Morgunblaðið - 18.04.1986, Side 43
ALLTAF Á LAUGARDÖGUM
Gódan daginn!
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR18. AJPraL,1986
VELVAKANDI
SVARAR f SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
43
Vönduð og menningarleg helgarlesning
TFCRíff
I iinTrMi
Úr ösku Ijóðs og hjarta
Grein eftir Jóhann Hjálmarsson um Snorra Hjartar-
son skáld í tilefni áttræðisafmælis hans. Af sama
tilefni hefur Eiríkur Smith málað forsíðumynd af
skáldinu.
Hverjir voru Fjölnismenn?
Sigrún Davíðsdóttir candjnag. raéðir nánar um þá
fjóra, sem kenndirvoru við Fjölni og lýsirsérein-
kennum þeirra.
Uppruni borgarinnar
Þórður Ben Sveinsson myndlistarm. í Þýzkalandi
skrifar greinaflokk um upphaf og inntak borgarinnar
og síöar hvernig fúnksjónalisminn hefurfarið með
það inntak.
Þúsundþjalasmiður í listum
Um blökkumanninn Geoffrey Holder, sem er leik-
stjóri, leikari, skemmtikrafturog listmálari.
Að kafa í gegn-
um reykjarkófið
Ég vil þakka Hrund Guðjónsdóttur
og Agnari Helgasyni fyrir góð orð í
tíma töluð. Um leið og ég lýsi mig
sammála þeim, langar mig að gera
nokkrar athugasemdir við svar Einars
Helgasonar hjá Flugleiðum og tala um
aðeins um skemmtistaðamenningu
höfuðborgarinnar út frá reykingum
og hávaða.
Ég flaug til ísafjarðar um páskana
eins og fleiri og ætla ég ekki að orð-
lengja andrúmsloftið í flughafnar-
byggingunum á báðum stöðum, því
hefur áður verið réttilega lýst hér á
síðunum. Það sem ég hins vegar ætla
að tala um núna, er það sem viðkemur
svargreininni, þar sem segir: „Bannað
er að reykja í biðsal vinstra megin við
afgreiðsluborð, jafnframt er óheimilt
að reykja við afgreiðsluborðin sjálf.
Ekki er bannað að reykja á svæði
kaffibarsins og í biðsal við útgöngu-
dyr.“ Í fyrsta lagi er þetta illskiljanleg
málsgrein. í annan stað man ég ekki
eftir að hafa séð neinar merkingar á
Reykjavíkurflugvelli varðandi
reykingar, eða leiðbeiningar fyrir þá
sem ekki reyktu, til að komast á
reyklaust svaéði. Hafi þær merkingar
verið til staðar hafa þær verið illa
staðsettar og lítið farið fyrir þeim.
Þess vegna hélt ég í einfeldni minni
að bannað væri að reylqa í flughöfn-
inni almennt eins og eðlilegast væri.
Ég sat því í reykkófinu. Ekki varð égg
heldur vör neinna merkinga í flug-
höfninni á ísafírði og reyktu þar líka
allir allstaðar. f þriðja lagi finnst mér
þetta fyrirkomulag sem lýst er í fýrr-
nefndri málsgrein fáránlegt. Hvort er
eðlilegra að þeir sem ekki reykja kafi
gegnum kófið til að sinna farmiðum
og farangri og til að komast út í vél,
eða að þeir sem reykja leggi það á
sig að ganga í gegnum hreint loft á
leið sinni? Væri ekki eðlilegra að hafa
reykingafólkið afsíðis?
Einkennilegast af öllu þykir mér
þó, að leyfilegt skuli vera að reykja
jrfir kubbaborðunum, þar sem eru böm
að leik. Annað hvort er staðsetning
kubbaborðanna vitlaus, eða staðsetn-
ing reykingamanna.
Eftir að hafa fengið þessar upplýs-
ingar um hvemig Flugleiðir fullnægja
ákvæðum 9. greinar laga um tób-
aksvamir, leyfi ég mér að staðhæfa
að viljinn til að framfylgja lögunum
sé enginn en reynt sé að breiða snyrti-
lega yfir það.
Þá vík ég að skemmtistöðunum.
Þeir eru opinberir staðir þar sem fjöldi
fólks kemur saman og falla því undir
lögin um bann við reykingum. Aldrei
hefur einu sinni verið gerð tilraun til
að banna reykingar þar og ekkert
gert til að útbúa annað hvort reykinga-
herbergi eða reyklaus herbergi þar
sem saklausir þolendur gætu farið inn
til að anda að sér hreinu lofti. For-
svarsmenn skemmtistaðanna segja að
ekki sé hægt að banna reykingar á
þessum stöðum og eflaust er það rétt
eins og ástandið er í dag, þar sem við
líðum reykingamönnum að vaða uppi
með frekju nánast hvar sem er. En
hvar er réttur okkar hinna? Við meg-
um ekki einu sinni að fara út eitt
augnablik til þess að anda að okkur
lofti og ef við emm svo aðframkomin
að við verðum, þá megum við gjöra
svo vel að borga okkur inn aftur.
í fyrra stóð ég í röð fyrir utan
Hollywood þar sem ég varð vitni að
því að tvær súlkur báðu dyravörðinn
að lofa sér að fara út að fá frískt loft.
Hann leyfði það eftir mikið stapp. En
meðan stöllurnar vom að anda, skipti
um dyravörð í gættinni og þegar þær
ætluðu inn aftur sagði vinurinn nei.
Stúlkumar vom að vomm ekki hressar
með að þurfa frá að hverfa án yfir-
hafna sinna og vildu fá að borga sig
in. „Allt í lagi,“ sagði dyravörðurinn
„farið þá aftast í röðina." Heldur leyst
þeim illa á að bíða í marga tíma án
yflrhafna og þráuðust enn við. „Jæja
þá,“ sagði dyravörðurinn „sýnið þá
skilríki.“ Þó vissi hann gjörla að þau
vom í vösum yfírhafnanna inni í fata-
hengi. Málinu lyktaði þannig að dyra-
vörðurinn lét sækja yfirhafnir stúlkn-
anna og rétti þeim út, svo þær gætu
skondrað heim til sín. Þetta er fram-
koman sem þeir mæta sem ekki reykja
og vilja hreint loft.
Nú veit ég að það tíðkast erlendis
að þegar fólk borgar sig inn á
skemmtistað er stimplað með sér-
stökum stimpli sem sést aðeins i
ákveðnu Ijósi, nafn skemmtistaðar-
ins og dagsetning á handarbak
gestsins, sem síðan er ftjáls ferða
sinna allt kvöldið, inn og út af
skemmtistaðnum, eins og hugur hans
stendur til. Hvers vegna er þetta ekki
gert hér? Hvers vegna er ekki hægt
að koma til móts við okkur sem ekki
reykjum á þennan hátt?
En það er fleira slæmt á skemmti-
stöðunum er reykurinn. Hávaðinn sem
er á öllum skemmtistöðum borgarinn-
ar er, fyrir utan að vera langt yfír
hávaðamörkum, algerlega óþolandi,
því maður fer jú á skemmtistaði annað
hvort með vinum sínum eða til að hita
fólk og þá væntanlega til að tala við
það. Þegar tónlistin er svo há, að
maður getur ekki einu sinni yfírgnæft
hana með því að öskra, þá er fótunum
kippt undan tilganginum með ferðinni
á skemmtistaðinn.
Tilgangsleysið, þegar fleiri hundr-
uð manneskjum vafrandi um í háv-
aða og reykkófi, án þess einu sinni
að eiga samskipti hver við aðra, er
yf irþyrmandi. Hvers vegna er tónlist-
in stillt svona hátt? Hvar eru þeir sem
eiga að hafa eftirlit með hávaða á
vinnustöðum?
Með von um að þessi skrif mín
hreyfí við einhveijum.
Bergdís Linda Kjartansdóttir
HEILRÆÐI
Ert þú eldklár?
Sjómenn!
Skýrslur sýna að mikinn meirihluta eldsvoða má rekja til mannlegra
mistaka, reykinga, trassaskapar og vanþekkingar. Eldvarnaæfingar
skal halda reglulega um borð í skipum. Þær eiga að miða að því
að skipveijar verði sem best hæfir til að fyrirbyggja og beijast gegn
þessari vá. — Ertþú eldklár?