Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1986 ■ 'í 4 U i -> BIOHOLLIN Fátt veldur ungu listafólki meira hugarangri, kviða og skelfingu, en hæfnispróf. Ungt fólk óþekkt verður að sýna hæfni sín áður en fram- leiðendur og leikstjórar ráða það í vinnu. Um mitt ár 1975 var frum- sýndur dans- og söngleikurinn A Courus Line, sem fjallar einmitt um þetta efni. Tíu árum síðar gengur verkið enn fyrir fullu húsi og er fyrir löngu orðið allra vinsælasta sviðsverkið í sögu bandarískra leik- húsa. stýra. Cy Feur stóó aö Cabaret á sínum tíma. Það vakti mikla athygii þegar Attenborough var ráðinn leikstjóri. Hann hafði þá nýlega lokið við „Gandhi" og þótti fáum hann heppilegasti maðurinn til að stjórna dans- og söngvamynd. Valið er hins vegar réttlætt á þeim forsendum að Attenborough hóf leikstjórnarferil sinn á söngva- myndinni „Ó, þetta er indælt stríð". Attenborough fannst það spennandi verkefni að fást við söngleik að nýju, ennfremur gaf það honum tækifæri til að starfa með Michael Douglas. Tónlistin er ef til vill aðal númer myndarinnar. Tónskáldiö Marvin Hamlisch fókk það verkefni að semja tórilistina í söngleikinn. Hamlisch er fjölhæft og afkasta- mikið tónskáld, hann samdi t.a.m. tónlistina við kvikmyndina The Sting, en meðal frægari söngnúm- era í A Chorus Line má nefna „I Can Do That". Vinsældirnar má án efa rekja til sögunnar, sem höfðar til allra þeirra sem hafa reynt fyrir sér á framabrautinni, annað hvort sem dansarar og leikarar eða skáld og málarar. Þú hefur trú á sjálfum þér, vilt koma þér á framfæri, en Ijónin í vegi þínum eru ótrúlega mörg. Ertu jafn fær og þú telur þór trú um „A Chorus Line" er saga ungra dansara sem koma saman til að fá hlutverk í söngleik sem setja á upp á Broadway. Aðeins þeir færustu að mati leikstjórans kom- ast áfram. Leikstjóranum Zach nægir ekki aö sjá fólkið dansa, hann spyr það um fortíð þess og framadrauma, og kemst þannig inn í sálarkytru þeirra. Michael Douglas og Andrey Landers eru f stórum hlut- verkum í „A Chorus Line“ Leikstjórinn Richard Attenborough Margir vildu gera kvikmynd eftir söngleiknum vinsæla en allar slíkar tilraunir mistókust þar til maður að nafni Cy Feuer keypti kvik- myndaréttinn, fókk Arnold Schul- man til að semja handrit og Sir Richard Attenborough til að leik- AUSTURBÆJARBIO Elskhugar Maríu - með Nastössiu Kinski og John Savage Austurbæjarbió hefur tekið til sýningar kvikmyndina „Elskhugar Maríu“ eftir Rússann Andrei Konchalovsky sem dvelur um þessar mundir í Bandaríkjunum til að kynnast landi og þjóð. ^ — Myndin er afrakstur samvinnu I tveggja harla ólíkra manna: 1 gróðakallsins Menahem Golan 'MJÉBaíSá hjá Cannon og Andreis sem hing- /TÍ aðtil hefur látið sér nægja heima- markaðinn. WKh' Wtj „Elskhugar Maríu" hefst á p svart/hvitum myndakafla, sem fenginn er að láni úr heimilda- myndinm „Verði Ijos'' sem John Huston gerði í lok heimsstyrjaldar- ySSF WKr T innar síðari. Hermenn, sem koma heim andlega og líkamlega ör- Wmá -í kumla af hryllingi vígvalla og fanga- María á leið til veislu Nastassia Kinski leikur hina! ástríðufullu Maríu og John4 Savage hermanninn sem snýr heim úr strfðinu. IJK ■ ■■»41 ■ >TV4>NI 1NNA Dustin Hoffman sættir sig ekki við auglýsingaherferð Cannon-fyrirtækisins. Dustin Hoffman: Ósáttur við Cannon DUSTIN Hoffman segist vera hættur við að leika í „La Brava“, myndinni sem Cann- on-fyrirtækið ætlaði að standa að á þessu ári. Ástæðuna segir hann vera þá að auglýsingar fyrirtæk- isins um gerð myndarinnar hafi ekki verið sér að skapi. Menahem Golan, framleið- andi myndarinnar og aðal- karlinn á bak við Cannon, segir hins vegar að Dustin Hoffman sé enn samnings- bundinn og geti ekki horfið á braut án þess að kveðja kóng eða prest. Það sem Hoffman setur fyrir sig, er að Cannon bauð Dustin Hoffmann velkominn í „Cannon-fjölskylduna" í fyrr- greindri auglýsingu. Hvað sem öllu líður þá munu lög- fræðingar leikarans og Cann- on vera að jafna deiluna bak viðtjöldin. Hal Ashby (hann gerði Coming Home og Being There) hefur verið ráðinn leik- stjóri. Myndin er byggð á samnefndri spennusögu El- mores Leonard. Dustin Hoff- man er sagður fá 12 milljónir dollara fyrir að leika í mynd- inni og mun það vera met. búða, eru spurði hvers þeir bíði með mestri eftirvæntingu og þeir svara allir: heimilisins. Sagan sjálf gerist í lítilli stáliðn- aðarborg sem birtist í fjarska, mistri hulin, en Ijómandi hvolfþak rússneskrar rétttrúnaðarkirku ber ægihjálm yfir umhverfið. Sviðið minnir á aðra mynd um heimkomu hermanna úr stríði, Hjartarban- ann, og eykur það áhrifin að John Savage leikur eitt aðalhlutverkið. John Savage leikur Ivan Bosic sem í byrjun myndarinnar er að snúa heim úr stríðinu til heimkynna sinna og æskuástar sinnar, Maríu, sem Nastassía Kinski leikur. María er umkringd æstum aðdáendum, þótt hún hafi sér til engrar frægðar unnið. Bosic hreppir hnossið, en hroðaleg reynsla hans í fangabúð- um Japana og löng ár vonbrigða gera hann ófæran um að fullnægja hinni ungu, ástríðufullu brúði sinni. Andrei Konchalovsky fór til Bandaríkjanna fyrir um það bil fimm árum. í Rússlandi var litið á hann sem snilling en vestanhafs yrti ekki nokkur sála á hann; hann hafði handrit að myndum en mönnum leist ekki á þau einhverra hluta vegna. Það var ekki fyrr en Menahem Golan, aðalsprautan í Cannon, sem langað að gera vand- aðar myndir til að vaxa í áliti, bauðst til að gera eitthvað fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.