Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 15
Krísuvíkursamtökin: Markmiðið er að hjálpa vímuefnaneyt- endum til heilbrigðrar lífsstefnu Á síðustu árum hefur farið fram mikil umræða um stöðugt vaxandi fíkniefnaneyslu barna og unglinga. Öllum er ljóst að hér er um mjög alvarlega hluti að ræða. í allri umræðunni um efnalega velferð okkar og fjár- hagslega afkomu frá degi til dags hefur okkur þó ekki gleymst að mannslífin eru dýrari hveiju dollaragríni og lífsham- ingjan meira virði en háar stöður og einbýlishús. Hver unglingur, sem deyr vegna efnanotkunar vímugjafa er óafturkræf fórn, — skaði sem enginn megnar að bæta. í ljósi þeirra harmleikja verður umræðan um efnahags- lega afkomu fánýtt hjal. Stundum deila menn um það hver eigi sökina. Það er í sjálfu sér skynsamlegt að kanna orsakir vandans og vinna þannig að fyrir- byggjandi aðgerðum. En það er jafn óskynsamlegt að eyða tíma og orku í að finna sökudólga til að láta bera okkar eigið samviskubit í stað þess að beita öllum kröftum til þess að vinna að raunhæfum úrbótum. Krísuvíkursamtökin eru stofnuð til þess að sameina krafta þeirra mörgu aðila sem vissulega hafa brennandi áhuga á að sinna þessum málum en hafa ennþá ekki séð leiðir til þess. Það er síður en svo tilgang- ur þeirra að koma í staðinn fyrir einhveija aðra aðila eða kasta rýrð á þá sem sinnt hafa þessum málum. Aðstandendur samtakanna bera mikla virðingu fyrir því starfi sem unnið hefur verið og er verið að vinna að þessum máium. Hitt var svo ljóst að í Krísuvík stóð hálfgert hús og lá undir skemmdum. Sam- tökin eru stofnuð um það að ljúka byggingu þess og gera það nothæft. Þetta er mikið hús og vel teiknað og það væri slys að láta það grotna niður engum að gagni vegna þess að frumkvæðið skorti til að koma því upp. En hvað á svo að fara fram í þessu húsi? kann einhver að spyija. Það er ef til vill ekki tímabært að svara þeirri spumingu mjög ýtar- lega meðan meðlimir samtakanna eru ekki einu sinni byijaðir að skipta um rúðumar sem brotnuðu á þessum tíma sem húsið stóð autt og yfirgefið. Þó er hægt að nefna nokkur atriði sem aðilar eru sam- mála um að stefna að. í stefnuskrá samtakanna sem formaður þeirra, sr. Birgir Ásgeirsson, lagði fram í janúar sl. segir m.a.: „Meðferðin byggist á því að hjálpa unglingunum að komast yfir neysluvandamál sín með sérstakri dagskrá, sem m.a. felur í sér eftir- talin atriði: I. a) fræðslu um vímuefnamál b) hópmeðferð c) andlega uppbyggingu og sálgæslu II. a) dagleg heimilisstörf b) sérstök vinnuverkefni utan- húss og innan III. a) afmarkað skólastarf b) líkamleg þjálfun og heilsu- rækt. Stefnt er að því að hver skjól- stæðingur Krísuvíkurheimilisins hljóti sérstaka greiningu og mat vel menntaðs og þjálfaðs starfsfólks. Meðferðin í heild mun byggjast á þekktum leiðum þar að lútandi, en mun þó mótast mest af því kerfi, sem beitt hefur verið með bestum árangri meðal þeirra, sem glíma við vímuefnasjúkdóminn, alkóhólisma. Dagskrá og heimilis- hald verður byggt á kristnum við- horfum, án þess að bindast sér- stakri kirkjudeild í því efni. Auk þess að hafa meðferðar- heimili í Krísuvíkurskóla er ætlunin að standa þar fyrir ýmiss konar námskeiðahaldi t.d. fyrir aðstand- endur, ungt fólk almennt, starfs- hópa og einstaklinga, sem láta sig varða þetta málefni. Heildarmarkmið samtakanna er síðan að: — Hjálpa ungum vímuefnaneyt- endum til heilbrigðrar lífsstefnu. — Stuðla að fyrirbyggjandi- að- gerðum í landinu. — Veita aðstandendum stuðning og uppfræðslu." Við þetta er fáu að bæta á þessu stigi málsins. Ýmsar hugmyndir eru uppi um menntun starfsfólks, því að hún er að mati stofnenda sam- takanna mjög mikilvægur þáttur í því að vel takist til. Leitað verður eftir fyrirmyndum erlendis frá eftir því sem þurfa þykir og allar leiðir athugaðar sem til greina koma og skilað geta árangri. En til að byija með verður aðalverkefni samtak- anna samt að koma húsinu upp. Þangað til því er lokið gerist fátt í meðferðarmálunum. Nú á næstunni verður haldinn almennur stofnfundur samtakanna opinn öllum þeim sem vilja vera með. Hugmyndin er sú að stofna 24 manna framkvæmdaráð, sem síðan kjósi sér 5 manna stjórn. Stjóm samtakanna er nú þannig skipuð: Séra Birgir Ásgeirsson, formað- ur, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, rit- ari, Finnbogi Albertsson, gjaldkeri, Ragnar Lámsson, meðstjórnandi Snorri Welding, meðstjómandi. Krísuvíkursamtökin óska eftir sem allra bestu samstarfi við alla þá aðila sem unnið hafa og em að vinna að þessum málum í einhverri mynd. Þau óska eftir samstarfí við alla þá sem vilja leggja góðu mál- efni lið, og þau fara fram á að þeir sem ekki leggja fram aðstoð í ein- hverri mynd hugsi hlýtt til þess starfs sem þarna á að fara fram. Munum að mannslíf verður aldrei metið til Qár. Þegar Krísuvíkursam- tökunum hefur tekist að bjarga einum ráðvilltum unglingi úr greip- um vímuefnadauðans og koma honum til heilbrigðs lífs þá er að fullu endurgoldið það sem undir var lagt. Mannslíf em svo dýr. Samtökin verða með símatíma milli kl. 17 og 19 dag hvem. Síminn er 621005. Laugum í Dalasýslu, 18. mars 1986. F.h. Krísuvíkursamtakanna, Rangar Ingi Aðalsteinsson. • r yfcgjj Salix húsgögn - Húsgögn í anda unga fólksins FEmlNGAR TILBOD VIDJU 20% ÚTBORQUh 12 MÁMAÐA QREIÐ5LUKJÖR iJfanT\rf* °9 9ó^9rSösla§ HÚSGAGNAVERSLUNIN VIÐJA Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 þar sem góðu kaupin gerast. ■MORGUNBLAÐIÐ.ÞRIÐJUDAGIÍR 22.AÞRÍL 1986 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.