Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 20. APRÍL1986 BLAÐ FRÁ ANDESFJÖLLUM TIL Eitt furðulegasta náttúrufyrirbæri veraldar skoðað GALAPAGOSEYJA Landeðlan „Oscar“ á eyjunni Fernandina Enn slegist í förmeð Sigurgeiri Jónassyni ljósmyndara ér hefst hluti ferðar SigurgeirsJónassonar og samferðamanna til hinna merkilegu Galapa- gos-eyja á síðasta ári. Eru grein þessi og önnur sem fylgir síðar tengdar frásögn í síðustu viku af ferð sama manns til Ecuador. Frásögnin verður í nokkurs konar dagbókarformi, en fyrst skulum við kynna okkur lítillega fyrir- bærið Galapagoseyjar, sem vegna Charles Darwins náttúrufræðings og hann vegna þeirra. Galapagoseyjar hafa heillað vísinda- menn og ferðamenn allar götur frá því að uppvíst varð um sérstætt náttúrulíf þeirra, sannkallaðir furðufuglar og dýr og jarðfræði- leg völundarhús sem láta engan ósnortinn sem þangað kemur og kynnist leyndardómum eyj- anna. Þetta er ekki hin dæmigerða ferða- mannaparadís, en fyrir þá sem vilja sjá eitthvað sem á sér enga hliðstæðu er Galapagos eyja- klasinn staðurinn. Hér er um 13 stórar eyjar að ræða, 6 minni eyjar og 42 smáeyjar sem hafa fengið nöfn. Fjöldi nafnlausra smáeyja og skerja er þama einnig. Eykjaklasinn til- heyrir Ecuador. Þetta eru eldfjallaeyjar. Þama verður að jafnaði eitt eldgos á ári að meðaltali og breytingar em jafn örar og miklar og þær vom fyrir milljónum ára. Eyjarnar em langt á hafi úti, hafa aldrei verið tengdar meginlandi með landbrúm þannig að á e.t.v. milljónum ára hafa ýmsar skepnur, fuglar og fleiri dýr, borist þangað, haslað sér völl og öðlast sér- kenni með tímanum. Sem dæmi má nefna, að tveir þriðju hlutar fuglategunda eyjanna fínnast hvergi annars staðar en á Galapagos- eyjum og engin. tegund af eðlum, að einni undanskilinni,m finnst annars staðar. Það er því ekki að ástæðulausu, að vel er fylgst með lífríkinu á eyjunum nú orðið og gripið til þeirra úrræða sem þarf til að vernda það sem best. Höldum þá af stað. Sjábls. 36-37 Rauðfætta súlan með unga á Galapagos Pelikani Hraunmávur hefur sig til flugs úr kaktusstóðinu Ekki bara f Afríku: Flæmingjar snyrta sig á Galapagoseyjum í ærslafullum leik við selina á Jervis-eyju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.