Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 14
B?
Hvað ætli hann Broddi hafi verið
að gera þessi ellef u ár síðan hann
hætti skólastjórn Kennaraskólans?
Gaman að heyra hvað hann hefur
verið að skrifa eftir að hann fékk
til þess næði, þessi heimspekingur
og sálfræðingur með orðgnótt og
betra vald á íslensku máli en flestir
aðrir sem kostur gafst á að heyra
á árum áður í útvarpi og á
mannamótum? Maðurinn sem alltaf
hafði einhverja speki fram að færa
og var svo eftirsóttur fyrirlesari.
Eitthvað á þessa leið voru
vangaveltur blaðamannsins á leið
heim til Brodda Jóhannessonar,
sem verður sjötugur á morgun,
fæddur 21. apríl 1916 í
Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi
norður í Skagafirði.
Svo sat Broddi þarna, unglegur,
hress og afslappaður, jafn
notalegur í tali sem fyrr, og fullyrti
að hann hefði ekki verið að gera
nokkurn skapaðan hlut, alls ekki
setið að skriftum eðá staðið í
útgáfu á bókum, hvað þá farinn
að rita ævisögu, biddu fyrir þér!
Hann kvaðst hafa verið í
fullkominni lausamennsku frá því
hann hætti sem skólastjóri
Kennaraskóla íslands 1975, eftir
35 ára starf sem kennari og síðustu
13 árin skólastjóri í stórum skóla
í uppbyggingu. Og sé harla
ánægður með það.
MQ^y}ffil^PlD,;aUNNUp.A^.UI^Q:APkjL,1986,
Við erum svo háð
pendúlviðbrögðiim
Sveiflumst sitt á hvað
ViÖtal við Brodda Jóhannesson sjötugan
Eftir að ég ákvað að
hætta, þegar ég gat
samkvæmt 95 ára regl-
unni um eftirlaun, þá var
ég genginn úr leik. Það
voru alveg hreinar línur
og mér var fullkomin
alvara. Kom ekki nálægt skólanum eftir
það,“ útskýrði Broddi þegar haldið var
áfram að þýfga hann um það hvort hann
hefði ekki haldið áfram að kenna eitthvað
í lausamennsku að minnsta kosti, þessi
afburða kennari svo sem alkunnugt var.
Játaði þó að hann hefði í tvö vor hlaupið í
skarðið sem prófdómari, auk þess sem hann
lauk starfi í laganefnd skólans. „Ég var
búinn að gera það sem ég gat og hætti.
Starfið er þess eðlis. Þar þurfti mann með
óskert þrek. Þetta hafði verið samfelldur
þrældómur í áratug. Ég var búinn að vera
skólastjóri frá haustinu 1962. Á þeim árum
bar allt að á sama tíma, endurskoðun á
löggjöfinni um kennaraskóla, bygging
skólahússins, fyrir lá að semja námskrá og
reglugerð, miklar breytingar voru á manna-
haldi og svo gegndarlaus fjölgun nemenda.
Hvorki skólinn né þjóðfélagið réðu við þessa
miklu íjölgun. Engin leið að sinna því skap-
lega, t.d. að koma kennaraefnunum í verk-
lega þjálfun með þeim barnafjölda sem til-
tækur var. Þetta leiddi til eilífra bráða-
birgðaráðninga kennara og tafir urðu á
byggingaframkvæmdum umfram það sem
áformað var. Ég var þá búinn að kenna við
skólann frá 1941, en þessi mikla fjölgun
byzjaði greinilega um 1959. Um það leyti
var einhver geigur í ungu fólki um atvinnu-
horfur, samfara þeirri almennu skoðun að
kennaraþörfín væri óþijótandi. Svo horfði
fólk mjögtil löngu sumarleyfanna."
Við spjöllum um stund um blessun sumar-
leyfa. Þegar Broddi hóf kennslu 1941 höfðu
kennarar Kennaraskólans fimm mánaða
sumarleyfi án nokkurra kvaða. Þremur
árum síðar var árlegur skólatími lengdur í
8 og ári síðar í níu mánuði. Fylgdu dtjúgar
kvaðir um kennslu á sumarnámskeiðum.
En fyrstu árin sem Broddi var skólastjóri
átti hann sjálfur samanlagt 24 sumarleyfís-
daga. Kom varla í Skagafjörðinn, segir hann
og þótti afleitt. En hann kveðst hafa bætt
sér það upp síðan.
„Annars var sú skoðun mín ekki ný að
menn ættu að starfa takmarkaðan tíma í
svo krefjandi starfi," tekur Broddi aftur upp
þráðinn. „Tæpum 20 árum áður hafði ég
látið í ljós þá skoðun að við einokunarstofn-
un, eins og Kennaraskólinn var, ættu skóla-
stjórar ekki að vera æviráðnir. Hefi svo
staðið að lagasetningu um að ráðningartími
sé ekki nema 4-8 ár. Sjálfur var ég búinn
að vera svo lengi í skólastjóraembætti að ég
gat ekki fylgst að gagni með í mínum eigin
fræðum. Slíkur maður er ekki bara útslitinn
skólastjóri heldur líka liðónýtur kennari. Það
er ekki notaleg tilhugsun eftir að hafa haft
gaman af kennslu. Að eigin dómi? Já að
vísu, en ekki eru aðrir dómbærari um það.“
Er Broddi þá ánægður með það sem kom
út úr öllu þessu striti, nýju lögunum og
reglugerðunum og þessu mikla uppbygging-
arstarfi í kennslumálum? Var farið rétt í
þessa umsköpun? „Já, löggjöfin og reglu-
gerðirnar voru í lagi. Það eina sem ég hefi
við þetta að athuga er endurskoðunarárátt-
an. Það er eins og við séum svo háð pendúl-
viðbrögðum, sveiflumst sitt á hvað. Aðsókn
að kennaranámi hafði verið nokkuð jöfn
fram til 1950. Glíman hófst svo um atgervið
og menntaskólanám varð forgangsnám
austan hafs og vestan og íslenskir lands-
prófsnemendur urðu forréttindastétt og fóru
í menntaskólana, en gagnfræðingarnir
komu til okkar. Eftir að landsprófsnemar
höfðu verið í menntaskólunum sín fjögur
ár, fóru stúdentarnir svo að skila sér í
kennaraskólann. Svo kom menntaspreng-
ingin og stefna stjórnvalda var að hindra
engan í neinu námi. Á þessum tíma gerði
kennaraskólinn samanburð á landsprófsfólki
og gagnfræðingum, sem sýndi að þeir voru
líka menn og stóðu hinum ekkert að baki.“
Þegar sauðkind og sál-
fræðing greinir á
„En eitt er að vera ánægður með lög og
reglugerðir og annað er svo framkvæmdin,"
heldur Broddi áfram eftir nokkra stund.
„Það var tenging kenningar og hins verk-
lega starfs sem löngum er áfátt í skólum.
Eg vildi að kennarar fengju sinn þjálfunar-
tíma eins og læknar. Og það hefði líka tengt
þá meira við landsbyggðina. Hefi stundum
sagt við þá að þegar sauðkindina og sálfræð-
inginn greini á, þá sé það alltaf sauðkindin
sem hefur rétt fyrir sér. Ef sálfræðingur
ætlar að leiðrétta fjárgötu í fjallshlíð, þá
fari hann villur vegar. Ekki af því að sauð-
kindin sé fortakslaust gáfaðri en hún hefur
reynsluna.“
Sveitadrengfurinn stefndi
í sálarfræði
Hér verður freistingin of mikil að hafa
orð á því að nám Brodda sjálfs, sálarfræðin,
teljist þó varla til verklegs náms í venjuleg-
um skilningi. Hann svarar hlæjandi um
hæl: „Ég tel mig vera harðmenntaðan í
verklegu, öllu nema sjómennsku, og þykir
það snautlegt. í sálarfræðinni hafði ég að
vísu ekki mikið verklegt nám í kennslu en
mikla verklega sálarfræði." Hann kveðst
alltaf hafa ætlað í sálfræðinám, jafnvel
Þrír sýna
Myndiist
Valtýr Pétursson
í Vestursal Kjarvalsstaða stend-
ur nú yfir sýning á verkum þriggja
ungra manna, sem allir hafa komið
fram á sjónvarsviðið áður, og það
oftar en einu sinni. Hér er því ekki
um algera byijendur að ræða, en
hinu verður ekki neitað, að allir eru
þeir í mótun, eins og eðlilegt er,.
og ekkert nema gott um það að
segja. Þessir ungu menn eru Helgi
Þorgils Friðjónsson, Daði Guð-
bjömsson og Kristinn Guðbrandur
Harðarson. Þeir þremenningar eru
furðu ólíkir í myndgerð sinni og
viðhorfí til myndlistar, en þeir hafa
haldið hópinn, og eru gamlir félag-
ar, og mér finnst verk þeirra fara
vel saman á þessari sýningu, þrátt
Kristinn G. Harðarson
fyrir mismunandi tækni og viðhorf.
Það em feikna mörg verk á
þessari sýningu þeirra þremenning-
anna, 171 verk í sýningarskrá.
Þarna eru málverk, teikningar,
skúlptúr, lágmyndir, gouache- og
pastelverk. Af þessu má sjá, að
listamennimir koma víða við og
spanna breitt svið. Flest verkanna
eru eftir Daða, síðan kemur Helgi
Þorgils, og Kristinn rekur lestina
með teikningar, málverk og skúlpt-
úr. Af fyrri verkum þessara manna
mætti halda, að nýja málverkið
væri þama í fyrirrúmi, en svo er
ekki. Það er vart, að það sjáist á
þessari sýningu. Allir eru þeir pilt-
amir að eiga við aðra hluti, og er
það sannarlega góðs viti, að ungir
menn eru ekki allir í sama farinu.
Helgi Þorgils er ef til vill þekktastur
af þessum hóp og hefur verið at-
hafiiasamur á listabrautinni að
undanfömu. Má þar tilfæra, að
verk hans hafa nýlega verið til sýnis
í þeirri gömlu borg París, og hann
hefur sýnt mikið bæði hér heima
og fyrir utan landsteinana. Það var
því viss eftirvænting fólgin í því að
fá að sjá, hvað hann væri að fást
við þessa stundina, og nú blasir það
við á Kjarvalsstöðum. Ég verð að
játa, að ég bjóst við kraftmeiri
verkum frá hans hendi en raun ber
vitni, en hann stendur augsýnilega
á tímamótum og er að byija á nýj-
ung, sem virðist ekki fyllilega komin
til skila. Þessi verk Helga em iðandi
af symbólisma, sem ekki er auðvelt
að koma heim og saman, en þetta