Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.04.1986, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRÍL1986 ~i z' —............... © 1986 Universal Press Syndicate •1 i -1 > t „ pc-ir lcyfa, okllcur cu.5 i/eraí eíglh. fó'tum um helgar." Því má ekki spyrja um vaxtamöguleikana á spari- fé áður en lagt er inn! Drengur. Átt þú ekki þenn- an svitalyktareyði? HÖGNIHREKKVISI t, eimhí/esíjA KÓtecíA oc3 Ar^LAPtAi'íi^f Feke> Fyf<iK þieeyrrAM ,-viú*A'ÆitAKA." Um sælupara- dís bjórkránna Kæri Velvakandi. Ég las með athygli hina ágætu, raunhæfu og sterku grein dr. Tóm- asar Helgasonar prófessors í síð- ustu viku þar sem hinn margreyndi og fróði vísindamaður gerir úttekt á áfengisneyslu landsmanna og því böli sem af henni stafi og hvern- ig megi úr draga. Þetta er stórkost- leg úttekt og hafi hann þökk allra hugsandi manna. Ég las einnig forystugrein í mínu ágæta Morgunblaði sl. laugardag. Eftir lestur hennar get ég ekki varist þeirri hugsun að þar sé reynt að taka hugmyndir Halldórs Lax- ness um bjórsölu á íslandi fram yfir vitneskju Tómasar Helgasonar. Ég man þá tíð að Nóbelsskáldið taldi Rússland himnaríki á jörð og allt að því lífsspursmál fyrir Islend- inga að koma hér á þessu himna- ríki. Hvað skyldi leiðarahöfundur vilja hóa mörgum í þá sæluparadís í dag og skyldi ekki eins verða um bjórkrámar ef bjórinn yrði leyfður flæðandi yfir allt. Það er talað um hversvegna eigi að banna bjórinn og léttu vínin þegar sterku vínin (og um leið skaðlegri) eru seld í landinu og það af sjálfu ríkinu. Því spyr ég. Höfum við nokkurt val? Vilja bjórunnendur fjarlægja sterku vínin með tilkomu bjórsins? Nei, nei. Bjórinn er aðeins viðbót. Það er minnst á skinhelgi í leiðaranum. Hvar er hún meiri en hjá þeim sem vilja öll þessi fíkni- efni, bjórinn upphaf hins sterka, og tala um fræðslu í meðferð? Hvað er gert af þeirra hálfu í vamarað- gerðum? Hvað vill leiðarahöfundur gera til þess að minnka þetta mikla áfengisböl sem ekki einungis ógnar heilsu og manndómi fólks heldur flýtir fyrir mörgum þjóðfélagsþegni inn í eilífðina. Það er engin skin- helgi þótt ég spyrði slíkrar spum- ingar. Á sama tíma og verið er að ræða um veika drykki (í stað sterkra) setur formaður flokks okkar á oddinn að einstaklingar (þeir sem vilja) fái að bmgga hér á landi sterka drykki (brennivín) og svo er áherslan mikil að það liggur í loftinu að þetta mál hafí forgang fyrir þinglok og önnur verði að þoka. Kæri Velvakandi. Það hefur verið býsna sjaldgæft að heyra eða sjá eitthvað merkilegt frá svokölluðum Neytendasamtök- um, en samkvæmt blaðafregn gerð- ist það þó á fundi samtakanna í Borgarnesi að Ásdís Rafnar, úr forystusveit Neytendasamtakanna, gaf áheyrendum sínum þetta snjalla heilræði: „Áður en þú kaupir eitt- hvað þá hugsaðu þig um hvort þú þurfir þess raunvemlega með.“ Ef fólk færi að þessum ráðum yrði það mörgum mikil kjarabót og getur hver maður séð það í hendi sér. En svo tvennt sé nefnt. Sígarettur em, fyrir utan allt það stórkostlega heilsutjón sem þær valda, mikill fjárhagslegur baggi á mörgu heimili. Enginn getur haldið því fram að hér sé um að ræða eitthvað sem fólk þurfí raunvem- Það er margt skrítið í okkar þjóð- félagi. Ami Helgason, Stykkishólmi. lega með og þó einhver staðhæfi að það sé þrekraun að hætta að reykja er það eins og hvert annað mgl. Vilji er allt sem þarf. Og svo er það áfengið, enginn getur haldið því fram að það sé eitthvað sem fólk þurfi með. Það er margt að varast í veröldinni, eitt er að láta ekki auglýsingar æra sig. „í tvennt skiptast gróðabrögð, gæsluna og aflann.“ Það em ekki alltaf þeir tekjulægstu sem em í vandræðum og á vonarvöl. Stund- um em þeir með miklar telgur sem sjá enga leið út úr fjárhagsvand- ræðum og grípa til örþrifaráða. Ef menn fæm að hollráðum Ásdísar Rafnar og hugsuðu sig um áður en þeir kaupa: Þarf ég þess raun- vemlega með? Láti menn tóbak og áfengi lönd og leið yrði það mikil kjara- og heilsubót. Ingi Jónsson Heillaráð Neyt- endasamtakanna Víkverji skrifar Ilesendabréfi sem birtist hér í opnunni fyrir fáeinum dögum var höfundurinn uppi í skýjunum af hrifningu yfir móttökunum sem hann hafði fengið á bensínstöð við Stóragerði. Afgreiðslumaðurinn hafði ekki einasta pumpað í hann bensíni með bros á vör heldur dælt lofti í dekkin hans sem vom orðin eitthvað lymjuleg og kórónaði síðan allt saman með því að pjakka óþverrann úr hreinsibúnaði bakrúð- unnar sem var hlaupinn í baklás. „Ég ók alsæll mína leið,“ skrifar bréfritari og hefur sjálfsagt ein- hvemtíma logið meim. Því hefur löngum verið haldið fram að olíufélögin hérlendu skorti samkeppnisviljann. Viðbáran er jafnan sú að þau ráði hvorki inn- kaupum sínum né útsöluverði. En þetta er bara kattarþvottur, skálka- skjól. Aurarnir skipta vissulega máli, satt er það, en eins og bréfið sem vitnað er í hér efra sýnir mætavel, kann viðskiptavinurinn ekki síður að meta þjónustu. Eða efast nokkur um að sá sem hér segir frá eigi eftir að leita aftur á sömu mið? xxx * Iviðtali í ensku blaði fjargviðrast fyrmm í ferðamálum Breta útaf sofandahætti og þröngsýninni sem hann fullyrðir að einkenni þjónustu- greinar þeirra. Hann harmar það meðal annars að nú sé af sú tíð þegar mönnum var tekið fagnandi á bensínstöðvum, boðnir velkomnir sem eftirsóknarverðir og kærkomn- ir viðskiptavinir fremur en sýndur hnakkinn eins og væm þeir eins- konar boðflennur. Eitt sinn, segir ferðamálafrömuðurinn dapurlega, gátu menn þá að minnsta kosti gengið út frá því að afgreiðslumað- urinn gældi ögn við framrúðuna þeirra þó að aldrei væri meira á meðan bensíninu var dælt í tankinn. Hér heima mundi maður vísast fá aðsvif ef eitthvað í þessa vem gerðist í lífi manns. Það vantar ekki að þeir á bensínstöðinni sem Víkveiji skiptir við séu álitlegir og alúðlegir og snarir í snúningum. Það skal skýrt tekið fram. Sóma- menn og eftir því dagfarsprúðir. Og það hefur maður raunar heyrt að húsbændur þeirra væm líka þar sem þeir drottna í leðurklæddu há- sætunum í harðviðarskútum sínum. En samkeppni í formi þjónustu er þeim eins framandi og döðlupálm- inn mörgæsinni. XXX Vegna þess sem hér var sagt á fímmtudaginn var um Heklu hf. og hvernig það ágæta fyrirtæki þykist hafa annað og þarfara að stússa en að liggja í að aldursgreina starfsfólkið í tíma og ótíma, kom Davíð Sch. Thorsteinsson þeim boðum til Víkveija að þeir hefðu sama háttinn á þar sem hann ræður ríkjum. Að sögn forstjórans tíðkast það hvorki hjá Sól hf. né Smjörlíki hf. að starfsmönnum sé sagt upp fyrir aldurssakir og nær sú hefð hjá síðamefnda fyrirtækinu allt aftur til ársins 1918 þegar því var víst hleypt af stokkunum; enda kváðu þeir sumir hveijir, starfs- mennimir, vera komnir á níræðis- aldurinn. Reglan er sú þarna um borð, segir Davíð, að þeir sem komnir em til ára sinna skila vinnu eftir starfs- getu og ráði þeir ekki við fullan vinnudag njóta þeir allt um það óskertra launa. Davíð þakkar það raunar ekki síst þessari manneskjulegu mann- haldsstefnu hve blessunarlega þetta hefur allt gengið hjá þeim hingað til. XXX Frétt hjá einum kollega okkar hefst með þessum orðum: „Þeir sem hafa gaman af tölum ellegar íran eðabæði...“ Spumingin er nú hvort sumir sem hafa gaman af fréttamennsku ell- egar ritstörfum „eða bæði“ hefðu ekki gott af því að fá sér tilsögn í íslensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.