Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ,.ÞftI©JUÐAGUR''22.IÁPRÍL 1Ö8G M
22 íi
Kerlingarfjallaævintýrið 25 ára
eftirBjörn
Tryggvason
Þegar hugsað er til baka og reynt
að átta sig á því, hvað dregur menn
upp eftir, þá segi ég, að það er
ekki skíðamennskan fyrst og fremst
heldur hinn fríski, glaði andi og
félagslífið, sem ræður og jafnframt
að komast á fjöll innan Svartár.
Og sVo við brottför, þegar stað-
næmst er niður við Jökulfallið í
björtu veðri og maður lítur til baka
á Qöllin, öll fannhvít og ögrandi,
þá hef ég fengið sting í hjartað við
að átta mig á því, hvað ég er að
yfirgefa._
Inn í Árskarðinu í félagsmiðstöð
Kerlingarfjallamanna í faðmi Hofs-
jökuls, Loðmundar, Snækolls og í
brekkum Fannborgar og Keiss hef
ég séð og verið með í hinu hressasta
félags- og mannlífi, þar sem gleði,
kraftur og bjartsýni hefur alltaf ríkt
í sól, rigningu, bálviðri, öskufalli
og yfirleitt hveiju sem á dynur í
náttúru okkar ástkæra föðurlands.
Að hugsa sér þvílíkt átak það
hefur verið að koma upp af myndar-
skap og af litlum efnum við mjög
erfiðar aðstæður inni á miðju
landinu skíðaskóla og félagsmiðstöð
með öllu sem tilheyrir með 20
manna starfsliði og til jafnaðar
60—80 gestum, með matseld, gist-
ingu, skíðakennslu, lyfturekstri og
öllu öðru, og reka í tæpa 3 mánuði
á ári hverju í 25 ár.
Eitt er að koma þessu öllu upp,
halda við og bæta. Hitt er manna-
haldið, verkstjórn og síðast en ekki
síst að halda uppi stemmningunni
frá morgni til kvölds, og standa í
því að drífa mannskapinn upp í
Keis og Fannborg á skíði í rigningu
og roki, að skipuleggja kennslu,
rekstur lyfta, halda öllu gangandi
og slá síðan upp balli með vöku og
söng að kvöldi.
Skólinn, staðurinn, fjöllin og öll
stemmningin hafa líklega átt
stærstan hlut í að koma venjulegu
mannfólki á landinu upp á æðra
veldi í skíðamennsku. Áður var
þetta allt annað. Ég minnist skíða-
mennsku með gamla laginu á Lauf-
ástúni, Thor-Jensen-túninu, á gras-
ræmunni, sem Reykjavíkurborg
lagði okkur til fyrir stríð á minni
Öskjuhlíðinni, í Árbæjarbrekkun-
um, við Lögberg, í Flengingar-
brekku, í Jósefsdal, við Kolviðarhól,
Skálafell, á Hellisheiði og Esju og
svo hið stóra ævintýri, sem góðir
Fannborgarmenn — frá vinstri:
Jakob Albertsson, Jónas Kjerúlf,
Einar Eyfells, Magnús Karlsson,
Valdimar Örnólfsson, Þorvarður
Örnólfsson, Eiríkur Haraldsson,
Sigurður Guðmundsson. Hlutafé-
lagið Fannborg var stofnað 1964
um Skíðaskólann í Kerlingar-
fjöllum, sem Valdimar og Eiríkur u;
áttu frumkvæðið að 1961. Vald- ,
imar bauð Sigurði með í fyrstu
ferðina og var hann ómissandi
maður eftir það. Myndin var
tekin á 20 ára afmælinu. (Hótel
Sögu).
Úr Kerlingarfjöllum. — Skálar
skíðaskólans í Ásgarði og tjald-
stæði. Rafmagnsstaurar frá
Sælufoss-virkjuninni, sem Fann-
borgarmenn byggðu sjálfir með
aðstoð Jóns Sigurgeirssonar í '■
Árteigi, sjást á myndinni. Einnig
sjást hinir frægu „Tommi“ og
„Jenni“, sem flytja skíðafólkið
upp í brekkurnar.
Dalvík:
Bókasafnið flytur í nýtt
og glæsilegt húsnæði
Dalvík.
SUNNUDAGINN 6. apríl var
Bókasafn Dalvíkur formlega
opnað í nýju húsnæði. Safninu
hefur verið valinn staður í kjall-
ara ráðhússins og því búin þar
vistleg og góð aðstaða.
íbúum Dalvíkur var boðið til
formlegrar opnunar safnsins. For-
maður safnstjómar, Svanfríður
Jónasdóttir, setti athöfnina og bauð
gesti veikomna. Greindi hún í
nokkrum orðum frá forsögu hús-
næðismála safnsins, þeim draumi
sem nú væri að rætast að bókasafn-
ið á Dalvík kæmist inn í rúmgott
húsnæði sem byði upp á lesaðstöðu
fyrir fólk sem það vildi nota. Gat
hún einkum þáttar Sigurpáls Hall-
grímssonar í þágu safnsins en hann
vann um langan tíma við Lestrarfé-
lag Dalvíkur og síðar Bókasafn
Dalvíkur. Sýndi hann húsnæðismál-
um safnsins ávallt mikinn áhuga
og lagði m.a. fé af mörkum til
safnsins og var það nú notað til
hillukaupa í þetta nýja bókasafn.
Færði formaður Sigurpáli blómvönd
sem þakklætisvott frá safnstjóm-
inni.
Þá ávarpaði bæjarstjóri sam-
komugesti. Sagði hann gestum frá
tilurð þess að þetta húsnæði varð
fyrir valinu fyrir bókasafnið og frá
ýmsum vandamálum sem leysa
þurfti til að hægt væri að koma
safninu þar fyrir. Óskaði hann
Dalvíkingum til hamingju með þetta
nýja safn og afhenti hann forstöðu-
manni bókasafnsins, Nönnu Þóru
Áskelsdóttur, lykia að safninu.
Forstöðumaður tók þá til máls og
kom fram að gólfflötur safnsins
væri 200 fm og í safninu væru 240
hillumetrar. Bókahillur væru inn-
fluttar frá Biblioteksentralen í
Danmörku en annar húsbúnaður
væri innlendur. Mestur hluti bóka-
hillna væri keyptur fyrir gjafafé
frá fyrirtækjum og einstaklingum
en þetta gjafafé hefði numið um
Stefán Jón Bjamason bæjarstjóri afhendir Nönnu Áskelsdóttur, bóka-
verði, lykla bókasaf nsins.