Morgunblaðið - 18.04.1986, Side 35
MORGUNBLAÐIS, FÖSTUDAGUR18. APRfL 1986
Þórunn Jóhannes-
dóttir - Minning
Fædd 22. október 1899
Dáin 9. apríl 1986
Þegar ég fylgi tengdamóður
minni, Þórunni Jóhannesdóttur, síð-
ustu sporin, fer ekki hjá því að
ýmsar minningar koma fram í
hugann.
Hún var komin yfir miðjan aldur
þegar við kynntumst. Ég kom þá
ung stúlka á heimili þeirra Jóns
Bjamasonar á Vesturgötu 105 á
Akranesi. Þau hjón tóku mér opnum
örmum eins og dóttur.
Þórunn hafði þá fengið vænan
skerf bæði af gleði og sorgum lífs-
ins. Má segja að annar kafli í lífi
hennar væri hafinn fyrir nokkrum
árum. Jón Bjamason var seinni
maður hennar en fyrri mann sinn,
Bjama Jóhann Bogason, bónda í
Neðri-Hól í Staðarsveit, hafði hún
misst eftir 20 ára sambúð. Með
honum hafði hún eignast þrjá syni,
Boga Jóhann, Sveinbjöm og Pál
Steinar, og eina dóttur, Guðrún sem
lést nokkurra daga gömul. Var hún
Þórunni mikill harmdauði og bar
hún eftir það sár sem aldrei greri.
En þó hún fengi þannig sinn
skerf af sorgum og erfíðleikum, t.d.
brann bærinn þeirra og yngsti
sonurinn bjargaðist fyrir krafta-
verk, þá lét hún aldrei bugast og
gleðin var henni tryggur fömnaut-
ur. Hún naut innilega sonarbam-
anna og samvista við þau. Mér em
minnisstæðar ferðimar upp á Akra-
nes, í kálgarðinn til afa og ömmu,
bæði vor og haust í yfír tuttugu
ár. Þá var hún í essinu sínnu. Og
alltaf var eins og skaparinn sæi til
þess að hún fengi gott veur þegar
hópurin hennar mætti í garðinn.
Og þá var veitt af rausn því bæði
vom með afbrigðum gestrisin og
rausnarleg.
Hún lét heldur ekki deigan síga
þegar Jón missti heilsuna. Þá hjúkr-
aði hún honum og hugsaði um hann,
þótt hún væri sjálf heilsulítil, meðan
nokkur leið var að hann gæti verið
heima.
Eftir að hann lést flutti hún til
Reykjavikur til að geta verið í nám-
unda við synina og íjölskyldur
þeirra. Þrátt fyrir versnandi heilsu
auðnaðist henni, í skjóli sonanna
og með dyggri hjálp Áslaugar
tengdadóttur sinnar, að dveljast á
heimili sínu þar til kraftana þraut
og hún varð að leggjast inn á
Landspítalann. Þar naut hún góðrar
hjúkmnar og nærgætni. Þar lést
hún 9. apríl.
Með þessum kveðjuorðum vil ég
þakka Þómnni allt sem hún var
mér og fjölskyldu minni þau ár sem
við vomm samferða.
Minningamar leita á en þá fyrst
þegar mikið þaf að segja verður
manni ljóst hve orð mega sín lítils.
Megi sá Guð sem hún trúði á og
treysti vera sál hennar líknsamur.
Gróa Ormsdóttir
Okkur systkinin langar með fá-
einum orðum að minnast ömmu
okkar, Þómnnar Jóhannesdóttur.
Minnigin um hana mun lifa í
hugum okkar eins og hún var á
bemskuárum okkar, er hún og afí
bjuggu á Akranesi. Hjá henni kom
fjölskyldan saman og frá þeim
dögum eigum við margar bjartar
minningar.
Hún var í okkar augum hin full-
komna amma, svo glaðvær og hlý,
og góð við okkur krakkana. Sömu
blíðu hafa svo okkar böm fengið
að njóta hjá henni hin síðari ár þótt
samveran hafí verið af of skomum
skammti sökum fjarlægðar.
Við þökkum allar góðu stundim-
ar með ömmu, og treystum því að
hún hvíli nú sæl eftir langan ævi-
dag.
Margseraðminnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margseraðminnast,
maigseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V.B.)
Helga, Birna, Lalli,
Jónsi og Björk.
Þann 8. þ.m. lést í Landspítalan-
um Þómnn Jóhannesdóttir, síðast
til heimilis á Kleppsvegi 8, Reykja-
vík, á áttugasta og sjöunda aldurs-
ári.
Þómnn fæddist 22. september
1899 í Lambhaga í Mosfellssveit.
Foreldrar hennar vom hjónin Ragn-
hildur Steinunn Þórðardóttir ljós-
móðir í Staðarsveit og Jóhannes
Þorláksson frá Varmadal, Mosfells-
sveit. Þau fluttu í Ytri-Tungu árið
1907. Tóku þá við jörðinni af föður '
Steinunnar og bjuggu þar til dánar-
dægurs, Jóhannes lést 1928 en
Steinunn 1933.
Foreldrar Steinunnar, Þórður .
Sveinbjömsson, prests Sveinbjöms-
sonar á Staðarhrauni, og Guðrún
Gísladóttir frá Hraunhöfn í Staðar-
sveit, bjuggu fyrst að Skiphyl í
Hraunhreppi, síðan í Hrútsholti,
Eyjahreppi, og síðast bjó Þórður í
Ytri-Tungu, en var búinn að vera
lengi ekkjumaður þegar Steinunn
dóttir hans tók við jörðinni. Þórður
var maður vel að sér og talsvert
lærður, sem ekki var almennt á
þessum ámm. Hann tók að sér
bamafræðslu í Staðarsveit áður en
fræðslulög tóku gildi. Einnig var
hann nærfærinn við sjúkrahjálp og
tók m.a. á móti mörgum bömum.
Þijár vom dætur þeirra Tungna-
hjóna. Elst var Guðrún, þá Þórann
og Lára yngst.
Allar ólust þær upp hjá foreldmm
sínum, en þær giftust ungar og
stofnuðu sín heimili, allar í Staðar-
sveit. Guðrún bjó á Fossi ásamt
manni sínum, Jóni Sigurðssyni, um
sex ára skeið, en flutti síðan að
Öndverðamesi á Snæfellsnesi, þar
sem Jón gerðist vitavörður. Bjuggu
þau þar um alllangt tímabil við
sæmilegan hag og komu upp mörg-
um bömum. Guðrún er látin fyrir
mörgum ámm.
Lára byijaði búskapinn í Tungu
í sambýli við foreldra sína, ásamt
manni sínum, Halldóri Ólasyni, en
flutti eftir tuttugu ára búskap í
Ytri-Tungu suður til Akraness og
bjó þar til dauðadags, er látin fyrir
alllöngu. Þau áttu mörg böm, sem
öll urðu góðir þegnar.
Þómnn, sú sem hér verður lítil-
lega minnst, byijaði búskap í
Neðra-Hóli í Staðarsveit 1918, með
manni sínum, Bjarna Jóhanni Boga-
syni, sem hafði alist þar upp hjá
mður sinni, Jófríði Jónsdóttur, og
stjúpföður, Kjartani Magnússyni,
manni Jófríðar. Bjarni hafði þá
verið langan tíma aðalfram-
kvæmdaaðili heimilisins í Neðra-
Hóli um flest bústörf og mjög
samgróinn búskapnum þar og jörð-
inni. Hann vildi því ekki yfírgefa
jörðina þó hann stofnaði sitt eigið
heimili, en fékk lítinn hluta af tún-
inu til umráða og heimild til að
hafa beitarafnot á jörðinni fyrir
bústofn sinn. Meginhluta af hey-
skapnum varð hann að sækja um
langan og torsóttan veg á engjar í
landi Slitvindastaða. þrátt fyrir
þessi takmörkuðu jarðarafnot, tókst
Bjama að eiga gagnsaman bústofn,
einkum sauðfé, enda var hann
afbragðs fjármaður og hugði vel
að kynbótum sauðfjárins og vandaði
afar vel alla hirðingu og fóðmn
búijárins, eftir því, sem föng vom,
en hann lifði það ekki að taka þátt
í þeirri tæknibyitingu og framför-
um, sem urðu í búskapnum eftir
að stórvirku vélamar komu til
sögunnar, sem margfölduðu ræktun
og fóðuröflun.
Bjami var þó eldheitur áhuga-
maður um allar framfarir, en þröng
aðstaða takmarkaði löngum fram-
farasókn hans. Þó fór svo að lokum
að hann fékk alla jörðina 1932 til
umráða og fann ég það, að von
hans um bættan hag óx mjög við
það. En skjótt varð breyting á,
hann lést úr lungnabólgu 14. maí
1938, langt um aldur fram.
Þegar þau Þómnn og Bjami
byijuðu búskapinn, byggðu þau
stofu við bæinn á Hóli, sem var
allt í senn, svefnhús, eldhús og
setustofa, mundi mörgu nútímafólki
þykja það ærið lítilfjörlegur húsa-
kostur.
Þarna bjó Þómnn í fjórtán ár
með manni sínum og sonum og
varð ekki annað séð, en að öllum
liði vel. Þó getur maður ímyndað
sér að hlutur húsfreyjunnar hafí
ekki ætíð verið léttur, að eiga að
gæta þess að allir fengju sem best
notið þess að lifa og starfa án þess
að erfíðleikarnir yrðu þeim til
hnekkis. Drengir þeirra hjóna bám
því gott vitni, að þeir höfðu búið á
góðu heimili. Þeir vom mjög gjörvi-
legir menn og áhugasamir í Ung-
mennafélagi Staðarsveitar, meðan
þeir áttu heima í sveitinni.
Þær systur í Tungu, eins og þær
vom nefndar meðal sveitunganna,
vom framúrskarandi áhugasamar
og ötular í ungmennafélagi sveitar-
innar og áttu margan góðan þátt í
störfum þess á fyrstu ámnum, sem
með ýmsum hætti má kalla blóma-
skeið félagsins, enda var þá fjöl-
menni í sveitinni og margt áhuga-
manna sem unnu félaginu af mikilli
fómfysi um langt árabil. Ég minnist
með aðdáun starfa Lám og Halldórs
í Tungu í þágu ungmennafélagsins,
þau vom ekki síðri en unga og
einhleypa fólkið, þó að þau ættu
mörg böm heima, sem að sjálfsögðu
hafa þurft sína umönnun. Áhuginn
og gleðin var svo einlæg, að hún
smitaði út frá sér öðmm til uppörv-
unar.
Ég tel mér það til heilla að hafa
kynnst þeim hjónunum í Neðra-
Hóli, með þeim hætti, að ég minnist
þeirra meðal bestu húsbænda í
Staðarsveit í þeirra samtíð.
Bjami var forðagæslumaður í
sveitinni um langt skeið og var það
álitið mikið trúnaðarstarf og tel ég
mig geta borið um það, að hann
rækti starfíð af mikilli kostgæfni
og leiðbeindi bændum af reynslu
sinni og hyggindum.
Um nokkur ár var ég farkennari
í Staðarsveit og var þá kennt á
ýmsum bæjum nokkurn tima í senn.
Ég var við kennslu í Neðra-Hóli,
bæði á meðan Bjami var lifandi og
einnig hjá Þómnni, eftir að hún var
orðin ekkja og bjó með sonum sín-
um, en þá hafði ræst nokkuð úr
húsnæðismálum frá því, sem áður
er lýst. En það óhapp varð árið
1937, á Höfuðdaginn, að íbúðar-
húsið brann til kaldra kola og varð
engu bjargað. Það eina, sem fannst
verðmætt úr bmnarústunum, var
Hallgrímskver, og þótti merkilegt.
Strax um haustið var hafíst handa
við að byggja nýtt hús, og var það
tekið í notkun um haustið, en ekki
átti Bjami lengi að njóta þess, því
vorið eftir var hann allur, eins og
áður er frá sagt.
Áfram hélt Þómnn að búa með
sonum sínum. Elsti sonurinn tæp-
lega 19 ára, sá næsti á 15. ári en
sá yngsti tæplega sex ára. Bjartsýni
og þrautsegja brást henni ekki, en
ýmsir erfiðleikar steðjuðu að bænd-
um. Mæðiveikin heijaði á sauðfé
og felldi bústofninn að mestu.
Stríðsár gengu yfir og ollu miklu
róti. Synir Þómnnar, sem vom mjög
efnilegir menn, fóm að leita sér að
atvinnu utan heimilis, sem mátti
telja mjög eðlilegt miðað við allar
aðstæður í sveitinni. Þó vora þeir
mjög nærgætnir við móður sína,
að styðja hana við búskapinn. Einn-
ig tóku þeir virkan þátt í félagsmál-
um í sveitinni, einkum ungmennafé-
lagsskapnum, en þeir bræður Bogi
og Sveinbjöm vom í stjórn félagsins
um skeið og stóð þá félagið í hús-
byggingu, sem var allmikið stór-
virki á þeirra tíma. Það fór því svo,
að Þómnn hætti búskap vorið 1947
og flutti suður á Akranes og bjó
þá hjá Guðrúnu systur sinni, sem
var búsett þar.
1948 gekk Þómnn í hjónaband
með Jóni Bjarnasyni í Garðbæ á
Akranesi. Hafði Jón búið alllengi á
Akranesi, en var ættaður norðan
af Skaga, Austur-Húnavatnssýslu.
Var hann þekktur dugnaðar- og
athafnamaður, hafði meðal annars
lagt sig fram um ræktun túna og
matjurtagarða á Akranesi og for-
maður þess um árabil.
Ég hygg að ævitímabil Þómnnar
á Akranesi hafí verið henni að ýmsu
leyti hagstætt. Að baki var sú tíð,
er hún var einstæð móðir að fást
við erfíð búskaparskilyrði og að
vera forsjá barna og unglinga. Jón
maður hennar var rausnarmaður
við góðan hag og virti konu sína
vel. Hann lést 1978.
Meðan Þómnn bjó á Akranesi,
brást ekki sama rausnin og áhuginn
að taka vel á móti gömlum vinum
úr Staðarsveitinni, og vom þau
hjónin samhent við að veita þeim
alla þá fyrirgreiðslu, sem í þeirra
valdi stóð.
Árið 1979 fluttist Þómnn til
Reykjavíkur og bjó á Kleppsvegi 8
í sinni eigin íbúð, þar til í janúar
síðastliðnum, að hún fór í sjúkra-
hús, þar sem hún lést 8. þ.m.
Þómnn eignaðist fjögur böm
með fyrri manni sínum. Þau em
þessi í aldursröð: Bogi Jóhann f.
2. júlí 1919. Aðalvarðstjóri í lög-
reglu Reykjavíkur. Kvæntur Erlu
Jórmundsdóttur og eiga þau þijú
böm. Sveinbjörn f. 22. des. 1923.
Aðalvarðstjóri í lögreglu Reykjavík-
ur. Kvæntur Aslaugu Sigurðardótt-
ur og eiga þau eina dóttur. Guðrún
f. 10. maí 1927, dáin 31. maí sama
ár. Páll Steinar f. 10. júní 1932.
Húsasmiður. Kvæntur Gróu Orms-
dóttur og eiga þau fimm böm. Býr
í Reykjavík.
Samband Þómnnar, sona henn-
ar, tengdadætra og bamabama var
til mikillar fyrirmyndar og mjög
kært með allri fjölskyldunni. Hafði
Þómnn orð á því við mig, hvað
drengimir sínir hefðu verið sér
nærgætnir og reynt að gera sér lífið
bærilegt, sem hún mat mikils, eink-
um eftir að heilsa og þrek fór dvín-
andi.
Ég minnist Þómnnar sem sér-
staklega höfðinglegrar konu, hún
var framúrskarandi vinföst og rækti
vel samband við vini sína, venslafólk
og kunningja í gömlu sveitinni sinni.
Þeim fækkar nú óðum, sem settu
svip sinn á mannlífið í Staðarsveit
á fyrri hluta þessarar aldar. Þómnn
Jóhannesdóttir frá Tungu var ein
af þeim. Ég tel mig eiga henni
þakkir að gjalda fyrir langa vináttu
og tryggð, sem var svo ríkur eðlis-
þáttur Þómnnar og hennar ætt-
menna.
Ég bið Guð að blessa sonum
hennar og öðm venslafólki, ættingj-
um og vinum, minninguna um góða
móður.
Kristján Guðbjartsson
í dag verður til moldar borin
föðuramma mín Þómnn Jóhannes-
dóttir. Hún kveður sátt við allt og
alla, fullkomlega tilbúin í loka ferð-
ina. Síðastliðið sumar, þann 9.
ágúst, lést móðuramma mín og tel
ég það sérstaka tilviljun að föður-
amma mín skuli kveðja aðeins átta
mánuðum seinna, því þeirra lífs-
ferill lá oft hlið við hlið í ýmsum
skilningi. Þær vom fæddar sama ár
og í sömu viku, giftu sig um svipað
leyti og elstu synimir em jafngaml-
35
ir og nú kveðja þær innan eins árs.
Það er mikið að missa báðar
ömmumar sínar með svo stuttu
millibili, en það væri eigingimi að
segja annað en maður sé þakklátur
fyrir þá náð sem hvíldin getur verið
þegar líkaminn er orðinn of lúinn
til að starfa lengur.
Síðastliðið haust kom ég daglega
til hennar. Þetta var okkur dýrmæt-
ur tími. Við höfðum jú gert þetta
áður þegar þess þurfti með en
þessar 3 vikur vom öðmvísi. Hún
vissi að þetta var síðasta haustið í
íbúðinni sinni þar sem henni hafði
liðið svo vel sl. 7 ár eftir að hún
flutti frá Akranesi. Henni fannst
gott að vera í nálægð við drengina
sína eins og hún kallaði þá. Já, það
var notalegt ævikvöldið hennar og
alveg að hennar ósk, allur aðbúnað-
ur, alveg frábærir nágrannar sem
sýndu hveijum öðmm nærgætni og
tillitssemi, svo einstaklega rólegt
hús og með góðum anda í. Nú ekki
spillti að Snæfellsjökull blasti við úr
eldhúsglugganum eins og frá
Garðabæ á Akranesi þar sem hún
bjó í um 30 ár. Árin þar á undan
bjó hún á Neðra-Hól í Staðarsveit
svo Snæfellsjökull hefur alltaf átt
sterkan þátt í daglegu lífí ömmu
minnar.
Nú velta fram ótal endurminn-
ingar frá samvistum ókkar síðustu
40 árin. Þau fyrstu man ég að sjálf-
sögðu ekki, en fyrstu minningamar
em svo einkennandi fyrir allt líf
ömmu. Ég man fyrst eftir mér með
henni á Akranesi við að sortera
kartöflur svo að setja niður og svo
um haustið að taka upp. Þetta var
svo sterkur þáttur í lífi okkar, hlutur
sem batt saman, því í yfír 30 ár
var sett niður og tekið upp hjá afa
og ömmu í Garðbæ. Ánægjan á
hveiju vori að koma útsæðinu niður
var mikil. Síðan kom símtal suður,
því nú vom fyrstu grösin komin
upp. í ágúst var kíkt undir og jafn-
vel tekið upp eitt til tvö grös til að
smakka; þessar góðu rauðu íslensku
kartöflur. í september var loks verið
í nokkra daga til að taka upp og
þurrka og ganga frá fyrir veturinn.
Með ámnum bættust fleiri í hópinn.
Ég kom fyrst með kærastann sem
var boðinn velkominn af þeirri sér-
stöku alúð og hjartahlýju sem afí
og amma áttu nóg af, svo kom
langömmubam, þeirra fyrsta og
hún lærði líka að meta kartöflumar
þeirra afa og ömmu og síðar tveir
langömmudrengir og þau öll þtjú
kunna að umgangast vorverkin með
þeirri virðingu sem þau lærðu í
garðinum á Akranesi. Ég tel það
ómetanlegan íjársjóð fyrir þau. Þau
lærðu líka að meta fjömna fyrir
framan Garðbæ eins og ég sem
bam. Þessi Qömárátta hefur fylgt
mér alla tíð síðan. Ég fór í fjöruferð-
ir með frændsystkinum mínum á
Akranesi og við tíndum glerbrot og
fallega steina og geymdum í dósum
sem amma gaf okkur. Stundum
röðuðum við þessu smádóti undir
hlöðuvegginn og létum sólina glitra
á brotin. Ógleymanlegir dagar.
Amma gladdist með okkur og gaf
okkur eitthvað gott að borða. Það
var gott að vera bam sem fór með
Akraborginni til ömmu og afa í
nokkra daga, lifa fíjálsleg með
þeim, eignast sína fyrstu kind frá
afa, sjá lömbin fæðast og koma
aftur að hausti til að sjá hvað þau
væm orðin stór og sælleg af fjalli.
Hluti af ferð til þeirra var að fara
með ömmu í bæinn með óhjákvæmi-
legu stoppi hjá Lám systur hennar
en þar var alltaf glatt á hjalla. Og
aðra eins systrakærleika hef ég
aldrei séð né kynnst fyrr né síðar.
Það var henni mikill missir þegar
Lára dó 1969, því þær vom svo
samrýndar. Það var eins og tilgang-
urinn með gönguferð í bæinn hyrfí
með Lám. Hún saknaði hennar afar
mikið. Guðrúnu systur hennar
kjmntist ég afar lítið. Ég var svo
ung er hún lést. Nú er ég viss um
að þessar góðu og glöðu systur em
saman aftur sælar með sínum.
Hafí amma þökk fyrir þann mikla
góðvilja sem hún sýndi öllum og
þá miklu og einlægu trú sem hún
átti svo hreina í hjarta sínu. Hafí
hún þökk fyrir samverana. Guð
geymi Þómnni ömmu mína.
Þórunn Hulda Svein-
björnsdóttir