Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 44
M MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUK ?2j APRÍL1986 asta mánuði, svona til að vita, hvort það mætti ekki verða til að Einar, og ýmsir aðrir viðstaddir hagyrð- ingar, kæmust í gang. Og svo varð. Margar góðar vísur urðu þar til. í þessu samkvæmi hélt Einar einkar ljúfa ræðu þar sem hann þakkaði fyrir það tækifæri, sem þau hjón þarna fengu til að hitta og ræða við gamla kunningja, samstarfs- menn og vini að heiman: Okkur þótti einnig ánægjulegt að hitta þau hjónin. Ég sakna Einars Ágústssonar. Hann var ljúfur maður, einlægur og elskulegur í viðmóti. Ég þakka honum góð kynni og vináttu mér sýnda. í nafni íslandsdeildar Norð- urlandaráðs þakka ég honum starf- ið hans á þeim vettvangi og hjálp hans við okkur alþingismenn, sem áttum leið um Kaupmannahöfn undangengin ár. Þórunni bið ég Guðs blessunar í hennar djúpu sorg, bömum þeirra og ástvinum öllum. Blessuð sé minning Einars ÁgústSsonar. Ólafur G. Einarsson Notalegur hversdagsgrámi mánudagsmorgunsins í lest á leið til vinnu var harkalega rofinn þegar ég hnaut um þessa fyrirsögn í Berlinginum: „Den islandske am- bassador i Danmark dod“. Mig setti hljóðan. Lagði frá mér blaðið. Hugurinn hvarflar aftur í tímann. Janúar 1980. Þrír ungir útsendarar Hafnarpósts, hins nýstofnaða blaðs íslendingafélagsins, halda á fund nýskipaðs sendiherra íslands í Kaupmannahöfn, Einars Ágústs- sonar, til þess að „ná honum strax“. í fyrstu einkennir stirðleiki viðtal okkar stráklinga í blaðamannaieik við heimsfrægan utanríkisráðher- rann fyrrverandi. Myndinni af virðulegum embættismanni er í engu ábótavant. Settlegur er hann, alvarlegur, orðvandur og var um sig. Háttvís og þolinmóður, en óað- gengiiegur framan af. Smám sam- an lyftist þó brúnin og slegið er á léttari strengi. Hlátur er styzta leið- in milli manna. Uppfrá því töluðum við sama mál. Þama var grunnur. lagður að ánægjulegum og snurðulausum samskiptum í alla staði. Vissulega var Einar eftir sem áður sendiherra, sem við hæfi var að umgangast með viðhlítandi virðingu. Þetta voru þó aldrei annað en ósýnileg mörk, sem engan veginn voru viðskiptum okkar til trafala, enda gat hann átt það til, svona okkar á milli, að láta siðareglur utanríkisþjónustunnar lönd og leið og skjóta inn stuttri glósu um menn og málefni. Hvort heldur sem ég átti við hann erindi sem formaður íslend- ingafélagsins eða seinna sem fálm- andi byijandi á sviði innflutnings- verzlunar, var viðmótið alltaf jafn alúðlegt. Jafnvel þegar sendiráðið stóð á öðrum endanum í einhverri miililandadeilunni, var hann boðinn og búinn að greiða götu mína, þótt um einskisvert smámál væri að ræða á mælikvarða dagsins. Oftast lágu þó leiðir okkar saman við óformlegri aðstæður, þar sem utanríkismál og „smáreddingar" voru víðsfjarri. Sendiherrahjónin voru auðvitað sjálfsagðir gestir_ á öllum meiriháttar samkomum ís- lendinga hér í Kaupmannahöfn. Þá féll það ósjaldan í minn hlut að sitja með þeim til borðs og sóttist frekar eftir þvf, ekki sízt eftir að ég hafði sannreynt að hveiju ég gekk. Mér er ekki grunlaust um, að skemmt- anir þessar hafi verið þeim hjónum kærkomin tilbreyting frá formföst- um embættisveizlum. Fjarstæðukennt hefði mér þótt, að þorrablótið 1. marz sl. skyldi verða allra siðasta skiptið sem við hittumst á þennan hátt. Einar hafði haft veður af því, að ég hygði á heimflutning og ítrekaði við mig, að ég liti kannski inn á sendiráð til að kveðja áður en ég færi. Þessu lofaði ég og óraði þá ekki fyrir hvaða mynd kveðjuorðin yrðu að taka. Við, landar Einars hér í Kaup- mannahöfn, erum felmtri slegnir yfir skyndilegum missi þessa virta, hæfa og vinsæla fulltrúa íslenzka ríkisins. En við fáum annan sendi- herra, þótt torvelt verði að fylla það skarð, sem Einar Ágústsson skilur eftir. Þeim, sem óbætanlegur er miss- irinn, vil ég votta mína dýpstu samúð. Óttar Ottósson, Kaupmannahöfn Mér er orða vant að senda þess- um vini mínum hinztu kveðju, enda varla náð þeim áttum enn að Einar sé horfinn af þessum heimi. Ég hefði látið segja mér oftsinnis án þess að trúa að handtak okkar í Kaupmannahöfn að kvöldi 8. marz yrði hið síðasta, svo fjarlæg virtist feigðin honum. Við Einar Ágústsson höfðum lengi verið málkunnugir og þing- bræður um árabil í flarskyldum flokkum að vísu, en kom ekki að sök, því aldrei varð okkur sundur- orða. Hann var allra manna stillt- astur og prúðmannlegur í fram- göngu, svo af bar. Var þó enginn veifiskati og þéttur í lund þegar því var að skipta og mikilvæg mál voru í takinu. Hann gegndi hinu vandasama embætti utanríkisráð- herra í sjö ár samfleytt, og má af því sjá hvert traust var til hans borið. Einar tók við embætti sendiherra í Dánmörku árið 1980 og gegndi þvi til dauðadags. Mikil lifandi ósköp var maður hreykinn af þess- um manni sem fulltrúa landsins síns á erlendri grund. 1 febrúar sl. átti ég þvi einstaka láni að fagna að hafa Einar mér við hlið í mikilvæg- um ög vandasömum verkefnum, sem voru lyktir hins fræga hand- ritamáls. Nú er gott að hugsa til þess hversu glaður Einar var að þeim verklokum. Ég á þá ósk heita til handa is- lenzkri þjóð, að hún megi eignast fleiri svo fágætlega velgerða full- trúa á öðrum iöndum að auka hróð- ur hennar og gæta hagsmunanna. Þórunni konu hans og bömum sendum við Greta kveðju okkar og biðjum þeim styrktar á strangri tíð. Sverrir Hermannsson Um nærri sex ára skeið var Einar Ágústsson ágætur fulltrúi lands sins i sambandslandinu gamla. Með hæglátu dagfari sínu, sem var grundvallað bæði á eðlislægri hógværð og gnótt þekkingar og vitsmuna, ávann Einar virðingu, sjálfum sér og landi sínu. Vinsældir og virðing meðal starfsbræðra sendiherrans og vina, snúast nú í sáran söknuð. Fra Dansk islandsk samfund skulu hljóma þakkir fyrir einlægan áhuga hans á starfi okkar, sem ævinlega átti visan fullan stuðning hans. Heiður sé minningu hans. Sören Langvad. Kveðja frá Framsóknarfé- lagi Reykjavíkur Einar Ágústsson naut vinsælda og virðingar langt út fyrir raðir Framsóknarflokksins. _ Hann þótti glæsilegur fulltrúi íslands sem utanríkisráðherra, prúður í fasi, en fastur fyrir, ef með þurfti, á storma- sömum tímum þegar landhelgis- deilur stóðu sem hæst. Fyrstu afskipti Einars Ágústs- sonar af stjómmálum vom for- mennska hans í Framsóknarfélagi Reykjavíkur á ámnum 1958-61. Sýndi sig þá strax, að hann var Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast stðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaðpr. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama foringjahæfileikum búinn, enda valdist hann fljótlega til forystu í borgarmálum fyrir Framsóknar- flokkinn og síðan þingmennsku. Utanríkisráðherra varð Einar 1971 og gegndi því embætti til ársins 1978. Fyrir samstarfsmenn Einars Ágústssonar í Framsóknarflokkum er erfítt að sætta sig við skyndilegt fráfall hans. Menn vom ekki við- búnir því og töldu víst, að enn um skeið ætti hann fyrir höndum störf sem sendiherra lands síns á erlend- um vettvangi, eftir að farsælum stjómmálaferli hér heima lauk. Ekki em nema tvö ár síðan Ólafur Jóhannesson féll frá, og em þá fallnir frá á skömmum tíma þeir tveir forystumenn Framsóknar- flokksins, sem mest mæddi á í stjómmálabaráttunni á sfðasta ára- tugi. Að leiðarlokum em Einari Ágústssyni þökkuð ómetanleg störf í þágu FVamsóknarmanna í Reykja- vík. Hans er saknað af samheijum sem óvenjuglæsilegs og farsæls stjómmálamanns, sem mun seint líða úr minni. Þómnni og bömum þeirra hjóna er vottuð dýpsta samúð. Alfreð Þorsteinsson, form. Framsóknarfélags Reykjavíkur gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu Ifnubili. Morgunblaðlð tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins & 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Gabriel HÖGGDEYFAR ÍMIKLJU júf ÚRVALI ÆÆ ÁBERG” SKEIFUNNI 5A, SIMI: 91-8 47 88 NYJAR LEIÐIR TIL FJÁRFESTDMGA: býður trygg skuldabréf með mjög góðri ávöxtun r ffljjp Skuldabróf Veðdeildar Iðnaðarbankans. Bréfin eru til 5 ára með jöfnum árlegum afborgun- um. Söluverð bréfanna gefa kaupendum þeina 10% ávöxtun umfram verðbólgu. Skuldabréf Glitnis hf. Bréfin eru verðtryggð til 3% árs með 3 jöfnum afborgunum, fyrsta sinn 15. ágúst 1987. Söluverð bréfanna gefa kaupendum þeirra 10.98% ávöxtun umfram verðbólgu. Ýmis önnur trygg skuldabróf. Bréfin eru til sölu hjá lánasviði Iðnaðarbankans, Lækjargötu 12,4 hæð. Einnig er tekið við pöntunum í síma. Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 20580. iðnaðarbankínn -HtitiHM Itírtk} ; 11J t v( •i n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.