Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 7
MÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNCTDAGUR 20. APRÍL1986 JLl Ný lestargöng í Moskvu ógna einu merkasta bókasafni Sovétríkjanna Sjá: Nú er það svart MENNTAMÁL Skólakerfið riðar til falls í Póllandi Pólskum mæðrum gengur yfír- leitt vel að fá vinnu utan heimilisins. En það er annað vanda- mál sem við þeim blasir ef þær vilja drýgja heimilistekjumar á þennan hátt, semsagt skortur á dagvistar- stofnunum. Frá árinu 1982 hafa nálega tvær og hálf milljón bama litið dagsins ljós í Póllandi, eða mun fleiri en dagvistarstofnanir geta sinnt, enda voru þær yfirfullar fyrir. Árið 1985 fengu 130.000 böm synjun um forskólavist. Fyrir bragðið neyddust mæður þeirra til að vera heima eða leita á náðir ættingjanna. Ekki bætir úr skák að húsakynni dagvistarstofnanna em mjög léleg. Flest heimilin vom byggð á 3. og 4. áratugnum og í opinberri skýrslu um menntunarmál kemur fram að um 800 skólar em óhæfír til notk- unar. Þá ríkir alvarlegur skortur á kennslubókum í Póllandi. Fjölmiðlar hafa verið óvenjulega opinskáir í gagniýni sinni. I opinberri tilkynn- ingu segir m.a.: „Árið 1981 vantaði að minnsta kosti 35 milljónir kennslubóka, en nú er talan nær 55 milljónum." Kennarar hafa enda ítrekað kvartað yfír því að böm neyðist til að nota kennslubækumar í sameiningu. Þá vantar einnig penna, blek, reglustikur, glósubæk- ur, minnisbækurog jafnvel strokleð- ur. „í stuttu máli,“ sagði pólskur kennari, „er fræðslukerfíð að hrynja til grunna." Ástæðurnar em margþættar. Kommúnistaflokkurinn sem komst til valda eftir síðari heimsstyijöld lét innleiða víðtæka menntunar- áætlun. Árið 1939 vom sjö milljónir Pólverja ólæsar og óskrifandi. Núna hefur ólæsi verið útrýmt en orkan sem fór í menntamálin á 5. og 6. áratugnum beindist síðan á aðrar brautir. Þá hefur kennslustarfíð sett ofan í Póllandi eins og í öðmm löndum Austur- og Vestur-Evrópu. Kennar- ar njóta ekki eins mikillar virðingar og áður og hafa dregizt afur úr í launum. Meðallaun í Póllandi em 19.000 zloty á mánuði en menntað- ur kennari fær aðeins 9.000 í mán- aðarlaun. Kaþólska kirkjan í Póllandi reynir nú að láta til sín taka við að ráða bót á þessu ófremdarástandi, og frá árinu 1982 hefur hún unnið að því að byggja upp sitt eigið fræðslu- kerfi. En pólskum stjómvöldum er það mjög á móti skapi að veita kaþólsku kirkjunni aukna hlutdeild í menntun ungu kynslóðarinnar. Á hinn bóginn eiga foreldrar naumast í önnur hús að venda, þar sem yfírvöld em fær um að útvega nægileg námsgögn og beija í stærstu brestina í hinu almenna skólakerfí. — JUDY DEMPSE Y BJARGARÞURRÐ Mörgæsirnar hrynja niður við Falklandseyjar Aundanfömum vikum hefur þúsundir dauðra mörgæsa rekið á land á Falklandseyjum og þykir mörgum augljóst, að þær hafi drepist af hungri og vannær- ingu. Hafa nú mörg hræjanna verið flutt til Englands til rannsóknar. Athuganir á þeim geta leitt í ljós hvort dauði mörgæsanna stafar af ofveiði gífurlegra flota verksmiðju- skipa umhverfis eyjamar en þvi hefur lengi verið spáð, að þessar veiðar myndu valda stórslysi í náttúmnni. Mörgæsimar rak flestar á land á austur- og vestureyjunum og innan um þær vom einnig dauðir albatrossar. Falklandseyjar em mikilvægustu varpstöðvar beggja þessara fuglategunda. Aðalfæða fuglanna er smokk- fiskur, sem hundmð skipa frá ýms- um þjóðum hafa mokað upp á undanfömum þremur ámm. At- huganir, sem gerðar hafa verið í port Stanley, sýndu, að fuglarnir vógu aðeins á milli fjórðungs og helmings af því, sem eðlilegt er um varptímann, en fyrstu rannsóknir í London benda til, að fæðuskortur sé ekki eina ástæðan fyrir dauða fuglanna. Svo virðist sem einhvers konar veimsýking eigi einnig hlut að máli. Rannsóknirnar á mörgæsadauð- anum em á vegum Falklandseyja- sjóðsins, breskra umhverfísvemdar- samtaka, sem hafa barist fýrir því, að einhver stjóm verði höfð á veið- unum. Simon Lyster, sem einnig er ráðgjafí Alþjóðanáttúmvemdar- sjóðsins, segir, að líklegt sé, að veiran hafi drepið fuglana af því að þeir vom orðnir máttfamir af hungri og vannæringu. „Við verðum að bíða eftir að rannsóknunum ljúki en ef í ljós kemur, að fæðuskorturinn er söku- dólgurinn, munum við setja allt á annan endann," segir Lyster. Talsmenn sjóðsins og stjórnar- innar á Falklandseyjum segja, að engin dæmi séu um viðlíka fugla- dauða og nú en dr. John Croxall, yfírmaður fugla- og selarannsókna á Suðurheimskautinu, telur ólíklegt, að ofveiðin valdi mestu um. Segir FÓRNARLAMBIÐ — Hvarf ætið ofan í belginn á togurunum? hann, að mörgæsin lifi aðallega á smáum smokkfíski, sem smjúgi vörpur togaranna. Það getur einnig hafa ráðið miklu um þennan óvanalega mörgæsa- dauða, að síðasta klak algengustu smokkfísktegundarinnar í Suður- Atlantshafi misfórst að mestu leyti. Croxall tekur þó fram, að stjóm- lausar veiðarnar við Falklandseyjar séu meiriháttar slys. „Til að vera alveg vissir verðum við þó að bíða eftir niðurstöðum rannsóknanna," segir hann. — JOHN EZARD MISTÖK Á dauða sínum átti hann von Maður nokkur á Englandi var á unga aldri úrskurðað- ur hjartveikur og í hálfa öld bjó hann við þennan „sjúkdóm" sinn og neitaði sér um margt það, sem lífið hefur upp á að bjóða heil- brigðu fólki. Þegar loksins kom í ljós, að sjúkdómsgreiningin var röng höfðaði hann mál á hendur viðkomandi heilbrigðisyfírvöldum en tapaði því. Noel Smith var aðeins 10 ára gamall þegar honum var sagt, að hann myndi ekki lifa fram til 20. afmælisdagsins. í 45 ár forðaðist hann alla líkamlega áreynslu en árið 1981, eftir nærri hálfrar aldar stöðugan ótta við dauðann, var hann skoðaður og þá lýstu lækn- amir því yfír, að hjartað í honum væri eins og nýsleginn túskilding- ur. Vanrækslusyndir og mistök fymast á sex ámm og þegar Noel höfðaði mál á hendur heil- brigðisyfírvöldum í Liverpool var því vísað frá á þeirri forsendu, að það væri 44 árum of seint á ferðinni. Noel ætlar samt að áfrýja þeim úrskurði. „Allt mitt líf hef ég óttast, að flest áreynsla, t.d. venjulegt sýsl í garðinu, gæti riðið mér að fullu og ég hef aldrei getað unnið annað en léttustu störf. Ég er ákveðinn í að reka þetta mál áfram þótt það geri mig að öreiga,“ segir Noel. H H H H H H H H H H H H H rLJ CATERPILLAR L n SALA Sl tUÓNUSTA Caterpillar, Cat ogffleru skrásett vörumerki TIL SÖLU NOTAÐAR VINNUVÉLAR: Cat 980 B hjólaskófla árg. 1975 Cat 966 C hjólaskófla árg. 1981 Cat 966 C hjólaskófla árg. 1977 Cat 966 C hjólaskófla árg. 1974 IH 520 hjólaskóf la árg. 1977 JCB 428 hjólaskófla árg. 1977 Cat D6C jarðýtur árg. ’71 -’80 Cat D5B jarðýta árg. 1975 Cat D4D jarðýta árg. 1974 Cat D4E jarðýta árg. 1981 Cat D4E jarðýta árg. 1982 Komatsu D45A jarðýta árg. 1980 MustangMK 11-120 grafa árg. 1977 Bröyt X-3 grafa árg. 1970 Atlas 1602 grafa árg. 1974 Atlan 1902 grafa árg. 1983 Ford Country með Hiab Faco krana 1165 árg. 1975 Allex Oxford grindbómukrani 30T árg. 1969 HEKIA HF Laugavegi 170-172 Sími 21240 y H H H [h][h|[h]|h][h][h]|h] H H H H H H H H H H sérlega. skemmlileg íbúð í ánu affallegustu norgarinnar húsum ‘Risíbúöm nð ‘Tlúkíigötu 63, ‘Reykjavík. fjott útsýni yjir borgum og allt tid Snœfellsjökli, þegar vedur le\’fir. IbúÚin er 120 nr, lofthœd liennar er 2,80 m og lítið undirsúÚ. Ibúðin skiptist i 2V1 svefnkerbergi, 2 stórar stofur, badkerbergi og nýstandsett eldhús. íbúdm er ötl tiýmdluð í Ijosum lil og Ijós teppi eru ú öllum gólfum. Svalir cru stórar og snúa í suóur. Stórt manngengt hdaloft fylgir íbúðinni. í kjallara er þvottahús, sameiginlegt fyrir 3 ibúðir, með nýjum [nirrkara. Ibúðiti er að óllu /eyfi vönduð, vel byggð og rnikið í hana lagt í upphafl, t.d. mahóníhurðir og -karrnar. Ílníðin verður sýnd í dag, sunnudaqinn 20. apríl, rnilli kl. 16 oq 18. Jíeitt kafji & könnunni. Sóluverð 3,5 rnillj. Jiugmyndir urngreiðslukjör munu liggja framrni til umfjöllunar. Skjalafrdgang mun‘Tétur‘T’ór Sigurðsson hdl. annast. Cíiristian T)am Sí'ni 23536

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.