Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ; SUNNUDAGUR20. APRÍL1986 Rithöfundahjón í íslandsferð Annok Sarri og Olav Nordrá eru bæði afkastamiklir rithöfundar í Noregi Noregur hefur, á sama hátt og ísland, eignazt marga sérstæða rithöfunda. En það eru ekki margir þeirra sem einnig hafa sameinazt í einkalífinu og sótt sameiginlegan efnivið sinn til nyrztu sveita Skandinavíuskaga. Annok Sarri Nordrá og Olav Nordrá hafa frá árinu 1960 verið þesskonar vinnufélagar. Bæði eru þau mikilsvirtir rithöfundar í heimalandi sínu, og bæði eru þau nú stödd á íslandi. Annok Sarri fæddist í Nikalukta í Sænska Lapplandi, dóttir þjóðsagnapersónunnar og samaleiðtogans Nikka Sarri og konu hans Mariu, sem ekki var síður litrík persóna. Annok var næstyngst fjórtán barna þeirra hjóna og ólst upp í umhverf i þar sem allt byggðist á hreindýrarækt. spor etter sig“ birtir hún lifandi frásögn úr daglegu lífi stórflöl- skyldu þar sem þijár kynslóðir búa saman í sátt og samlyndi. Olav Nordrá fæddist 1911 og á það sameiginlegt með maka sín- um að hann er ættaður úr Norður- héruðunum og sækir þangað efni- við verka sinna. Hann hóf einnig feril sinn sem blaðamaður, og skrifaði til dæmis í mörg ár um menningarmál í þekkta norska blaðið „Morgenbladet". Eins og Annok stefndi hann að því frá unga aldri að verða rithöfundur. Hann var þó kominn á fullorðinsaldur (árið 1951), Þótt Annok sé fædd í Svíþjóð hefur hún fullan rétt á að telja sig norska, því foreldrar hennar voru bæði ættuð frá Noregi. Það var aðeins lega landamæra þess- ara norrænu landa sem gerði íj'öl- skylduna sænska, fjölskyldu sem eins og aðrar sama-íjölskyldur í Norðurhéruðunum fylla þann hóp sem við í raun eigum við með hugtakinu Skandinavar. Móðurmál Annoks er samíska. Hún var hinsvegar ung að árum þegar hún lærði hin skandinav- ísku málin, norsku, sænsku og fínnsku. Og seinna lærði hún einnig ensku og þýzku. Allt frá bemsku hreifst hún af bókmenntastarfi. Eftir að hafa stundað margskonar störf sneri hún sér að blaðamennsku. Hún lauk námi frá Blaðamannaskólan- um í Stokkhólmi, og var að því loknu fastráðinn blaðamaður við „Norrlandsfolket" í Kiruna. Seinna starfaði hún sjálfstætt fyrir ýmis norsk og sænsk blöð jafnhliða námi við Háskólann í Osló. Um tíma starfaði hún við Norsk Folkemuseum í Osló þar sem hún meðal annars vann við að þýða og afrita hljóðupptökur af sam- ískum mállýzkum. Hún hefur einnig þýtt bókaflokkinn „natur- , böker" úr norsku yfír á samísku. Með fyrstu skáldsögu sinni „Ravnas vinter" haslaði hún sér strax völl sem norskur rithöfund- Annok Sarri og Olav Nordrá ur. Seinna komu svo tvær bækur í framhaldi af þeirri fyrstu, „Fjellvuggen" og „Avskjed með Saivo". Bækumar vöktu mikla og verðskuldaða athygli, bæði vegna málfars og óumdeilanlegs bók- menntagildis, en einnig vegna þeirrar ályktunar sem höfundur dró í mjög umdeildu vandamáli þjóðemisminnihluta í Noregi: „Eigi samamir að komast af sem þjóðemisminnihluti eiga þeir ekki um annan kost að velja en aðlaga sig markvisst samfélaginu." í spennandi bamabók sem hún nefnir „Gutten som ville sette þegar hann sendi frá sér fyrsta skáldsögusafn sitt, „Veien til Seida". Mesta athygli vakti hann trúlega með skáldsögu sinni „Röd höst“ (1970) um sama-uppþotin 1852. Af öðrum bókmenntaverk- um hans má nefna „Herr Petters trompet" (1961), sem að nokkm byggir á eigin reynslu höfundar, skáldsöguna „Jeg hilser jorden" (1965) og sagnasöfnin „Guds ulver" (1967) og „Simla" (1969). Um Olav er sagt í ritverkinu „Modeme norsk litteratur" að hann búi yfír fijóu ímyndunarafli og hafí sérstæðan ritstfl, tjáning- arform hans sé frumlegt, og hann beiti ýmist óþvingaðri norð- norsku eða hugmyndaríkum og skáldlegum texta þar sem gaman- semi höfundar skíni alltaf í gegn. Auðvelt væri að bæta hér við fleiri lofsyrðum, en margir gagn- rýnendur hafa réttilega bent á skyldleika skrifa hans við verk Nóbelsskáldsins Halldórs Lax- ness. Annok og Olav kynntust fyrst árið 1956. Það var á fjölmennri sama-ráðstefnu í Karasjok þar sem hún var fyrir „Norrlands- folket" og hann fyrir „Morgen- bladet". Það varð ást við fyrstu sýn. En þar sem þau vom bæði fullorðin gáfu þau ástinni tæki- færi til að þroskast. Og það var ekki fyrr en fjórum ámm seinna, árið 1960, að þau héldu brúðkaup sitt í fæðingarbæ hennar, Nikalu- okta. En athöfnin taldist til stór- tíðinda hjá íjölmiðlum, þrátt fyrir ausandi rigningu, með virðuleg brúðhjón og íjólmarga ættingja þeirra í aðalhlutverkum og hundr- uð aðkominna ferðamanna í auka- hlutverkum. Það var talið heillamerki að regnið helltist niður meðan á athöfninni stóð. Það veit á gott bæði fyrir ástina og ritstörfín, sögðu þeir ættingjar Annoks, sem lært höfðu að lesa í tákn sólar og mána, skýjaþynnis og heið- ríkju. Og árin sem liðin em sanna að þeir vom sannspáir. Undanfarin ár hafa hjónin Sarri/Nordrá verið búsett í nýrri og fallegri íbúð sinni í miðri Osló- borg, þaðan sem víðsýnt er yfír hafíð og höfuðborgina. Hér njóta þau þess vinnufriðar sem bæði þarfnast. Og bæði em þau enn jafn afkastamikil og á yngri ámm og setjast daglega við ritvélina. En nú hafa þau þó tekið sér rúmlega viku frí frá störfum til að taka þátt í hópferð nörskra rithöfunda til Islands, lands sem þeim fínnst báðum þau hafa taug- ar til. Oddvar Hellerund m Itilbod leðurskór Verð kr. 499 st. 37-41. Póstsendum Vegna mikillar eftirspurnar AUKAFERÐ fyrir ELDRI BORGARA Brottför 6. maí — 3 vikur. Verð frá kr. 29.600,- Fararstjóri Rebekka Kristjánsdóttir. Hjúkrunarfræðingur á staðnum. ____________ OTC<T<VTM< FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTIG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.