Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1980 B Í7 U ppljóst ranir um að Kurt Waldheim, fyrrum fram- kvæmdastjóri SÞ, hafa blekkt heiminn um feril sinn í stríðinu varpa skugga á forsetakosn- ingarnar í Austurríki en hon- um er enn spáð sigri í kosning- unum Waldheim (til hægri) í riddaraliði SA, 19 ára gamall. Waldheim á kosninga- fundi: „reynsla sem nýt- ist okkur öllum“. 1 ' . 5H.IUSIW I Sss&* K“ MTKM Svszss1 Waldheim og félagar í hótelinu „Grande Bretagne" í Aþenu 1943. (1) Waldheim, (2) Gylden- fedt hershöfðingi, (3) G. Willers undirofursti, (4) Felmy hers- höfðingi. Áróðursspjald andstæðinga Waldheims tekizt að sýna ótvírætt fram á að hann hafi verið annað og meira en túlkur í Vestur-Bosníuhemum. Hörðustu ásakanimar gegn honum koma fram í skýrslu júgóslavnesku stríðsglæpanefndarinnar. Efni hennar hefur ekki verið kunngert, en blaðið Vecemje Novosti í Belgrad hefur birt afrit af skjali, þar sem Waldheim er sagður eftir- lýstur í sambandi við „morð, blóðs- úthellingar, aftökur gísla og eyði- leggingu eigna . . .“ I skjalinu er vitnað í náinn sam- starfsmann Waldheims, Johann Meier. Hann sagði að Waldheim hefði haft það starf að gera tillögur um hefndarráðstafanir gegn gísl- um, stríðsföngum og borgurum og leggja þær fyrir yfirmann sinn, Wamsdorf undirofursta, en sjálfur tekið ákvarðanir í minni málum. Seinna tók Meier, sem nú er látinn, ásökun sína til baka í samtölum við vini og ættingja. Waldheim kveðst ekki hafa verið talinn bardagafær vegna sára sinna og segist hafa verið fluttur til „Vestur-Bosníuhersins til mála- mynda,“ því skömmu síðar hafi hann verið skipaður tengiliður Þjóð- veija og „Pusteria-herfylkis“ Itala, 325 km í burtu. Þar segist hann hafa verið þegar fjöldamorðin í Kozara-fjöllum vom framin. Hann segir að hann hafí verið svo lágt settur að hann hafi ekki getað gefið eins mikilvægar skipan- ir og Júgóslavar álíti. Hann viður- kennir að hafa ritað nafn sitt undir skrár með nöfnum fanga og særðra hermanna, en eingöngu vegna þess að hann hafi verið tengiliður Itala og Þjóðverja og þurft að koma skilaboðum áleiðis. LJÓSMYND Waldheim fékk að helga sig lögfræðinámi í Austurríki frá des- ember 1942 til marz 1943 og sneri síðan aftur til Saloniki. Síðan var hann túlkur ítala og Þjóðveija í Júgóslavíu og Albaníu 1942-1943. Ekki er vitað um störf hans frá því í maí 1943 og þar til hann kom aftur til Arsakli, útborgar Saloniki, í júlí 1944, nema hvað hann var í veikindafríi í einn mánuð. í Saloniki starfaði Waldheim. fram í október 1944. Þá hafði hann verið hækkaður í tign og hafði það starf að vinna úr skýrslum sem bárust. Stríði hans lauk í Tríest og honum tókst að flýja þaðan til Austurríkis, þar sem hann var i bandarískum fangabúðum í einn mánuð. í fyrra fann sagnfræðigrúskari í Innsbruck athyglisverða ljósmynd, sem var tekin 22. maí 1943 á flug- velli í Podgorica (nú Titograd), Montenegro. Hún sýnir Waldheim ásamt Artur Phelps hershöfðingja,- yfirmanni 7. sjálfboðaliða-herfylkis SS, og yfirmanni ítalska herliðsins í Montenegro, Escola Ronacaglia hershöfðingja (sjá mynd). Öll þýzk herskjöl um þetta tíma- bil voru eyðilögð, en þegar Wald- heim var sendur til Podgorica stóð yfír mikil sókn fímm þýzkra og þriggja ítalskra herfylkja gegn skæruliðum Titos og Tsétníkum konungssinna. Samkvæmt skýrsl- um júgóslavnesku stríðsglæpa- nefndarinnar bar herfylki Phleps hershöfðingja ábyrgð á einhveijum hroðalegustu glæpaverkum, sem unnin voru gegn óbreyttum borgur- um í stríðinu. Þegar Waldheim var spurður um þessa ljósmynd sagði hann að hann hefði verið einn nokkurra túlka í viðræðum ítalskra og þýzkra yfir- manna og það væri „út í hött“ að halda því fram að hann hefði verið viðriðinn ódæðisverk. YFIRHEYRSLUR Nýfundin skjöl veita nokkra vitn- eskju um leyniþjónustustörf Wald- heims eftir 1944. Ekkert þeiira bendlar hann beinlínis við glæpi og það gera raunar engin skjöl um feril hans í stríðinu. Ýmsir segja að verið geti að alvarlegasta ásök- unin gegn honum verði sú að hann hafi ekki verið nógu hreinskilinn um fortíð sína. Skjölin gefa til kynna að herráðs- deild Waldheims hafi fengið upplýs- ingar um nauðungarflutninga grískra gyðinga 1944. Flest skjöl, sem Waldheim undirritaði í starfi sínu sem „03“, fjalla um bardaga við skæruliða, sem stundum leiddu til grimmdarverka. Eitt af því sem hefur fundizt er leynibréf, sem yfír- maður þýzka herliðsins við Austur- Eyjahaf sendi honum 15. júlí 1944. Bréfið er skýrsla um hemaðarstöð- una á eynni Nokaria og einn kaflinn ber yfirskriftina „Brottflutningur gyðinga". Því hefur verið haldið fram að í Saloniki hafi Waldheim haft eftirlit með yfirheyrslum fanga og tekið þátt í þeim og hljóti að hafa vitað að her hans flutti um 50.000 gyðing a borgarinnar nauðuga í dauðabúð- imar í Auschwitz, Treblinka og Lublin á tímabilinu marz til maí 1943. Waldheim fullyrðir að hann hafí aldrei tekið þátt í yfirheyrslum fanga í Arsakli eða annars staðar. Slíkar yfírheyrslur hafi verið í verkahring manna, sem voru lægra settir en þeir sem þjónuðu í aðal- stöðvum hersins í Saloniki, og hann hafí ekki kunnað grísku, búlgörsku, makedónsku og serbó-króatísku. Um nauðungarflutningana hafí hann ekkert vitað, þar sem hann hafi oft þurft að fara burt í náms- leyfi og til að sinna bráðabirgða- verkefnum þegar þeir stóðu sem hæst. Aldrei var reynt að halda þessum nauðungarflutningum leyndum. í júlí 1944 var mynd á forsíðu blaðs þýzka hersins af miklum nauðung- arflutningum. Sjónarvottar segja að tugir járnbrautarlesta þýzka hersins hafí daglega farið frá Salon- iki með gyðinga til dauðabúðanna og hafí Waldheim ekki séð flutning- ana hljóti hann að hafa verið staur- blindur. Aðrir segja hann ljúga og telja að enginn þýzkur herráðsfor- ingi hafi fylgzt eins vel með og hann. ÞORP BRENND Stríðsglæpamaður að nafni Eg- bert Hilker skýrði frá því að sögn Júgóslava að Waldheim hefði borið beina ábyrgð á því að þijú þorp í nágrenni Stip og Kocane í Make- dóníu voru brennd til ösku 20. október 1944 á undanhaldi þýzka hersins frá Saloniki til Norður Júgó- slavíu. Fjórtán biðu bana. Waldheim harðneitar þessu og segir að hann og nokkrir aðrir herráðsforingjar hafí verið fluttir Sjá næstu síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.