Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 36
‘36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986
Þrjár viðamiklar
skýrslur á Alþingi
ÞRJÁR viðamiklar skýrslur voru
lagðar fram á Alþingi í gær. Hér
er um að ræða skýrslu sam-
gönguráðherra um framkvæmd
vegaáætlunar 1985, skýrslu sjáv-
arútvegsráðherra um aldur,
stærð, uppbyggingu og end-
urnýjun fiskiskiptastólsins og
skýrslu raforkuverðsnefndar
w iðnaðarráðuneytisins.
í skýrslu raforkuverðsnefndar er
m.a. að fínna samanburð á raforku-
verði í heildsölu á Norðurlöndum á
sl. hálfum öðrum áratug með
Bandaríkjadal sem verðgrundvöll,
s.s. meðfylgjandi línurit sýnir. Þar
stendur Vattenfall og Sydkraft fyrir
heildsölufyrirtækin í Svíþjóð, IVO
fyrir finnsku heildsöluna og NVE
fyrir hina norsku.
Eins og fram kemur á línuritinu
er heildsöluverð finnska fyrirtækis-
ins IVO hæst allt samanburðar-
tímabilið, þar til á árinu 1983, þegar
það kemst niður fyrir verð Lands-
virlqunar. Ætla má að hækkun
^verðs IVO á árunum 1973-1975
hafi staðið í sambandi við olíuhækk-
animar og rýmandi kaupgetu doll-
arans á þessum tíma. Hækkanir
verða einnig á verði raforku frá
sænsku veitunum, sem má telja að
sé í sambandi við olíuverðshækkanir
1973 og 1978. Sérstaklega þykir
eftirtektarverð hækkunin 1977-
1979 hjá Vattenfall í Svíþjóð, sem
verður á sama tíma og seinni olíu-
verðshækkunin árið 1978.
ORKUVERÐ TIL ALMENNINGSVEITNA
Á VERÐLAGI HVERS ÁRS
/ i i f á \
✓"1 / 'S .••'í \
/ / y -V * s >
J .4- %
& ...
'70 '71 >72 '73 '74 ’75 '76 '77 ’78 '70 '80 '81 '82 *83 '84 '85 AR
■■■■■ LANDSVIRKJUN •11111111111 VATTENFALL mv***+Æm SYDKRAFT
— — — IVO — • —NVE
Einkenni ferils yfir orkuverð til
almenningsveitna á íslandi eru öll
önnur en hinna Norðurlandanna.
Eftir olíukreppuna 1973 lækkar ol-
íuverð miðað við raunvirði Banda-
ríkjadals og er lægst á eftir orku-
verði í Noregi frá árinu 1975 til
1981. Eftir árið 1979 hefur orku-
verðið á íslandi hækkað stöðugt.
Það er nú hæst á Norðurlöndunum
eða um 32 USmill. Samt hefur það
ekki náð þvf verði, sem varð hæst
Viðeyjarfrumvarp:
Andstaða í orði
— ekki á borði
Sex af sjö fulltrúum í
menntamálanefnd efri deildar
hafa mælt með samþykkt frum-
varps til laga um afhendingu
Viðeyjar í Kollafirði til Reykja-
víkurborgar. Frumvarpið er
flutt í tilefni af 200 ára afmæli
kaupstaðarréttinda höfuðborg-
arinnar. Einn nefndarmaður,
Ragnar Amalds (Abl.-Nv.),
skrifaði undir nefndarálitið
með fyrirvara.
Tveir þingmenn höfðu uppi
efasemdir um frumvarpið við aðra
umræðu í efri deild: Ragnar
Amalds (Abl.-Rv.), sem skrifar
undir nefndarálitið með fyrirvara,
og Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir (Kl.-Rvk.). Gagnrýni þeirra
byggðist á þremur efnisatriðum:
1) Málsmeðferð væri óeðlileg, þar
eð ekki hafi verið haft samráð við
stjómarandstöðu fyrirfram, 2)
Með frumvarpinu væri verið að
gefa þjóðminjar, 3) Frumvarpið
fæli því í sér varhugavert for-
dæmi.
Þrátt fyrir þessa gagnrýni
samþykkti deildin frumvarpið,
eftir aðra umræðu, með 11:0
atkvæðum. Frumvarpið gekk til
þriðju umræðu og væntanlega til
neðri deildar á kvöldfundi.
í Svíþjóð eða um 38USm árið 1979
og 47 USm árið 1981 í Finnlandi.
Nefndin, sem samdi skýrsluna,
tekur það fram í athugasemdum
við línuritið, að samanburðurinn á
raforkuverði á Norðurlöndum sé
með þeirri skekkju, sem óhjákvæmi-
lega stafi af því að nota Banda-
ríkjadal sem sameiginlegan verð-
grundvöll. Hvað varðar raforkuverð
í hverju landi fyrir sig sé auðvitað
mikilvægast að greina allar breyt-
ingar miðað við almenna verðlags-
þróun í landinu sjálfu. Það skipti
notandann höfuðmáli hvort verð
raforku hækki eða lækki miðað við
almennt verðlag í landinu, en ekki
hvemig verðið hegði sér umreiknað
í Bandarílqadölum.
Lög gærdagsins:
Forsetastóll
Það hefur margur mætur maðurinn stjórnað fræknu liði úr
þessum stóli, forsetastóli Sameinaðs þings og neðri deildar
Alþingis. Málafjöldi hefur verið á dagskrá þeirra þingfunda,
sem stjórnað hefur verið úr stóli liðin dægur, og spurning um
hvort „vökulögin" hafi verið virt. Eftir morgundagimi, en þá
verða þinglausnir, bíður hann hausts og nýs þinghalds.
Þinglausnir á morgun
Fimm frumvörp vóru sam-
þykkt sem lög frá Alþingi á
dagfundum þingdeilda í gær,
mánudag, þijú í efri deild og tvö
í neðri deild. Fundir vóru í
sameinuðu þingi síðdegis og
þingdeildarfundir um kvöldið.
Ef fer sem horfir verða þing-
lausnir á morgun, miðvikudag.
Í efri deild vóru eftirtalin frum-
vörp samþykkt sem lög á dagfundi
þingdeildarinnar:
1) Stjórnarfrumvarp um vamir
gegn mengun sjávar (staðfest-
ing á fjölþjóðlegum samningi).
2) Stjómarfrumvarp um þjónustu-
og endurhæfingardeild sjón-
skertra.
3) Fmmvarp til breytinga á lögum
um almannatryggingar varðandi
þátttöku í ítrekuðum ferða-
kostnaði sjúklings til læknis eða
sjúkrastofnunar, þar með talin
endurhæfing og sjúkraþjálfun.
í neðri deild fengu tvo frumvörp
lagagildi:
1) Stjómarfrumvarp til breytinga á
lögum um söluskatt, er varðar
framkvæmd, álagningu og inn-
heimtu söluskatts af eign þjónustu.
2) Framvarp til breytinga á lögum
um verzlun ríkisins með áfengi, sem
felur í sér heimild til að veita öðram
aðilum en ÁTVR leyfí til að fram-
leiða áfenga drykki hér á landi,
enda sé framleiðslan ætluð til út-
flutnings eða til sölu í útsölum
ÁTVR.
Flateyri:
Framboðslist-
ar þriggja aðila
komnir fram
Flateyri.
NÚ HAFA komið fram hér á
Flateyri þrír framboðslistar til
sveitarstjórnarkosninganna
þann 31. maí nk. Framboðslisti
Alþýðuflokks og óháðra, fram-
„boðslisti Framsóknarmanna og
frjálslyndra kjósenda, og fram-
boðslisti Sjálfstæðisfélags Ön-
undarfjarðar. Listi framsóknar-
manna og frjálslyndra var
byggður á niðurstöðum skoðana-
könnunar og listi Sjálfstæðis-
félagsins var byggður á niður-
stöðum prófkjörs. Alþýðuflokks-
jnenn og óháðir stilltu upp án
skoðanakönnunar eða prófkjörs.
í kosningunum 1982 voru aðeins
tveir framboðslistar í kjöri, C-listi,
listi vinstri manna og óháðra og
D-listi, Iisti Sjálfstæðisfélags Ön-
undaifyarðar. Vinstri menn samein-
uðust um einn lista gegn sjálfstæð-
ismönnum en úrslitin urðu þau að
D-listi sigraði með tveggja atkvæða
mun, þ.e. á því kjörtímabili sem nú
er að ljúka hafa sjálfstæðismenn
verið með hreinan meirihluta í
hreppsnefnd. Framboðslistana fyrir
kosningarnar þann 31. maí nk.
skipa eftirtaldir aðilar:
Listi Alþýðuflokks og óháðra: 1.
Ægir E. Hafberg sparisjóðsstjóri,
Goðatúni 6, 2. Björk Kristinsdóttir
húsmóðir, Ólafstúni 12, 3. Ragnar
Kristjánsson umsjónarmaður,
Brimnesvegi 12, 4. Sigurður Sig-
urdórsson vélgæslumaður, Bára-
götu 3, 5. Böðvar Gíslason múrari,
Olafstúni 7, 6. Matthildur Haf-
steinsdóttir húsmóðir, Grandarstíg
5, 7. Emil R. Hjartarson skólastjóri,
Drafnargötu 7, 8. Björn Ingi
Bjamason nemi, Hjallavegi 12, 9.
Guðmundur Björgvinsson rafvirki,
Eyrarvegi 12, 10. Kristján V. Jó-
hannesson trésmiður, Ránargötu 3.
Listi Framsóknarmanna og
frjálslyndra kjósenda er þannig
skipaður: 1. Guðmundur Jónas
Kristjánsson skrifstofumaður, Rán-
argötu 1, 2. Árni Benediktsson
húsasmiður, Goðatúni 2, 3. Áslaug
Ármannsdóttir kennari, Ólafstúni
5, 4. Rögnvaldur Guðmundsson
rafveitustjóri, Hjallavegi 9, 5.
Kristján Jóhannesson afgreiðslu-
maður, Drafnargötu 9, Gróa G.
Haraldsdóttir verslunarstjóri,
Hrannargötu 3, 7. Sigurður Júlíus
Leifsson trésmiður, Hjallavegi 18,
8. Sigurður Björnsson sjómaður,
Brimnesvegi 4, 10. Guðni A. Guðna-
son verksmiðjustjóri, Eyrarvegi 7.
D-lista, lista Sjálfstæðisfélags
Önundarfjarðar skipa: 1. Eiríkur
Finnur Greipsson tæknifræðingur,
Unnarstíg 3, 2. Guðmundur Finn-
bogason fiskiðnaðarmaður, Hjalla-
vegi 8, 3. Guðmundur Helgi Krist-
jánsson skipstjóri, Tjarnargötu 7,
4. Sigríður Sigursteinsdóttir um-
boðsmaður, Drafnargötu 17, 5.
Helga Soffía Hólm húsmóðir,
Hjallavegi 4, 6. Guðjón Guðmunds-
son húsasmíðameistari, Unnarstíg
1, 7. Bjami Sveinn Benediktsson
verktaki, Hjallavegi 16, 8. Ragna
Ólafsdóttir húsmóðir, Unnarstíg 2,
10. Sigrún Gerða Gísladóttir hjúkr-
unarfræðingur, Sólbakka.
Einungis hefur komið fram einn
framboðslisti til sýslunefndar, en
það er D-listi Sjálfstæðisfélags
Önundarfjarðar. Hann skipa: Aðal-
maður er Kristján J. Jóhannesson
sveitarstjóri, Ránargötu 2 og vara-
maður Hinrik Kristjánsson verk-
stjóri, Ólafstúni 4. Að sögn tals-
manna vinstrimanna eru í gangi
viðræður milli þeirra um sameigin-
legt framboð til sýslunefndar.
Sjálfstæðismenn hafa þegar gef-
ið út stefnuskrá sína, sem er í
A-5-broti og telur 16 síður auk
kápu. í stefnuskránni segir m.a. í
formálsorðum: „... í þessari
stefnuskrá er ekki að finna neinn
loforðalista heldur álit okkar á
helstu málaflokkum og hvernig við
viljum vinna að framgangi þeirra
.. . “ í dreifíbréfum frá hinum
framboðslistunum kemur fram að
þeir hyggjast einnig kynna helstu
stefnumál sín á næstu vikum. Ekki
er því hægt að segja að frambjóð-
endur til sveitarstjómarkosning-
anna hér á Flateyri sitji og bíði
aðgerðarlausir fram að kosningum.
EFG
Fyrirlestur
um uppeldis-
fræðilegar
rannsóknir
í DAG flytur Stefán Baldursson
kennslufræðingur fyrirlestur á
vegum Rannsóknastofnunar upp-
eldismála er nefnist Hver eru sér-
kenni uppeldisfræðilegra rann-
sókna?
Fyrirlesturinn verður haldinn í
Kennaraskólahúsinu við Laufásveg
oghefstkl. 16.30.
Öllum heimill aðgangur.