Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBI1A£)IЄSUNNUDAGUR 20. APRÍL1986 'jg&''f"" ....—Brv'ét' lmi „ „ ...—sm Huldustríð Waldheims KURT WALDHEIM, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna 1972—1982 og frambjóðandi í forsetakosningunum í Austurríki 4. maí, hefur neitað ýmsum ásökunum í sambandi við hlutverk sitt í síðari heimsstyrjöldinni. “Ég er enginn stríðsglæpamaður,“ segir hann. „Ég var enginn nazisti.“ En sumt hefur hann orðið að viðurkenna. Fyrst var hann sakaður um að hafa verið félagi í sveitum brún- stakka, SA, og stúdentafélagi naz- ista. Þá var því haldið fram að hann hefði tekið þátt í nauðungar- flutningum gyðinga frá Saloniki í Grikklandi eða vitað um þá. Síðan var reynt að kanna hvaða hlutverki hann hefði gegnt þegar hann var leyniþjónustuforingi í baráttu Öxul- ríkjanna gegn skæruliðum í Júgó- slavíu. Waldheim kveðst aldrei hafa talið sig félaga í samtökum nazista, en hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í starfsemi þeirra. Nýfundin skjöl sýna að hann gekk í stúdentafélag nazista 1. apríl 1938 og í riddaralið SA 11. nóvember sama ár. Waldheim segir í nýútkomnum endurminningum og bókinni „The Challenge of Peace“ (1977) að hann hafi særzt á fæti við Orel í Rúss- landi í árslok 1941 og fengið að Ijúka laganámi í.Vfn, þar sem hann hafi dvalizt til stríðsloka. Nú hefur hann viðurkennt að hann hafi verið liðsforingi í þýzka hemum í Júgó- slavíu og herráðsforingi í Saloniki í Grikklandi frá apríl 1942. Hins vegar kveðst hann hafa gegnt minniháttar hlutverki og neitar því að hafa tekið þátt í hermdarverkum í Júgóslavíu, vitað um stríðsglæpi og ódæðisverk eða stjómað yfír- heyrslum fanga í Saloniki. Hann segist fyrst og fremst hafa verið túlkur Þjóðveija og ítala á Balkan- skaga og verið „annars staðar“ þegar ódæðisverk voru framin. Ofriðurinn á Balkanskaga var blóðugur og miskunnarlaus. Þjóð- verjar hefndu sín oft á óbreyttum borgurum og tóku gísla eða fanga af lífí, stundum 1.000 eða fleiri í einu. Fasista- leppstjóm Ante Pa- velics í Króatíu ofsótti gyðinga, Serba og zígauna og stóð fyrir nauðungarflutningum, þrælkunar- vinnu og fjöldamorðum. Innanríkis- ráðherra hennar var Andrija Art- ukovic, sem Bandaríkjamenn fram- seldu Júgóslövum fyrir skömmu og svarar nú til saka fyrir stríðsglæpi. Ein blóðugasta orrusta Þjóðveija og skæruliða var háð sumarið 1942 í Kozara-fjöllum í Bosníu. Reynt hefur verið að sanna að Waldheim hafí tekið þátt í henni, þá 24 ára gamall lautinant. SKRÁÐUR í SA Þegar fyrstu ásakanimar gegn Waldheim komu fram kvaðst hann ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrr en eftir stríðið að hann hefði verið skráður í SA. „Einn eða tveir stúdentar" hefðu stofnað stúdenta- félagið til að halda „samkomur, kaffiboð og þess háttar“.; Hann hefði verið í hestamannafélagi stúd- enta, sem notuðu hross í eigu SA, og einhver hefði líklega skráð sig í flokkinn og SA að sér fomspurð- um. Nokkru síðar sagði Waldheim: „Eg vildi ekki neita að ganga í samtökin (þ.e. stúdentafélagið og hestamannaklúbbinn), því ég hélt að það gerði ekkert til og jafngilti ekki pólitískri þátttöku. Auðvitað skipti það mig máli. Ef ég ætlaði að ljúka námi yrði ég að fá ein- hveija vemd.“ Waldheim (annar frá vinstri) í april 1943 á flug- velli í Podgorica í Júgó- slavíu. Hann stendur á milli ítalska hershöfðingj- ans Escola Ronacaglia og Arthurs Phelps, hershöfð- ingja úr SS. „Ég fékk aldrei flokksskírteini," bætti hann við. „Ég var ekki nazisti og þegar Þjóðveijar hemámu Aust- urríki vom margir úr fjölskyldu minni handteknir vegna opinskárr- ar andstöðu við nazista." Hann kvaðst hafa viljað vemda sig og ættingja sína. Walter faðir hans var kennari og nazistar sviptu hann atvinnu vegna stuðnings hans við Kurt Schuschnigg kanzlara. Nazistaleiðtogi sagði um Wald- heim 1940 að hann „sannaði með mannalátum sínum að hann væri fjandsamlegur hreyfingunni," en tók fram að hann hefði „staðið sig vel“ í hernum og eytt efasemdum um að hann væri hæfur til embætt- isstarfa. SÆMDUR ORÐU Nú er vitað að Waldheim kom til Belgrad í marz 1942 og var sendur til Saloniki nokkmm dögum síðar til að starfa í aðalstöðvum 12. hers Þjóðveija. Hann fékk starf þýðanda og aðstoðarleyniþjónustuforingja (AO) við Deild I/C í „Suðausturher" austurríska hershöfðingjans Alex- anders von Löhr, sem var tekinn af lífi fyrir stríðsglæpi í Belgrad 1947. Sú deild vann úr upplýsingum um liðsflutninga óvinanna og sá um hernaðarlegar gagnnjósnir. Deild I/G fékk upplýsingar sínar um óvinaaðgerðir frá föngum og for- ingjum á vígstöðvunum. Von Löhr hershöfðingi hafði þýzkt, ítalskt, króatískt og búlg- arskt herlið undir sinni stjórn og háði harða baráttu við skæraliða Titos. Engin vægð var sýnd í þeirri viðureign og þorp vom þurrkuð út, ef gmnur lék á að íbúar þeirra skytu skjólshúsi yfir skæmliða. í maí 1942 myndaði Friedrich von St$$xhl hershöfðingi svokall- aðan „Vestur-Bosníuher", sem varð skipaður 11.000 þýzkum hermönn- um, 18.000 króatískum fasistum og 2.000 Tsétníkum. Þessi her átti að uppræta skæmliðaher Titos með einni stórsókn gegn eina yfirráða- svæði hans í Júgóslavíu, í fjallgarð- inum Kozara-Prosara. í júní var Kurt Waldheim lautin- ant sendur til Vestur-Bosníuhersins til að gegna starfi herráðsforingja. Með honum var yfirmaður I/C, Wemer Pfafferott ofursti. í júlí var Waldheim sæmdur heiðursmerki króatíska leppríkisins, „orðu Zvon- imirs konungs", fyrir störf í þágu „Vestur-Bosníuhersins." Waldheim viðurkennir að hann hafi verið sæmdur orðunni, en segir að allir herráðsforingjar hafi fengið hana. Hann hafi ekki tekið virkan þátt í bardögum og aðeins verið túlkur. Júgóslavneska blaðið Vje- snik, sem hermir að túlkar í þýzka hernum hafi starfað fyrir Gestapo, segir hins vegar að hann og félagar hans hafi fengið orðuna fyrir „hreystilegar aðgerðir gegn upp- reisnarmönnum í Vestur-Bosníu." STÓRSÓKN Skæmliðaherinn stóð illa að vígi vorið 1942. í Kozara vom 3.500 skæruliðar, sem vörðu um 363 serbnesk þorp og rúmlega 70.000 borgara og flóttamenn. von Sthl hershöfðingi kom sér fyrir í Banja Luka og umkringdi 50 ferkílómetra yfirráðasvæði skæmliða, sem áttu auðvelt með að felast í hijóstmgu landslaginu, en vom umkringdir á nokkmm dögum. I júní tókst Þjóðveijum að ein- angra skæmliða. Tugþúsundir þorpsbúa flúðu til fjalla og skæru- liðargáfust upp 17. júlí. Um 70.000 uppreisnarmenn vom teknir til fanga og voru fluttir í fangabúðir Artukovics. í fangabúðunum í Jas- enovac biðu 20.000 böm lífið og fangar tóku þátt í aftökum félaga sinna að kröfu Artukovics. Útskýringar Waldheims hafa verið dregnir í efa, en ekki hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.