í nágrannahéraðinu
Ceara.
kjamorkuvopn. Sögðust Rússar
ekki lengur geta framfylgt eigin
banni í ljósi endurtekinna kjam-
orkutilrauna Bandarílg'amanna.
Hins vegar kváðust þeir reiðu-
búnir hvenær sem væri til að
setja á gagnkvæmt bann við
tilraunum með kjamorkuvopn.
Oddvitarnir þrír í vinnudeilunum i Noregi. Pál Kraby, formaður vinnuveitenda, Tor Halvorsen, formað-
ur norska alþýðusambandsins og Ame Rettedal, atvinnu- og sveitarstjómarráðherra.
Vinnudeilurnar í Noregi:
Atvinnurekendur eru
að tapa áróðursstríðinu
Verður að flytja söngvakeppnina til Svíþjóðar?
Osló. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara
Morgunblaðsins.
VINNUDEILURNAR í Noregi
halda áfram og enn virðist engin
lausn vera í sjónmáli. Þeim fyrir-
tækjum fjölgar stöðugt, sem
neyðast til að segja upp starfs-
fólki vegna ástandsins og tilraun-
ir til að hefja aftur útgáfu
tveggja stærstu dagblaðanna
hafa ekki borið árangur.
Ame Rettedal, atvinnu- og sveit-
arstjómarráðherra, segir, að ríkis-
stjómin muni ekki visa deilunni til
kjaradóms á næstu dögum, það
verði ekki gert fyrr en hún fari að
hafa alvarleg áhrif á samfélagið.
Rettedal hefur árangurslaust reynt
að fá deiluaðila til að setjast að
samningaborðinu og strandar það
enn sem fyrr á ágreiningi um lág-
markslaun starfsfólks á hótelum og
veitingastöðum. Um styttingu
vinnuvikunar úr 40 stundum í 37,5
hefur hins vegar orðið samkomulag.
Sumir atvinnurekendur og for-
ystumenn launþega hafa gagnrýnt
Pál Kraby, formann vinnuveitenda-
sambandsins, fyrir að hafa slitið
viðræðunum og er hann sakaður
um stífni og lítinn samningsvilja.
Mörg fyrirtæki eiga nú orðið í
miklum erfíðleikum vegna verk-
bannsins og við fáum undanþágum
hefur verið orðið. Jan P. Syse,
þingflokksformaður Hægriflokks-
ins, hefur tekið undir gagnrýnina
Starfsmenn Aftenposten mótmæla uppsögn vegna vinnudeilunnar.
og kveðst vera undrandi á fram-
kvæmd verkbannsins og skilja að
mörgu leyti reiði launþega. Það
hjálpar heldur ekki vinnuveitendum
að þeir eru að tapa áróðursstríðinu,
geta ekki lengur komið með sín rök
fyrir verkbanninu og þessum mestu
vinnudeilum frá árinu 1931. Er
ástæðan sú, að tvö stærstu borgara-
legu blöðin og stærstu blöðin í
Noregi, Aftenposten og Verdens
Gang, koma ekki út.
Blöðin stöðvuðust vegna verk-
banns á 70 starfsmenn, sem eru í
Félagi málmiðnaðarmanna og vinna
í prentsmiðjunum, en í raun eru það
aðeins fíórir þessara manna sem
stöðva útgáfuna. Þeir sjá um við-
hald og eftirlit með prentvélunum
og án þeirra neita prentarar að
vinna.
Vinnuveitendur hafa raunar af-
létt verkbanninu á þessum mönnum
en verkalýðsfélagið neitar að viður-
kenna það, segir að það sé ólöglegt
að beita verkbanninu á þennan hátt,
að banna fyrst tilteknum hópi
manna að stunda vinnu sína og
hætta svo allt í einu við allt saman.
f fyrradag var 300 af 400 starfs-
mönnum Verdens Gang sagt upp
um stundarsakir og 1.300 af 1.600
starfsmönnum Aftenpostens. Hafa
uppsagnimar valdið mikilli óánægju
og í gærmorgun efndu 125 starfs-
menn Verdens Gang til mótmæla
fyrir utan skrifstofur blaðsins.
Sögðu þeir, að engin ástæða hefði
verið til að segja þeim upp strax á
þriðja degi vinnudeilnanna og bentu
á gífurlegan hagnað blaðsins á
undanfömum árum. Aðeins á síð-
asta ári var hann 75 milljónir
norskra króna, nærri 430 milij. ísl.
kr.
Margir em nú famir að hafa
áhyggjur af því, að vegna vinnu-
deilnanna verði ekki hægt að halda
söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva, sem fram á að fara í Björg-
vin 3. maí nk. Er ástæðan sú, að
flestöll hótel í bænum em lokuð.
Er því haldið fram, að takist ekki
að leysa vinnudeilumar innan 9
daga verði að flytja keppnina yfír
til Svíþjóðar.
Verður mannkynið rak-
ið til einnar formóður?
ÚTREIKNINGAR á þeim hæg-
fara breytingum, sem orðið
hafa á kjamasýrunni DNA í
mönnum í rás árþúsundanna,
gefa til kynna, að allir þeir, sem
nú eru á lífi, kunni að vera
afkomendur einnar formóður,
sem lifði í Afríku fyrir
140.000—280.000 árum. Kemur
þetta fram í skýrslu, sem vis-
indamenn við háskólann í
Berkeley í Kalifomíu hafa látið
frásérfara.
Dr. Allan C. Wilson hefur
stjómað rannsóknum þeim, sem
skýrslan er byggð á. Eiga þær
að skjóta stoðum undir þá skoðun,
að nútímamaðurinn, homo sapi-
ens, hafí upphaflega orðið til í
Afríku fyrir um 200.000 ámm og
síðan dreifzt út um allan heim.
Benda niðurstöðumar til þess, að
relga megi allt mannkynið til
einnar formóður. Er þetta fyrst
og fremst byggt á rannsóknum á
kjamasýru (DNA eða deoxyri-
bonuecleic acid) úr legköku 147
kvenna í Bandaríkjunum, Evrópu,
Afríku, Astralíu og Asíu.
Dr. Wilson rannsakaði ásamt
aðstoðarmönnum sínum kjama-
sýruna DNA (það efni genanna,
sem ræður röðinni innan kjama-
sýrusameindanna) úr mikilvægum
fmmumyndunum, sem nefnast
„mitochondria" eða hvatberar og
erfast eingöngu í kvenlegg.
Breytingar á DNA em afar
hægar, en unnt er að gizka á
hraða þeirra með því að rannsaka
skyldar en þó frábmgðnar teg-
undir. DNA í hvatbemnum breyt-
ist um 2—4% á hverri milljón ára
samkvæmt niðurstöðum þeirra dr.
Wilsons og samstarfsmanna hans
og á þeim útreikningum byggist
sú skoðun, að það kunni að hafa
verið fyrir hendi ein sameiginleg
formóðir manna í Afríku fyrir
meiraen 140.000 ámm.
Dr. Douglas Wallace, prófessor
í lífefnafræði, sem vinnur að sams
konar verkefnum við Emory-
háskólann í Atlanta, hefur sagt,
að þessar rannsóknir eigi vissu-
lega rétt á sér. Hann er þó ekki
sömu skoðunar varðandi helztu
niðurstöður þeirra.
Dr. Wallace heldur því fram,
að hans eigin rannsóknir á DNA
í hvatbemnum gefí til kynna, að
homo sapiens hafí líklega orðið
til í Asíu fremur en í Afríku og
sennilega hafí það orðið fyrir um
100.000 ámm. Jafnframt heldur
hann því fram, að DNA í hvat-
berunum bendi ekki endilega til,
að DNA í mönnum verði rakið tií
eins einstaks manns heldur miklu
fremur til fámenns hóps manna.