Morgunblaðið - 18.04.1986, Side 29

Morgunblaðið - 18.04.1986, Side 29
MQRGUNBlAÐtD, röSTUDAGUR 18, APR^L 1986 29 Samkór Selfoss við æfingar í Selfosskirkju. Sameiginlegir tónleikar þriggja kóra Selfossi: Samkór Selfoss mun ásamt tveimur kórum öðrum, Arnes- ingakórnum og Arneskórnum, halda tónleika á næstunni, á Selfossi, í Arnesi og í Reykja- vík. Kórar þessir hafa unnið saman í nokkur ár og haldið árlega tón- leika saman. Fyrstu tónleikamir verða haldnir í Safnaðarheimili Selfosskirkju laugardaginn 19. apríl kl. 15.30, sama dag í Ámesi kl. 21.00 og loks í Reykjavík 26. aprfl. Kóramir munu syngja hver fyrir sig og síðan sameiginlega. Stjómandi Samkórs Selfoss er Helgi E. Kristjánsson og undir- leikari Vignir Þór Stefánsson, Ameskómum stjómar Loftur S. Loftsson og Ámesingakómum Hlín Torfadóttir. Á Selfossi er mikið tónlistarlíf og nokkrir kórar starfandi og segja má að það sé ákveðinn vorboði þegar kóramir bjóða fólki að njóta afraksturs æfinga vetrar- ins. —Sig. Jóns. Vísitala byggingarkostnaðar: V er ðbólguhraðinn mælist 22,5% á ári HAGSTOFAN hefur reiknað út visitölu byggingarkostnaðar eft- ir verðlagi i apríl 1986. Reyndist hún vera 265,32 stig, eða 0,19% hærri en í mars. Samsvarandi Musica Nova: Wim Hoogewerf á tónleikum HOLLENSKI gítarleikarinn Wim Hoogewerf heldur tónleika á vegum Musica Nova á Kjarvals- stöðum Iaugardaginn 19. apríl vísitala miðuð við eldri grunn er 3.932 stig, segir í frétt frá Hag- stofu íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækk- að um 32,4%. Hækkun vísistölunnar um 0,19% á einum mánuði frá mars 1986 til apríl 1986 svarar til 2,3% árshækkunar. Undanfama þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,2% og jafngildir sú hækkun 22,5% verðbólgu á heilu ári. Allir launaliðir vísitölunnar héld- ust óbreyttir og flestir efnisliðir einnig. Örlítil hækkun varð þó á raflagnaefni, málningarefni og nokkrum öðmm efnisliðum. Tekið skal fram að við uppgjör verðbóta á fjárskuldbindingar sam- kvæmt samningum þar sem kveðið er á um, að þær skuli fylgja vísitölu byggingarkostnaðar, gilda hinar lögformlegu vísitölur, sem reiknað- ar em fjórum sinnum á ári eftir verðlagi í mars, júní, september og desember og taka gildi fyrsta dag næsta mánaðar. Vísitölur fyrir aðra mánuði en hina lögboðnu útreikn- ingsmánuði gilda hins vegar ekki nema sérstaklega sé kveðið á um það í samningum. Tónlistarfélag Isafjarðar: Guðný og Catherine spila á Vestfjörðum GUÐNÝ Guðmundsdóttir fiðluleikari og konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar íslands og Catherine Williams píanó- leikari munu halda hljómleika á Isafirði, Flateyri og í Bolung- arvík nú um helgina á vegum Tónlistarfélags Isafjarðar. A efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Árna Björns- son, J.S. Bach, Ernest Bloch, Tsjaíkovskí og Sarasate. Einn- ig mun Guðný flytja einleiks- verkið Vetrartré eftir Jónas Tómasson. Guðný hefur gegnt starfí konsertmeistara Sinfóníu- hljómsveitarinnar frá 1974 og hefur komið fram sem einleik- ari víða erlendis, auk umfangs- mikils tónleikahalds hér heima. Catherine Williams er frá Englandi en býr nú í Reykjavík. Hún starfar við Söngskólann í Reykjavík og við íslensku óper- una sem óperuþjálfari. Tónleikarnir á ísafírði eru þriðju áskriftartónleikar Tón- listarfélags ísafjarðar á starfs- árinu og vferða í Alþýðuhúsinu á morgun, laugardaginn 19. apríl, kl. 17. Áskriftarkort gilda, en einnig verður forsala aðgöngumiða í Bókaverslun Jónasar Tómassonar og við innganginn. Tónleikamir í Bol- ungarvík verða í kvöld, föstu- dagskvöld, en á Flateyri á sunnudaginn kemur, 20. apríl. (Fréttatilkynning.) Kirkjurá landsbyggðinni: Ferming'ar Fermingarböm í Hábæjar- kirkju, Rangárvallasýslu, sunnudaginn 20. aprfl kl. 14. Prestur er séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Fermd verða: Sigríður Harðardóttir, Ónnuparti, Þykkvabæ. Amdís Þorvaldsdóttir, Melabraut 52, Seltj. Heimir Þór ívarsson, Háteigi, Þykkvabæ. Magnús Már Ólafsson, Háfi, Háfshverfi. Ferming i Marteinstungu- kirkju í Holtum sunnudaginn 20. apríl kl. 14. Prestur séra Hannes Guðmundsson. Fermd verða: Fanney K. Hermannsdóttir, Laugalandi. Hjördís Einarsdóttir, Götu. Páll G. Viðarsson, Saurbæ. Afmælishátíð í Breiðagerðisskóla HALDIÐ verður upp á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar og 30 ára afmæli Breiðagerðisskóla í skólanum á morgun, laugardag. Hátíðin hefst kl. 10.00 með víða- vangshlaupi nemenda. Kl. 13.00 hefst sýning á vinnu nemenda er tengist afmælunum. Auk þess verða skemmtanir í sal kl. 13.00 og 17.00 þar sem nemendur fjalla um lífið í Reykjavík. Milli kl. 15.00 og 17.00 keppa foreldrar og nemendur í handbolta og fótbolta á útivelli skól- ans og á sama tíma mun foreldrafé- lag skólans selja pylsur og gos- drykki. klukkan 17.30. Wim Hoogewerf stundaði nám í gítarleik í Amsterdam, París og Kaupmannahöfn og voru meðal kennara hans þeir Dick Visser, Oscar Cáceres, Per-Olof Johnson og Betho Davezac. Hann hefur einkum getið sér gott orð fyrir túlk- un samtímatónlistar og komið fram í IRCAM í París og víða annars staðar í Evrópu. Að þessu sinni er hann á leið til New York. Á tónleikunum á Kjarvalsstöðum leikur Wim Hoogewerf tónlist eftir Ton de Leeuv, Francis Miroglio, Joaquin Turinam, Michael Tippett, Chiel Meijering og Tristan Murail. Ekkert þeirra tónverka sem flutt verða hefur áður heyrst hérlendis áður og þau eru flest frá síðustu árum. (Fréttatilkynning.) Wim Hoogewerf Eigendur H-prents, Halldór Sveinbjörnsson og Sigurjón Sigurðs- son ásamt Guðmundi MarzelIIussyni skipasmið, sem þeir í daglegu tali kalla pabba vegna margvíslegrar hjálpar við stofnun og starfsemi félagsins. Halldór Sveinbjörnsson, Axel Jóhannsson, Siguijón Sigurðsson, Haraldur Hansson og Hrafn Snorrason, starfsmenn H-prents. H-prent færir út kvíarnar ísafirði, 12. apríl. PRENTSMIÐJAN og útgáfu- fyrirtækið H-prent á ísafirði boðaði fréttamenn á sinn fund í dag, iaugardag, til að kynna starfsemi sína. Það voru þeir Sigurjón Sigurðsson, skrif- stofumaður og útgefandi Bæj- arins besta og Halldór Svein- björnsson, prentari, sem stofn- uðu til rekstursins fyrir tæpu ári í gamalli teiknistofu á efri hæð í skrifstofuhúsi Guðmund- ar Marzellíussonar í Neðsta- kaupstað. Starfsemin hefur gengið vel og nú eru þeir búnir að leigja af Guðmundi 230 fermetra pláss sem áður var gamla tréskipasmiðja Marzellíusar Bemharðssonar og eru að hefja þar störf. 10 manns starfa nú hjá fyrir- tækinu í heilum- og hlutastörfum og telja þeir sig geta aukið mjög við starfsemi sína í stærra hús- næði. Þeir félagarnir sögðu að margir hefðu efast um að þeir næðu fót- festu í samkeppni við jafn gamalt og gróið fyrirtæki og prentstofuna ísrún, sem hefur þjónað vestfirð- ingum vel um áratugaskeið. Það hefði komið í ljós, að þótt sam- keppnin setti svip sinn á starfsemi beggja fyrirtækjanna hefði mikil aukning á pappírsvinnu með nýj- um viðskiptaháttum gert það að verkum að það væri yfírdrifið nóg að gera á báðum stöðunum. í ræðu sem Halldór Svein- bjömsson flutti kom fram að góð- ur stuðningur Guðmundar Marz- ellíussonar skipasmiðs og konu hans, Elínar Benjamínsdóttur, hefði komið þeim ungum og óreyndum í atvinnurekstri að ómetanlegum notum. En samstarfíð með þessum fullorðnu hjónum og ungu starfs- liði H-prents hefur vakið athygli og í ljós kom að flestir starfs- mennimir kölluðu þau einfaldlega pabba og mömmu. Bæjarins besta, blaðið sem þeir gefa út og kemur út vikulega, var í upphafi sjónvarpsdagskrá með auglýsing- um, en er nú með starfandi blaða- mann og hefur sett svip sinn á fjölmiðlalíf bæjarins. Þeir sem sáu um breytingamar á húsnæðinu 'ur skipasmiðju í prentsmiðju vom Grétar Sigurðs- son, trésmiður, Jósef Vemharðs- son, rafvirki og starfsmenn Rör- verks hf., sem sáu um pípulagnir. — Úlfar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.