Morgunblaðið - 22.04.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. APRÍL1986
17
Rætur hryðju-
verkanna
eftir Óla Tynes
Þeir Ögmundur Jónasson, frétta-
maður, og Ólafur Ragnar Grímsson,
alheimsþingmaður, kalla ekki allt
ömmu sína þegar þeir þurfa að
hagræða staðreyndum. Ummæli
þeirra um rætur hryðjuverka í
Kastljósi á þriðjudagskvöld voru þó
óvenju gróf, jafnvel með tilliti til
þess hverjir í hlut áttu.
Ögmundur hélt því fram að
fjöldamorðingjarnir í Shattila-
búðunum í Líbanon hefðu notið
verndar Israela við ódæði sitt, „I
skjóli ísraelshers," sagði hann. Ól-
afur bætti svo um betur og sagði
að „svokölluð hryðjuverk,“ eins og
hann orðaði það, mætti rekja til
þessara og annarra grimmdarverka
Israela.
Sannleikurinn er sá að í Shattila
voru það arabar sem myrtu araba
og ísraelar komu þar hvergi nærri
fyrr en herdeild frá þeim stöðvaði
ódæðisverkin. Þessi atburður vakti
meiri skelfingu og óhug í Israel en
hjá nokkrum öðrum, nema auðvitað
aðstandendum fórnarlambanna.
Israelar eru enda flestum þjóðum
viðkvæmari fyrir fjöldamorðum á
saklausu fólki.
Geysileg umræða varð um þenn-
an hörmungaratburð í Israel og
opinber rannsókn fór fram til að
kanna hvort einhver sök lægi þar
í landi. Niðurstaða rannsóknar-
nefndarinnar leiddi meðal annars
til þess að vamarmálaráðherrann
varð að segja af sér og allmörgum
foringjum í hemum var vikið úr
starfi. Ekki vegna þess að þeir
hefðu átt þar hlut að máli, heldur
vegna þess að þótt enginn hefði
getað séð fyrir slíkt voðaverk hefðu
þeir átt að vera betur á verði.
Að halda því fram að rætur
hryðjuverka megi rekja til Shattila
og „annarra grimmdarverka" Isra-
ela er því hrein fölsun. Jafnvel
Arafat vildi frekar kenna Banda-
ríkjamönnum um Shattila og voru
þeir þó enn fjær en ísraelar.
I þessu sama Kastljósi var Har-
aldur Ólafsson, lektor, þungorður í
garð Bandaríkjanna fyrir loftárás-
irnar á Líbýu. Haraldur er raunar
ekki einn um það, en hinsvegar eru
ekki allir jafn sannfærðir um friðar-
vilja austurblokkarinnar og hann
virðist vera. Þegar þátttakendur
vom að reyna að giska á framhaldið
og hugsanlegar hliðarverkanir, kom
Haraldur inná hvort hemaðarað-
gerðir af þessu tagi ættu kannski
að vera pólitískt stjórntæki. Hvort
það yrði ef til vill viðtekin leið til
að skipta um ríkisstjómir, að fara
gegn þeim með vopnavaldi. Harald-
ur var, skiljanlega, hneykslaður á
þessum möguleika og sagði með
Óli Tynes
„ Að halda því fram að
rætur hryðjuverkanna
megi rekjatil Shattila
og „annarra grimmdar-
verka“ Israeia, er því
hrein fölsun.“
nokkmm þjósti að þetta væri átj-
ándu aldar aðferðir.
Það er nú ekki allskostar rétt.
Tuttugasta öldin var löngu gengin
í garð þegar Sovétríkjunum mislík-
aði stjórnarfarið í Ungveijalandi og
mddust þangað inn með skriðdreka
sína. Tuttugasta öldin var löngu
gengin í garð þegar Sovétríkjunum
mislíkaði stjórnarfarið í Tékkóslóv-
akíu og mddust þangað inn með
skriðdreka sína. Tuttugasta öldin
var löngu gengin í garð þegar
Sovétríkjunum mislíkaði stjóm-
málaþróun í Póllandi og vom komin
með skriðdreka sína að landamær-
unum þegar Jamselski tókst að
sannfæra þau um að hann hefði
nægan friðarvilja til að beija niður
Samstöðu. Og tuttugasta öldin var
löngu gengin í garð þegar Sovét-
ríkjunum mislíkaði stjómarfarið í
Afganistan og mddust þar inn með
skriðdreka sína. Enn þann dag í
dag hamast Sovétríkin við að drepa
og hrekja úr landi, svo milljónum
skiptir, þá sem ekki aðhyllast
heimsfriðarstefnu þeirra þar í landi.
Þessi „stjórnsýsla" er því ekki
frá átjándu öld. Hún er talsvert
ástunduð í dag. En kannske Haraldi
finnist hin friðelskandi Sovétríki
eiga einkarétt á þessari aðferð. Það
skal viðurkennt að þau hafa af
henni mesta reynslu.
Höfundur er blaðamaður.
Styrkið og fegrið líkamann
Dömur og herrar.
Ný 4 vikna námskeið hefjast 28. apríl
Hinir vinsælu herratímar í hádeginu.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím-
ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri
dömur og þær sem eru slæmar í baki eda þjást at vödvabólgum. Vigtun —
mæling — sturtur — gufuböð — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar.
Innritun og upplýsingar alla virka daga
frá kl. 13—22 í síma 83295.
Júdódeild Ármanns
Ármúla 32.
BODY FORMING
Ný snyrtilína fyrir líkamann frá
TBiodroqa
Body Forming byggir upp, styrkir, mýkir og veitir afslöppun.
Body Forming snyrtilínan samanstendur af:
Nuddkrem
fyrir appelsínuhúð og þurra
bletti.
Skrúbbkrem
til að mýkja stíflaða fitukirtla,
fílapensla og hreinsa upp dauð-
ar húðfrumur.
Styrkingarkúr
fyrir bringu, brjóst og háls.
Sápa
fljótandi í sturtu eða í afslapp-
andi karbaö.
Dekraðu við sjálfa þig og veittu þér Body | Vinsamlegast sendið mér í póstkröfu Biodroaa Body Forming sett á tilboðsverði
Forming-tilboðssettið frá Biodroga strax kr. 860,00... stk. + póstkröfugjald.
ídag.
Bankastræti 3, . Póstnr: s,aður:
sími13635. 1
Póstsendum. | Tilboðið gildir til 15. marz 1986
Sjónvaivsgreiúur og útvarpsloftnet
á gúúu heilúsúluverúi!
LANDSSAMBAND ÍSL.RAFVERKJAKA
SÖLUUMBOÐ, HÓLATORGI 2, SÍMI-.166 94
Kr