Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986
Einar Agústs-
son sendiherra
Fæddur 23. sept. 1922
Dáinn 12. apríl 1986
Þegar ég hóf afskipti _af stjóm-
málum 1961, var Einar Ágústsson
sá ungur framsóknarmaður sem við
litum mjög til. Forustuhæfileikar
hans duldust ekki, né góðar gáfur
og drengskapur. Hann varð
snemma átrúnaðargoð ungra fram-
sóknarmanna í Reykjavík.
Svo fór og, að Einar Ágústsson
reis fljótt til metorða. Hann varð
borgarfulltrúi 1962 og þingmaður
Reykvíkinga sumarið 1963. Einar
sat á Alþingi til ársins 1979, ætíð
mikilsmetinn og virtur.
Einar var varaformaður Fram-
sóknarflokksins 1967—1980 og tók
þá mikinn þátt í flokkstarfí. Hann
var ráðagóður og hafði ríkar tilfinn-
ingar fyrir hugsjon samvinnu- og
félagshyggju manna. Einar Ágústs-
son var af sunnlenskum bændum
kominn og starfaði eftir lögfræði-
nám m.a. á vegum samvinnuhreyf-
ingarinnar.
Einar Ágústsson var utanríkis-
ráðherra í ríkisstjóm Ólafs Jóhann-
essonar 1971—1974 og í ríkisstjóm
Geirs Hallgrímssonar 1974—1978.
Á þeim sjö ámm, sem Einar gegndi
starfi utanríkisráðherra, vom mörg
mikilvæg mál á hans borði. Má þar
nefna útfærslu fiskveiðilögsögunn-
ar, fyrst í 50 sjómílur og síðan í
200 sjómílur. Einar Ágústsson átti,
að sjálfsögðu, stóran þátt í þeim
miklu sigmm, sem með útfærslunni
unnust. I ársbyrjun 1980 varð Einar
sendiherra íslands í Danmörku og
gegndi því starfi til æviloka.
Sem utanríkisráðherra og síðan
sendiherra var Einar Ágústsson,
ásamt sinni 'ágætu eiginkonu Þór-
unni Sigurðardóttur, landi sínu til
sóma.
Með Einari Ágústssyni er geng-
inn einn af bestu sonum þessa
lands. Hann þekkti lífsbaráttuna
og kjör fólksins bæði í dreifbýli og
þéttbýli. Hann unni Island og því
sem íslenskt er. Með þekkingu,
rökfestu og hógværð vann hann
hvers manns hylli. Ég er þakklátur
fyrir þau ár, sem ég fékk að starfa
með Einari Ágústssyni.
Við framsóknarmenn kveðjum
Einar Ágústsson með söknuði en
þakklæti fyrir mikil og góð störf í
þágu flokks og þjóðar. Við vottum
eiginkonu hans, bömum og fjöl-
skyldu einlæga samúð.
Steingrímur Hermannsson
Þó dagsins skundum skeið
skjótt fram að nóttu,
brátt hennar líður leið
aðljósrióttu.
Þessar hendingar í kvöldljóði
skálds á fyrri öld er leit dagsljósið
og átti fyrstu bernsku í Rangárþingi
eins og Einar Ágústsson frá Hall-
geirsey, minna oss á, hve stutt er
bilið milli blíðu og éls, sem ítrekað
tilefni áréttar við oss næsta oft og
endranær hart aðgöngu. Einnig
það, að Til hafs sól hraðar sér/
hallar út degi/eitt skeiðrúm endast
hér/lífsins á vegi. Ævidagur
drengsins, sem átti fyrstu sporin í
Holtum, kom fyrir löngu að kvöldi,
en hin fornu sannindi um skamman
tíma manns á jörð eru ávallt ný og
Ijóðið sígilt um skinið þar yfir, sem
leið mannsins liggur, ýmist við leift-
ur og skýjað loft, unz hallar út
degi. Það er að vísu tíðum, að litim-
ir verða daufir og aftanroðinn fölur
í langri bið eftir þeirri nóttu, sem
gefur manninum færi einnar eyktar
að ljósri óttu hinna miklu og eilífu
skila. En hitt þó oftar, er vér sjáum
við lýsandi vorloftið og oss tekur
sárt, því að enn er bjart og drjúgt
virtist eftir á lífsins vegi. Slíkar
hugsanir sækja að oss nú, þó að
því sé fjarri, að hér væri aðeins
tyllt tjaldinu á Landeyjasandi.
Drengurinn, sem þeim fæddist
Ágústi Einarssyni kaupfélagsstjóra
í Hallgeirsey og konu hans Helgu
kennara Jónasdóttur á haustjafn-
dægrum 1922, átti þar bamshug-
ans þroska og gleði við þau skugga-
skil, er móðirin dó á ungu vori frá
5 ára dreng. Ljós bemskuminningin
um móðurina og hinn sorgfulla
missi var falleg og hljóð, helgidóm-
ur í einrúmi ævinlegrar geymdar.
Til bernskudaganna í Hallgeirsey,
þar sem víðátta landsins liggur til
meginkraftar og fegurðar eldfjalls
og ísa, en ómælishaf úti fyrir sönd-
unum, má einnig rekja víðsýni
Einars Ágústssonar og fegurðar-
skyn, sem hann efldi við mikinn
bóklestur allt frá æsku. Skaphöfn
hans mun hafa mótazt til hinnar
fijálslyndu gerðar og ríkrar félags-
hyggju við þá miklu mannaferð,
sem lá til Hallgeirseyjar og kaup-
félagsstjórans, síðar að Hvolsvelli,
er þeir feðgar fluttust þangað með
kaupfélaginu. Þau voru og einkenni
félagshyggjumannsins við dreng-
lund og frábæra greiðasemi og
skilning á hvers manns vanda, að
hann var einarður og stefnufastur,
er því var að skipta og skyldan
krafði skjótra ákvarðana og um
viðurhlutamikii mál. Átti hann þar
skammt að sækja í frændgarð á
báða vegu, en almælt að trúlyndi
og festa séu rík einkenni Rangæ-
inga.
Starfsdagur Einars Ágústssonar
var fjölþættur og, að loknu laga-
námi við æ vaxandi ábyrgð og trún-
að innan Samvinnuhreyfingarinnar
og fyrir Framsóknarflokkinn, m.a.
í borgarstjóm Reykjavíkur, á Al-
þingi og í hinni vandleystu stöðu
utanríkisráðherra í 2 kjörtímabil.
Hveijum vanda tók hann af yfirveg-
un og festu hins orðfáa hygginda-
manns og allri vegsemd með sæmd-
arhæfi hógværðarinnar. Þessum
eiginleikum hans kynntist ég nokk-
uð í félagsmála- og flokksstarfi
fyrr á árum, en nánast og til fyllstu
aðdáunar og þakka sl. 3 ár, er ég
hef verið starfsmaður hans í Kaup-
mannahöfn. Hann skipaði embætti
sendiherra íslands í Danmörku rúm
6 ár. Hvergi er umferð íslendinga
meiri á erlendri grund en hér á
landi, og þá einkum í Kaupmanna-
höfn og nágrenni, fjöldi búsettra
landa mikill og námsmanna. Segir
þar lítt af, að því er tekur til sendi-
ráðsins, en hljótt um á flesta grein
sem og aðra hluti, er taka til utan-
ríkisþjónustunnar. Auk þessa heyra
svo 3 þjóðlönd önnur starfsvett-
vangi sendiherrans í Kaupmanna-
höfn, Ítalía, Tyrkland og ísrael.
Umsvif hins mikla ábyrgðarstarfs
eru hafín yfir alla orðræðu, en að
vikið af ítrekaðri áminningu við-
fangsefnanna í nákominni starfs-
reynslu.
Auk allrar hjálpsemi og gestrisni
sendiherrans og konu hans, frú
Þórunnar Sigurðardóttur, seint og
snemma, er það annað sem hér
skal minnzt, enda full kunnugt
fjölda íslendinga í Höfn og sízt
nokkur starfsleynd yfir, er til svo
margra tekur, en það eru þau störf
sendiherrans, sem bundin eru Húsi
Jóns Sigurðssonar við Austurvegg
fyrir hönd Alþingis, sem fékk húsið
að gjöf fyrir 20 árum. Erillinn vegna
daglegs rekstrar hússins og við-
halds er mikil kvöð á manni í hárri
ábyrgðarstöðu á víðum vettvangi.
En hér var hvergi undan skorazt
og öll erindi, hve smá og hvers-
dagsleg sem þau virtust, leyst skjótt
og farsællega. Var hér auðsénn
félagsþroski Einars Ágústssonar,
sem hann hefur rækt svo vel allt
frá bemsku — ásamt með rangæsku
festunni, er á greiðasta leið, en
gijóti nokkru stráða, að fyrirdæmi
Jóns Sigurðssonar Eigi víkja. Það
er ekki á færi nema félagshyggju-
manna að beita slíkri aðferð, en
margreynd er hún að hollasta ráði
gegn hvers konar lítilmótleik og
ásælni í mannlegum skiptum, eins
og í frelsisbaráttu Hafnar-íslend-
inga undir merki Jóns Sigurðssonar
á liðinni öld. Vildi sendiherrann á
alla grein sæmd hússins sem mesta
í umgengni og félagsveru — í heiðri
nafns þess og minningageymd —
og uppskar sem betur fer, nokkur
laun erfiðis síns í þeirri samvinnu
og friðsemd, sem á hefur verið og
aukizt fyrir áhrif hans og stjóm.
Dapurt er geð vort svo fjölda
margra landa í Höfn þessar síðustu
vikur vetrar. Hugsunin er háð þeirri
sorg vorri, að dagur trúlynds dreng-
skaparmanns og mikils vinar kom
svo „skjótt fram að nóttu“. En hjálp
vor kemur frá Drottni í þeirri hugg-
un huggunarinnar, að „brátt hennar
líður leið að ljósri óttu“. — í þeirri
birtu vors og fegurðar í víðemi
himneskrar sýnar sjáum vér för
hans greiðast áeilífum lífsins vegi.
Ágúst Sigurðsson
Skyr.dilegt fráfall Einars Ágústs-
sonar, sendiherra, eftir skammvinn
veikindi, kom yfir vini hans og
kunningja í Danmörku eins og
þmma. Við höfðum áttað okkur á,
að hann væri senn á fömm frá
Danmörku til að taka við öðm
starfi. En fáir — og líklega heldur
ekki hann sjálfur — vissu hve hann
var alvarlega veikur.
Eftir að hafa verið utanríkisráð-
herra í mörg ár vom það mikil
viðbrigði fyrir Einar að verða
embættismaður. En hann var fljótur
að tjleinka sér fræðin og nafn hans
bætist nú með sóma í hóp þeirra
ólíku afbragðsmanna, sem hafa
verið fulltrúar íslands í Danmörku:
Sigurður Nordal, Stefán Jóh. Stef-
ánsson, Gunnar Thoroddsen, Sig-
urður Bjamason og Agnar Kl. Jóns-
son.
Þau sjö ár sem Einar var sendi-
herra í Kauptnannahöfn vom ekki
tími stórviðburða í samskiptum
landanna. Það var hin hljóðláta önn
hversdagsins sem var meginvið-
fangsefnið. Og þó — hann var þátt-
takandi í því þegar lokapunkturinn
var settur við handritamálið. Af
tilviljun vomm við báðir þá um
kvöldið staddir í sænska sendiráð-
inu í Kaupmannahöfn. I einni
ágætra ræða hans — en ræður hans
vom snjallar, því að honum lá alltaf
eitthvað á hjarta — rifjaði hann upp
þessa löngu deilu og benti á þýðingu
þessa máls fyrir vináttu Dana og
Islendinga.
Við fyrstu kynni fannst sumum
hann fálátur. En í danska utan-
ríkisráðuneytinu, meðal danskra
stjómmálaanna og á opinbemm
vettvangi, skildist mönnum fljótt
hve hann var heilsteyptur og sterk-
ur persónuleiki þótt hann virtist
fálátur og kannski eilítið feiminn
hið ytra. Hann var af íslenzkum
bændaættum kominn og það duldist
ekki.
Það var ekki við hans hæfi að
skrafa og blaðra eins og Dönum
er gjamt að gera. Sjaldan heyrði
maður hann hlæja hjartanlega.
Hann horfði og hann hugsaði áður
en hann talaði. í nánum vinahóp
var oft bjart bros í augum hans.
Aðrir verða til að meta hlut hans
í íslenzkum stjómmálum. En frá
einum íslandsvini í Danmörku skal
frá því sagt, við andlát hans, að á
erlendri gmnd var hann Islandi
góður sonur og Danmörku traustur
vinur.
Bent A. Koch
Það em forréttindi þeirra, sem
fást við fréttaskrif, að kynnast æði
mörgum á víð og dreif um þjóð-
félagið. Oft em það svipul kynni í
önn og erli dagsins, en aðstæður
breytast og leiða menn saman á
ýmsum vettvangi,sem ekki verður
alltaf séð fyrir.
Það mun hafa verið á árinu 1966
eða þar um bil, sem ég kynntist
Einari Ágústssyni fyrst. Hann var
þá fulltrúi Framsóknarflokksins í
borgarstjóm Reykjavíkur, en ég
skrifaði borgarstjómarfréttir í Al-
þýðublaðið og stæddist einhver
skipti inn í borgarstjórn, sem vara-
maður. Eftirtakanlegir þóttu mér
þá strax þeir þættir í fari og fram-
komu Einars Ágústssonar, sem ég
átti þó eftir að kynnast betur síðar,
prúðmennska og festa. Mér em
þessar fundarsetur eftirminnilegar,
einkum kannski vegna þess hve lítið
skemmtilegir þessir fundir oftast
vom. Þar þurftu ýmsir að halda
býsna langar ræður og ekki alltaf
um mikið efni. Einar Ágústsson var
þó ekki einn þeirra. Hann flutti sitt
mál af festu og einurð, talaði ekki
langt mál, en framsetning ræðunn-
ar hnitmiðuð, skýr og skilmerkileg.
Þetta er minnisstætt.
Þess _var ekki langt að bíða, að
Einari Ágústssyni væm falin önnur
og meiri trúnaðarstörf. Hann tók
við embætti utanríkisráðherra á
árinu 1971, en sæti hafði hann átt
á Alþingi síðan 1963. Ráðherra-
embættinu gegndi hann til ársins
1978 á sögulegum umbrotatímum
í landhelgisbaráttu íslendinga. Það
fór ekki hjá því, að fréttamaður við
sjónvarpið hefði töluverð samskipti
við utanríkisráðherra landsins þessi
árin. Enn er það varðveitt í minn-
ingunni hve þau samskipti öll vom
snurðulaus af Einars hálfu. Hve vel
hann tók ásókn og kvabbi hvort sem
var í ráðuneyti eða heima að kveldi,
og hvort sem var innanlands eða
utan. Ævinlega kurteis og hlýr á
hveiju sem gekk, en baráttumaður
þegar það átti við og hélt þá sínum
hlut fyrir hveijum sem var. í land-
helgisstríðunum mæddi eðlilega
mjög á utanríkisráðherra. Þar var
Einar Ágústsson réttur maður á
réttum stað og stundu. Oftar en
einu sinni hlýddi ég á hann flytja
mál íslensku þjóðarinnar á þingi
Sameinuðu þjðanna og í Norður-
landaráði. Allt var það okkur til
sæmdar í hvívetna.
Enn lágu leiðir okkar saman á
Alþingi um skeið. Þar áttu báðir
sæti í íslandsdeild Norðurlanda-
ráðs. Svo sem oft gerist baksviðs í
stjómmálum greindi fulltrúa stjóm-
ar og stjómarandstöðu nokkuð á
um verkaskiptingu innan ráðsins.
Var þar úr vöndu að ráða og lausn
ekki í sjónmáli. Einar Ágústsson
hjó á þann hnút. Þá sannreyndi ég
að hann var drengskaparmaður.
Eftir að Einar Ágústsson tók við
starfí sendiherra Islands í Kaup-
mannahöfn stijáluðust fundir. Þó
var það svo, að ef stundarkorn var
aflögu í Norðurlandaráðsstússi í
Höfn sætti ég færis að reka nefíð
í gættina á skrifstofu hans við
Dantes Plads — síðast nú í vetur.
Hann tók slíkum töfum ævinlega
af eðlislægri ljúfmennsku. Síðast
hittumst við þá er Norðurlandaráð
þingaði í Kaupmannahöfn í byijun
mars. Við höfðum gert með okkur
það samkomulag, að ég aflaði
nokkurra fróðleiksmola um þær
rætur er við áttum saman að rekja
í Rangárþingi, og hefði með mér á
Hafnarslóð við hentugleika. Það
verður einhver bið á því að við
rekjum þá frændsemi.
Kvöldstund í íslendingahópi í
Höfn þann sjöunda mars síðastlið-
inn var ánægjuleg og eftirminnileg.
Þau hjónin Þórunn og Einar settu
svip á þá samverustund, sem öllum
viðstöddum verður ógleymanleg.
Nú þegar Einar Ágústsson er
fallinn frá langt fyrir aldur fram
sækja þessar minningar á hugann
— minningar um einstakt prúð-
menni og heiðursmann, sem gott
var að starfa með, mann sem vann
þjóð sinni vel og af heilindum í
hvívetna. Það verður ævinlega bjart
yfir minningunni um Einar Ágústs-
son.
Konu hans Þórunni, börnum og
afkomendum sendum við Eygló
innilegar samúðarkveðjur. Megi sá
er öllu ræður veita þeim styrk á
erfiðum stundum.
Eiður Guðnason
Einar Ágústsson, sendiherra í
Kaupmannahöfn, lést á sjúkrahúsi
þar í borg aðfaranótt laugardagsins
12. apríl sl. á 64. aldursári.
Með Einari er genginn merkur
stjómmála- og samvinnumaður sem
lætur eftir sig heillarík spor fyrir
land og þjóð.
Einar fæddist 23. september
1922 að Hallgeirsey í Austur-
Landeyjum, Rangárvallasýslu. For-
eldrar hans voru Ágúst Einarsson
kaupfélagsstjóri þar og kona hans,
Helga Jónasdóttir, kennari frá
Reynifelli í Rangárvallahreppi.
Þremur árum áður en Einar
fæddist var stofnað kaupfélag er
hafði aðsetur í Hallgeirsey við
Landeyjarsand. Bar félagið nafnið
Kaupfélag Hallgeirseyjar og náði
til flestra heimila í Landeyjum,
Þykkvabæ og undir Eyjafjöllum
vestanverðum. Hafði það útibú í
Þykkvabænum og undir Eyjafjöll-
um. Vörum 'var skipað upp við
Hallgeirsey og losnuðu menn þá við
að bijótast langa leið yfír óbrúuð
vötn til Eyrarbakka og Reykjavíkur
eins og áður var.
Ágúst Einarsson, faðir Einars,
fæddist og alinn upp í Miðey í
Austur-Landeyjum, einu af stærri
og þekktari heimilum sýslunnar.
Einar faðir hans hafði verið einn
af héraðshöfðingjum Rangæinga
og studdi stofnun kaupfélagsins
dyggilega. Var Ágúst sonur hans
aðstoðarmaður hjá Guðbrandi
Magnússyni (síðar forstjóra
ÁTVR), fyrsta kaupfélagsstjóran-
um. Hann stundaði nám í Sam-
vinnuskólanum 1919—1921 og er
ráðinn kaupfélagsstjóri 1928, þegar
Guðbrandur Magnússon flytur til
Reykjavíkur. Kom í hlut Ágústar
að flytja aðsetur kaupfélagsins úr
Landeyjum að Hvolsvelli árið 1933,
en útibú hafði verið sett þar upp
1930.
Ekki er ofsagt, að Einar Ágústs-
son hafí verið alinn upp á miklu
samvinnuheimili, enda var sam-
vinnuhugsjónin honum rík í hjarta.
Hann elst upp á söguslóðum Njálu,
fékk oft að líta sól á sumarvegi og
silfurbláan Eyjafjallatind. Umgjörð
æskustöðvanna var stórkostleg,
fjallasýn óvíða fegurri. í austri
gnæfði Eyjaíjallajökull, í norðri
Tindfjöllin með blásvörtum feldi og
við norður rísa Heklutindar háir.
Stórkostlegt landslag, sem Jónas
Hallgrímsson lýsir svo skáldlega vel
í kvæðinu Gunnarshólmi.