Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.04.1986, Blaðsíða 27
?Q< IÍ*3LCJJ! A£TSÍ t rVTl_/ T QUIA IQ'ATIIWC\*fi MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR12. APRU, 1986 :"&7 Aukakosníngar í Fulham: 10,8% sveifla yfir til Verkamannaflokksms London. AP. NEIL Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, fagnaði sigri flokksins í aukakosningum í kjördæminu Fulham í London er úrslit lágu fyrir í gær. Flokkur- inn vann sæti af íhaldsflokknum og er þetta fyrsti sigur Verka- mannaflokksins á Ihaldsflokkn- um { aukakosningum í Lundúna- kjördæmi í 29 ár. Fylgisaukning Verkamanna- flokksins, miðað við úrslit síðustu þingkosninga, nam 10,8 prósentum. Frambjóðandi flokksins, Nicholas Raynsford, hlaut 3.503 atkvæða meirihluta. Hann hlaut 16.451 Svíþjóð: Allsherj arfríður á vinnumarkaðnum Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara MorgTinbladsins. ALLSHERJARFRIÐUR tókst á sænska vinnumarkaðnum í gær, þegar Sænska vinnuveitendasambandið, SAF, og Sænska alþýðusam- bandið, LO, skrifuðu undir tveggja ára samning, sem kveður á um u.þ.b. 9,5% launahækkun. Samkvæmt samningnum hækka laun allra um minnst 400 s. krónur á mánuði á árinu 1986 og um minnst 350 krónur á mánuði 1987 — nákvæmlega eins og samið var um við PTK, Samtök skrifstofu- manna hjá einkafyrirtækjum, á fimmtudag. Þá fá launþegar sérstakt 600 króna framlag og félagsmenn í verkalýðsfélögunum njóta sams konar sjúkratrygginga og opinberir starfsmenn, þ.e.a.s. fá greidd óskert laun frá fyrsta veikindadegi. Hjá vaktavinnufólki styttist vinnuvikan Hagamús kom öryggisvörð- um í uppnám Bonn, Vestur-Þýskalandi. AP. VOPNUM búnir öryggisverðir Chun Doo Hwans, forseta Suður-Kóreu, sem er i opin- berri heimsókn í Vestur- Þýskalandi um þessar mundir, á fyrstu ferð sinni til Evrópu, hlupu upp til handa og fóta í gær til þess að klófesta óboð- inn gest í vistarverum forset- ann — litla, gráleita hagamús. Þegar fréttamenn komu á vettvang til að vera viðstaddir fund þeirra Chuns og Hans- Dietrich Genscher utanríkisráð- herra snemma í gærmorgun, voru öryggisverðimir í við- bragðsstöðu. Meðan fréttamennimir fylgd- ust með, eltu verðimir músina inn í fordyri gestabústaðarins. Loksins tókst þeim að króa hana af úti í homi, aðeins spönn frá fundarherberginu. En músin slapp á braut, líklega á milli lausra gólfborða. Fáum mínútum síðar gátu fréttamenn ekki betur séð en mýsla væri að spranga fyrir utan gestabústaðinn. Og aftur gekk hún úr greipum öryggisvarð- anna. Einn starfsmannanna á staðnum heyrðist þá kalla til öryggisvarðanna: nÞið skjótið ekki á litla greyið." Ekki er ljóst, hver örlög mýslu urðu eða hvar hún heldur sig nú. í 38 stundir. Talsmaður LO, Stig Malm, kvaðst ánægður með árangur samningaviðræðnanna, en lagði áherslu á, að nú þyrfti að fylgja samkomulaginu eftir með aðgerð- um á fleiri sviðum til þess að draga enn frekar úr verðbólgunni. I því sambandi krafðist Malm m.a. áframhaldandi vaxtalækkunar og lækkunar á húsaleigu í kjölfar lægra dollaragengis og olíuverðs. Talsmaður vinnuveitenda, Bo Rydin, kvaðst sáttur við samning- inn, en krafðist þess, að ríkisstjóm- in beitti sér fýrir því að hleypa auknum krafti í iðnaðinn, t.d. með fjárfestingarframlögum og skatta- lækkunum. Rydin kvaðst vona, að ríkisstjórnin kæmi með tillögur þar að lútandi eftir nokkrar vikur. atkvæði, eða 44% fylgi, frambjóð- andi íhaldsflokksins 12.948, eða 35%, frambjóðandi kosningabanda- lags jafnaðarmanna og frjálslyndra 6.953 atkvæði, eða 19% fylgi. Afganginn hlutu átta frambjóðend- ur. íhaldsmenn unnu Fulham með 4.789 atkvæða meiríhluta f síðustu kosningum. Leiðtogar Verkamannaflokksins og íhaldsflokksins lýstu sig ánægða með slaka útkomu kosningabanda- lagsins. Bandalagið hefur í skoð- anakönnunum virst jafn fylgismikið og stóru flokkamir tveir. David Owen, leiðtogi Jafnaðarmanna- flokksins, lét í Ijós mikla óánægju með árangurinn, sem hann kvað slæman. Kinnock sagði sigurinn vera upphafið að nýrri sókn flokks síns, sem leiða myndi til valdatöku Verkamannaflokksins í næstu kosningum, en Margaret Thatcher, forsætisráðherra, og leiðtogi íhaidsflokksins, verður að efna til kosninga í síðasta lagi í júní 1988. Leiðtogar Verkamannaflokksins sögðu flokkinn nú lausan við innán- flokkseijur og uppivöðslu vinstri- manna og væm úrslitin staðfesting áþví. Thatcher sagði að úrslitin væm dæmigerð fyrir það sem stjómar- flokkur gæti búizt við á jniðju kjör- tímabili og kvað hún íhaldsmenn myndu vinna sætið í þingkosning- um. Flokkur hennar vann Fulham 1979, og hefur haldið kjördæminu síðan, en þar áður hafði Verka- mannaflokknum sætið í 30 ár. „Við emm enn með vænan meirihluta og svo verður áfram,“ sagði Thath- cer, sem vísaði þeirri kenningu á bug, að kjósendur hefðu misst tiltrú á íhaldsflokkinn. ynwfcwpggy t ^ Azteca-leikvangurinn. Þar verður heimsmeistarakeppnín sett og þar verður einnig úrslitaleikurinn leikinn. „Viljum ekki mörk - við viljimi baunir“ Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu vekur deilur í Mexíkó Mexíkóborg. AP. ÞAÐ hefur valdið miklum deilum í Mexíkó að þar eigi að halda næstu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu vegna þess efnahags- vanda, sem að landinu steðjar. Mexíkanar eiga nú við efna- hagskreppu að stríða, sem er sú mesta í marga áratugi. Ýmsir gagnrýnendur segja að stjómin í Mexikó hafi ákveðið að halda keppnina þegar Kólumbíumenn hættu við 1983 til þess eins að friðþægja óánægða þjóðina. Þær þúsundir manna, sem misstu heimili sín í jarðskjálftun- um á síðasta ári, hafa gert heims- meistarakeppnina að tákni fyrir málstað sinn: „Við viljum ekki heimsmeistarakeppnina, við vilj- um heimili" og „Við viljum ekki mörk, við viljum baunir". Slagorð á borð við þessi má víða sjá á spjöldum í mótmælagöngum. Sumir hinna heimilislausu hóta að slá upp tjöldum fyrir utan Asteka fótboltavöllinn í Mexíkó- borg þegar opnunarleikurinn verður Ieikinn ef ekki verður búið að leysa vanda þeirra. Vangaveltur eru nú um það hvort lágmarkslaun verði hækkuð í maí, rétt áður en keppnin hefst til að friða verkamenn um það leyti sem athygli heimsins beinist að Mexíkó. Felix Fuentes skrifar um stjómmál í blaðið Ovaciones. Hann segir að Mexíkanar hafi tekið á sig miklar fjárhagslegar skuldbindingar er þeir tóku að sér keppnina. Mexíkanska stjómin segir að keppnin hafi ekki verið fjármögn- uð af opinberu fé, heldur hafí öll framlög komið úr einkageiranum. Keppnin hefst 31. maí og lýkur 29. júní. Leiknir verða 52 leikir á tólf leikvöngum í níu borgum og sjónvarpa bæði opinberar og einkasjónvarpsstöðvar leikjunum. Mexíkanar fá lán Mexikáborg.AP. ALÞJÓÐABANKINN hefur sam- þykkt að veita Mexíkönum fjögur lán að upphæð 574 milljónir doll- ara, að því er Mexikóstjóm tU- kynnti i gær. Lánin verða veitt til að hjálpa Mexíkönum að bæta upp tjónið af jarðskjálftunum sl. haust. Lán þessi eru árangur viðræðna Mexíkóstjómar við ýmsa aðilja. Mexíkanar þurfa á a.m.k. íjórum milljónum dollara að halda frá utan- aðkomandi aðiljum til þess að hrinda á brott aðsteðjandi Qármálaörðug- leikum. Sýning \ í dag 12. apríl kl. 10 —16 Gjörio svo vel og lítið inn Við sýnum eldhúsinnréttingar, innihurðir, fataskápa, viðarþiljur eða allt í íbúðina eða húsið. Notum eingöngu 1. flokks hráefni. Vönduð vinna, sérsmíðum. Fagmenn með 20 ára reynslu verða á staðnum. Míele Nú bjóðum við einnig hin vönduðu vestur-þýzku innréttingar Skeifan 7 - Reykjavík - Símar 83913 -31113 eldhústæki. Sýnum keramikhelluborð, blásturs- ofna, örbylgjuofna, viftur, stjórn- borð, uppþvottavélar, ísskápa. Samræmt útlit. Við mælum með Miele Annað er málamiðlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.