Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986 Vegið að sjómannastéttinm eftir Guðmund Hallvarðsson í 3. tbl. Sjómannablaðsins Vík- ings er 10 blaðsíðna grein sem nefnist sjómenn og fíkniefni. Hauk- ur Már Haraldsson tekur viðtal við tvo sjómenn og Arnar Jensson full- trúa hjá fíkniefnalögreglunni. Það sem fær mig til að stinga niður penna vegna þessa viðtals er framsetning greinarinnar svo og söluauglýsingar Víkingsins, þær er dunið hafa yfir alþjóð í útvarpi með tilvitnunum í þessa grein þar sem sjómenn allir eru lagðir undir þann dóm að vera meira og minna viðrinir fíkniefnanotkun og fíkniefnasmygl. Aldrei fyrr hefur mórölsku hlið sjó- mannastéttarinnar verið jafn alvar- lega ógnað með slíkri uppsláttar- grein og það alvarlega í málinu er, að Sjómannablaðið Víkingur er málgagn stéttarfélaga yfirmanna á fiski- og farskipaflotanum og hefði ég því síst átt von á slíkum furðu- skrifum úrþessari átt. í viðtali Víkings við Arnar Jens- son lögreglufulltrúa segir hann orðrétt: „Mér dettur hins vegar í hug, hvort það geti ekki verið eitthvert samband milli þessara vinnuslysa og fíkniefnaneyslu um borð í skip- um.“ Víkingsmenn leggja þessa spumingu fyrir annan tveggja sjó- manna sem einnig er viðtal við og hann svarar: „Ég er sannfærður um að það er hægt að setja jafnað- armerki milli þessara atriða. Ég slapp að vísu sjálfur vegna reynslu, en guttar sem koma um borð sem þaulvanir fíkniefnaneytendur en óvanir sjómenn slasast frekar." Þegar þessar tilvitnanir eru lesn- ar og bomar saman við söluauglýs- ingu Sjómannablaðsins Víkings sem margsinnis hefur verið lesin í út- varpi og er þannig hljóðandi: „Beint samband vinnuslysa á sjó og fíkni- efnaneyslu segir sjómaður í viðtali." Þykir mér sem vitnað sé frekar til viðtals við lögreglufulltrúann en sjómanninn. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli, heldur fullyrðingin og auglýsing Sjómannablaðsins sem þama kemur fram, þ.e. um orsaka- vald hinna háu slysatíðna á sjó. Og grípum annars staðar niður í viðtölin þar sem sjómaður segir: „Það er nóg af mönnum í landi sem vilja pláss. Þetta þýðir að í góðu fiskiríi standa menn dögum saman og eru eins og svefngenglar fyrir rest. Þá er bara að gæta þess að eiga nóg spítt (örvandi lyf, svo sem amfetamín og fenmetalín; skýring Sjóm. bl. Víkings) til að halda sér gangandi endalaust. En það er auðvitað enn hættulegra en að vera bara syfjaður." Hvaða aðilar innan raða Far- manna- og fiskimannasambandsins í skipstjóra- og stýrimannastöðum keyra sjómenn svo hart áfram í vinnu sólarhringum saman að þeir verða að fá sér spítt til að halda sér gangandi? Ef málgagn samtaka yfirmanna á sjó sér enga ástæðu til annars en að birta slíkar fullyrð- ingar athugasemdalaust verður að ætla að ábyrgðarmenn blaðsins þekki til einstakra skipa þar sem ofangreint ástand er ríkjandi með þátttöku og eða vitund yfirmanna skipsins. Sé svo verður slík vitn- eskja að koma í ljós. Annars staðar í viðtali í Víkingn- um er eftirfarandi haft eftir sjó- manninum: „Heimferðimar úr sigl- ingunum eru líka oft mikill darrað- ardans. Þá er allt leyfílegt; jafnvel drukkið við stjórnvölinn. Þá er að vísu ekkert unnið á dekki, en það er líka hægt að sigla þessum skipum í vandræði. Raunar er það merkilegt að ekki skuli hafa orðið fleiri slys.“ Hér eru enn hafðar í frammi alvarlegar fullyrðingar um ástand Guðmundur Hallvarðsson „Aldrei fyrr hefur mór- ölsku hlið sjómanna- stéttarinnar verið jafn alvarlega ógnað með slíkri uppsláttargrein og það alvarlega í mál- inu er að Sjómanna- blaðið Víkingur er mál- gagn stéttarfélaga yfir- manna á fiski- og far- skipaflotanum og hefði ég því síst átt von á slík- um furðuskrifum úr þessari átt.“ fískimanna um borð í skipi á leið heim úr söluferð erlendis. I viðtalinu kemur fram að menn séu fullir af „spítti" og jafnvel drekka (áfengi) við stjómvölinn. Ætla má að sjómenn séu sífellt undir áhrifum fíkniefna um borð en sérstaklega orð á því gerandi sé áfengi haft um hönd. I upphafsorðum að inngangi þessarar greinar segir textahöfund- ur: „Fíkniefnaneysla virðist ótrú- lega útbreidd um borð í íslenskum skipum jafnt farskipum sem físki- skipum. Hvernig var þessara upp- lýsinga aflað? Islenski kaupskipa- flotinn samanstendur af47 kaup- skipum, 3 varðskipum 3 hafrann- sóknaskipum og 2 sanddæluskip- um. I fiskiskipastólnum em 195 fískiskip 200 brúttólestir og stærri. Alls munu vera um 5.500 til 6.000 manns starfandi á fiskiskipum og kaupskipum. í viðtali við Arnar Jensson lögreglufulltrúa kemur fram í Sjómannablaðinu Víkingi að 79 sjómenn vom kærðir hjá ávana- og fíkiefnadeild lögreglunnar á síð- asta ári eða 0,1% sjómanna. Það kemur hins vegar ekki fram hver er Skilgreining á sjómanni sem starfsheiti þegar viðkomandi er skráður hjá fíkniefnalögreglunni, því í viðtalinu segir lögreglumaður- inn: „Svo em auðvitað nokkrir sem ráða sig á skip í þeim tilgangi einum að smygla fíkniefnum." Skyldu þessir aðilar flokkast undir starfs- heitið sjómaður á skrá fíkniefnalög- reglunnar? Hér hef ég stiklað á nokkmm atriðum úr viðtali Sjómannablaðsins Víkings við fíknefnaneytendur til sjós og lögreglu. Nú skal enginn taka orð mín svo að mér þyki málið nokkuð léttvægt þ.e. sem að sjó- mannastéttinni snýr vegna þeirra talna sem ég gat hér um fyrr. Vissulega verður að vinna að því með öllum ráðum að sporna við hverskonar fíkniefnaneyslu um borð í íslenskum skipum. Ég fullyrði að almennt em sjómenn gegn fíkni- efnum um borð og það kemur einnig fram í viðtalinu við lögreglufulltrú- ann þar sem hann segir: „Samvinna okkar (lögreglu) við sjómenn hefur verið mjög góð. Það má raunar segja að þeir hjálpi okkur yfírleitt frekar en hitt og oft fáum við ábendingar frá þeim.“ Á árinu 1985 slösuðust 459 sjó- menn við störf sín um borð í íslensk- um skipum. Stórátak hefur verið gert á sviði öryggismála sjómanna m.a. á vegum alþingis þar sem samgönguráðherra setti nefnd al- þingismanna til að íj'alla um og gera tillögur um úrbætur í öryggis- málum og hefur verulegur árangur orðið af þessu starfi. Slysavamafé- lag íslands hefur haldið nokkur námskeið í öryggismálum fyrir sjó- menn og mun halda slíku starfi áfram auk annarrar fræðslu til að koma í veg fyrir slys á sjómönnum. Vegna hárrar slysatíðni sjómanna hafa fjöldamargir aðilar, félög, samtök og stofnanir, lagt sig alla fram í þeim ásetningi að ná niður slysatíðni sjómanna. Það er þarft verk og verður aldrei fullþakkað. Gagnvart þessum aðilum, öllum sjó- mönnum og fjölskyldum þeirra og ekki hvað síst þeim mörg hundruð sjómönnum sem slasast hafa á undanförnum árum eru skrif sjó- mannablaðsins Víkings um sjómenn og fíkniefni alvarleg aðför að ís- lenskri sjómannastétt. Æsifrétta- stíll auglýsingar Víkingsins sem lesin hefur verið margsinnis í út- varpi þ.e.: „Beint samband vinnu- slysa á sjó og fíkniefna" er sem köld vatnsgusa í andlit þeirra aðila sem að öryggismálum sjómanna vinna. Málinu hefur verið hrundið fram og verður ekki hjá því vikið að Sjómannablaðið Víkingur verði gert ábyrgt orða sinna af þeim hluta samtaka sjómanna sem ekki standa að útgáfu þess og bera þar af leið- andi enga ábyrgð á ritsmíðum blaðsins. Höfundur er formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur. JÓN ÞÓRARINSSON SKRIFAR FRÁ KAUPMANNAHÖFN ELEKTRA * Opera eftir Richard Strauss frumsýnd í Kaupmannahöfn Leif Roar í hlutverki Orestes. Óperan „Elektra" eftir Richard Strauss er _ svo sem ekki ný af nálinni. Hun var fyrst sýnd í Dresden á því herrans ári 1909 og markaði fyrsta áfanga hins mikla samstarfs tónskáldsins við skáldið Hugo von Hofmannsthal. Næsta samstarfsverkefni þeirra var óperan „Rósariddarinn" sem frumsýnd var í Dresden 1911 og í Kongunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn 1916. Hún hefur síðan orðið vinsælasta ópera tónskálds- ins. Fáum árum fyrr en „Elektra" kom fram hafði Strauss samið „Salome" við texta eftir Oscar Wilde. Sú ópera var fyrst sýnd í Kaupmannahöfn 1919. En ástæð- an fyrir því að „Elektra" hefur beðið sýningar öll þessi ár er sú, að hljómsveitargryfja Konunglega leikhússins rúmaði ekki þá 100 manna hljómsveit, sem óperan krefst, fyrr en húsinu hafði verið breytt og gryfjan stækkuð nú fyrir skemmstu. „Salome" og „Elektra“ eiga það sammerkt að þær eru sannnefnd- ar hryllingsóperur. Höfuðpersóna hinnar fyrrnefndu er sú kona sem heimtar — og fær — höfuð Jó- hannesar skírara á fati til að svala hefndarþorsta Heródíasar móður sinnar. Aðalpersóna hinnar síðari er dóttir Agamemnons herkon- ungs í Mýkenu og Klytaimnestru drottningar, en drottningin hefur ásamt Aigisthos elskhuga sínum myrt konunginn, nýkominn úr Trójustríðinu, áður en saga óper- unnar hefst. Upp frá þessu hefur líf Elektru þann einn tilgang að hefna föðurmorðsins og treystir hún í því efni mjög á Orestes bróð- ur sinn, en hann hefur alist upp í útlegð. Hatur, einsemd, hefndir, morð — þar með eru efnisþættim- ir taldir. En sem betur fer sést ekki á sviðinu allt það blóð sem flýtur í textanum. „Salome" og „Elektra" eiga það líka sameiginlegt að eiginlega eru báðar óperumar fyrst og fremst hljómsveitarverk, þar sem línur söngraddanna eru ýmist lagðar ofan á eða þræddar inn í veg hljómsveitarleiksins. Það er sjálf- sagt eigin tilviljun, að Strauss fann ekki þann óperustíl sem varð honum eiginlegur og gerði hann frægan fyrr en eftir að hann hafði samið hin frægu „tónaljóð" sín, „Don Juan“, „Eulenspiegel“, „Don Quixote" og „Tod und Ver- klarung". í „Elektru" er um að ræða tónbálk sem tekur tekur sjö stundarfjórðunga í flutningi, án þess að hlé verði á og með fáum — kannske of fáum — hvíldar- punktum. Lengst af er þessi tón- list býsna hástemmd og það svo mjög að mestu átakastaðimir njóta sín tæpast fyrir vikið. Aug- ljóst er að fjöll sem rísa af há- sléttu sýnast lægri en þau sem gnæfa yfir láglendið. Um þá raun sem hér er lögð fyrir söngvara þarf varla að fjölyrða, en rithátt- urinn fyrir hljómsveitina er stórglæsilegur. Það var norsk söngkona, Ingrid Bjoner, sem færðist í fang það tvöfalda stórvirki að setja óperuna á svið og syngja aðalhlutverkið á frumsýningu. Þessi kona hefur marga hildi háð á leiksviðum hinna miklu ópemhúsa heimsins, í Mílanó, Berlín, París, Vín, Lond- on, New York og Tokýó. En hér ætlaði hún sér ekki af. í síðari sýningum mun Lone Koppel syngja hlutverk Elektm. Þetta mun í höfuðdráttum vera sama sviðsetning og Norska óperan flutti í haust sem leið. Leikmynda- hönnuðurinn Bjöm Næss er norskur og stjómandinn Heinz Fricke frá Austur-Þýskalandi er um þessar mundir einnig tónlist- arstjóri Norsku ópemnnar. Þá var það ennfremur norsk söngkona, Vessa Hanssen, sem fór með hlutverk drottningarinnar, móður Elektm. En það var heimafólk í Konung- lega leikhúsinu sem best var fagnað í lok þessarar sýningar. Leif Roar í hlutverki Orestes og alveg sérstaklega Eva Johansson sem söng hlutverk Chrysothemis, systur Elektru, stórglæsilega. Hún átti fegurstu tónhendingam- ar sem heyrðust af sviði leik- hússins þetta kvöld. Annars var það í hljómsveitargryfjunni sem flest það athyglisverðasta gerðist, og hljómsveitin lék frábærlega vel. Ingrid Bjoner sem Elektra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.