Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 15
B* M
Broddi Jóhannesson Ijösm. Bjami
meðan hann var enn heima í Skagafirði.
Þekkti þó ekkert til þeirra fræða. Hlýtur
að hafa verið hljómurinn í nafninu, eins og
hann segir. „Langaði ekki bara í sálarfræði
heldur vildi ég fara til Þýskalands. Og komst
það. Helga fóstra mín hafði gifst Gísla á
Víðivöllum. A valsi milli góðbúanna sumarið
eftir að ég varð stúdent frá MA kom ég
að Víðivöllum. Þar voru þá staddir 7 Þjóð-
verjar, sem höfðu komið norður Kjöl. Þama
var kominn Reinhard Prinz, mikill íslands-
vinur og höfundur bókarinnar Das unbe-
kannte Island, með nemendur sína í ís-
lensku. Hann hafði áður verið hér við háskól-
ann, talaði íslensku og átti hér marga vini,
m.a. á Víðivöllum. Um jólaleytið er hringt
til mín til Kaupmannahafnar, þar sem ég
var byrjaður nám í heimspeki og sálarfræði
við Hafnarháskóla hjá ágætum kennurum,
þeim Jergen Jergensen og Edgard Rubin.
Þar var þá kominn Reinhard Prinz, sem var
að bjóða mér skiptistúdentastyrk í Þýska-
landi. Um sumarið bauð Sigurður skóla-
meistari á Akureyri mér að kenna við
Menntaskólann næstkomandi vetur og ég
stóðst það ekki. Spurðist fyrir um það hvort
ég þyrfti að nota þýska styrkinn þá strax,
en var sagt að ekki skipti máli þótt það
drægist um eitt ár. Ég kenndi því einn vetur
áður en ég fór til Þýskalands, þar sem ég
var fýrst í Túbingen hjá úrvalskennara,
Oswald Kroh, og fluttist með honum til
háskólans í Múnchen, þar sem ég var fyrsta
stríðsárið. Lauk doktorsprófinu í sálarfræði
1940.“
En árið sem Broddi var heima á íslandi
kom þýskur skiptinemi, Hannes Spaht, bráð-
gáfaður piltur frá Bremen, og dvaldist hjá
móður hans í Varmahlíð í 14 mánuði. Ekki
var hann þó alveg horfinn íslandi. Eftir 47
ára fjarveru kom hann hingað með konu
sinni og Broddi fylgdi þeim norður Kjöl,
sömu leið og þeir höfðu riðið 1937.
Áhugi seinni ára á sögu stríðsáranna
vekur hér spuminguna um það hvort tilboðið
til unga íslenska stúdentsins um námsstyrk
í Þýskalandi á sínum tíma hafi getað tengst
áhuga nasistanna á að ná tangarhaldi á
íslensku námsfólki. Broddi telur það fráleitt.
Hann kvaðst aldrei hafa orðið var við per-
sónulega pólitíska áleitni af nokkru tagi.
Þegar hann kom til Þýskalands voru manna-
skiptin í háskólunum um garð gengin, svo
að stúdentamir urðu ekki svo mikið varir
við þau.
Broddi segir að sálfræðinámið hafi oft
reynst sér gagnlegt í lífinu. Enda var hún
starf hans. Hann byijaði að kenna sálar-
fræði í Kennaraskólanum og víðar strax
eftir 1941 ogeinokaði þessa kennslu nokkuð
mikið utan háskólans og fósturskólans um
langt árabil, eins og hann orðar það.
Allt var gefið út á bók
„Nei, ég hefi ekki skrifað nema lítið,“
segir Broddi er ég fitja enn upp á skrifúm
hans, minnug fallegu textanna frá hans
hendi, eins og t.d. í myndabókinni Faxa sem
hann vann með Halldóri Péturssyni. „Aftur
á móti talaði ég mikið. Ég skal segja þér
nokkuð í hreinskilni. Þegar ég kom heim
var svo mikið útgefið af bókum. Vömskortur
var í landinu og vantaði alltaf eitthvað til
gjafa. Allt var gefið út á bók. Mér ofbauð
þetta. Það varð til þess að þótt ég þyrfti
að taka eitthvað saman — gegndi mörgu
kalli til að flytja erindi og ávörp annaðhvort
af embættisskyldu eða þegnskap — þá fékk
ég mig ekki til þess að skrifa það, blátt
áfram til að skilja það ekki eftir mig. Festi
helst ekki á blað nema punkta, sem ég get
ekki lengur lesið úr. Auk þess sem mér lét
illa að lesa upp af blaði."
En nú var Broddi einhver besti útvarps-
maður se .n völ var á. Af hveiju heymm við
ekki lengur í honum þar? „Ég tel að maður
eigi ekki að setjast upp,“ svarar hann um
hæl. „Ljúfur verður leiður ef lengi situr
annars fletjum á. Utvarpsmenn geta orðið
ansi leiðigjamir ef þeir setjast upp. Svo
þomar maður upp þegar maður hættir að
sjá eitthvað nýtt sem verður að kveikju. Þá
breytast áheyrendur. Nú kjósa menn háv-
aða, vilja að erindi séu rofin með hávaðarok-
um. Nýlega heyrði ég fræðilegt erindi, þar
sem talað mál náði ekki nema fimmta hluta
flutningsins."
Strit og náttúrulegt erfiði
Nú höfum við verið að tala um það sem
Broddi hefur ekki verið að gera síðan hann
settist í helgan stein. En hvað hefur hann
þá verið að sýsla? „Á sumrin hefi ég verið
norður í Skagafirði. Byijaði á því að hressa
upp á girðinguna utan um landskikann
minn. Ég á ágætan gróðurreit á Silfrastöð-
um, sem ég byijaði að rækta 1944. Svo
hefí ég umráð á reit hér suður í Hraunum,
í landi Straums. Þar vorar fyrr og ég þarf
að líta í kringum mig þar áður en kominn
er tími til að fara norður á vorin. Þetta
tekur nokkum tíma. Þegar ég fékk tóm til
þurfti ég að byija á því að byggja upp
kofann fyrir norðan. Var með íjögurra ára
áætlun. Byijaði á að smíða grindina i húsið
á gólfinu hér í stofunni. Þetta tók fyrstu
árin. Fyrir norðan á ég landskika, veiði í
Norðurá og fer eitthvað á bak. Og svo er
þar vinnuaðstaða. Raunar hef ég aldrei
skrifað staf að talist geti nema þama fyrir
norðan. Alltaf hlakka ég jafn mikið til að
fara norður, komast undir bert loft og í
stritverkin. Ég er í rauninni meira náttúrað-
ur fyrir líkamlegt strit og náttúmlegt erfiði.
Með ónáttúrulegu striti er þá vísað til nútíma
lífshátta, umhverfis og verkaskiptingar."
„Sagt er að menn sæki til uppmna síns
þegar árin færast yfir. Er eitthvað slíkt
saman við það að þú strekkir svo í Skaga-
fjörðinn?"
„Ég held að það sé að sumu leyti rétt,
að svo miklu leyti sem það er þá enn sami
staðurinn. Nú em breytingar svo örar. Til
dæmis er vomóttin í Skagafirði ekki eins
og hún var fyrir 60 áram. Þegar ég var
strákur sást ekki nokkurt mannvirki er skar
sig úr í fjarska, ef horft var yfir héraðið.
Torfþökin og veðmð þilin mnnu saman við
landslagið, en reykur liðaðist upp frá bæjun-
um. Nú er þetta eins og beijaskyr yfir að
líta. Með öfugum formerkjum þó. Myndarleg
hvítmáluð bæjarhús kalla hvarvetna á aug-
að. Og nú er þarna allur hávaðinn, sem
ekki var til fyrram. Þá vom öll hljóð í
daglegu lífi náttúmhljóð, t.a.m. niður vatna,
kliður fugla og þytur vinda. Uppfræðarar
nútímans vilja ákafir sinna þessu öllu og
fá það helst á segulband inn í stofuna til
sín. Ég held að þeir trúi því og að bömin
trúi því að fuglsrödd á bandi sé söm og
fuglsrödd í mó.“
Hvemig líður þeim sem hættir svona
snögglega og algerlega eftir erilsamt starf?
„Það getur ekki verið betra. Hitt er annað
mál að mér finnst ég aldrei hafa verið í
öðm eins tímahraki. Það kemur til af Iéleg-
um afköstum og þverrandi skipulagsgáfu.
Og mér líkar þetta bara vel,“ bætir hann
við kankvís.
„Og þú hefur engar kenningar eða speki
handa lesendum í lokin á þessu viðtali?"
„Hreint engar kenningar. Þær verður þú
að bjarga þér um sjálf!"
Viðtal: Elín Pálmadóttir
Daði Guðbjörnsson, „Kona í gulum armstól'
em hressileg verk og lofa góðu.
Daði Guðbjömsson er sá úr þess-
um hópi, sem mest höfðar til minna
skilningarvita í verkum sínum.
Hann hefur tekið miklum fram-
förum frá þeirri sýningu, sem var
á Kjarvalsstöðum fyrir svo sem
tveimur ámm, og hann nær auðsjá-
anlega mestum árangri í sjálfu
málverkinu. Sum þeirra verka, sem
hann sýnir nú, hafa klassískan tón
og samofnar heildir, sem skila sér
á trúverðugan og sterkan hátt til
þeirra, sem á annað borð verða fyrir
áhrifum af málverki. Daði lofar
óvenju góðu í þessum myndum, og
teikning hans er einnig fjörug og
hefur dekóratívan kraft. Fýrirgefið
vont mál. Þarna em auðsjáanlega
miklir hæfileikar á ferð, sem verður
að vona, að fái að njóta sín og
þroskast á komandi tímum.
Kristinn Guðbrandur leggur
gjörva hönd á margt á þessari sýn-
ingu. Skúlptúr hans er fullur af
góðum hugmyndum, en vinnubrögð
em heldur í lausu lofti og hvergi
nægilega vönduð, til að maður taki
hlutina alvarlega, sama mætti segja
um megnið af teikningum hans og
tilgangurinn með því að sýna þær
sumar þarna lítt skiljanlegur. En
dæmið snýst heldur betur við, þegar
málverk Kristins em skoðuð og
sama á við umk sumar gouache-
mynda hans. Þar nær hann mark-
verðum árangri, einkum og sér í
lagi í stóru málverkunum, sem em
tvímælalaust kjarni þess, sem Krist-
inn sýnir að þessu sinni.
Allir em þeir félagar eftirtektar-
verðir og ættu að getað skilað góðu
verki, ef vel verður á hæfileikum
haldið og stígið í báðar fætur á
fasta jörð. Það er annars ósvinna
að spá um framvindu listarinnar,
hún er bæði órannsakanleg og
duttlungafull, en samt lúrir hún á
þeim eina rétta sannleik og má
vea, að það sé einmitt galdurinn
við hlutina.
Haf narfj örður;
Kvennalistinn til-
kynnir lista sinn
Kvennalistakonur í Hafnar-
firði hafa ákveðið að bjóða fram
til bæjarsljórnarkosningar hinn
31. maí nk. Skipan framboðslista
er þessi:
1. Ragnhildur Eggertsdóttir hús-
móðir, Lækjarhvammi 9. 2. Frið-
björg Haraldsdóttir kennari, Hraun-
brún 15. 3. Bryndís Guðmunds-
dóttir kennari, Hjallabraut 35. 4.
Ingibjörg Guðmundsdóttir bóka-
gerðarmaður, Hringbraut 78. 5.
Guðrún Sæmundsdóttir skrifstofu-
maður, Selvogsgötu 3. 6. Þuríður
Ingimundardóttir, hjúkmnarfor-
stjóri, Miðvangi 107. 7. Sigríður
Hjaltadóttir jarðfræðingur, Öldu-
götu 15. 8. Hafdís Guðjónsdóttir
kennari, Urðarstíg 8. 9. Gyða
Gunnarsdóttir þjóðháttafræðingur,
Víðivangi 1. 10. Álfheiður Jóns-
dóttir nemi, Selvogsgötu 3. 11.
Katrín Þorláksdóttir framkvæmda-
stjóri, Hellisgötu 15. 12. Jóhanna
Valdimarsdóttir kennari, Breið-
vangi 73.13. Ása Björk Snorradótt-
ir myndmenntakennari, Arnar-
hrauni 34. 14. Halla Ólöf Þórðar-
dóttir kennari, Skúlaskeiði 3. 15.
Sigrún S. Skúladóttir húsmóðir,
Brekkugötu 25. 16. Sigurborg
Gísladóttir, húsmóðir, Sléttahrauni
34. 17. Kristín Aðalsteinsdóttir
hjúkmnarfræðingur, Hjallabraut
19. 18. Sara Karlsdóttir bókagerð-
armaður, Reykjavíkurvegi 23. 19.
Jóhanna Ólafsdóttir kennari, Mið-
vangi 77. 20. Ragnhildur Birgis-
dóttir kennari, Lækjarhvammi 9.
21. Jenný Guðmundsdóttir húsmóð-
ir Hrafnistu. 22. Sigurveig Guð-
mundsdóttir húsmóðir, Hverfisgötu
52b.
Herbert Hjelm
efstur á fram-
boðslistanum
Ólafsvík.
BIRTUR hefur verið framboðs-
listi Alþýðubandalagsfélags Ól-
afsvíkur vegna bæjarstjórnar-
kosninganna í vor.
Sjö efstu sætin skipa eftirtaldir:
1. Herbert Hjelm fiskmatsmaður,
2. Haraldur Guðmundsson skip-
stjóri, 3. Margrét Jónasdóttir hús-
móðir, 4. Heiðar Friðriksson fisk-
matsmaður, 5. Sigríður Þóra Egg-
ertsdóttir kaupmaður, 6. Sigríður
Sigurðardóttir húsmóðir, og 7.
Guðmundur Jónsson trésmiður.
Helgi