Morgunblaðið - 18.04.1986, Side 14

Morgunblaðið - 18.04.1986, Side 14
14____________________ MOKGUNBLADIP, FOSTUI>AGUR 18. APRÍL1986_ Hagsmunir íslendinga að alþjóðleg við- skipti séu sem greiðust Jómfrúrræða Geirs H. Haarde við umræð- ur um skýrslu utanríkisráðherra á Alþingi 15. apríl sl. I Herra forseti. Fátt er smáþjóðum mikilvægara en að um utanríkismál þeirra geti náðst almenn samstaða á innlend- um vettvangi og að innanlands- deilur grafi ekki undan þeirri stefnu sem fylgt er út á við. Flest lýðræðis- ríki, smá sem stór, hafa raunar lagt áherzlu á að um utanríkisstefnu þeirra væri eining og að stöðugleiki ríkti á þessu sviði, þrátt fyrir ríkis- stjómarskipti. Stefnufesta í þessum efnum, óháð tímabundnum innlend-' um stjómmálasveiflum, hefur af mörgum verið talin markmið í sjálfu sér. Það er ólán Dana, að þar í landi hefur á undanfömum ámm orðið frávik í þessu efni, og hefur meiri- hluti þingsins fylgt annarri stefnu í ýmsum veigamiklum utanríkis- málum en ríkisstjómin hefði kosið. Vissar blikur sýnast einnig á lofti í Noregi, að því er þetta varðar. Vonandi leiðir staða Dana ekki til ófamaðar, en vissulega er hún lítt eftirsóknarverð. Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þess fyrir okkur ís- lendinga að sameinast um utan- ríkisstefnuna, ekki sízt á viðsjár- verðum tímum. Þess vegna ber að fagna því að um grundvallaratriði íslenzkrar utanríkisstefnu, þ. á m. stefnuna í vamar- og öryggismál- um, hefur um áratugaskeið verið samstaða milli stærstu stjómmála- flokkanna. Margt bendir og til þess, að andstæðingum þeirrar varnar- stefnu, sem fylgt hefur verið, fari nú mjög fækkandi og er það einnig fagnaðarefni. Hin vandaða skýrsla hæstvirts utanríkisráðherra, sem hér er til umræður, ber þess glöggt vitni að ömggum skrefum er unnið að því að treysta þann grandvöll, sem utanríkisstefna okkar byggir á og þróa hana áfram á ýmsum sviðum. Hún er órækur vitnisburður um það mikla og góða starf, sem fram fer á vettvangi utanríkisráðuneytisins og staðfestir, að áfram verður hald- ið á þeirri braut, sem mörkuð var af fyrrverandi utanríkisráðherra. II Utanríkismálum má með hand- hægum hætti skipta í nokkur meginsvið. Í fyrsta lagi öryggis- og vamarmál. í öðra lagi alþjóðleg efnahagsmál og fjármál, þ.m.t. alþjóðastjómmál, þ.m.t. afvopnun- armál. Þessir málaflokkar geta tengst innbyrðist með ýmsum hætti. Far- sæl utanríkisstefna verður að ná til þeirra allra og íjölmargra einstakra málefna sem út frá þeim spinnast. Þá má nefna málefni er snerta almenna samvinnu milli ríkja, tví- hliða eða marghliða, og samskipti einstakjinga og fyrirtækja milli landa. I öllum þessum efnum geta vaknað spumingar eða skapast vandamál, sem unnt þarf að vera að greiða úr. Það er nauðsynlegur þáttur utanríkisstefnu að móta slík svör og undirbúa hvemig bregðast eigi við óvæntum aðstæðum. Helztu alþjóðastofnanir og sam- tök, sem við Islendingar eigum aðild að, samsvara þeim meginsviðum, er ég nefndi. Þannig er um alþjóða- stjómmál í víðasta skilningi fjallað á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Öryggismálunum er sinnt innan Atlantshafsbandalagsins og um alþjóðleg efnahagsmál er fjallað hjá stofnunum eins og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD). Milli- ríkjaviðskipti era síðan rædd innan vébanda Hins almenna samkomu- lags um tolla og viðskipti (GATT) og svæðasamtaka eins og EFTA og Evrópubandalagsins og að sjálf- sögðu miklu víðar. Miklu varðar fyrir okkur Islend- inga, sem eigum meira en flestar aðrar þjóðir undir góðum samskipt- um við önnur lönd og greiðum milliríkjaviðskiptum, að á öllum þessum stöðum sé þess freistað að fylgjast vel með þróun mála og tryggja sem bezt íslenzka hags- muni. Ég tel reyndar að svo sé gert í dag þótt jafnan þurfi að vinna markvisst að því að bæta skipulag og starfshætti og aðlaga kröfum tímans. Virk utanríkisstefna felur það í sér, að sækja verður fram fyrir íslands hönd á öllum hags- munasviðum. Ráðning íslensks vamarmálafulltrúa á hermálaskrif- stofu Atlantshafsbandalagsins í Brassel er spor í þá átt og mikilvæg- ur liður í þeirri viðleitni að byggja upp hér innan lands nægilega þekk- ingu á þessu sviði, svo íslenzk stjómvöld þurfí síður að reiða sig á ráðgjöf annarra um þessi efni. Efling skrifstofu íslands hjá Evrópubandalaginu, sem lögð er til í skýrslu utanríkisráðherra, er sömuleiðis mikilvægur þáttur í því að gera stjómvöld hérlendis færari en ella til þess að gæta hagsmuna íslands hjá því stóra og volduga bandalagi. Ég vil taka undir tillögu hæstvirts utanríkisráðherra um þetta atriði. Um öll meginsvið utanríkismála má hafa mörg orð, en mig langar, herra forseti, að einskorða mig í því sem á eftir fer við nokkur at- riði, er snerta milliríkjaviðskipti og þátttöku íslands í alþjóðlegu efna- hagssamstarfi. III Hin alþjóðlega efnahagsfram- vinda skiptir okkur íslendinga gif- urlega miklu máli. Nægir að vitna til þeirra atburða sem nú gerast með öðram þjóðum á efnahagssvið- inu og hafa bætt viðskiptakjör okkar og m.a. auðveldað mjög gerð þeirra kjarasamninga, sem urðu að veraleika síðla vetrar. Yfírsýn yfír þessi mál er því afar nauðsynleg og hlutverk þeirra stofnana, sem það verkefni hafa að fylgjast með málum þessum, mikilvægt. Engum blöðum er um það að fletta að alþjóðlegt viðskiptafrelsi og fríverzlun er fáum þjóðum jafn- mikilvæg og þeim sem eiga allt sitt undir þvi að geta selt afurðir sínar á erlendum mörkuðum og flutt inn ýmsar nauðsynjar í staðinn. Þannig er um okkur íslendinga, sem flytj- um út um helming alls sem frarri- leitt er í landinu. Það er því sérlega mikilvægt fyrir okkur að staðinn sé vörður um hið alþjóðlega við- skiptafrelsi, sem þjóðir heims hafa með ærinni fyrirhöfn náð að þróa allvel á áratugunum frá síðari heimsstyijöld. Hinu er ekki að leyna, að þegar kreppir að í efnahagsmálum á við- skiptafrelsið jafnan nokkuð undir högg að sækja. Á því kunna að vera nokkrar skýringar meðal þjóða, þar sem hagur af frjálsum alþjóðaviðskiptum er ekki jafnaug- ljós og hann er hér á landi. En það er hins vegar til marks um mikla skammsýni, þegar hérlendis rísa upp menn sem telja það lausn á efnahagsvanda að koma á takmörk- unum á innflutningi og öðrum við- skiptatálmunum, þvert á þá al- mennu hagsmuni þjóðarinnar, að alþjóðleg viðskipti séu sem greiðust. Við getum ekki vænst þess, íslend- ingar, að aðrar þjóðir greiði fyrir innflutningi frá okkur ef við setjum tálmanir á útflutning þeirra hingað til lands. Um þessi mál er fjallað af þekk- ingu í skýrslu hæstvirts utanríkis- ráðherra, og það er rétt að undir- strika, að þessi afstaða er liður í stefnu Islands á alþjóðaefnahags- sviðinu. Við eram að sjálfsögðu og sem betur fer ekki einir um þessa stefnu. Undir hana taka t.d. velflest Vesturlönd í orði, þótt stundum reynist erfitt að framfylgja henni á borði. Ég vil í þessu sambandi vekja athygli á sameiginlegri yfírlýsingu fjármálaráðherra Norðurlanda, sem birt var í tengslum við þing Norður- landaráðs í Kaupmannahöfn í síð- asta mánuði. Þar er lögð rík áherzla á viðskiptafrelsið og varað við verndarstefnu. Svo er raunar í öðram yfirlýsingum, sem Norður- löndin hafa sameiginlega látið frá sér fara um þessi efni undanfarin ár. Þessi afstaða er hluti af utan- ríkisstefnu landanna. Hún er raunar skráð sem markmið í stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og er því hluti af því alþjóðlega efnahags- kerfí, sem þróast hefur frá stríðs- lokum, þótt misvel hafí tekist að fylgja henni eftir. Það er í þessu sambandi umhugsunarefni, að fyrir þróunarlöndin er vafasamt að neitt sé jafnmikilvægt og óhindraður Um markaðsmál landbúnaðarins: Kjötframleiðsla í mj ólkuriðnaðinum eftir Gunnar Pál Ingólfsson Kjötframleiðsla í mjólkuriðnaðinum I allri þeirri umræðu sem fram hefur farið um búmark í mjólkur- iðnaðinum hefur sáralítið verið minnst á annan vanda sem er í uppsiglingu í þeirri búgrein og hefur reyndar verið fyrir hendi nokkuð lengi, en það er offramleiðsla á nautakjöti. Um sl. áramót voru birgðir í nautakjöti um 1.200 lestir. Þar sem nú fer fram mikil slátrun á kúa- stofni landsmanna er allt útlit fyrir að þessar birgðir muni aukast mikið næstu mánuði. Ekki er óvarlegt að áætla að birgðir fari yfír 2.000 lestir þegar líður fram á sumarið. Og eram við þá komnir með svipað- an vanda og er í dilkakjötsfram- leiðslunni. Kúabændur vakna við vondan draum í fyrrasumar byijuðu bændur að 3. grem „Það eru greinilega margir þættir vanrækt- ir í kjötmálum okkar. Það er því skoðun mín að stórefla beri yf ir- kjötmatið til átaka í þessum efnum ...“ átta sig á því að ekki var allt eins og það átti að vera í markaðsmálum landbúnaðarins og þetta átti ekki hvað síst við um nautakjötið. Þrátt fyrir að ýmsir bændur hefðu reynt að vanda til nautaeldis þá var það staðreynd að ungnautakjötið hlóðst upp í birgðum en slegist var um hveija belju sem felld var. Fljótlega beindist granur að kaupmönnum að þeir væra sumir hveijir að selja svikna vöra. Ekki hefíir fengist nein haldbær niðurstaða í því máli. En staðreyndin er sú að illa tenntir kaupa ekki nautakjöt en þeir sem það gera mega teljast nokkuð heppnir ef þeir fá í einu af hveiju þrem tilfellum kjöt sem er sæmilega mjúkt undir tönn. En á meðan þomar úrvalskjötið í frystigeymsl- um framleiðanda. Kjötfmatið og neytandinn Framleiðandi sem leggur grip inn til slátranar fær greitt eftir flokkun og mati þ.e. hann fær minna greitt fyrir lélega vöru og meira greitt fyrir góða vöra en lengra nær matið ekki, það gildir bara á öðram endan- um. Þegar kemur að neytandanum þá er honum algjörlega meinað að sjá hvort hann er að kaupa afgamla belju eða blákálf. Og reyndar gildir það sama um aðrar kjöttegundir, „en af hveiju"? Ef svara ætti þeirri spumingu tæmandi yrðu svörin æði mörg og viðamikil. Því verður að- eins tínt til það helsta: 1) Vörastöðlun er ekki fyrir hendi í nautakjöti frekar en öðra kjöti. 2) Neytandinn er ekki nægilega vel upplýstur um rétt sinn. 3) Kjötmatið er ekki nógu burðugt til að fylgja matinu eftir til neytandans, en um það verður fjallað síðar í greininni. Óskynsamlegar kröfur neytandans í þeirri hollustuumræðu sem fram hefur farið í þjóðfélaginu undanfarin ár hefur fíta nánast orðið bannvara sem hefur leitt af sér að nautakjötið hefur verið hreinsað oní rauðan vöðvann og um leið fjarlægðir allir stimplar sem gætu sagt til um flokkun kjötsins, og um leið tryggt neytandanum að hann væri að greiða vörana réttu verði. Að sjálfsögðu gefur sú krafa neytandans um algjöra fítuhreinsun vöðvans óvönduðum kaupmönnum færi á að misnota aðstöðu sína. Á þessu stigi væri skynsamlegt að framleiðandinn og neytandinn gerðu með sér samkomulag um að neytandinn keypti fítuna með vöð- vanum (á lægra verði) og fengi þar með í hendur rétta flokkun og um leið fleiri möguleika í matreiðslu. Að öðra leyti annaðist hann fítu- hreinsun vöðvans sjálfur að eigin smekk. En það er alveg ljóst að ekki er umræðugrundvöllur fyrir slíku samkomulagi meðan að vöra- stöðlun er nánast engin og mats- reglur allar heldur losaralegar. Það vantar kálfakjöt á markaðinn Svo við víkjum aftur að hollustu- háttum þá er það aðeins ein kjötteg- und í nautgripaeldi sem á verulega möguleika í samkeppni við kjúkl- inga og önnur fitusnauð matvæli, það er kálfakjötið. En hvaða kosti eiga neytendur í þeim efnum? Það

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.