Morgunblaðið - 18.04.1986, Side 21

Morgunblaðið - 18.04.1986, Side 21
MORGUNBLAÖIÐ, FÖSTUDAGtíR 18. ÁPRÍL: íé§é. 21 Hvítir menn standa fyrir hryðjuverkum — segir Tutu biskup í Suður-Afríku Jóhannesarborg. AP. DESMOND Tutu, biskup í Suð- ur-Afríku, sagði í gær að það væru ekki andstæðingar kyn- Eiginkonan var of þung fyrir veginn Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgnnbladsins. Langferðabílstjórinn Bárd Bigset var dæmdur til að greiða 170 norskar krónur í sekt þar sem kona hans, Valgjerd, reynd- ist of þung. Þegar hún settist inn í bílinn reyndist hann ofhlaðinn. Atvikið átti sér stað í Guðbrands- dalnum. Bigset var þar á ferð er vegaeftirlitið stöðvaði hann og vildi fá að kanna hleðslu bifreiðarinnar. Við vigtunina reyndist bifreiðin með hlassinu, og Bigset undir stýri, ná- kvæmlega á hámarksþunga. Eftir- litsmennimir ætluðu að útskrifa bifreiðina er einn þeirra uppgötvaði að konan sat ekki í bönum við vigtunina; hún hafði skotist inn á salemi. Valgerður var sótt í snarhasti og vigtun endurtekin, því hún var farþegi í bifreiðinni. Sigu þá vogar- stangimar um of og konan reyndist vera yfirhleðslan. Skrifuð var í skyndi sektarnóta vegna konu- þyngdarinnar. Bílstjórinn hélt eftir- litsmennina vera að grínast, en á daginn kom að þeim var alvara og stóðu fastir á sínu og kröfðust sektargreiðslu. Bigset segir í fjöl- miðlum að eftirlitsmennimir hafi með þessu verið að sýna vald sitt, en það hljóti að vera takmörk fyrir því hve langt skuli gengið í tilvikum sem þessum, því konan sín sé engin hlussa, heldur á kjörþyngd. Hann muni því ekki krefjast þess að hún megri sig fyrir næsta bíltúr. þáttastefnunnar, sem stæðu fyrir hryðjuverkum í landinu, heldur væri það ríkisstjórn hvita minni- hlutans, sem bæri einkum ábyrgð á þeim. Tutu sagði þetta er hann kom í fyrsta skipti fram eftir að hann var kjörinn erkibiskup í Höfðaborg og þar með yfirmaður ensku biskupa- kirkjunnar. Á fundi þarlenda kirkju- ráðsins sagði hann ennfremur að „varla nokkur hvítur maður and- mælti þessu löggilta ofbeldi, sem haft er í frammi gegn fólki okkar, sérhvem dag í lífi þess. Desmond Tutu, biskup. Hið raunvemlega ofbeldi í Suð- ur-Afríku, er ofbeldi kynþáttastefn- unnar," sagði Tutu. Hann var að bregðast við fullyrðingum ríkis- stjómarinnar þess efnis, að blökku- menn væru með uppþot og hryðju- verk til þess að fella stjóm hvíta minnihlutans. Tutu hlaut friðar- verðlaun Nóbels árið 1984. Frakkland; 13 hryðjuverka- menn handteknir Paris. AP. FIMMTÍU og þrír voru teknir til yfirheyrslu í gær vegna gruns um hlut að hryðjuverkum og var 13 af þeim haldið eftir í vörslu iög- reglu. Leitaði lögreglan í híbýlum hinna grunuðu og komst yfir fjögur kíló af sprengiefni, vélbyssu og skotvopn og skotfæri, auk nær 15 milljóna íslenskra króna. Reyndust peningarnir vera hluti þýfis úr bankaráni í Frakklandi í síðasta mánuði, þar sem alls var stolið 29 milljónum franka eða meira en 160 milljónum íslenskra króna. Handtökumar fóru fram í tengsl- um við rannsókn á morðtilræði við varaforseta franska vinnuveitenda- sambandsins á þriðjudaginn var. Hann komst ósærður frá tilræðinu, en bílstjóri hans liggur hættulega særður í sjúkrahúsi. Frönsku hryðjuverkasamtökin Action directe eru talin hafa staðið að baki tilræð- inu. Meðal þeirra sem handteknir vom, er Hamid E1 Allaout, en á heimili hans fundust sprengiefnin og vélbyssan. Hann er talinn vera í tengslum við Action directe- samtökin. Nicaragua: Valdabarátta milli leiðtoga skæruliða Washington. AP. LEIÐTOGAR skæruliða upp- reisnarmanna, sem beijast gegn ríkisstjórninni í Nicaragua, eiga Bandaríkin; St. Helen bærir á sér Vancouver, Baudaríkjunum. AP. ELDFJALLIÐ St. Helen bærði á sér á nýjan leik eftir 10 mánaða hvíld á miðvikudaginn, er ösku- og gufustrókur stóð í allt að 5 kílómetra hæð yfir eldfjallinu. Jarðfræðingar segja að ekki sé um eiginlegt eldgos að ræða, þar sem hraun hafi ekki runnið frá íjallinu og það hafi ekki spúð frá sér eldi og eimyiju. Sögðu þeir að það hefði ekki verið óalgengt að gufustrókur stæði upp af fjallinu. Eldfj allið bærði síðast á sér í maí- mánuði 1985. í harðri innbyrðis valdabaráttu, að því er haft er eftir heimildar- mönnum nátengdum hreyfing- unni. Sagði að bæði skæruliðarnir og Bandaríkjastjóm hefðu reynt að þagga þessi innbyrðis átök niður til þess að draga ekki úr líkum á að Bandaríkjaþing samþykki að veita hundrað miljónir dollara í aðstoð til skæruliðanna. Deilurnar snúast um það hvort Adolfo Calero, foringi Lýðræðisafls Nicaragua (FDN), stærstu fylking- ar skæruliða, verði áfram atkvæða- mestur innan þeirra samtaka, sem hinar ýmsu fylkingar skæruliða eiga aðild að. Arturo Cruz og Alfonso Robelo, tveir fyrrum embættismenn Sandinista, sem nú starfa með Calero í þriggja manna stjórn Sameinaðrar andstöðu Nicaragua (UNO), vilja að meirihluta þurfi til að taka ákvörðun innan UNO en ekki einróma samþykki eins og nú er. Samkvæmt núgildandi reglum hefur Caléro í raun neitunarvald. Norskaríkis- stjórnin; Gjertsen hættir ráð- herradómi Oslo. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. ASTRID Gjertsen, ráðherra í norsku stjórninni, hefur beðist lausnar af heilsufarsástæðum. Gjersten var neytanda- og stjórnsýslumálaráðherra og við starfi hennar tekur Astrid Nökleby Heiberg. Gjertsen var lögð inn á sjúkra- hús á þriðjudag. Hún hafði lengi kvartað undan slappleika og þjáð- ist af mikilli streitu. Sjálf kveðst hún þurfa að hvílast á sjúkrahúsi í vikutíma, en læknar segja hana þurfa margra mánaða hvfld. Gjertsen naut mikillar virðingar sem ráðherra. Hún lét mjög að sér kveða í ýmsum málum, sem höfðuðu mjög til almennings, og gerði ýsmar ráðstafanir til að minnka skriffinsku í opinberum þjónustustofnunum. Arftaki Gjertsen, Astrid Nökleby Heiberg, er þingmaður og prófessor í geðlækningum við Óslóarháskóla. Hún var aðstoðar- ráðherra í félagsmálaráðuneytinu á síðasta kjörtímabili stjómarinn- ar, eða þar til í fyrrahaust. ERLENT Peningamir fundust í íbúð vina hans. Ránið var framið í Frakk- landsbanka í Niort, 4. mars síðast- liðinn. Sex grímuklæddir og vopn- aðir menn réðust inn í bankann og handtóku 30 starfsmenn. Þeir biðu þess síðan að aðstoðarforstjóri bankans kæmi til vinnu og neyddu hann síðan til að opna féhirslumar, tróðu fengnum í ruslapoka og komust undan. Ekki er ljóst hvort ránið var framið til þess að afla Qár til hryðjuverkastarfsemi eða hvort um venjulegan auðgunarglæp var að ræða. UNO var stofnað í júní og alla tíð síðan hefur Cruz þrýst á um endurbættur á forystu FDN í hem- aðarmálum og strangara eftirlit með því að mannréttindi séu í heiðri haldin. Calero hefur aftur á móti varið fyrri hernaðaraðgerðir FDN. Valdabaráttan innan UNO kom fyrst upp á yfirborðið 6. apríl. Þá var greint frá því að miklar manna- breytingar væm í vændum innan forystu skæruliðanna vegna ásak- ana um óstjórn. Veður víða um heim Lœgst Hasst Akureyri +3 snjóéi Amsterdam 7 12 skýjað Aþena 10 23 heiðskirt Barcelona 17 skýjað Berlin 4 16 skýjað Brussel 2 13 skýjað Chicago 1 14 heiðskirt Dublín vantar Feneyjar 16 skýjað Frankfurt 4 14 rigning Genf S 12 rigning Helsinki +1 6 heiðskírt Hong Kong 19 21 skýjað Jerúsalem 12 20 heiðskfrt Kaupmannah. 1 9 rigning Las Palmas 20 léttskýjað Lissabon 9 15 rigning London 5 10 skýjað Los Angates 11 22 heiðskirt Lúxemborg 10 skúrir Malaga 16 skýjað Mallorca 16 skýjað Miami 16 26 heiðskirt Montreal 3 18 skýjað Moskva 1 2 skýjað NawYork 6 11 rigning Ostó +2 1 skýjað París 6 12 skýjað Peking 10 26 haiðskírt Reykjavík 5 skúrir RíódeJaneiro 17 29 rigning Rómaborg 10 18 heiðskfrt Stokkhóimur +5 3 skýjað Sydney 19 26 heiðskírt Tókýó 7 16 skýjað Vinarborg 4 14 heiðskfrt Þórshöfn 5 skýjað GENGI GJALDMIÐLA London. AP. BANDARÍKJADOLLAR snar- lækkaði í Evrópu í gær og sömu sögu var að segja í Tókío gagn- vart japanska jeninu. Talið var, að lækkandi gengi dollarans ætti rót sína að rekja til yfirvofandi vaxtalækkunar bandaríska seðla- bankans. í London komst pundið upp í 1.5200 dollara (1,50225) og var FAG kúlu- og rúllulegur þannig hærra en nokkm sinni síðan í águst 1983. Gengi dollarans var annars þannig, að fyrir hann feng- ust 2,2275 vestur-þýzk mörk (2,2550), 1,8580 svissneskir frank- ar (1,8877), 7,0915 franskir frank- ar (7,1850), 2,5095 hollenzk gyllini (2,5465), 1.530,50 ítalskar lírur (1.548,50), 1,39055 kanadískir dollarar (1,3875) og 175,65 jen (177,65). pjÓN1 JSTA Pekk|NG FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 £

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.