Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986
51
þessar tvær dætur sínar. Þótt íbúðin
væri ekki stór er hjartarúmið þess
meira. í Skólagerði 13 hafa margir
gist og fengið góðan bita. Aldrei
var svo margt að ekki væri hægt
að bæta við í gistingu og að pláss
væri við matarborðið.
Mín ótjúfanlega vinátta við
Dagbjart og Emu varð þegar ég
kynntist núverandi eiginkonu
minni, sem þau reyndust svo vel.
Alltaf tilbúin að greiða fyrir öllu til
þess að við gætum hist, ég austur
á landi en hún í Reykjavík, enda
litu þau á Auðun son Boggu sem
hálfgerðan fósturson og reyndust
honum mjög vel. Þegar Dagbjartur
og Erna tilkynntu komu sína á
Egilsstaði var kátt á okkar heimili.
Dagbjartur var að koma, skemmti-
legasti maðurinn sem börnin
þekktu.
Dagbjartur var meiriháttar í öll-
um veislum og samkvæmum, og
var hrókur alls fagnaðar, skemmti-
legur, sagði _vel frá og húmoristi
hinn mesti. Ég tel að hann hefði
orðið góður leikari ef hann hefði
tileinkað sér það starf. Þetta lá allt
svolétt fyrir honum.
Arið 1978 fórum við saman í
Miðjarðarhafsferð með ferðahópn-
um Eddu. Það voru um áttatíu
manns. Myndaðist þá góður kunn-
ingjahópur sem farið hefur víða í
ýmis ferðalög bæði innanlands og
utan.
í þessum hóp varð Dagbjartur
einn af vinsælustu mönnum fyrir
skemmtilegheit og drengskap og
veit ég að hans er saknað og hópur-
inn er ekki sá sami á eftir sem áður.
Það var fylgst með veikindum
þessa góða drengs og margar hlýjar
kveðjur bárust honum og til Emu
frá ferðafélögum.
Eitt sinn fórum við nokkur hjón
um Fljótsdalshérað, komum við að
samkomuhúsi. Hópurinn fór út til
að athuga hvort skemmtilegt væri
þama inni á dansleiknum. Konun-
um þótti þetta ekki álitlegt og
karlamir eitthvað óákveðnir þangað
til Dagbjartur kemur til okkar
karlanna og segir að stelpumar
langi að fara inn. Þá svara þeir: Úr
því að stelpumar langar að fara
þá förum við inn. Fór hann þá til
kvennanna og segir að strákana
langi að fara inn og svara þær því
til, úr því að strákana langar að
fara inn, þá skyldu þær fara. Þetta
tók Dagbjartur upp hjá sjálfum sér
til að leysa málin. Þetta er eitt
dæmi af mörgum hvað hann var
skemmtilegur að koma ýmsum
málum fram á skemmtilegan hátt.
Þegar inn var komið leysti Dag-
bjartur og vinur okkar, Jóhann,
hljómsveitina af og spiluðu lengi
fram eftir nóttu. Var okkur öllum
í hópnum boðið á sveitaheimili upp
á góðgerðir. Sögðu húsbændur að
svo skemmtilegt fólk hefðu þau
ekki hitt áður í sinni fjörutíu ára
búskapartíð.
Við hjónin eigum margar góðar
minningar með hjónunum í Skála-
gerði 13, sem skuggi fellur aldrei
á. Þær minningar er ekki hægt að
festa á blað. Erna á um sárt að
binda. Góður lífsförunautur er horf-
inn til hæsta höfuðsmiðs sem öllu
ræður og verður tekið vel á móti
honum til æðra lífs.
Ema var við sjúkrabeð mannsins
síns öilum stundum, sem hún átti
frí frá störfum og hlúði að honum
eftir bestu getu og fylgdist með að
hann skorti ekkert, sem mannlegt
vald gat gert. Hún virtist svo sterk
í þjáningum sínum en ég veit að
.það voru ekki allir dagar sólskins-
dagar. Hún var viðstödd andlát
Dæja ásamt yngri dótturinni, Emu
Dagbjörtu.
Ema mín, við hjónin vottum þér,
bömum þínum, barnabörnum,
Ágústu og Guðlaugi, okkar dýpstu
samúðarkveðjur og biðjum hann
sem öllu ræður að gefa ykkur styrk
í sorg ykkar.
Bogga og Björgvin
t
Sambýlismaður minn og faðir okkar,
SIGURBJÖRN ÁRNASON
frá Landakoti,
Sandgerði,
lést í Borgarspítalanum þann 17. apríl.
Útförin veröur auglýst síðar.
Kornelia Jóhannsdóttir,
Arndis Sigurbjörnsdóttir,
Sigrún Sigurbjörnsdóttir,
Valdlmar Sigurbjörnsson.
t
Eiginkona min, móðirokkar, tengdamóöir, amma og langamma,
HALLFRÍÐUR FRIÐRIKA JÓHANNESDÓTTIR,
andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, hinn 30. mars. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Kristmar Ólafsson,
Kristfríður Kristmars, Eyjólfur Ágústsson,
Haraldur Niels Kristmarsson, Anna Jóna Kristjánsdóttir,
börn og barnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SKÚLI MAGNÚSSON,
kennari,
Meistaravöllum 13,
andaðist í Landspítalanum 15. þ.m.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. apríl kl. 15.00.
Þorbjörg Pálsdóttir,
Magnús Skúlason, Skúli Skúlason,
Margrét Skúladóttir, Halldór Ármannsson,
Páll Skúlason, Auður Birgisdóttir,
Þórgunnur Skúladóttir, Hörður Halldórsson
og barnabörn.
t
Þökkum auösýnda samúð við andlát og útför móður okkar,
GEIRRÚNAR ÍVARSDÓTTUR.
Dætur hinnar látnu og fjölskyldur þeirra.
Eiginmaður minn, t
ERIK SÖDRIN,
lést 16. april.
Sigrún Eyjólfsdóttir Södrin,
Östersund, Svíþjóð.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgvnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins
á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í
Hafnarstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð um
hinn látna. Leyfilegt er að birta
ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára
eða eldra. Hins vegar eru birtar
afmælisfréttir með mynd í dagbók
um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð og með góðu línubili.
MINNI FYRIRHÖFN - MEIRI YFIRSÝN
Yfir60% af seldum afgreiðslukössum á íslandi á
síðasta ári voru af gerðinni OMRON.
OMRON afgreiðslukassarnirfást í yfir 15
mismunandi gerðum, allt frá einföldum kössum upp
í fullkomnar tölvutengdar afgreiðslusamstæður.
Þeir eru því sniðnir fyrir hvers konar verslunar-
rekstur, eru búnir sjálfvirkri tölvuútskrift, veita
möguleika á stækkun og stuðla að meiri yfirsýn og
markvissari rekstri. Þess vegna finnurðu OMRON
afgreiðslukassa í íslenskum sjoppum, bakaríum,
sérverslunum, stórmörkuðum, veitingahúsum,
sundlaugum - já, víðar en nokkra aðra
afgreiðslukassa.
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
OMRON AFGREIÐSLUKASSAR
VERÐ FRÁ KR. 19.900.-
Hverfisgötu 33 - Sími 91 -20560
Helstu söluaðilar: Bókaversl. JónasarTómassonar Isafirði • Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Húsavík • Bókval Akureyri • E.Th.
Mathiesen Hafnarfirði • Fjölritun s.f. Egilsstöðum • Kaupfél. Ámesinga h.f. Selfossi • Kjarni Vestmannaeyjum • Penninn Hallarmúla