Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 6
 mprgunblaðip.sunnudagur 20. apríl 1986 MATARÆÐIÐ Bretinn er of sólginn í sykurinn Brezku læknasamtökin hafa nú ráðist til atlögu gegn mat- vælaiðnaðinum með því að hvetja til þess að neyzla á sykri og mjólk- urafurðum verði minnkuð verulega. Samtökin hafa nýlega sent frá sér skýrslu sem nefnist Mataræði, næring og heilsa. Þar er talið brýnt að sykumeyzla minnki um 50% til að koma í veg fyrir offitu og tann- skemmdir. Hver Breti neytir að jafnaði 40 kflóa af sykri árlega. Ennfremur telja samtökin salt- neyzlu of mikla en hún er að jafnaði 12 grömm á dag fýrir hvem ein- stakling en þyrfti að minnka ofan í 9 grömm. Loks segir í skýrslunni að brýna nauðsyn beri til að neyzla á mettaðri fítu minnki um 40%, en aukist á hinn bóginn á trefjaefnum úr 20 grömmum upp í 30 grömm daglega. Þá segir enn að neyzla á alkóhóli þurfí að dragast saman um þriðj- ung, en það jafngildir þvi að hver Breti ætti að drekka um það bil fímm lítrum minna af bjór á hverri viku en hann gerir núna. Vísindaráð læknasamtakanna vann að skýrslu þessari en forgöngu hafði Sir Douglas Black. Þetta er fyrsta opinbera framtak samtak- anna gegn sjúkdómum sem taldir eru stafa af röngu mataræði, eink- um hjartasjúkdómum. Aðrar að- gerðir munu fylgja í kjölfarið. Dr. John Dawson formaður vís- indadeildar læknasamtakanna segir að trúlega hafí ekki verið hjá því komizt að árekstrar yrðu við aðila í matvælaiðnaðinum. I skýrslunni segir að knýjandi þörf sé á að móta stefnu í heilsu- rækt og koma á þann hátt í veg fyrir sjúkdóma. Segir þar að heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu beri að hafa forgöngu um þetta. Bent er á að landbúnaðarráðu- neytið styðji matvæiaiðnaðinn og atvinnumálaráðuneytið reyni að hamla gegn því að menn missi vinnuna, en heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu beri hinsvegar að stuðla að heilnæmu mataræði og ríkisstjómin að kappkosta að fá ráðuneytin til að vinna saman í þessum efnum. Sú stefna sem nú er við lýði stuðlar hinsvegar að neyzlu skað- legra fæðutegunda svo sem sykurs, mjólkur og smjörs eða neyzlu mat- væla sem hafa lítið næringargildi, svo sem franskbrauðs, segir í skýrslunni. Að sögn dr. Dawsons er stefnan í landbúnaðarmálum framleiðslu- hvetjandi fyrir smjör, áfengi og aðrar afurðir sem eru ekki eins hollar og kommeti og kartöflur. í títtnefndri skýrslu kemur fram að rösklega þriðji hver maður á Bretlandi sé of digur og ósvikin offíta hijái 6% þjóðarinnar. — ANDREW VEITCH REYKINGAR Fórnarlömbin þurfa ekki að svæla sjálf Það getur verið meira en óþægilegt að anda að sér tób- aksreyk og fá hann í augun> Það getur jafnvel verið lífshættulegt. A þessa Iund var niðurstaða breskra sérfræðinga sem héldu fyrir skömmu ráðstefnu um áhrif svo- nefndra óbeinna reykinga. Árlega látast á milli 200 og 1.000 Bretar vegna þess að þeir hafa andað að sér tóbaksmettuðu lofti af völdum reykinga annars fólks. Sérfræðingamir eru á einu máli um að koma þurfí í veg fyrir slíka hættu á vinnustöðum. Green College í Oxford í Bret- landi hafði veg og vanda af þessari ráðstefnu. Niðurstöður hennar em enn vatn á myllu þeirra sem gera vilja frekari varúðarráðstafanir vegna tóbaksreyks á opinberum stöðum og á vinnustöðum. Ofan- greindar niðurstöður birtust aðeins tveimur dögum eftir að Fræðsluráð um heilsuvemd í Bretlandi hóf mikla herferð til að vara reykinga- menn við því að þeir gætu valdið öðrum krabbameini, bronkítis og lungnabólgu. Formaður ráðstefnunnar, Sir John Walton, sagði meðal annars: „Reykingar á hvaða stigi sem er fela í sér áhættu. Ef fólk andar að sér tóbaksreyk þótt það reyki ekki sjálft, á það á hættu að anda að sér krabbameinsvaldandi efnum. Þótt áhættan sé ekki mikil er hún þó fyrir hendi og eykst stöðugt eftir því sem fólk dvelst lengur innan um þá sem reykja mikið." Sérfræðingamir vom þó ekki á einu máli um hversu mikil hætta steðjaði að fólki vegna óbeinna reykinga. Töldu þeir að áhætta sú sem reykingamaður kallaði yfír annað fólk gæti verið 0,5-10% af þeirri áhættu sem hann tæki sjálfur, að reykingar em orsök þriðjungs dauðsfalla af völdum krabbameins. Þeir sem tóku til máls sýndu fram á, að þeirri skoðun vex stöðugt fylgi, að vinnuveitendur eigi að banna reykingar á sérstökum svæð- um á vinnustöðum, en nýlega hafa verið birtar niðurstöður neytenda- könnunar sem leiða í ljós að 58% almennings em því meðmælt að vinnuveitendur grípi til slíkra ráð- - ANNABEL FERRIMAN ÞARNA ER ÞAÐ — Hluti af stórhýsinu sem nú liggur undir skemmdum i Moskvu. Fremst er inngangur í neðanjarðarbraut- ímar. NUERÞAÐ SVART Lenin-safnið riðar til falls Leninbókasafnið í Moskvu er ein kunnasta og mikilfeng- legasta byggingin í borginni en sú hætta vofír ný yfír henni, að hún hrynji saman vegna lestar- ganga, sem gerð hafa verið undir hæðina, sem byggingin stendur á. Bókaverðimir em byijaðir á að pakka niður öllum 22 milljón bók- unum í safninu en fmmhandritin, örfílmurnar og bókaviðgerða- deildin hafa verið flutt í önnur húsakynni. Bókasafnið er mikil bygging, 100 metra löng og 19 hæða há, en þrátt fyrir það ná sprungumar allt frá gmnni og upp í þak. Leninbókasafnið er miðstöð kommúnískra fræða, bygginga- samstæða á Vagankov-hæð gegnt Kreml og fegursta djásnið er Pashkovhöllin, sem reist var á 18. öld af auðugum afkomanda eins af hermönnum Péturs mikla. Margir glugganna í bókasafns- byggingunni hafa sprangið út og hafa starfsmennimir neyðst til að loka af sumum hlutum hennar með köðlum til að fólk fari sér ekki að voða. Kalkið, sem hrynur af veggjunum, er borið út í stömp- um dag hvem að því er segir í harðorðri og gagnrýninni grein í Literatumaya Gazeta en þar em borgaryfírvöld, yfirstjóm bóka- safnsins og gangasmiðimir sökuð um hvemig komið er og um að hafa reynt að fela staðreyndir málsins. í Sovétríkjunum gilda ströng lög um varðveislu minnismerkja og gangagerð og aðrar fram- kvæmdir undir þeim mega ekki hefjast fyrr en undirstöðumar hafa verið styrktar. Eftir þessum lögum var ekkert farið sagði í greininni fyrmefndu. Ráðuneytið, sem fer með varð- veislu minnismerkja, segir í skýrslu, að „þrátt fyrir ítrekaðar kröfur frá ráðuneytinu var engrar varúðar gætt og það hefur valdið því, að Pashkov-höllin og aðrar byggingar bókasafnsins em sem óðast að hrynja saman. Jarðveg- urinn undir meginbyggingunni sígur stöðugt og sigið hefur einnig náð til nýs stórhýsis þar sem fram fer vísindaleg rannsóknastarfsemi á vegum bókasafnsins. Ríkisstofnunin, sem sér um gangagerðina, hefur nú sett menn í það að klastra upp í sprangumar og talsmenn hennar halda því fram, að ávallt hafí verið farið eftir „öllum lögum og reglum við gangagröftinn". - MARTIN WALKER en allir vom þeir þó á einu máli um að áhættan væri fyrir hendi. Sýni úr munnvatni, blóði og þvagi bama reykingafólks hafa leitt í ljós að þau innihalda 10 sinnum meira af efnum úr tóbaksreyk en sam- svarandi sýni úr bömum frá reyk- Iausum heimilum. Dr. Joy Townsend, sérfræðingur í faraldsfræðum við rannsóknarráð- ið í læknisfræði við Harrow sagði, að vinnuveitendur ættu að sjá sér hag í að lýsa yfír reyklausum svæðum í fyrirtækjum sínum og jafnframt ættu þeir að hvetja starfsmenn sína . til að hætta reykingum. Það hefði sýnt sig að slíkar ráðstafanir bættu andrúms- loftið á vinnustöðum, stuðluðu að aukinni framleiðni og leiddu til minnkandi kostnaðar vegna ræst- inga og viðhalds. Sum fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa greitt 21 þúsund krónur í ráð- gjöf fyrir hvem þann starfsmann sem hættir reykingum. Enda þótt hér sé um háa upphæð að ræða er hún helmingi lægri en árlegur kostnaður vegna starfsmanna sem reykja, og er þá miðað við íjarvistir og ýmsa fylgikvilla reykinganna, sem bitna á starfshæfni manna. Richard Peto, kennari í krabba- meinsfræðum við Oxfordháskóla, sagði að þeir sem hefðu mestan hag af því að reykingar væm takmark- aðar á vinnustöðum, væm einmitt reykingamennimir sjálfír, því að það gæti leitt til þess að þeir hættu reykingum eða drægju vemlega úr þeim. Það kom fram á ráðstefnunni STRIÐSGLÆPIR HVER ER MAÐURINN? — Hinn meinti „ívan grimmi“ í vörslu ísra- elskra lögregluþjóna. Er maðurinn ef til vill alls ekki „Ivan grimmi“? Iísrael hefur ýmislegt verið að koma á daginn, sem bendir til, að John Demjanjuk, sem ísraelar fengu framseldan frá Bandaríkjun- um vegna gmns um stríðsglæpi, sé ef til vill ekki sá alræmdi fanga- búðavörður, sem kallaður var „ívan grimmi". Demjanjuk, 65 ára gamall eftir- launaþegi af úkraínskum ættum og fyrrnrn starfsmaður bflaverksmiðj- anna í Detroit, hefur alltaf haldið því fram, að málið á hendur honum sé tilbúningur og að hann hafí aldrei verið fangavörður í útrýming- arbúðunum í Treblinka. Ákærend- umir segja hins vegar, að hann hafí séð um gasklefana í Treblinka og borið ábyrgð á dauða meira en 900.000 gyðinga. Frá því Demjanjuk kom til ísraels hefur hann verið í fangelsi og beðið þar réttarhaldanna en á þessum tíma hafa komið í ljós tvö skjöl, sem gætu bent til, að fangabúðavörður- inn ívan grimmi hafí dáið í Tre- blinkaárið 1943. Annað skjalið fannst í skjalasafni Helfararstofnunarinnar við Bar Ilan-háskólann í Tel Aviv. Er það yfírlýsing Avrahms Goldfarb, sem nú er nýlátinn en lifði af hörmung- amar í Treblinka, um að ívan hafi verið drepinn í fangauppreisn árið 1943. „Við rifum niður girðinguna og annar- hópur réðst inn í gasklef- ana, drap ívan grimma og félaga hans og kastaði þeim síðan inn í eldinn," segir Goldfarb. Hitt skalið er úr skjalasafni gyðinga í Vín. Þar leggur Elias Rosenberg, annar maður, sem komst á lífí frá Treblinka, eið að því í desember árið 1947, að í ágúst árið 1943 hafí „nokkrir menn brot- ist inn í svefnskála úkraínsku fangavarðanna þar sem fvan grimmi svaf ásamt öðmm og barið þá til dauða með skóflum." fsraelsku saksóknaramir segja á hinn bóginn, að þrátt fyrir þessar upplýsingar séu þeir vongóðir um að geta sannað sitt mál. Þótt Demjanjuk verði dæmdur sekur er hins vegar ólíklegt, að hann verði dæmdur til dauða. Frá því að ísrael varð sjálfstætt ríki árið 1948 hefur aðeins einn maður verið dæmdur þar til lífláts, Adolf Eichmann. Málið gegn Demjanjuk er höfðað með stuðningi í ísraelskum lögum frá árinu 1950 um nasista og samstarfsmenn þeirra en í þeim er kveðið á um dauðadóm yfir hvetjum þeim, sem gerst hefur sekur um „glæpi gegn gyðingum á tímum nasista", „glæpi gegn mannkyni", eða „verknað, sem jafnast á við stríðsglæpi". — ROBIN LUSTIG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.