Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 18
. Huldustríð Waldheims með flugvél til nágrennis Mitrovica, um 320 km norður af þessum þorp- um, einni viku áður. Vecemje Novosti segir að stríðs- glæpnefnd SÞ hafi haft Waldheim grunaðan um stríðsglæpi og birti því til sönnunar ljósrit af skjali, sem það kvað geymt í aðalstöðvum nefndarinnar í New York. Þar er nafn hans nr. 724 á lista með nöfn- um 790 manna, sem voru grunaðir um stríðsglæpi og taldir viðriðnir „morð og aftökur gísla" frá apríl 1944 til maí 1945. Þegar athuga átti skjölin í New York fyrir skömmu voru flest þeirra horfín. Aðeins virðist hafa fundizt ágrip af einu skjali, sem er saknað. Júgóslavneska stríðsglæpa- nefndin sagði 1947: „Waldheim lautinant er gamall nazisti, sem f frumskjölum var talinn bera ábyrgð á gíslatökum og stóð í sambandi við V-menn. Hann er nú í Austur- ríki, frjáls maður og gegnir starfi ritara í utanríkisráðuneytinu." Karl Gruber utanríkisráðherra skipaði Waldheim einkaritara sinn 1946. Þá var póiitísk fortíð hans rannsökuð vegna þess að kærur bárust frá mönnum, sem héldu nöfnum sínum leyndum. Hann þurfti ekkert að óttast, því hann hafði verið hreinsaður þegar honum var sleppt úr fangabúðum Banda- ríkjamanna. Aðildin að SA var skýrð með því að hún hefði ein- göngu stafað af áhuga hans á íþróttum. Fjórveldin hersátu Austurríki eftir stríðið. Hörgull var á hæfum embættismönnum og fortíð þeirra var ekki gaumgæfílega rannsökuð. Auk þess bentu fáanleg gögn til þess að fjölskylda Waldheims hefði orðið að þjást vegna andstöðu við innlimun Austurríkis í Þýzkaland 1938. SPÁÐ SIGRI Árið 1971 hafði Waldheim að baki langan og virðulegan feril í alþjóðamálum og engum datt í hug að spyija um fortíð hans þegar hann var valinn framkvæmdastjóri SÞ með stuðningi risaveldanna, en gegn vilja Breta og Kínverja. Waldheim hafði barizt í Rúss- landi, en Rússar höfðu verið ánægð- ir með afstöðu hans þegar hann var utanríkisráðherra á dögum inn- rásarinnar í Tékkóslóvakíu 1968. Þeir höfðu aðgang að öllum skjölum Júgóslava eftir stríðið og Banda- ríkjamenn slepptu honum úr haidi. Vissu Rússar og Bandaríkjamenn um fortíð hans? Töldu þeir sig hafa hann í vasanum? Stjóm Titos í Júgóslavíu sæmdi Waldheim orðu (eins og stjóm Pavelics í Króatíu í stríðinu). Þó er hann sakaður um glæpi í júgóslavn- eskum skjölum. Sjá Júgóslavar sér ekki fært að sakfella hann? Waldheim hefur enga skýringu gefíð á því hvers vegna hann hélt störfum sínum á Balkanskaga leyndum svo lengi. Sannanimar gegn honum eru vægast sagt veiga- litlar og byggðar á líkum. Ekki hefur tekizt að leiða fram nokkur vitni til að rökstyðja ásakanirnar. Ekki er sannað að hann sé morð- ingi, en hann hefur logið, eða í það minnsta þagað yfír sumu. Þrátt fyrir ásakanimar er Wald- heim enn spáð sigri í forsetakosn- ingunum. Eldri kynslóðin hefur slegið skjaldborg um „Austurríkis- manninn sem heimurinn treystir" og hann hefur ferðazt um landið undir kjörorðinu „Þeir fordæma ekki aðeins mig —" þeir fordæma heila kynslóð." Með „þeim“ er átt við gyðinga og heimsráð þeirra, sem hóf rannsóknina á ferli hans. Nú búa 7.000 gyðinga í Austurríki og þeir óttast um sinn hag. Vaxandi gremju hefur gætt í Austurríki í garð gyðinga og yfír- leitt allra útlendinga, sem em sak- aðir um afskiptasemi. Enn eitt víg- orð stuðningsmanna Waldheims er „Við Austurríkismenn kjósum þann sem við viljum" og í því felst ábend- ing til útlendinga um að bianda sér ekki í austurrísk innanríkismál. En ásakanimar gegn Waldheim hafa skaðað hann og jafnvel stuðnings- menn hans virðast farnir að efast um að heppilegt sé fyrir þjóðina að hann verði forseti. GH HUSGOGN DUGGUVOGI 2 - Simi 34190 - REYKJAVÍK Rýmingarsala á húsgagnaáklæði, kögri, leðurbútum og leóurafklippum í poka. Morgunblaðið/Sigrún Anna Katrin Ottesen við þrekhjól sjúkraþjálfunarstofunnar. Selkórinn heldur árlega vortónleika Árlegir vortónleikar Selkórs- ins á Selljarnarnesi verða haldn- ir i félagsheimilinu á Seltjarnar- nesi annað kvöld, mánudag, kl. 20.30 og nk. laugardag, 26. apríl, kl. 15.00. Selkórinn er blandaður kór karla og kvenna og er stjórn- andi hans Helgi R. Einarsson. Á efnisskrá verða bæði innlend og erlend lög og tónverk. Einsöngv- arar með kómum verða Þórður Búason og Helgi R. Einarsson. Undirleikari á tónleikunum verður Guðni Þ. Guðmundsson. Árlegur dansleikur kórsins verð- ur einnig nk. laugardag í félags- heimiiinu á Seltjamamesi. Hljóm- sveitin Damos leikur fyrir dansi og kórfélagar bregða á ieik. Húsið verðuropnað kl. 21.00. Sjúkraþjálfunar- stofa í Hveragerði Hveragerði, 17. apríl. NYLEGA var opnuð sjúkraþjálf- unarstöð í Hveragerði og hlaut hún nafnið Sjúkraþjálfun Suður- lands. Eigandi stöðvarinnar er Anna Katrín Ottesen sjúkraþjálf- ari. Stofan er til húsa í björtum og góðum húsakynnum í sundlaugar- byggingunni í Laugaskarði og er hún búin góðum tækjum. Aðspurð um þetta framtak hafði Anna Katr- ín þetta að segja: „Um langt árabil hefur verið brýn og vaxandi þörf á sjúkraþjálfun til fyrirbyggjandi meðferðar á ýmsum stigum sjúk- leika sem unnt er að halda niðri og bægja frá. Ekki síður er hér komin aðstaða fyrir víðtæka endur- hæfíngu m.a. eftir slys og aðgerðir. Mikill kostur er að hafa aðstöðu til æfínga í sundlauginni. Ég tel mikla þörf fyrir þessa starfsemi í Hveragerði og öll nær- liggjandi byggðarlög og vona ég að ég geti veitt góða þjónustu," sagði Anna að lokum. Anna Katrín er Hvergerðingur, ein af mörum bömum þeirra heið- urshjóna Geirlaugar og Oddgeirs Ottesen. Hún iauk námi sem sjúkra- þjálfari frá Háskóla íslands árið 1988 og hefur lengi unnið við endurhæfingarstörf á Heilsuhæli NLFÍ. Aðsókn að stofunni hefur verið mjög mikil frá byrjun. Hreppsfélög Hveragerðis og Ölfuss eiga sund- laugina í Laugaskarði og hafði þessi hluti hússins staðið ónotaður í nokkum tíma, er gott til þess að vita að hann er kominn í not fyrir þetta ágæta fyrirtæki og að enn fleiri sæki heilsubót í Laugaskarð, sem um iangan aldur hefur verið stolt okkar Hvergerðinga. Sigrún fFrá Grunnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1980) fer fram í skólum borgarinnar mánudaginn 21. og lýkur þriðjudaginn 22. apríi n.k., kl. 15—17 báða dagana. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti innrita börnin á þessum tilgreinda tíma eigi þau að stunda forskólanám næsta vetur. Skóiastjórar UNGLINGAHÚSGÖGN TIL FERMINGARG JAF A Fjölbreyttasta úrval sem völ er á SENDUM UM ALLT LAND OPEÐ LAUGARDAGA KL. 10-16 Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvogi 68, Hafnarfirði, s. 54343.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.