Morgunblaðið - 12.04.1986, Side 43

Morgunblaðið - 12.04.1986, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1986 43 Minning: GuðmundurL. Þor- steinsson, Olafsfirði Guðmundur L. Þorstejnsson, sem kvaddur er í dag frá Ólafsfjarðar- kirkju, fæddist 2. janúar 1906 í Ólafsfirði. Hann andaðist sunnu- daginn 6. apríl síðastliðinn eftir stutta legu. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og Þor- steinn Þorkelsson, hreppstjóri frá Ósbrekku í Ólafsfirði. Guðmundur ólst upp f stórum systkinahópi. Þetta voru óvenju tápmiklir og glaðværir unglingar sem öll lærðu snemma að taka til hendinni, eins og títt var í þá daga. Þorsteinn faðir Guðmundar var forystumaður í sinni sveit og áhrifamaður á fyrri hluta þessarar aldar. Þá má segja að sú kynslóð, sem þá óx upp í Ólafsfirði og helgaði sveit sinni krafta sína. hafi lagt grunninn að því sem Ólafsfjörður er í dag. Guðmundur L. Þorsteinsson var einn af þeim. Hann tók virkan þátt í atvinnu- og menningarlífi í Ólafsfírði og það hefur áreiðanlega aldrei hvarflað að honum að gefast upp, þrátt fyrir margvíslega erfiðleika og að ytri skilyrði væru ekki alltaf hagstæð. Áhugi hans og framkvæmdavilji hélst alla tíð og hann var jafnan hvetjandi um áframhaldandi upp- byggingu atvinnulífs í Ólafsfirði. Hann trúði á framtíð sinnar heima- byggðar og hann sá marga sína drauma rætast. Það eru slíkir menn sem eru hveiju byggðarlagi nauð- synlegir. Ungur hóf hann sjósókn og gekk til annarra starfa sem til féllu, fór meðal annars á vetrarvertíðir til Vestmannaeyja, því ekki var alltaf mikið um að vera á þessum árum heima. Hann var skipstjóri ungur maður og gerði síðar út sinn eigin bát. Síðar var hann verkstjóri bæði hjá Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar og Söltunarfélagi Ólafsfjarðar. Um tíma ráku þeir feðgar, Sigurður og Guðmundur, fískverkun og byggðu þá myndarlegt fiskverkunarhús undir starfsemina. Síðari hluta ævinnar starfaði Guðmundur að verslunarstörfum og rak ásamt fleirum verslunina Valberg og út- gerðarfélagið Sæberg f Ólafsfirði. Guðmundur var óvenju vinnu- samur maður og má segja að hann hafí vart unnt sér hvíldar meðan heilsan leyfði. Hann gerði kröfur til annarra, en ekki síður til sjálfs sín. Hann var hagsýnn og gætinn í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Árvekni hans og samviskusemi var öðrum til fyrirmyndar. Hann gat verið allra manna skemmtilegastur, sagði vel frá og hafði frá mörgu að segja. Söngmaður var hann góð- ur, eins og hann átti kyn til, söng meðal annars með Kirkjukór Ólafs- fjarðar og Karlakór Ólafsfjarðar í áraraðir. Þess má geta að systkinin stofnuðu sjóð til minningar um móður sína, til eflingar kirkjusöng og sönglífi í Ólafsfirði. Á jmgri árum starfaði Guðmundur mikið að félagsmálum, tók meðal annars þátt í leikstarfsemi þeirra ára og var virkur í íþrótta- og ungmennastarfi, og var formaður íþróttafélagsins um tíma, en faðir hans var einn af frumkvöðlum að stoftiun Ung- mennafélagsins í Ólafsfirði. Eftirlifandi eiginkona Guðmund- ar er Jónína dóttir Snjólaugar Sig- urðardóttur og Þorsteins Þorsteins- sonar útgerðarmanns í Ólafsfirði. Böm þeirra eru: Sigurður verslun- arstjóri, giftur Bimu Friðgeirsdótt- ur, búsett í Ólafsfirði; Gunnhildur, ógift, starfsmaður Pósts og síma, búsett í Reykjavík; og Guðrún gift Einari Eiríkssyni, búsett að Mikla- holtsheili í Hráungerðishreppi. Hjónaband Guðmundar og Jónínu var einkar farsælt og hamingjuríkt og vora þau samhent og samstiga í öllu á langri ævi. Ég á Mumma, eins og hann var oftast kallaður, margt að þakka. Áratuga lærdómsríkt samstarf og samvinna, sem aldrei bar skugga á, . skilur eftir djúp spor og ber að þakka að leiðarlokum. Eg sendi Jónínu, bömunum og öðram ætt- ingjum bestu kveðjur og bið Guð að blessa minningu Guðmundar L. Þorsteinssonar. Jón Þorvaldsson Grunnskólinn á ísafirði: Engin stærðfræði- kennsla 18. bekk „Frá 13. feb. sl. hafa nemendur 8. bekkjar Grunnskólans á ísafirði ekki notið stærðfræðikennslu skv. stundaskrá. Orsök þess er sú að enginn hefur fengist til að kenna þessa grein í forföllum kennarans. Mikið hefur verið auglýst og leitað, en án árangurs," segir í frétt frá Foreldrafélagi Grunnskólans á ísafirði. „Þetta er nánast óviðunandi ástand og skapar erfiðleika í áfram- haldandi námi þessara nemenda, sem á næsta ári eiga að taka samræmd próf. Þó að við viljum ekki gera upp á milli einstakra námsgreina hljótum við að álykta að stærðfræði sé ein mikilvægasta undirstaða í öllu öðra námi. Af þessu tilefni viljum við beina því til menntamálaráðuneytisins hvort ekki sé tímabært og nauðsyn- legt að taka upp sérstakt stöðugildi forfallakennara við Grannskólann á ísafirði." Æskulýðsfélög kirjunnar halda sameiginlegan fund ÆSKULÝÐSFÉLÖG Fella- og Hólasóknar, Seljasóknar, Bústaðasókn- ar, Háteigssóknar, Nessóknar, Laugarnessóknar, Garðasóknar og Ungs fólks með hlutverk, gangast fyrir samveru í safnaðarheimili Garðasóknar, Kirkjuhvoli, laugardaginn 12. apríl nk. Dagskráin hefst um kl. 13.00 með bæn, ritningarlestri og ýmsu sem hristir hópinn saman. Um kl. 14.00 verður fræðsluerindi sem sr. Helga Soffía Konráðsdóttir sér um og tengist yfirskrift samverunnar sem er „Jesús kenndi og sendi". Eftir erindið verður síðan unnið með efnið á ýmsan hátt, s.s. í samræðuhópum, leiklistarhópum, myndlistarhópum o.fl. og efnið túlk- að á mismundandi hátt. Um kvöldið verður svo efnt til samkomu sem allir era velkomnir á í Kirkjuhvoli. Þar verður vikill söngur, leiklist, bænir, og stutt predikun unnin í hópvinnu. Hefst ' húnkl. 20.30. Þessi félög hafa oft áður haft samverar líka þessari og farið hefur verið á mót í Skálholti og víðar. Allt undirbúningsstarf er unnið í góðri samvinnu við Æskulýðsstarf þjóðkirlqunnar og munu tveir að- stoðar-æskulýðsfulltrúar þjóðkirkj- unnar stjóma samveranni ásamt leiðtogum félaganna. (Fréttatilkynning.) Bjöm Jóhannsson vélsljóri - Minning Við lítum á alla hluti sem sjálf- sagða, tíminn líður og við hlaupum á eftir öllum gæðum veraldar til að tryggja okkur sem besta framtíð. Við fáum víst litlu ráðið um hana þrátt fyrir allt streðið. Að sinni hafa leiðir okkar Bjöms bróður míns skilið, svo skyndilega. Mér verður hugsað til baka. Margt sem hann fékkst við heillaði mig, ég fylgdist með þegar hann var að læra, fékkst við módelin eða framkallaði myndir. Þá man ég að jólakortin sem hann gerði vora alveg eins og frá jólasveininum. Við yngstu krakkamir fengum líka að taka þátt í leikjum stóra strákanna í götunni, svo sem að rekja upp kaðla fyrir útgerðina þeirra Ufsa hf. Einn nóvemberdag fyrir mörgum áram vakti Bjöm mig og sagði mér frá litlu systur okkar. Við voram oft samtaka, völdum gjafir sem hann þó borgaði víst oftast, skoðuð- um í kökukassana hennar mömmu og ýmislegt annað. Þegar hann keypti fyrsta bflinn var ekki laust við stolt í mínum huga. Hann var líka ótrúlega viljug- ur að þeytast með mig eitt og annað. í sambandi okkar síðustu ár skiptist á með skini og skúram. Við höfðum ólíkar skoðanir um ýmis gæði lífsins. í vetur áttum við saman ánægjulegar stundir bæði hér í Kaupmannhöfn og á meðal fjölskyldunnar um jólin. Mér þótti vænt um símtölin við hann í vetur, ég átti von á einu slíku þegar fregnin barst. Ég minnist elsku Bjössa sem góðs bróð- ur og frænda. Elsku systrabömin okkar hafa síðustu ár notið hlýju hans ríkulega. Ég vil þakka honum fyrir árin sem við áttum saman. Vibba systir Minning: Guðmunda Gísla- dóttir, Brekku Fædd 26. nóvember 1900 Dáin 3. apríl 1986 í dag er til moldar borin amma okkar, Guðmunda Gísladóttir. Hún fæddist á Seljardal í Kjós 26. nóv- ember 1900. Að Brekku á Hval- fjarðarströnd kom hún árið 1937, og hefur búið þar síðan. Amma giftist afa, Gísla Magnússyni, 4. nóvember 1938, og vora þau mjög samhent alla tíð. Amma naut þess að vera í góðum félagsskap, enda var hún kát og félagslynd að eðlis- fari. Hún var mjög gestrisin og var oft á tímum margt um manninn á Brekku. Hún naut þess að veita vel hveijum þeim er kom í heimsókn. Amma hafði gaman af sögum og ljóðum og var sérlega ljóðelsk. Og við vitum að hún orti talsvert sjálf. Við systumar ólumst upp á Brekku til 12 ára aldurs og var oft glatt á hjalla á þeim áram. Nú þegar amma er farin frá okkur koma minnin- gamar upp í hugann og söknuður- inn er mikill. Með þessum fátæklegu orðum þökkum við elsku ömmu okkar allar þær stundir sem við áttum saman. Við biðjum Guð að blessa afa okkar og veita honum styrk í sorg sinni. „Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mínverivömínótt. Æ, virst mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt.“ (S. Egilsson.) Helga og Magga t Þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, INGUNNAR BJARNADÓTTUR frá Látrum í Aöalvík, til heimilis að Stóragerði 10. Birna Elíasdóttir, Ingibergur Elfasson, Þórunn Elfasdóttir, Gfsli Elfasson, Bjargey Elfasdóttir, Bjarni Elíasson, barnabörn og Guðjón Böðvar Jónsson, Edda Bragadóttir, Ágúst M. Haraldsson, Ingunn Þorleifsdóttir, Gfsli Geir Jónsson, barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sendu minningargjafir og sýndu okkur hlýhug og vinarþel viö fráfall og útför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, ÁGÚSTUJÓSEPSDÓTTUR, Furugrund 36, Kópavogi. Eygló Yngvadóttir, Þorgeir Yngvason, Þrúður Pálsdóttir, Óskar Yngvason, Guðrún Hjaltadóttir, Sólrún Yngvadóttir, Ásmundur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúö viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóður og ömmu, PÁLÍNU JÓHANNESDÓTTUR frá Húsavfk. Svava Karlsdóttir, Hinrik Þórarinsson, Áki Karlsson, Gunnsteinn Karlsson, Erla Eggertsdóttir, Kristján Karlsson, Elfsabet Jónasdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir útför, t auösýnda samúö og hlýhug við andlát og ÖLVERS M. WAAGE, Hamraborg 18, Kópavogi. Guðrún E. Waage og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.