Morgunblaðið - 12.04.1986, Side 27

Morgunblaðið - 12.04.1986, Side 27
?Q< IÍ*3LCJJ! A£TSÍ t rVTl_/ T QUIA IQ'ATIIWC\*fi MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRU, 1986 :"&7 Aukakosníngar í Fulham: 10,8% sveifla yfir til Verkamannaflokksms London. AP. NEIL Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, fagnaði sigri flokksins í aukakosningum í kjördæminu Fulham í London er úrslit lágu fyrir í gær. Flokkur- inn vann sæti af íhaldsflokknum og er þetta fyrsti sigur Verka- mannaflokksins á Ihaldsflokkn- um { aukakosningum í Lundúna- kjördæmi í 29 ár. Fylgisaukning Verkamanna- flokksins, miðað við úrslit síðustu þingkosninga, nam 10,8 prósentum. Frambjóðandi flokksins, Nicholas Raynsford, hlaut 3.503 atkvæða meirihluta. Hann hlaut 16.451 Svíþjóð: Allsherj arfríður á vinnumarkaðnum Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara MorgTinbladsins. ALLSHERJARFRIÐUR tókst á sænska vinnumarkaðnum í gær, þegar Sænska vinnuveitendasambandið, SAF, og Sænska alþýðusam- bandið, LO, skrifuðu undir tveggja ára samning, sem kveður á um u.þ.b. 9,5% launahækkun. Samkvæmt samningnum hækka laun allra um minnst 400 s. krónur á mánuði á árinu 1986 og um minnst 350 krónur á mánuði 1987 — nákvæmlega eins og samið var um við PTK, Samtök skrifstofu- manna hjá einkafyrirtækjum, á fimmtudag. Þá fá launþegar sérstakt 600 króna framlag og félagsmenn í verkalýðsfélögunum njóta sams konar sjúkratrygginga og opinberir starfsmenn, þ.e.a.s. fá greidd óskert laun frá fyrsta veikindadegi. Hjá vaktavinnufólki styttist vinnuvikan Hagamús kom öryggisvörð- um í uppnám Bonn, Vestur-Þýskalandi. AP. VOPNUM búnir öryggisverðir Chun Doo Hwans, forseta Suður-Kóreu, sem er i opin- berri heimsókn í Vestur- Þýskalandi um þessar mundir, á fyrstu ferð sinni til Evrópu, hlupu upp til handa og fóta í gær til þess að klófesta óboð- inn gest í vistarverum forset- ann — litla, gráleita hagamús. Þegar fréttamenn komu á vettvang til að vera viðstaddir fund þeirra Chuns og Hans- Dietrich Genscher utanríkisráð- herra snemma í gærmorgun, voru öryggisverðimir í við- bragðsstöðu. Meðan fréttamennimir fylgd- ust með, eltu verðimir músina inn í fordyri gestabústaðarins. Loksins tókst þeim að króa hana af úti í homi, aðeins spönn frá fundarherberginu. En músin slapp á braut, líklega á milli lausra gólfborða. Fáum mínútum síðar gátu fréttamenn ekki betur séð en mýsla væri að spranga fyrir utan gestabústaðinn. Og aftur gekk hún úr greipum öryggisvarð- anna. Einn starfsmannanna á staðnum heyrðist þá kalla til öryggisvarðanna: nÞið skjótið ekki á litla greyið." Ekki er ljóst, hver örlög mýslu urðu eða hvar hún heldur sig nú. í 38 stundir. Talsmaður LO, Stig Malm, kvaðst ánægður með árangur samningaviðræðnanna, en lagði áherslu á, að nú þyrfti að fylgja samkomulaginu eftir með aðgerð- um á fleiri sviðum til þess að draga enn frekar úr verðbólgunni. I því sambandi krafðist Malm m.a. áframhaldandi vaxtalækkunar og lækkunar á húsaleigu í kjölfar lægra dollaragengis og olíuverðs. Talsmaður vinnuveitenda, Bo Rydin, kvaðst sáttur við samning- inn, en krafðist þess, að ríkisstjóm- in beitti sér fýrir því að hleypa auknum krafti í iðnaðinn, t.d. með fjárfestingarframlögum og skatta- lækkunum. Rydin kvaðst vona, að ríkisstjórnin kæmi með tillögur þar að lútandi eftir nokkrar vikur. atkvæði, eða 44% fylgi, frambjóð- andi íhaldsflokksins 12.948, eða 35%, frambjóðandi kosningabanda- lags jafnaðarmanna og frjálslyndra 6.953 atkvæði, eða 19% fylgi. Afganginn hlutu átta frambjóðend- ur. íhaldsmenn unnu Fulham með 4.789 atkvæða meiríhluta f síðustu kosningum. Leiðtogar Verkamannaflokksins og íhaldsflokksins lýstu sig ánægða með slaka útkomu kosningabanda- lagsins. Bandalagið hefur í skoð- anakönnunum virst jafn fylgismikið og stóru flokkamir tveir. David Owen, leiðtogi Jafnaðarmanna- flokksins, lét í Ijós mikla óánægju með árangurinn, sem hann kvað slæman. Kinnock sagði sigurinn vera upphafið að nýrri sókn flokks síns, sem leiða myndi til valdatöku Verkamannaflokksins í næstu kosningum, en Margaret Thatcher, forsætisráðherra, og leiðtogi íhaidsflokksins, verður að efna til kosninga í síðasta lagi í júní 1988. Leiðtogar Verkamannaflokksins sögðu flokkinn nú lausan við innán- flokkseijur og uppivöðslu vinstri- manna og væm úrslitin staðfesting áþví. Thatcher sagði að úrslitin væm dæmigerð fyrir það sem stjómar- flokkur gæti búizt við á jniðju kjör- tímabili og kvað hún íhaldsmenn myndu vinna sætið í þingkosning- um. Flokkur hennar vann Fulham 1979, og hefur haldið kjördæminu síðan, en þar áður hafði Verka- mannaflokknum sætið í 30 ár. „Við emm enn með vænan meirihluta og svo verður áfram,“ sagði Thath- cer, sem vísaði þeirri kenningu á bug, að kjósendur hefðu misst tiltrú á íhaldsflokkinn. ynwfcwpggy t ^ Azteca-leikvangurinn. Þar verður heimsmeistarakeppnín sett og þar verður einnig úrslitaleikurinn leikinn. „Viljum ekki mörk - við viljimi baunir“ Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu vekur deilur í Mexíkó Mexíkóborg. AP. ÞAÐ hefur valdið miklum deilum í Mexíkó að þar eigi að halda næstu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu vegna þess efnahags- vanda, sem að landinu steðjar. Mexíkanar eiga nú við efna- hagskreppu að stríða, sem er sú mesta í marga áratugi. Ýmsir gagnrýnendur segja að stjómin í Mexikó hafi ákveðið að halda keppnina þegar Kólumbíumenn hættu við 1983 til þess eins að friðþægja óánægða þjóðina. Þær þúsundir manna, sem misstu heimili sín í jarðskjálftun- um á síðasta ári, hafa gert heims- meistarakeppnina að tákni fyrir málstað sinn: „Við viljum ekki heimsmeistarakeppnina, við vilj- um heimili" og „Við viljum ekki mörk, við viljum baunir". Slagorð á borð við þessi má víða sjá á spjöldum í mótmælagöngum. Sumir hinna heimilislausu hóta að slá upp tjöldum fyrir utan Asteka fótboltavöllinn í Mexíkó- borg þegar opnunarleikurinn verður Ieikinn ef ekki verður búið að leysa vanda þeirra. Vangaveltur eru nú um það hvort lágmarkslaun verði hækkuð í maí, rétt áður en keppnin hefst til að friða verkamenn um það leyti sem athygli heimsins beinist að Mexíkó. Felix Fuentes skrifar um stjómmál í blaðið Ovaciones. Hann segir að Mexíkanar hafi tekið á sig miklar fjárhagslegar skuldbindingar er þeir tóku að sér keppnina. Mexíkanska stjómin segir að keppnin hafi ekki verið fjármögn- uð af opinberu fé, heldur hafí öll framlög komið úr einkageiranum. Keppnin hefst 31. maí og lýkur 29. júní. Leiknir verða 52 leikir á tólf leikvöngum í níu borgum og sjónvarpa bæði opinberar og einkasjónvarpsstöðvar leikjunum. Mexíkanar fá lán Mexikáborg.AP. ALÞJÓÐABANKINN hefur sam- þykkt að veita Mexíkönum fjögur lán að upphæð 574 milljónir doll- ara, að því er Mexikóstjóm tU- kynnti i gær. Lánin verða veitt til að hjálpa Mexíkönum að bæta upp tjónið af jarðskjálftunum sl. haust. Lán þessi eru árangur viðræðna Mexíkóstjómar við ýmsa aðilja. Mexíkanar þurfa á a.m.k. íjórum milljónum dollara að halda frá utan- aðkomandi aðiljum til þess að hrinda á brott aðsteðjandi Qármálaörðug- leikum. Sýning \ í dag 12. apríl kl. 10 —16 Gjörio svo vel og lítið inn Við sýnum eldhúsinnréttingar, innihurðir, fataskápa, viðarþiljur eða allt í íbúðina eða húsið. Notum eingöngu 1. flokks hráefni. Vönduð vinna, sérsmíðum. Fagmenn með 20 ára reynslu verða á staðnum. Míele Nú bjóðum við einnig hin vönduðu vestur-þýzku innréttingar Skeifan 7 - Reykjavík - Símar 83913 -31113 eldhústæki. Sýnum keramikhelluborð, blásturs- ofna, örbylgjuofna, viftur, stjórn- borð, uppþvottavélar, ísskápa. Samræmt útlit. Við mælum með Miele Annað er málamiðlun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.