Morgunblaðið - 18.04.1986, Side 23
Ofsóttur
fyrir að
gegna ekki
herþjónustu
Moskvu. AP.
SOVÉZKA lögreglan handtók í
gær foreldra 24 ára gamals
manns, Serafims Yevsukov, sem
afplánað hefur 2 ‘/2 árs vist í
nauðungarvinnubúðum fyrir að
neita að gegna herþjónustu og
sem siðan hefur verið handtek-
inn aftur. Skýrði systir hans,
Lyudmila Yevsukova, vestrænum
fréttamönnum frá þessu í gær.
Foreldrar þeirra voru fluttir til
lögreglustöðvarinnar í heimaborg
þeirra, Domodedovo, lítilli borg
suður af Moskvu og var þeim geflð
að sök að hafa virt að vettugi
kvaðningu frá lögreglunni um að
aðstoða við rannsókn málsins gegn
syni þeirra, sem er 24 ára gamall.
Hann var handtekinn á fímmtudag
í síðustu viku samkvæmt frásögn
systur hans og hefur íjölskylda
hans ekki séð hann síðan.
Yevsukov-Qölskyldan óskaði eftir
því að fá að flytjast frá Sovétríkjun-
um 1978. Serafím var síðan hand-
tekinn 1980, er hann var 18 ára
gamall, sökum þess að hann neitaði
að gegna herþjónustu, en allir karl-
menn í Sovétríkjunum eru herskyld-
ir til 26 ára aldurs. Hann afplánaði
svo 2V2 árs vist í nauðungarvinnu-
búðum í Síberíu.
0
Irland:
Handtóku
þrjá mann-
ræningja til
viðbótar
Dublin, íriandi. AP.
ÞRÍR voru handteknir til
viðbótar á miðvikudags-
kvöld, eftir að Jennifer Guin-
ness, eiginkonu auðmannsins
Johns Guinness, hafði verið
bjargað úr klóm mannræn-
ingja. Hafa þá alls sex manns
verið handteknir vegna þessa
máls, og telur lögreglan, að
þar með sé búið að hafa
hendur í hári allra þeirra sem
áttu þátt í mannráninu.
Það var á miðvikudagsmorg-
un, sem her og lögregla björguðu
Jennifer Guinness eftir að hafa
setið um húsið, þar sem hún var
í haldi, í sex klukkustundir nótt-
ina áður. Þá voru þrír mann-
ræningjanna handteknir.
Þrír til viðbótar voru hand-
teknir í Dublin á miðvikudags-
kvöld, tveir karlar og ein kona,
að því er tilkynnt var í aðalstöðv-
um lögreglunnar. Ekki er talið
að mannræningjarnir séu í nein-
um tengslum við írska lýðveldis-
herinn, IRA.
Jennifer Guinness
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTtJTDAGUR:18. APRÍL1986
23
Eastwood sver
embættiseið
sem bæjar
stjóri
Clint Eastwood sór
embættiseið sem bæj-
arstjóri Carmel-by-
the-Sea-bæjar i Kali-
forníu á þriðjudag.
Um þúsund manns,
ferðamenn og bæjar-
búar, biðu spenntir á
meðan athöfnin fór
fram. Eastwood var
kjörinn með 72% at-
kvæða hinn 8. apríl
og skaut keppinaut
sínum ref fyrir rass
með metárangri.
Hann ætiar að halda
áfram í kvikmynda-
gerð, en hét því f
kosningabaráttunni,
að bæjarstjórastarfið
mundi ganga fyrir
öllu öðru umstangi
hans. Hann fær 200
dollara (um 8.300 kr.)
á mánuði f bæjar-
stjóralaun út kjör-
tfmabilið, sem er tvö
ár. Myndin er frá
eiðtökunni.
Af öpum kominn eða sköpunarverk Guðs:
Norðmenn deila um
uppruna mannsins
Osló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins.
ER MAÐURINN kominn af Adam og Evu - skapaður af Guði - eða
er hann kominn af öpum eins og segir i þróunarkenningu Darwins?
Miklar deilur eru nú um þetta í Noregi vegna þess að verið er að
vinna að nýrri námsáætlun fyrir norska grunnskóla.
Kjell Magne Bondevik, kirlq’u- og flokknum og tillagan sögð siðlaus
menntamálaráðherra, leggur mikla
áherslu á að ekki megi gleyma
sköpunarverki Guðs, síst þegar verið
er að kenna norskum bömum nátt-
úruvísindi. Bondevik hefur bætt
setningu, sem vakið hefur miklar
deilur, við tillöguna um námsáætlun-
ina: „Skólinn verður að upplýsa að
vísindin hafa ekki veitt endanleg
svör um uppmna mannsins og það
liggi ekki í hlutarins eðli að mótsögn
sé milli kenninga náttúmvísindanna
og boðskapar biblíunnar um sköpun-
ina."
Mikil andstaða er gegn tillögu
Bondeviks, m.a.s. meðal flokks-
bræðra hans í Kristilega þjóðar-
og forkastanleg. „Bondevik veit ekki
hvað hann gerir þegar hann leggur
til að kenning biblíunnar um sköpun
heimsins verði kennd í náttúmfræði-
tímurn," segir Jacob Jervell, guð-
fræðiprófessor.
Hákon Blankeborg, talsmaður
Verkamannaflokksins, segir að
Bondevik eigi að viðurkenna hið
snarasta að hann sé af öpum kom-
inn, annars verði málið tekið upp á
þingi. Norðmenn mega því búast við
atkvæðagreiðslu um það á Stór-
þinginu hvort þeir séu af öpum
komnir eða sköpunarverk Guðs.
11. flokksþing austur-þýska Kommúnistaflokksins:
Arásin á Líbýu magn-
ar spennu í heiminum
Honecker deildi á Bandaríkjamenn í setningarræðu
Berlín. AP.
ERICH Honecker, forseti Austur-Þýskalands, sagði í setningarræðu
á 11. flokksþingi austur-þýska Kommúnistaflokksins að árás Banda-
rikjamanna gæti verið upphafið að nýrri heimsstyijöld: „Allt mann-
kyn grátbænir Bandaríkjastjórn um að láta skynsemina ráða,“ sagði
leiðtoginn.
í ræðunni á fimmtudag sagði
Honecker að hann styddi tillögur
um alþjóðlega friðarráðstefnu um
Miðausturlönd og mættu allir hlut-
aðeigandi aðilar taka þátt, þar með
talin Frelsishreyfíng Palestínu
(PLO). Sagði Honecker að eingöngu
með slíku átaki mætti stilla til friðar
í þessum heimshluta.
Honecker krafðist einnig að bann
yrði lagt við kjamorkutilraunum og
sagði að það væri fyrsta skreflð í
þá átt að útrýma kjamorkuvopnum.
Hann sagði einnig að koma þyrfti
á fundi milli Ronalds Reagans,
Bandaríkjaforseta, og Mikhails
Gorbachevs, leiðtoga Sovétríkj-
anna, til þess að leggja á ráðin um
tilraunabann.
Honecker endurtók gagniýni
annarra leiðtoga austantjaldsland-
anna á árás Bandaríkjamanna á
Líbýu frá því á miðvikudag: „Þessi
villimannlega loftárás friðsamar líb-
ýskar borgir hefur aðeins í för með
sér að spenna í heiminum magn-
ast.“
Gorbachev er gestur á flokks-
þinginu og kinkaði hann margsinnis
kolli á meðan Honecker talaði.
Yasser Arafat situr einnig þingið
og margir aðrir kommúnista- og
arabaleiðtogar.
Stjómarerindrekar í Austur-
Þýskalandi telja að austantjaldsrík-
in reyni að nota sér árás Banda-
ríkjamanna til framdráttar gagn-
vart aröbum. Bent er á að Honecker
hafi ekki minnst einu orði á Khad-
afý, Lábýuleiðtoga í ræðu sinni og
sagt að leiðtogar í Austur-Evrópu
gæti þess að lýsa einvörðungu yfir
stuðningi við líbýsku þjóðina.
Þinginu lýkur á mánudag og má
búast við mikilli gagnrýni á Banda-
ríkjastjóm meðan á því stendur.
Umfangsmikil
áætlun gegn
ónæmistæringu
Washington. AP.
ALLT að 2000 manns, sem
sýkzt hafa af ónæmistær-
ingu, eiga að fá lyfjameðferð
samkvæmt sérstakri áætlun
bandarísku heilbrigðisþjón-
ustunnar, sem framkvæma á
í sumar á 10 sjúkrahúsum
víðs vegar um RandarOdn.
Reyna á öU þau lyf, sem talin
eru gefa mesta von gegn
sjúkdóminum. Skýrði Ian
MacDonald, aðstoðarheU-
brigðisráðherra Bandaríkj-
anna frá þessu á miðvikudag.
Nú er vitað um 19.560
Bandaríkjamenn, sem haldnir
em ónæmistæringu. Talið er,
að flestir þeirra muni deyja á
næstu árum. Þegar hafa 10.316
Bandaríkjamenn látizt úr þess-
um sjúkdómi, síðan hann kom
fyrst fram 1981. Ein millj.
Bandaríkjamanna til viðbótar er
talin bera í sér mótefni gegn
ónæmisveirunni og gætu þeir
því tekið sjúkdóminn, en menn
geti gengið með hann í 6 mánuði
til 6 ár, áður en hann brýzt út.
Fimm þúsund
leiðréttingar
í nýrri útgáfu
af „Ulysses“
London. AP.
BRESKA bókaforlagið „Penguin“ ætlar að gefa út nýja útgáfu
af hinni iUlæsilegu „Ulysses“ eftir James Joyce með um fimm
þúsund leiðréttingum.
í tilkynningu frá forlaginu
sagði að nýja útgáfan kæmi út í
júni og kæmi í stað pappírskilj-
unnar, sem gefin var út 1969 eftir
útgáfunni frá 1922. Útgáfan frá
1969 seldist í sex hundruð og
fimmtíu þúsund eintökum og
verður hún afturkölluð.
Nýja útgáfan af „Ulysses" var
fyrst gefin út í Bandaríkjunum
1984 í þremur hlutum og kostaði
tvö hundruð dollara (átta þúsund
krónur).
Hópur sérfræðinga hvaðanæva
að vann átta ár að því að setja
og leiðrétta bókina á tölvu eftir
hinum fjölmörgu handritum Jo-
yce, sem eru á bókasöfnum og í
einkaeigu víða um heim. Hans
W. Gabler við Ludwig Maximilian
háskólann í Miinchen stjómaði
verkinu.
Að sögn þeirra, sem að verkinu
unnu, voru að meðaltali sjö villur
á blaðsíðu, villur í greinamerkja-
setningu, orðum sleppt og jafnvel
heilum setningum. Villur þessar
eiga flestar rætur að rekja til
ólæsilegrar skriftar Joyce og þess
að setjaramir, sem settu bókina
í París, gátu ekki lesið ensku.
Meðal leiðréttinga er uppáhalds
orðaleikur Joyce. „Yes. No“ (Já.
Nei) verður „Nes. Yo“ (Ná. Jei).
„Ulysses" segir frá einum sól-
arhring í Dyflinni og var bönnuð
fyrir kláms sakir til ársins 1934
í Bandaríkjunum og til 1936 á
Bretlandi.
Njóttu Iffsins og skemmtu þér á Hótel Borg