Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIS, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1986 B 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 7 U}Tt/ 'Jj If Verðlaunið íslenska textasmíð 7907-6503 skrifar: Margir hafa rætt um stöðu ís- lenskrar tungu á síðustu misserum, og það verður ekki um það deilt að hún er á hröðu undanhaldi undan sjónvarpi og öðrum áhrifaríkum miðlum er lítt stuðla að vemdun tungunnar. Það gagnar lítið að Sverrir Her- mannsson haldi ráðstefnu þar sem rætt sé um stöðu íslenskrar tungu og hvað eigi að gera henni til hjálp- ar ef svo ekkert er gert. Það er ekki nóg að tala um hlutina það verður líka að framkvæma þá. Það er áhyggjuefni manna hversu lítinn áhuga uppvaxandi kynslóð virðist sýna móðurmálinu. En er hægt að ætlast til þess þegar lítið er gert til þess í skólum til þess að örva áhuga bama og unglinga á góðum og virtum bókmenntum. Megin áhersla í móðurmálskennslu í dag er lögð á allskonar kvíslgreiningar og dellu sem virðist litlu máli breyta fyrir málverndun. Það er sýnt og sannað að ekkert hefur meiri áhrif á uppvaxandi kynslóð en vinsældatónlistin. Og hver er hlutur íslenskrar tungu í því efni? Hann er frekar rýr og fer minnkandi. Áður fyrr sáu íslenskir tónlistarmenn heiður sinn í að syngja á íslensku en nú er það komið í tísku að syngja á ensku. Nú þykir það víst miklu fínna að syngja „Can’t walk away“ heldur „Get ei gengið á braut“. Það myndi auka veg íslenskrar tungu til muna ef tekið yrði uppá því að verðlauna menn fyrir bestu dægurlagatextana. Þá yki e.t.v. hróður meðal textasmiða um að yrkja sem besta texta ef þessi verð- laun væm vegleg og eitthvað til Ýmsir hérlendra kommaleiðtoga láta g jaman í það skína, að þeir hafi alizt upp á skikkanlegum íhalds- eða krataheimilum, en hafi síðan snúizt til vinstri fyrir rás atburðanna, m.a. vegna vondra aðgerða Bandaríkjamanna og ann- arra auðvaldssinna. Em alkunnar að sækjast eftir. Það væri nær að verðlauna menn fyrir góða texta- smiði heldur en að verðlauna ráð- herrana með frium bílum. Ef einhversstaðar á að byija á að vemda tunguna þá á að byija á því sem snýr að unga fólkinu. Það erfir landið og tunguna. Það er því mikils um vert að við verndum „ástkæra ylhýra málið“ eins og Jónas Hallgrímsson sagði. íslensk tunga er dýr sjóður sem ekki má gleymast í heimi fjölmiðlabyltingar og videóæðis. frásagnir formanns Alþýðubanda- lagsins (sem kosinn hefur verið „leiðinlegasti þingmaðurinn" af starfshópi á Alþingi) og ritstjóra Þjóðviljans í þessa vem. Þesar frásagnir kommaleiðtog- anna minna um sumt á gamla skopsögu um konu nokkra, sem orðið hafði bamshafandi, og þótti henni með ólíkindum, þar eð hún hefði eigi haft náin kynni af karl- mönnum. Taldi konan einna senni- legast, að þunginn mundi stafa af dragsúg í baðstofunni. I fyllingu tímans ól svo konan bam. Var það stúlka, er síðan var nefnd Guðrún Trekkvindsdóttir. Úr því að kommar skammast sín svo mjög fyrir uppmnann, sem raun ber vitni, þ.e.a.s., að þeir séu flestir ættaðir úr söfnuði Stalíns sáluga, hvemig væri það þá fyrir flokksleið- toga þessa að kenna sinnaskiptin köldum gusti og dragsúgi. Elín Jóhannsdóttir Að kannast ekki við uppruna sinn * „Arangnrinn sýnir að nið- urfærsiuleiðin er fær“ — sagði Ásmundur Stefánsson forseti tT!inl?:a veT •« * •* *■«vert . í 9 a utansA uvn ho>M aÁ qA knm hnA ASI í ræðu á þingi Landssambands iðnverkafólks ____ utanað, bvo hægt só að bera það saman frá einum tima til annars og milli verelana. Öðaveröbólga undangenginna ára heflir haft þau Þjóðviljinn ær Víst er niðurfærslan fær þó flestu lendi saman. Þjóðviljinn er alveg ær en Ása þykir gaman. Hákur Óskiljanleg friðarbarátta Alveg er hún óskiljanleg friðar- barátta þessara svokölluðu friðar- sinna. Bæði Reagan og Gorbachev hafa lýst því yfir að hvomgur ætli að byija atómstríð. Kúgunin og skorturinn í kommúnistaríkjunum virðist ekki skipta máli fyrir þennan söfnuð, öll baráttan sýnir hatur á Vesturlöndum, einu löndin þar sem verkfallsréttur, ferðafrelsi og önnur mannréttindi em í heiðri höfð. Skáldin og menntamennirnir tóku þátt í baráttunni fyrir frelsi og mannréttindum. Þegar þau vom loksins komin þá kom marxisminn og afnumdi þau. Þá vom það skáld- in og menntamennimir, sem sungu þessum hryllingi lof og dýrð. Þegar ritskoðunin var orðin algjör, þá vom það þessir menn, sem trúðu öllu, sem Lenín og Stalín létu á þrykk, og sýnir þetta best trúgirni þessa fólks. Þegar samyrkjubúin vom hætt að brauðfæða Rússa og þeir þurftu að flytja inn kom í staðinn fyrir að vera komforðabúr Evrópu, þá hefðu augu þessa sér- trúarhóps átt að opnast. En það var nú öðm nær. Stalín lokaði landinu og enginn fékk að fylgjast með hungurherferðinni gegn bændun- um, aftökur gamalla flokksfélaga og allt harðréttið. Þá fengu aðeins þeir trúuðu að koma til landsins. Þegar þeir komu til síns heima, þá sungu þeir Stalín lof og dýrð og vei þeim sem ekki trúðu. Núna aftur á móti segja ráðamenn Rússlands frá hörmungunum og afsaka allt með því að fangelsa forstjóra fyrir- tækjanna. En engu er breytt til batnaðar, því kerfið sjálft á sökina. Ekkert getur bjargað nema frelsið. Er ekki lýðræðið gott í Viet- Nam? Getur þetta fólk sem hrakti Bandaríkjamenn í burt ekki verið ánægt með verkamennina, sem núna þræla í Síberíu og em að borga Rússum vopnasendingamar og flóttafólkið, sem fer út í opinn dauðann á hriplekum manndráps- döllum? Allir skæruliðar eiga vini þar sem „friðarsinnamir" em, nema þeir í Afganistan, Angólu, Eþíópíu, Mos- ambique og Nicaragua. Svartasti bletturinn á þesari öld er þegar skáldin og menntamennimir sviku frelsið og gengu til liðs við kúgun marxismans. Húsmóðir Þessir hringdu . . Rímuð gáta um mannanöfn GE hringdi: Amma mín kenndi mér eitt sinn rímaða gátu um tuttugu mannanöfn. Nú er svo komið að ég man aðeins fjögur fyrstu vísuorðin og það síðasta. Mér þætti vænt um ef einhver gæti rifjað upp framhaldið svo visan glatist ekki. Hún hefst svona: Einn gerir á ísum heija annar byijar viku hveija þriðji gerir að húsum hlúa hét sá fjórði á Krist sinn trúa Tuttugasta línan hljóðar svo: Með andanum næ ég þeim tuttugasta íslensk nýsmíði á erlendri grund Þuríður hringdi: Fyrir nokkm las ég frétt í Morgunblaðinu þess efnis að Sjólastöðin í Hafnarfírði hygði á smíði nýs togara og hefði fengið norska skipasmíðastöð til verksins. Hvemig stendur á því að á meðan íslenskar skipa- smíðastöðvar ramba á barmi gjaldþrots vegna verkefna- skorts, sé það óátalið að íslensk- um nýsmíðum sé beint til Nor- egs? Hversu lengi er ætlunin að halda uppi norskum skipasmíð- um með þessum hætti? FLUOLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.