Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986 4 Vortónleikar Karlakórsins Stefnis Karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit heldur sína árlegu tónleika í Fólkvangi, Kjalamesi, í kvöld kl. 20.30, í Hlégarði, Mosfellssveit, fimmtudaginn 24. apríl og sunnudaginn 27. apríl, báða dagana kl. 20.30. Efnisskráin verður fjölbreytt að vanda. Söngmenn úr röðum kórfélaga syngja einsöng. Stjórnandi Karlakórsins Stefnis er Helgi R. Einarsson en undirleikari er Guðni Þ. Guðmundsson. Menningarsamtök Héraðsbúa: Héraðsvaka hefst sumardaginn fyrsta HÉRAÐSVAKA Menningarsam- taka Héraðsbúa hefst sumardag- inn fyrsta kl. 13.30 með íþróttahá- tíð í Iþróttahúsinu á Egilsstöðum. Að sögn Sigurðar Óskars Pálsson- ar ritara Menningarsamtakanna hefur héraðsvaka verið haldin árlega frá því snemma á 6. ára- tugnum. Framhaldsskólanemar sjá að mestu um efni vökunnar aðþessu sinni. Iþróttahátíðin á sumardaginn fyrsta er á vegum Alþýðuskólans á Eiðum, Egilsstaðaskóla, Mennta- skólans á Egilsstöðum og Verk- menntaskóla Austurlands í Nes- kaupstað. Kl. 17 heldur Tónskóli Fljótsdalshéraðs tónleika í Egils- staðakirkju. Skólavaka verður um kvöldið f Valaskjálf í umsjá fram- haldsskóla á Héraði og hefst hún kl. 20.30. Nemendur skólans leggja til skemmtiatriði og sýningarflokkur Hólmfríðar Jóhannsdóttur sýnir „free style“-dans. Föstudagskvöldið kl. 20.30 hefst skemmtun Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands í Valaskjálf. Þar verða m.a. á dagskrá úrslit í spumingakeppni UÍA, einsöngur, félagar í Harmonikufélagi Fljóts- dalshéraðs leika og Mánatríóið syng- ur, en auk þess verða afhent snyrti- mennskuverðlaun Menningarsam- taka Héraðsbúa. Dansleikir verða fostudags- og laugardagskvöld. Laugardagskvöldið kl. 21 frum- sýnir Leikfélag Valaslqálf leikritið Sólsetur eftir Sólveigu Traustadótt- ur. Héraðsvökunni lýkur með síð- degisdagskrá í Valaskjálf sunnudag- inn 27. apríl og hefst hún kl. 16. Sýnd verður kvikmynd tekin á Mela- rétt í Fljótsdal sl. haust. Ármann Halldórsson og Rögnvaldur Erlings- son lesa upp, Mánatríóið syngur og félagar í Harmonikufélagi Fljóts- dalshéraðs leika. Samdráttur í sölu lamba- kjöts frá áramótum FRÁ áramótum hefur sala á kindakjöti verið dræm, eða 750- 800 tonnum, eða nærri 40%, minni en sömu mánuði í fyrra. Að meðaltali hefur sala á kindakjöti verið um helmingur afmeðalmán- aðarsölu yfir heilt ár. I nóvember og desember var útsala á kinda- kjöti og áttu menn því von á mögrum janúarmánuði en salan hefur ekki enn jafnast eftir útsöl- una. Gunnar Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins telur að sölusam- dráttinn megi fyrst og fremst rekja til útsölu á öðrum matvæl- um, svo sem svínakjöti og kjúkl- ingum, en einnig geti verið til kindakjöt frá útsölunni í frysti- kistum sumra heimila. Undanfarin úr hefur verið selt upp undir 10 þúsund tonn af kindakjöti hér innanlands á hverju ári og samsvarar það 800-850 tonna sölu á mánuði. í janúar var kindakjötssal- an hins vegar innan við 350 tonn, 433 tonn í febrúar og 437 tonn í mars. Frá upphafi verðlagsársins (frá septemberbyijun til marsloka) hafa verið seld 5.407 tonn af kinda- kjöti, sem er um 3% minna en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir að á kindakjötsútsölunni sem stóð yfir í rúman mánuð fyrir áramótin hafí nærri 2.300 tonn selst. Um 12.215 tonn af kindakjöti komu út úr sauðfjárslátruninni í haust og við upphaf sláturtíðar voru að auki 1.920 tonn til í birgðum. Áætlað var að flytja úr landi um 3.000 tonn þánnig að birgðir við upphaf næstu sláturtíðar yrðu minni en í fyrra, eða rúmlega 1.000 tonn. Útflutningurinn verður að líkindum Tilboðopnuðí Stálvíkurtogarann TILBOÐ í eitt af raðsmíðaskipun- um voru opnuð á föstudag. Alls bárust 14 tilboð og var hæsta til- boðið frá Suðurvör hf. í Þorláks- höfn að upphæð 191,5 milljónir króna. Lægsta tilboðið er frá- vikstilboð frá Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar að upphæð 140 milljónir. I þvi tilboði er ekki ósk- að eftir rækju- og frystibúnaði. Næstlægsta tilboðið er frá Rækju- vinnslunni í Hnífsdal að upphæð 166,5 milljónir króna. Þetta er í annað sinn sem óskað er tilboða í skipið-. A/I ‘jögn Siírurðar Þórðarsonar skrifstofustjóra í fjár- málaráðuneytinu eru tilboðin sem bárust nú mun hagstæðari en þau sem bárust eftir fyrra útboðið. Fimm af þessum fjórtán tilboðum væru yfir 180 milljónir króna. Áætlaður kostnaður við byggingu skipsins nemur 213,8 milljónum króna, og er því mismunurinn á áætluðum kostnaði og hæsta til- boðinu 22,3 milljónir króna. Sigurður Þórðarson sagði að enn ætti eftir að athuga ýmislegt í sambandi við þessi tilboð, en ef þau uppfylltu að öðru leyti þau skilyrði sem sett voru væru þau yiðunandi. minni en áætlað er vegna þess að ekki hafa tekist samningar um sölu til Japans og Bandaríkjanna. Miðað við minni útflutning og þróun kinda- kjötssölu undanfama mánuði má búast við að þessar áætlanir raskist og að ef til vill verði um 3.000 tonn af kindakjöti til í birgðum við upphaf næstu sláturtíðar. Gunnar Guðbjartsson sagði að það væri í athugun hjá markaðsnefnd landbúnaðarins og framkvæmda- nefnd búvörusamninga hvað hægt væri að gera til að snúa þessari þró- un við. Taldi hann mögulegt að flytja meira kjöt út, til dæmis til Japan, en fyrir það fengist lítið verð. Taldi hann ólíklegt að á verðlagsárinu yrðu seld þau 9.500 til 10.000 tonn sem venjulega hefði tekist að selja innanlands á hveiju ári, nema til kæmu auknar niðurgreiðslur kinda- kjötsins. Þó væri ekki víst að slík aðgerð dygði, til dæmis hefðu niður- greiðslur á kindakjöti verið auknar í byijun mars, en það hefði ennþá ekki skilað sér í aukinni sölu. Félagsfundur í Sagnfræði- ingafélaginu FUNDUR verður haldinn í Sagn- fræðingafélagi íslands í kvöld, þriðjudag 22. apríl, kl. 20.30 i Árnagarði við Suðurgötu, st. 423. Fundarefni er erindi sem dr. Ingi Sigurðsson lektor flytur: Skógrækt sem leið til lausnar á vanda skosku Hálandanna 1919- 1985. Fundurinn er öllum opinn. Siemens-innbygg- ingartækif eldhús Hjá okkur fáið þið öil tæki á sama stað: Eldavél- ar, uppþvottavélar, kæliskápa, frystiskápa, ör- bylgjuofna, kaffivélar, hrærivélar, brauðristar og þannig mætti lengi telja. SIEMENS er trygging ykkar fyrir góðum tækjum og samræmdu útliti. íslenskir leiðarvísar fyigja með. Smith og lUorland Nóatúni 4, s. 28300. Landssmiójan býóur nú sem fyrr fjölbreytta og vandaóa þjónustu svo sem: Stálsmíði — nýsmíði og viðgerðir Rennismíði — nýsmíði og viðgerðir Skilvinduviðgerðir — jafnvægisstillingar Loftverkfæra- og loftpressuviðgerðir Metalock-viðgerðir á steypujárnshlutum Viðhalds og viðgerðarþjónusta Uppsetningar á vélum og tækjum Hönnun og ráðgjöf á sviði vélaverkfræði r Aratuga reynsla tryggir þér góða þjónustu. LANDSSMIÐJAN HF. Sími 91 20680
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.