Morgunblaðið - 18.04.1986, Side 45
-----—
Mikil heiðurskona, frú Valgerður
Erlendsdóttir, verður jarðsett í dag
frá Hafnarfjarðarkirkju. Vinkona
mín Valgerður var hvfldar þurfí
eftir langt og farsælt lífshlaup í rúm
90 ár.
Valgerður og Jóel Ingvarsson,
skósmíðameistari í Arahúsi, eins og
húsið þeirra var kallað hér áður
fyrr, voru hjón sem settu um ára-
tugaskeið mikinn svip á Hafnaríjörð
og voru í forystu í fjölþættu félags-
lífi Hafnfirðinga.
Fómfýsi og hjálpsemi var fyrst
og síðast það sem hugsað var um,
hvort heldur í hlut áttu skyldir eða
óskyldir.
í kristilegu starfi í KFUM og K
og Hafnarfjarðarkirkju voru þau í
forystu og náið var samstarf við
vin þeirra, séra Friðrik Friðriksson
æskuiýðsleiðtoga.
Ég var ekki hár í lofti þegar ég
kom fyrst í Arahús. Amma mín sem
bjó í næsta húsi sagði mér að þar
ættu vinir sínir heima. Vinir ömmu
minnar urðu mínir vinir og trú
vinátta og tryggð í hartnær hálfa
öld er nú þökkuð.
Um leið og ég kveð Valgerði
Erlendsdóttur með þakklæti, sem
ég veit að Hafnfírðingar taka undir,
biðjum við henni Guðs blessunar á
landi lifenda.
Öllum hennar sendir fjölskylda
mín samúðarkveðjur.
Matthías Á. Mathiesen
Á kveðjustund er mér efst í huga
þakklæti fyrir að hafa átt svona
einstaklega góða ömmu. Heimili
ömmu á Strandgötu eins og við
systumar kölluðum hana, og afa
Jóels, stóð mér alltaf opið og leit ég
á það sem mitt annað heimili.
Þangað var alltaf hægt að leita,
hvort sem var til að fá sér matar-
bita því það var langt heim úr skól-
anum, eða til að læra ef maður
þurfti frið fyrir háværum systmm
og þar gat maður jafnvel gist þegar
„skilningslausir" foreldrar voru
alveg að gera út af við mann á
unglingsárunum. AUtaf fannst mér
jafn gaman að hlusta á ömmu segja
frá lífínu í gamla daga og tel ég
það hafa verið mikilvægt fyrir mig
sem ungling að fá innsýn í þann
heim sem var svo ólíkur þeim sem
við nú lifum í.
Þar sem 65 ára aldursmunur var
á okkur ömmu kynntist ég henni
ekki fyrir alvöru fyrr en hún er
komin á áttræðisaldur. Miðað við
aldur var hún einstaklega ung í
anda og fylgdist vel með öllu sem
var að gerast í kringum hana. Það
sem mér fínnst þó helst hafa ein-
kennt ömmu var sérstaklega létt
lund og jákvætt hugarfar sem gerði
það að verkum að henni fannst
aldrei ástæða til að kvarta yfír
neinu og var ákafíega ánægð og
þakklát fyrir allt sem gert var fyrir
hana. Hæfíleiki hennar til að sjá
spaugilegu hliðamar á lífinu var
einstakur og átti hún mjög auðvelt
með að gera grín að sjálfri sér.
Vegna þessara kosta var skemmti-
legt að umgangast hana og mun ég
ávallt minnast hennar með þakklæti
°S hlýju- Þórdís Bjamadóttir
Birting afmæl-
is- ogminning-
argreina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins & 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfílegt er að
birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar getið.
Sama gildir ef sálmur er birtur.
MORGUNBLAÐID.FÖSTUDAGUR I?. APfiífí 1986
Minning:
Bjarki Ólafsson og
Vilberg Ö. Egilsson
Bjarki
Fæddur 8. janúar 1978
Dáinn 12. apríl 1986
Vilberg Örvar
Fæddur 18. mars 1978
Dáinn 12. apríl 1986
Hvi var þessi beður búinn,
bamið kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin,
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „Kom til mín!“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með Ijóssins öndum.
(Bjöm Halldórsson)
Það er svo erfítt að trúa því og
sætta sig við að Vilberg Órvar,
þessi litli systursonur minn, sé
okkur horfínn.
augu sem gátu horft svo spyijandi
á mann meðan beðið var eftir svari
við brennandi spurningu. Þá var
eins gott að hafa fullnægjandi svar
á reiðum höndum.
Elsku Jónína mín, Egill, Berg-
steinn, Sigmar, Egill Öm og Pétur,
megi góður guð styðja ykkur og
styrkja í þessari stóru sorg. Minn-
ingin um lítinn fallegan dreng lifír.
Ingibj örg Óskarsdóttir
Laugardagurinn 12. apríl rann
upp bjartur og fagur í Borgarfirðin-
um. Síðla dags leggst myrkur yfír.
Helfregn berst úr Borgamesi. Tveir
átta ára drengir hafa látið lífíð á
hörmulegan hátt. íbúar héraðsins
standa eftir harmi lostnir.
í litlu samfélagi eins og Borgar-
nesi setur hver einstaklingur mark
sitt á það í mun ríkari mæli en í
fjölmenni. Þannig var farið um þá
Vilberg og Bjarka. Tápmiklir strák-
ar sem tekið var eftir. Bjarki, ná-
granni okkar og vinur, var næstum
daglegur gestur á heimilinu og því
þungbær staðreynd að hann knýr
ekki framar dyra. Höggvið hefúr
Aðeins átta ára er hann hrifínn
á brott frá ástvinum sínum, ásamt
vini sínum og jafnaldra. Af hverju?
Hver er tilgangurinn? Hver skilur?
Er endalaust hægt að leggja á
suma?
Hann sem var svo fullur af lífí,
svo kröftugur og duglegur en gat
verið svo blíður og umhyggjusamur.
Mér er svo minnisstætt þegar ég
var í Borgamesi núna fyrir páska,
er ég kom inn í stofuna og sá þá
sitja saman iitlu bræðuma. Þeir
vom að horfa á bamaefni í sjón-
varpinu og Egill litli sat fyrir ofan
Villa sem hélt svo blíðlega og vemd-
andi utan um litla bróður sinn. Ég
man hvað þetta snart mig og ég
hugsaði með mér hvað það væri
dásamlegt að þeir væm svona góðir
vinir. Þá var horft til framtíðar.
Mér fínnst ótrúlegt að eiga ekki
eftir að heyra örlítið hása röddina
hans og sjá þessi fallegu brúnu
Guðmundur Guð-
mundsson - Kveðja
Fæddur 20. júli 1893
Dáinn 10. aprU 1986
Þann 10. aprfl bámst þær fregnir
að hann Guðmundur afí væri dáinn.
Fýrsta hugsunin var sú að nú væm
þau aftur saman, hann og amma.
Minningin vaknar um heimili
þeirra á Nesveginum, sem alltaf
stóð opið öllum gestum og vel og
hlýlega var tekið á móti okkur
bamabömunum og alltaf var tími
til að tala við okkur, þó aldrei félli
þeim verk úr hendi.
Hann afi vann í Garðyrkjustöð-
inni í Laugardal fram yfír áttrætt
og hafði mikinn áhuga á garðrækt,
sem sást best á garðinum þeirra
sem var blómum skrýddur, þrátt
fyrir nálægðina við hafíð.
Árið 1977 lést hún amma okkar
og afí flutti til okkar í Skólagerðið,
en síðustu æviárin dvaldi hann á
Hrafnistu í Reykjavík, þar sem
hann naut góðrar umönnunar á
hjúkrunardeild. Allt undir það síð-
asta var hann til í að koma með í
bfltúr eða í heimsókn ef heilsan
leyfði.
Nú er þetta liðin tíð, en minning-
amar lifa og það eru góðar minn-
ingar um góðan mann sem ylja um
hjartarætumar um alla framtíð.
Sigrún, Oddrún og Guðrún.
Æ
verið skarð í vinahóp en minningin
um góða félaga lifir. Við spyrjum
um tilganginn en þegar stórt er
spurt verður lítið um svör.
Foreldrum, systkinum, ömmum,
öfum, svo og öðrum aðstandendum
vottum við dýpstu samúð. Guð gefí
ykkur styrk í mikilli sorg.
Fjölskyldan Borgarbraut 30.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HELGU GRÍMSDÓTTUR
frá Dal við Múlaveg,
Efstasundi 80.
Aðalheiður Magnúsdóttir,
Guðrún Magnúsdóttir,
Rakel Magnúsdóttir,
Þórdís Magnúsdóttir,
Helga Magnúsdóttir,
Guðrún Emelía Sigurðardóttir,
Ragnar Magnússon,
Óskar Jacobsen,
Gunnar Sigurðsson,
Karl Egilsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við útför
móðurokkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HALLDÓRU GUNNARSDÓTTUR,
Bakkagerði 6.
Sórstakar þakkir skulu færðar starfsfólki Landakotsspítala fyrir
frábæra umhyggju
Guðmundur Guðmundsson,
Gunnar Guðmundsson,
Reynir Guðmundsson,
Ninna Guðmundsdóttir Snead,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts,
KRISTJÁNS BIRNIS SIGURÐSSONAR
frá Ármúla.
Guðs blessun fylgi ykkur öllum.
Gerður Kristinsdóttir og börn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
BJÖRNS GRÍMSSONAR.
Asta Björnsdóttir,
Gerður Björnsdóttir,
Matthías Björnsson,
Harpa M. Björnsdóttir,
Grímur M. Björnsson,
Jakobína E. Björnsdóttir,
Karl H. Björnsson,
Haukur Þorleifsson,
Fjóla Guðjónsdóttir,
Ásbjörn Magnússon,
Margrét Oddgeirsdóttir,
Árni Einarsson,
Hulda Bjarnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns,
fósturföður okkar, tengdaföður og afa,
DAGBJARTAR GRIMSSONAR,
Skálagerði 13,
Reykjavík.
sérstakar þakkirtil starfsfólks og samlegusjúklinga á Grensás.
Erna S. Jónsdóttir,
Dagbjört H. Guðmundsdóttir Foscherari, Paolo Foscherari,
Erna Dagbjört Stefánsdóttir, Pótur Pétursson
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR,
Vitastíg 17.
Ragna Jörgensdóttir,
Guðmundur Ingi Sigurðsson, Guðný Baldursdóttir,
Kristín Sigurðardóttir, Viðar Björnsson,
Halldór Ársælsson, Guðfinna Sigurjónsdóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhannes Ragnarsson
og barnabörn.